Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á-öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag V labnel KÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER ■ „Allir geta tekið þátt í „Vinnuvökunni“ á einhvern hátt“, segir Sigurveig Sigurðardóttir, varaformaður Kvenfélagasambands Isiands. Tímamynd Róbert. Kvenfélagskonur um allt land Mvaka og vinna” næstu helgi: „VINNUVAKA" TIL STYRKT- AR ðLDRUDUM f LANMNU ■ „Pað er gert ráð fyrir að kvenfélags- konur um land allt „vaki og vinni“ um næstu helgi og víðast hvar virðist áhuginn vera mjög mikill. Við viljum líka hvetja sem allra flestra til að taka þátt í þessari „Vinnuvöku" með okkur og leggja þannig sinn skerf að mörkum til styrktar öldruðum í landinu", sagði Sigurveig Sigurðardóttir, varaformaður Kvenfélagasambands íslands er Tíminn ræddi við hana um tilhögun og framkvæmd „Vinnuvöku“ þeirrar sem Kvenfélagasambandið gengst fyrir um allt land nú um helgina. Framkvæmd vökunnar á hverjum stað kvað hún í höndum kvenfélagsambandanna í hverj- um landshluta, þannig að tiihögun hennar getur orðið eitthvað á mismun- andi hátt á hinum ýmsu stöðum. „Víðast hvar mun „Vinnuvakan" dropar hefjast á föstudagskvöld og standa óslitið fram til hádegis á sunnudag. Fólk getur því komið hvenær sem er á þessum tíma. Fað mun m.a. verða saumað, prjónað, heklað, bakað og ýmislegt annað. Eftir hádegi á sunnudag er síðan hugmyndin að selja það sem unnið hefur verið,“ sagði Sigurveig. - En þær konur sem ekki hafa aðstöðu til að taka þátt í þessu? Það geta í raun og veru allir tekið þátt í þessu á einhvern hátt. Þeir sem ekki geta komið á staðinn geta sent sitt framlag í einhverju formi, peningum, eða einhverjum munum eða kökum sem hægt er að selja. Allt slíkt er vel þegið. - Er tilgangur „Vinnuvöku“ einungis fjáröflun? Auk þess að vinna góðu málefni lið er hugmyndin með þessu að vekja athygli á störfum kvenfélaganna og auka samstöðu meðal kvenna. Aukin kynni eru alltaf til góðs. Þá endar vakan líka á kvennadegi Sameinuðu þjóðanna og afmælisdegi „Kvennafrís" 24. október. - Verður þetta ekki grín og gaman í leiðinni? Þar sem ég þekki best til - hjá Sambándi sunnlenskra kvenna - er hugmyndin að farið verði á milli þeirra staða sem vakan verður haldin með skemmtiatriði. Eflaust verður það gert víðar þannig að einhverjir kjósi t.d. að leggja sitt af mörkum með því að skemmta þeim sem eru að störfum. - Verða víða vökur sunnanlands? Á Selfossi veit ég t.d. að átta kvenfélög ætla að vinna saman þannig að þar ætti að geta orðið mikið líf og fjör. Auk þess verða vökur á 2-3 stöðum öðrum í Árnessýslu og sýslunum tveim, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. - En karlarnir - verða þeir með í þessu? Það ætla ég svo sannarlega að vona. - Að lokum Sigurveig, hvaðan er hugmyndin að „Vinnuvöku“ komin? Upphaflega er hugmyndin komin frá Kvenfélagi Bústaðasóknar sem gekkst fyrir slíkri vöku í fyrra. Það var svo á formannafundi Kvenfélagasambands fslands í vor að samþykkt var að gangast fyrir vinnuvöku kvenfélaga um allt land. Undirtektir þeirra hafa verið mjög góðar og mikill áhugi komið fram víðast hvar eins og ég sagði áður. Því má bæta við, að í Reykjavík verður „Vinnuvaka" að Flallveigarstöð- um og í Kópavogi í Þinghólsskóla. -HEI Fréttir Borgarafundur um beitingu bráðabirgðalaga ■ Skipulagsleg sjálfhelda - Valdastaða Alþingis - Beiting bráðabirgðalaga. Framangreind málefni verða tekin til umfjöllunar á borgarafundi sem Félag þjóðfélagsfræðinga efnir til í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30. Frummæl- endur á fundinum verða: Eiríkur Tómasson, lögfræð- ingur, Jón Ormur Halldórs- son, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra og Vilmundur Gylfason, alþingismaður. Að loknum framsögu- ræðum verða fyrirspurnir leyfðar og síðan frjáls- ar umræður. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðar- son, lektor. Bílvelta í Eyjafirdi ■ f gær varð bílvelta hjá Melgerðismelum í Eyja- firði. Ökumaður sem var einn í bílnum slapp með skrámur og fékk að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. Bif- reið hans sem var nýleg er mikið skemmd ef ekki ónýt Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Hjallavegur Öldugata Langholtsvegur Stigahlíð Sími: 86300 „Hvernig baka skal vandræði“ M Þótt almenningi í Vest- mannaeyjum hafi löngum þótt gaman að „smellnum“ sögum og „góðum“ orðvígum - sem flestum Frónbúum - er nú svo komið að skítkast áhrifamanna í bænum í bæjarblöðum, kryddað áratuga gömlu „ból- fara grobbi“ forseta bæjar- stjórnar, er farið að ganga fram af almenningi í bænum. Er forseti nú einnig farinn að biðja bömum sínum griða á síðum bæjarblaðanna. Ekki virðist þeim hins vegar öllum ebis leitt og þau láta, miðað við eftirfarandi „uppskrift“ í einu bæjarblaðanna nýlega. En undirskrift hennar rekja menn beint tU „ávaxtar" forara bólfara forseta. „Hvernig baka skal vand- ræði! Eitt stykki misheppnaður nýkjörinn flokkaflækingur. Úr honum kreistist óhemju mikil Ulgirni, mikið af öfund, hrúga af rangtúlkunum, og slatti af misskUningi. Atbugið að vand- ræðin bakast við framsóknar- eld. Best er að bakaranum sé stjóraað af gömlum „pokunar- manni“. Þegar aUt hefúr verið kreist, vinsamlega hendið hrat- inu þar sem önnur dýr ná ekki í það“. -EHS. Ókunnugum tU glöggvunar skal þess getið að núverandi fulltrúi framsóknarmanna í bæjarstjóra er starfandi bakari í Vestmannaeyjum, en fyrrver- andi bæjarfuUtrúi er jafnframt fyrrverandi lögregluþjónn. Kostar litlar 100 þús. kr. ■ Sverrir Kjartansson sem umsjón hcfur með auglýsing- um væntanlegrar símaskrár fyrir árið 1983 hafði samband við Dropa í gær vegna Idaus- unnar um auglýsingaverð síma- skrárinnar. VUdi hann benda á að auglýsingaverðið gUti frá vori 1983 til jafnlengdar næsta árs, þannig að verðið væri ekki sambærUegt við auglýsinga- verð sem tíðkaðist í dag. Jafnframt gat Sverrir þess LANDSBANKIISLANDS SÍMI 27722 m UÉRZUJNflRBflNKI ISlflNDS HF \ siml 27200 að auglýsingar þær sem Versl- unarbankinn og Landsbank- inn þyrftu að greiða fyrir á forsíðu símaskrárinnar kost- uðu aðeins tæpar 100 þús. kr. samtals, þ.e. hvor á „Utlar“ 48.600 kr. Krummi ... ... er sammála Pólverjum að vera ekki að kaupa það sem þeir eiga að fá gefins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.