Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 19
♦ * t FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 og leikhús - Kvíkmyndlr og leikhus ÉGNI Q 19 000 Fiðrildið Spennandi, skemmtileg og nokkuð djörf ný bandarísk litmynd, með hinni ungu mjög umtöluðu kynbombu Pia Zadora i aðal- hlutverki, ásamt Stacy Keach Orson Welles íslenskur texti. Sýnd kl. 3,5.30, 9 og 11.15 Madame Emma Ahritamikil og vel gerð ný frönsk litmynd um harðvituga baráttu og mikil öriög. Romy Schneider, Jean-Louis Trintignant Leikstjóri: Francis Girod íslenskur texti — Sýnd Id. 9 Þeysandi þrenning Tjs, Hörkuspennandi og fjömg banda- rísk litmynd um unga menn með.. I biladellu með Nick Nolte, Don | Johnson, Robin Mattson. islenskur texti Bönnuð innan 12 ára. Sýndkl.3.05,5.05,7.05 og11.15. Dauðinn í Fenjunum Sérlega spennandi og vel gerð ný ' ensk-bandarísk litmynd, um venju- lega æfingarf erð sjálfboðaliða sem snýst upp í martröð. Keith Carradine, Powers Boothe, Fred Ward Leikstjóri: Walter Hill Islenskur texti—Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Síðsumar Frábær verðlaunamyrrd, hugljút | og skemmtileg. Katharine Hepburn, Henry Fonda,Jane Fonda 11. sýningarvika—Islenskurtexti Sýnd kl. 3.15,5.15,9.15 og 11.15 lonabíö ÍS* 3-11-82 Frumsýnir: Hellisbúinn. (Caveman) Back whcn women were womcn, and men wcre animals... t' Frábær ný grinmynd með Ringo Starr í aðalhlutverki, sem lýsir þeim tima þegar allir vonj að leita að eldi, uppfinningasamir menn bjuggu í hellum, kvenfólk var kvenfólk, karimenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla. Leikstjóranum Carl Gottlieb hefur hér tekist að gera eina bestu gamanmynd siðari ára og allir hljóta að hafa gaman af henni, nema kannski þeir sem hafa kímnigáfu á algjöru steinaldarstigi. Aðalhlutverk: Ringo Starr og aulabárðaættbálkurinn, Bar- bara Bach og óvinaættbálkur- inn. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. 3*1-15-44 Aðdugaeðadrepast Hörkuspennandi ný karate-mynd með James Ryan í aðalhlutverki, sem unnið hefur 61 Pda verð- launa á Karatemótum um heim allan. Spenna frá upphafi til enda. Hér er ekki um neina viðvaninga að ræða, allt „prófessionals" Aðalhlutverk: James Ryan, Char- lotte Michelle, Dannie du Pless- is og Norman Robinson Sýndi kl. 5,7, 9 og 11 Bönnuð innan 14 ára 1-13-84 Víðfræg stórmynd: Blóðhiti (Body Heat) ■ x... A % Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð og leikin ný, bandarísk stórmynd í litum, og Panavision. Mynd þessi hefur alls staðar fengið mikla aðsókn og hlotið frábæra dóma bíógesta og gagnrýnenda. AðalhluWerk: William Hurt Kathleen Turner. Isl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. 3*1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvalskvikmyndina Absence of Malice k ,, Ný amerisk úrvalskvikmynd i litum. Að margra áliti var þessi mynd besta mynd ársins 1981. Hún var útnefnd til þriggja Ósk- arsverðlaúna. Leikstjórinn Syndey Pollack sannar hér rétt eino sinni snilli sina. