Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Samkomulagið um óbreytta skipan starfsmanna þings og nefnda Alþingis:^ „SJALFSTÆÐISMENN HALDA EKKI ÞETTA SAMKOMULAG” — segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarmanna, eftir að stjórnarandstaðan hefur rutt stjórnarsinnum úr tveimur nefndarformannsstöðum ■ Formannaskipti hafa ordið í tveim nefndum neðri deildar og sömuleiðis voru kjörnir nýir varaformenn. Stjórnar- liðar voru felldir úr formannssætum og stjómarandstæðingar kosnir í þeirra stað. Eggert Haukdal á sæti á báðum þessum nefndum og réði atkvæði hans úrslitum í báðum tilvikum. Með þessu var brotið samkomulag sem formenn þingflokka Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna höfðu gert með sér um skipan starfsmanna þings og nefnda skyldi standa óbreytt. Stefán Valgeirsson var felldur sem formaður landbúnaðarnefndar og Stein- þór Gestsson kosinn í hans stað. Árni Gunnarsson var kosinn varaformaður í stað Skúla Alexanderssonar. { Allsherj- arnefnd neðri deildar var Ólafur Þ. Þórðarson felldur úr formannssæti og Jósef H. Þorgeirsson kosinn formaður og Vilmundur Gylfason varaformaður, en Garðar Sigurðsson gengdi því starfi áður. Það kom mjög á óvart að svona var brugðist við þar sem engar mikilsverðar breytingar urðu á kosningum til nefnda í byrjun þingsins nema hvað Eggert Haukdal var felldur út úr fjár- veitinganefnd. Að öðru leyti neyttu stjórnarliðar ekki atkvæðamunar til að kjósa í nefndir. „Það var frágengið milli okkar Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðismanna, í upphafi þings að starfsmenn þings og nefnda skyldu vera óbreyttir að því undanskildu að kosið skyldi um fulltrúa í fjárveitinganefnd,“ sagði Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarmanna í gær.“ Að öðru leyti skyldi sjálfkjörið í öll önnur störf þingsins. í því trausti liðum við stjórnarliðar áframhaldandi setu Egg- erts • Haukdal í atvinnumálanefnd sameinaðs þings þar sem okkur var í lófa lagið að fella hann út. Sjálfstæðismenn halda ekki þetta samkomulag sem við Ólafur G. gerðum og hafa kosið stjórnarandstæðinga sem formenn og varaformenn í þeim nefnd- um sem Eggert á sæti í. Hins vegar hefur samkomulagið verið haldið í öðrum nefndum neðri deildar, þar sem stjórnarandstæðingar eru þó í meirihluta. Halldór Ásgrímsson for- maður sjávarútvegsnefndar. Á fundi sem haldinn var hjá forseta gekk ég út frá,“ sagði Páll „að öll embætti þingsins yrðu óbreytt og Ólafur G. Einarsson mótmælti því ekki. Nú segir hann hins vegar að hann sé að halda gamla samkomulagið frá 1980 með því að endurkjósa þá Halldór og Garðar sem nefndarformenn. Ef við hefðum ekki treyst á þetta samkomulag hefðum við heldur valið hlutkesti er kjörnar voru nefndir í neðri deild og hefðum náð einhverjum þeirra með því. í sameinuðu þingi áttum við alls kostar við að ná meirihluta í öllum nefndum, en notfærðum okkur það ekki. Þetta brot á samkomulagi setur slæman svip á þingstörfin sem fóru sæmilega af stað og við höfum ekki verið að stíga ofan á tærnar á stjórnarand- stöðunni. Við vildum gott samkomulag og höfum unnið að því að svo mætti verða og Framsóknarmenn hafa í hvívetna staðið við sinn hluta samkomu- lagsins." Rétt er að rifja upp að eftir síðustu kosningar var enginn meirihluti í þingbyrjun þegar nefndir voru kosnar. Haustið eftir stjórnarmyndunina voru nefndir þingsins endurskipulagðar. Þá vildi Gunnar Thoroddsen og hans menn ekki bjóða fram með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og leitaði sérsam- komulags við Sjálfstæðismenn. Gunnar stillti þá sjálfum sér upp í nefndir ásamt ráðherrunum Friðjóni og Pálma og Albert Guðmundssyni og Eggert Hauk- dal. Þeir voru þá báðir stuðningsmenn stjórnarinnar, og hefur nefndaskipan verið að mestu óbreytt síðan þar til nú að Eggert hefur látið af stuðningi við ríkisstjórnina en Albert hefur verið að linast í stuðningum í lengri tíma. QÓ Þjóöleikhúsid frumsýnir gaman - leikinn „Hjálparkokkarnir”: „Hefur þann til- gang að skemmta” — segir Sveinn Einarsson, Þjóöleikhússtjóri ■ „Þetta er elskulegt og notalegt leikrit sem hefur þann eina tilgang að skemmta fólki. Það gerist í milljónera- húsi í Kaliforníu og fjallar um fúlk sem stendur í skugganum af heimsfrægu fólki; það á það sameiginlegt að eiga einhvern nákominn sem er heims- frægur.