Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" er 12 síður í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 22. okt. 1982 241. tbl. 66 árgangur. ¦ Ppsthólf 370 Rey KjaviK-HiisijornBbJUU - «ugiysingar > Nicole á f erd og flugi - bls. 2 Fiskréttir í Kaup- manna höfn — bls. 11 — bls. 24 heimilið — bls. 14 ¦ Samkomulag um nef ndastörf svikið á Alþingi: STJÓRNARSINNUM RUTT ÚR FORMANNSSÆTUNUM - í Landbúnaðarnef nd og Allsherjarnef nd neðri deildar ¦ „Þetta brot á samkomulagi setur slæman svip á þingstörfin sem fóru sæmilega af stað og við höfum ekki verið að stíga ofan á tæmar á stjómarandstöð- unni. Við vildum gott samkomulag og höfum unnið að því að svo mætti verða", sagði Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, í samtali við Tímann í gær, eftir að Ijóst varð að stjómarandstaðan hafði með fulltingi Eggerts Haukdal fellt Stefán Valgeirs- son sem formann landbúnaðamefndar neðri deildar Alþingis og Ólaf Þ. Þórðarson sem formann allsherjar- nefndar sömu deildar, en kosið í þeirra stað Seinþór Gestsson og Jósef H. Þorgeirsson. „Það var frágengið milli okkar Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks sjálfstæðismanna, í upphafi þings að starfsmenn þings og nefnda skyldu vera óbreyttir að því undanskildu að kosið skyldi um fulltrúa í fjárveitinganefnd. Að öðru leyti skyldi sjálfkjörið í öll önnur störf þingsins. í trausti þess liðum við stjórnarliðum áframhaldandi setu Eggerts Haukdals í atvinnumálanefnd sameinaðs þings þar sem okkur var í lófa lagið að fella hann út. Sjálfstæðismenn halda ekki þetta samkomulag sem við Ólafur G. gerðum og hafa kosið stjórnarandstæðinga sem formenn og varaformenn í þeim nefnd- um sem Eggert á sæti í," sagði Páll Pétursson. Sjá nánar bls. 3. ¦ Annardaguropinberrarheimsóknar finnsku forseíahjónanna, Mauno Ko- wisto og Tellervo Koivisto var afar annasamur, en einkar vel heppnaður. Gerðu lijúiiin, iisamí fönuicy (i og íslensku fylgdarliði víðreist i gær. Tímamynd G.-E. Félagsstofnun íhugar kaup á húsnæði til útleigu: Herbergi fyrir 21 einstak- Gabriel Garcia Marquez: FÉKK BÓKMENNTA- VERÐLAUN NÓBELS ¦ „Það gleður mig sannarlega að heyra þessar fréttir. Hann á verðlaunin vissulega skilin" sagði Guðbergur Bergsson rithöfundur þegar Tíminn leitaði álits hans á þeirri ákvörðun sænsku akademíunnar að veita Gabriel Garcia Marques frá Kolombíu Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í ár. Guðbergur hefur snúið þremur bókum Marquez á íslensku; tvær eru komnar út Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf og sú þriðja Frásögn um margboðað morð er væntanleg frá Iðunni eftir nokkrar vikur. Marquez er fæddur árið 1928 og fyrir löngu viðurkenndur sem einn af fremstu sagnahöfundum Rómönsku Ameríku. l'að hefur orðið hlutskipti hans eins og margra annarra fremstu listamanna þeirra álfu að lifa megnið af starfsævi sinni í útlegð, nú búsettur í Mexíkó. í helgarblaði Tímans sem kemur út á' morgun er birtur kafli úr nýjustu skáldsögu Marquez og jafnframt viðtal við þýðandann Guðberg Bergsson sem segir álit sitt á verkum höfundarins og þroskaferli hans. ling! ¦ Félagsstofnun stúdenta íhugar nú kaup á húsnæði við Borgartúni í Reykjavík til útleigu fyrir stúdenta. Ef af þeim verður getur Félagsstofnun boðið upp á 21 einstaklingsherbergi í viðbót við þau sem leigð era út á Gamla Garði og Nýja Garði. Að sögn framkvæmdastjóra stofn- unarinnar Sigurðar Skagfjörð Sigurðs- sonar yrði hér um að ræða skammtíma úrbót á gífurlegum húsnæðisvanda háskólastúdenta, en enga framtíðar- lausn. Til að gefa hugmynd um hve stórt þetta vandamál er gat Sigurður þess að um 740 stúdentar með lögheimili utan Reykjavíkur væru við nám í Háskóla íslands og stærstur hluti þeirra verður að afla sér húsnæðis á almennum leigumarkaði í borginni. Alls eru háskólastúdentar u.þ.b. 3900 og gera má ráð fyrir að 80% þurfi á leiguhúsnæði að halda. Sigurður vildi ekki ræða um það á hvaða stigi kaupsamningar væru nú, en væntanlega ræður það úrslitum hvort fjárveitingavaldið fellst á að greiða fyrir kaupunum eða ekki. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.