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Bala- ban o.fl. íslenskur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.10 og 9.15. B-salur STRIPES Bráðskemmbleg ný amerisk úr- vals gamanmynd I litúm. Mynd sem allsstaðar hefur verið sýnd við ,metaðsókn. Leikstjóri tvan Reit- man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J. Soles o.fl. « Sýnd kl. 5,7 og 9 islenskur texti iHörkutólin (Steel) Hörkuspennandi amerísk kvik- mynd með Lee Majors og Jennifer 0* Neill. Endursýnd kl. 11 ‘3*3-20-75 Rannsóknar- blaðamaðurinn í JOHN BELUSHI U BI.A1R BROWN it rbNTlNENTAL Divjdk I Ný mjög fjömg og spennandi bandarisk mynd, næst siðasta mynd sem hinn óviðjafnanlegi | John Belushi lék i. Myndin segir frá rannsóknarblaðamanni sem kemst í ónáð hjá pólitíkusum, sem svifast einskis. Aðalhlutverk: John Belushi og Blair Brown. Sýndkl. 5,9 og 11. Mannlegur veikleiki The Human Factor Ný bresk stórmynd um starfs- mann leyniþjónustu Breta í Afriku. Kemst hann þar í kynni við skæruliöa. Einnig hefjast kynni hans við svertingjastúlku i landi þar sem slikt varðar við lög. Myndin er byggð á metsölubók Graham Greene. Framleiðandi og leikstjóri: Otto Preminger. Leikarar: Richard Attenborough, John Gielgud og Derek Jocobi. sýnd kl. 7 . . Vinsamlega athugið að bíla- stæði Laugarásbiós eru við Kleppsveg. Sú3n» 32-21-40 Venjulegt fólk j/V [ffA » 1 --á’ 1 ' Fjórföld óskarsverðlaunamynd. .Ég veit ekki hvaða boðskap þessi mynd hefur að færa unglingum, en ég vona að hún hafi eitthvað að segja foreldrum þeirra. Ég vona að þeim veði Ijóst að bau eigi að hlusta á hvað börnin þeirra vilja segja- Robert Redford leikstj Aðalhlutverk Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Timothy Hutton Sýnd kl. 5 Hækkað verð. Tónleikar kl. 20.30 . ÞJODLKIKHÚSID Amadeus í kvöld kl. 20 Laugardag kl. 20 . Fáar syningar eftir Garðveisla Föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Gosi Sunnudag kl. 14 Fáar sýningar eftir Litla sviðið: Tvíleikur Sunnudag kl. 20.30-Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. i.kikI'Kiaí; KIiYKjAVÍKl IK írlandskortið eftrr Brian Friel. Þýðing: Karl Guðmundsson. Lýsing Daniel Williamsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóm: Eyvindur Eriendsson Frumsýning í kvöld uppselt. 2. sýning föstudag kl. 20.30 Grá kort gilda 3. sýning þriðjudag kl. 20.30 Rauð kort gilda. 4. sýning miðvikudag kl. 20.30 Blá kort gilda,- Skilnaður Laugardag uppseit Jói Sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30. Sími16620. Hassið hennar mömmu. Miðnætursýning i Austurbæjarbiói laugardag kl. 23.30. Miðasala í Austurbæjarbiói kl. 16-23 simir. 11384. IIIIB ÍSLENSKA ÓPERAN llll Búum til óperu „Litli sótarinn11 söngleikur fyrir alla fjölskylduna 7. sýning laugardag kl. 14.00 8. sýning laugard. kl. 17.00 Miðasala opin daglega frá kl. 15-19 simi 11475. kvikmyndahomið ■ Ned Racine (William Hurt) og Matly Walker (Kathleen Tumer) á heitu augnabliki í Blóðhita. BLÓÐHEITIR GALLAGRIRIR BLÓÐHITI (Body Heat). Sýningarstaður: Austurbæjarbíó. Leikstjóri og höfundur handrits: Lawrence Kasdan. Aðalhlutverk: William Hurt (Ned Racine), Kathleen Tumcr (Matty Walker), Richard Crenna(Walker). Myndataka: Richard H. Kline. Framleidd af Ladd 1981. Blóðhiti er fyrsta kvikmyndin, sem Lawrence Kasdan leikstýrir, en hann er hins vegar enginn nýliði sem