“ Þetta sagði Sveinn Einarsson, Þjóð- leikhússtjóri, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær vegna frumsýningar á leikritinu „Hjálparkokkarnir“, eftir ameríska höfundinn George Furth. Leikritið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 29. október n.k. „The Supporting Cast“ heitir leikritið á frummálinu og var það frumsýnt á Broadway í fyrra og fékk ipjög góðar undirtektir: Islensk þýðing leikritsins er eftir Óskar Ingimarsson, leikstjóri er Helgi Skúla- son, leikmyndin er eftir Baltasar, en búningana gerir Helga Björnsson, lýs- mgu annast Kristinn Daníelsson. Leikendur í þessum gamanleik eru fimm og fara allir með stór hlutverk: Edda Þórarinsdóttir, Helga Bachman, Herdís Þorvaldsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Róbert Arnfinnsson. „Hreinn gamanleikur“ í frétt Þjóðleikhússins um leikritið segir: „Hjálparkokkarnir eru hreinn gamanleikur og tilgangur verksins ein- ungis að skemmta fólki og koma því í gott skap í skammdeginu sem fram undan er. Þess vegna er ekki rétt að gefa upp allt of mikið af því sem gerist í atburðarásinni, en forsaga málsins gefur ef til vill ofur litla hugmynd úm glensið. Ein persónan, Ellen, hefur alveg óvænt tekið sig til og skrifað bók sem er í þann veginn að koma út. Af því tilefni hefur hún boðið fjórum vinum sínum í glæsihúsið sitt á Malibuströnd í Kali- forníu, en það er einmitt í Kaliforníu ■ Frá æfingu á Hjálparkokkunum, leikritinu eftir viku. sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu sem fjöllin eiga að flytjast úr stað og jörðin gengur í bylgjum eins og á Kröflusvæðinu okkar. Vinirnir mæta hjá Ellen og hafa mikið fyrir því, en úr þessari heimsókn verður ekkert þægilegt matarboð - bókin sér fyrir því. Upphafs orð bókarinnar eru: „Mamma sagði mér alltaf að halda mig að þeim sem voru ofan á í lífinu, en hefði ég gert það hefði ég aldrei hitt þessa fjóra vini mína.“ Bókin verkar eins og minniháttar jarðhræringar á þá sem aldrei hafa upplifað slíkt; um stund virðist heimurinn vera að farast og skelfingin grípur um sig, en - heimurinn ferst ekki, enginn skaðast og allt óðagotið verður fáránlegt og hlægilegt. “ -Sjú FLUTT FISKINN” „GETUM EKKI ■ - Við höfum heyrt ávæning af þessu máli og það hefur verið lítillega rætt við okkur af hálfu þessara þýsku aðila, en við höfum gert þeim grein fyrir að við getum ekki tekið þessa flutninga að okkur, sagði Einar Hermannsson hjá hinu nýstofnaða skipafélagi Farskip, sem gera mun út ferju á milli íslands og meginlands Evrópu, er hann var spurður hvort skipafélagið gæti flutt ferskan flsk á markaði í hafnarbæjum Þýskalands. Eins og fram kom í upplýsingum Steingríms Hermannssonar í Ttmanum, þá hefur hann átt viðræður við þýska útgerðaraðila og fiskkaupmenn, auk stjórnmálamanna um möguleika á því að íslendingar geti tryggt þessum aðilum jafnt og þétt magn af ferskum fiski, gegn því að íslendingar fengju ákveðið lágmarksverð fyrir vöruna og slyppu þannig við fiskuppboðin. Varðandi þessar vangaveltur um hugsanlegar fisksölur, hafa þær hugmyndir vaknað að nýja ferjan, sem hefja mun áætlunar- siglingar á milli íslands og Bremerhaven næsta sumar gæti annað þessum flutn- ingum að einhverju leyti og jafnvel flutt fiskinn að einhverju leyti verkaðann