Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. , Nicole er á stöð- ugum þeytingi — en hefur þó gefið sér tíma til ad trulofast ■ í ísrael hétu þau Nicole og Winfried hvort öðru eilífri tryggð. Winfried, sem starfar sem bílasali í Birkenfeld, gerir sér vonir um að vera örlítið öruggari um Nicole sína síðan, en honum er hreint ekki sama um, hvað Nicole er mikið á ferðalögum og hittir margt nýtt fólk. Bónorðin hafa streymt til Nicole síðan hún vann frægan sigur í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor með lagi sínu „Ein Bisschen Frieden". En engu bónorðinu hefur hún tekið og engan aðdáanda sinn tekið alvarlega, eða hvað? - Það fer nú eftir því, hvernig á málið er iitið, segir Nicole sjálf, dularfull á svip, en dregur um leið athyglina að digrum einbaugi, sem hún ber á baugfingri vinstri handa. Nicole brá sér nefnilega í frí til Israel fyrir skömmu, ásamt foreldrum sinum og vini, Winfried Seibert, sem er 17 ára. Þar stigu þau Winfried það spor að heita hvort öðru íryggð- Reyndar var ísraelsferðin ekki eingöngu frí, þar sem Nicole þurfti að koma fram í Jaffa og Tel Aviv. Þar á milli eyddi hún öllum stundum með Winfried, en í náinni framtíð er útlit fyrir, að ekki gefist margar samverustundir, vegna anna Nicole. Nicole þykir hafa staðist það vel að leyfa frægðinni að stíga sér til höfuðs. Og hún þykir líka hafa sýnt skynsemi í sambandi við trúlofunina, því að hún tekur það skýrt fram, aðekki verði um brúðkaupað ræða fyrr en hún hefur lokið stúdentsprófi. Hún er nefni- lega ákveðin í að Ijúka stúd- entsprófi, þó að það sé vissulega miklum erfiðleikum bundið. Það er þó ekki námið sjálft eða nærvera Winfrieds, sem gera Nicole erfitt fyrir, heldur hinar fjölmörgu skuld- bindingar, sem hún hefur tekið að sér. Hún var t.d. ekki fyrr komin heim úr Israelsferðinni en hún varð að bregða sér bæjarleið til Hamborgar, þar sem hún gaf nýrri rósategund nafn sitt. En næsta morgun stundvíslega kl. 8 sat hún á skólabekk. Þrem dögum síðar varð hún þó enn að pakka niður og lagði í enn eitt ferðalagið. Skömmu síðar kom hún fram í sjón- varpsþætti og síðan var það tónleikaferðalag til Danmerk- ur. Rcyndar skal þess getið, að frændur okkar Danir voru ekkert yfir sig hrifnir að frammistöðu hennar þar, en það kemur ekki í veg fyrir, að áfram skuli haldið. Við skulum bara vona, að hún gefi sér einhvern tíma tíma til að giftast Winfried sínum! Nýjasta lag Nicole heitir „Papillon" og er eftir að sjá, hvort það slær eins vel í gegn og friðarboðskapurinn hennar. Æði rann á heimilis- köttinn - á meðan fjölskyldan horfði á Tomma og Jenna ■ Æði rann á heimilsikött einn í Nevers í Frakklandi einmitt, þegar fjölskyldan var saman komin fyrir framan sjónvarpsskerminn til að skemmta sér yfir uppátækjum Tomma og Jenna. Kötturinn, sem aldrei hafði sýnt annað af sér en einstakt blíðlyndi í garð (jölskyldunn- ar, réðist nú að fólkinu með klóm og kjafti. Tvær konur fengu svo slæma útreið að fara varð með þær á slysaverðstofu til að fá gert að meiðslum þeirra. Þar voru þeim einnig gefnar sprautur með mótefni gegn hundaæði. Lögreglan tók hins vegar köttinn í sína vörslu og lógaði honum. Nú er verið að rannsaka, hvort hann bar með sér hundaæði. seint en aldrei ■ Farþegi kom inn í strætis- vagninn á fáfarinni leið West Yorkshire í Bretlandi. Hann starði vel og lengi á bOstjór- ann, en stóð síðan upp úr sæti sínu og rétti honum eins sterlingspunds seðil og sagði: - Ég skulda þér þetta. I Ijós kom að hann var að endurgreiöa nokkurra shill- inga lán með vöxtum, en lánið hafði hann fengið á stríðsár- unum, þegar þeir börðust í sömu herdeUd. Fundum þeirra hafði ekki borið saman aftur síðan fyrr en þennan eftir- minnilega dag í strætisvagnin- Situr enn á skólabekk — þó að hún sé orðin 98 ára! ■ Jessie Ryan, sem býr í Detroit í Bandaríkjunum, sit- ur enn á skólabekk, þó að hún sé orðin 98 ára gömul! Hún hefur nú þegar lokið grunnskólaprófi og fékk ágæt- iseinkunn í sögu. En það kom henni sjálfri ekki á óvart. - Þetta var ekki svo erfitt fyrir mig, segir hún. - Það má eiginlega segja að ég hafi sjálf upplifað meiri hlutann af nútímasögunni. M.a. var ég sjálf á staðnum, þegar William McKinley forseti var myrtur 1901. Blóðgusurnar frá honum lentu á kjólnum mínum. í mínum augum er nútímasaga mínar eigin minningar. ■ Tónleikaferðir og skólaseta taka mestan tima Nicole og eru þá fáar stundir eftir til að lifa lífinu. Fari svo, að nýja lagið hennar nái viðlika vinsældum og „Ein Bisschen Frieden“, er hætt við, að hún fái enn minni tima til að vera samvistum við kærastann sinn. ■ Það er ekki að furða þó hann bíti á jaxlinn síðasti maðurinn í röðinni þegar mótorhjólakappinn þeysist í loftinu yfir níu menn! Þetta atriði var á sýningu, sem mótorhjóladeild lögregluliðsins í Múnchcn í Þýskalandi hélt. Áhorf- cndur héldu niðri í sér andanum af spenningi hvernig flugferðin gcngi, - og sem betur fór náði kappinn að stökkva af brettinu og yfir alla níu mennina án þess að koma við þá. Fyrir sýninguna ríkti töluverður kvíði og eftirvænting þegar sýning- arhópurinn dró um númer í röðinni, því að enginn vOdi verða númer níu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.