handritasmiður; hann samdi m.a. handritið að Ráninu á týndu örkinni. Það fer ekki á milli mála, að Blóðhiti er ein besta frumraun kvikmynda- leikstjóra til þessa, fyrst og fremst vegna þess, hversu vel tekst að endurskapa þar þá tragísku film noir-stemmningu, sem svo algeng var hér á árunum áður m.a. í myndum sem byggðu á sögum Cains og Chandlers. Sjálfur söguþráðurinn er í raun og veru lítt frumlegur, enda má segja að hann sé meira og minna fenginn að láni úr gömlum Cain-sögum og kvikmyndum, sérstaklega þó úr Double Indemnity frá árinu 1944, auk þess sem nokkur skyldleiki er sýnilega við Póstmanninn, sem hringir alltaf tvisvar. Persónurnar eru af Cain-taginu - vandræðagripir, sem stjórnast öðru fremur af fé- græðgi og losta og lenda því á hálum ís. Blóðhiti fjallar öðru fremur um fremur misheppnaðan lögfræðing, Ned Raicine (frábærlega leikinn af William Hurt), sem yfirleitt er að verja seka skjólstæðinga og klúðrar gjarnan málum, og Matty Walker, eiginkonu ríks fjármálamanns sem virðist starfa á vegum mafíunnar. Þau rekast saman að því er virðist af tilviijun, og úr verður heitt ástarsam- band, sem lýst er með mjög opinskáum hætti í svipuðum stíl og í mynd Rafelsons eftir sögu Cains um Póstmanninn sem hringir alltaf tvisvar. Kasdan lýsir í raun og veru ekki ást, heldur manni og konu sem eru gagntekin af hömlulausum og blóðheitum losta. Þau sverja hvort öðru ást sína, og fara síðan að velta fyrir sér hvernig þau geti losað sig við eiginmanninn án þess að verða af fjármunum hans um leið. Þau koma Waiker fyrir kattarnef og það virðist hafa tekist vel frá þeirra sjónarmiði, en þá fer ýmislegt að koma í ljós, sem sýnir Racine að ekki er allt sem skyldi. Ekki er rétt að rekja hér frekar söguþráðinn, en óhætt að fullyrða, að þau skötuhjúin lifa ekki hamingjusamlega upp frá því eins og í ævintýrunum. Það er eins og áður segir ekki viðfangsefnið sjálft, sem er ferskt í þessari mynd, heldur úrvinnsla Kasdans svo sem það andrúmsloft, sem hann skapar í myndinni, og þau teikn um að illa fari, sem hann skýtur inní við og við með áhrifaríkum hætti og skapar aukna spennu. Sérlega góður leikur William Hurt í aðalhlut- verkinu gerir Ned Racine trúverðug- an gallagrip, sem lætur leiða sig í gildru. Hann hlýtur nokkra samúð áhorfenda þótt hann sé skúrkur. Kathleen Turner er einnig sannfær- andi sem fiagð undir fögru skinni, sem kann að vefja karmönnum um fingur sér og nær því fram, sem hún stefnir að, en er svo óheppin aðverða ástfangin í leiðinni af þeim manni, sem hún hyggst svíkja, og verður því jafn óhamingjusöm í lokin og áður þrátt fyrir alla peningana. Það fer ekki á milli mála að Lawrence Kasdan á eftir að láta að sér kveða í bandarískri kvikmynda- gerð á næstu árum, því hann hefur sýnilega lært vel hjá féiögum sínum Spielberg og Lucas. - ESJ Elías Snæiand Jónsson skrifar ★★★ Blóðhiti ★ Mannlegur veikleiki ★★★ Absence ofMalice ★★★ Venjulegtfólk ★★★ Síðsumar ★★ Stripes ★★★ Dauðinn í fenjunum ★★ Madame Emma ★ Hellisbúinn ★★★ BeingThere Stjörnugföf Tímans , ★ * ★ * frábær • * * ★ mjög gód * * ★ góö • ★ sæmlleg • O léleg ' •« 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.