í kæligámum Einar Hermannsson hjá Farskip sagði í samtali við Tímann að ferjan væri fyrst og fremst ferð fyrir farþega- og bílaflutninga og það væri lítið spennandi fyrir þá að fara út t fiskflutninga. Bæði myndi rými skipsins nýtast mun verr og eins væri ekki verjandi að halda úti slíkum' siglingum á Atlantshafinu á vetrum. Einar sagði að eðlilegra væri að skipafélögin sem fyrir væru í landinu aðlöguðu siglingar stnar þessum nýju þörfum. Ferja Farskips sem sigla mun undir nafninu Edda verður í áætlunarferðum á tímabilinu frá því í lok maí, fram til 20. september og sagði Einar að skipið væri um 78oo brúttólestir að stærð op gæti flutt 150-170 bíla. -ESE Varðskýli reist vid innkeyrslur A næstunni er væntanlegur til landsins 40 tonna gámalyftari sem Eimskip hefur fest kaup á. Er lyftari þessi keyptur vegna nokkurra breytinga á aðstöðu og vinnuháttum hjá vöruaf- grciðslu Eimskips við Sundahöfn. Þegar hinn nýi lyftari verður tekinn í notkun mun umferð stórra lyftara á svæði Eimskips í Sundahöfn leggjast niður að mestu leyti en lyftararnir verða þess í stað notaðir til að lyfta og flytja gáma minni vegalengdir, svo og við afgreiðslu. Jafnframt þessu verður önnur umferð um svæðið takmörkuð við flutningatæki viðskiptamanna og Eim- skips og annarra sem eiga brýnt erindi inn á svæðið. Vcrður í þessu skyni komið upp tveim hliðum við aðkeyrsl- urnar að Sundahöfn og verður hliðvarsla þar allan sólarhringinn. Eiga þessar breytingar að stuðla að bættri þjónustu og betra skipulagi innan athafnasvæðis Eimskips, jafnframt því sem þær eiga að stuðla að stórauknu öryggi á svæðinu. -ESE „Átt þú barn í um- ferðinni” ■ „Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að jafnan rís gífurleg slysaalda í umferðinni í svartasta skammdeginu. Þess vegna höfum við gefið út þennan límmiðá til að minna á börnin í umferðinni," segir í frétt frá JC Vík í Reykjavík. Á morgun, 23. október, er JC dagurinn og í tilefni af honum hefur verið ákveðið að dreifa 10.000 límmið- um sem bera yfirskriftina „Átt þú barn í umferðinni?“. Miðinn er ætlaður á afturrúðu bifreiða og vonast JC félagar til að ökumenn taki við honum og komi honum fyrir eins og til er ætlast. Ferða- kynning á Esju- bergi ■ Esjuberg verður með ferðakynningu og skemmtun tileinkaða ferðum til Puorto Ricó og Jómfrúreyja í Karabíska hafinu laugardagskv. 23. okt. og í hádegi sunnudaginn 24. okt. Á boðstólum eru Ijúffengir réttir að hætti Jómfrúreyja. Matseðillinn er karabískt túnfisksalat, suðræn sælkera- steik, kókoshnetuís og börnin fá ókeypis hamborgara. Hljómsveitin Starlights frá Jómfrúreyjum leikur fyrir matargesti og í Vídeóinu verða kvikmyndir frá Karabíska hafinu. Skálafell verður opið laugardags og sunnudagskvöld Haukur Morthens og hlómsveitin Starlights skemmta. Farþegum frá Hollandi: Fjölgað um 11.6% ■ Þó að farþegum frá meginlandi Evrópu til íslands hafi fækkað í sumar þá fjölgaði farþegum frá Hollandi um 11.6%. Þetta kom fram á fundi sem þeir Halldór Sigurðsson, markaðsstjóri Arn- arflugs og Stefán Halldórsson, markaðs- fulltrúi héldu með fréttamönnum í gær. Sagði Halldór að þeir Arnarflugs- menn þökkuðu þessa farþegaaukningu því að mikil áhersla hefði verið lög- á íslandskynningu í Hollandi, þá greindi Halldór frá því að Arnarflug hefði nú skipulagt stuttar haust- og vetrarferðir frá Amsterdam til íslands og greindi hann frá því að þegar hefðu selst um 200 sæti í þessar ferðir, þó að skammt væri síðan sala í þær hefði hafist. - AB Guðjón rangfeðraður ■ Þau leiðu mistök áttu sér stað í viðtali við yfirmenn Fellaskóla í Breið- holti um sérkennslu í skólanum, að Guðjón yfirkennari var sagður Einars- son. Það er alrangt, en hið rétta er að Guðjón er og hefur verið Ólafsson. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.