Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 fréttir stuttar fréttir 1 Tímamót í skreiðarsölumálum: FYRSTA SKREHMRSKIP- ID FER TIL NÍGEMU frá íslandi síðan innflutnings- ■ „Þessa helgi ætlum við allar að vinna saman að einu og sama markmiði, þ.e. að safna fé til að bæta aðstöðu aldraðra" segir Sigrún Sturludóttir. En' öll eða nær öll hin 30 kvenfélaga sem að „Vinnuvöku“ í Reykjavík standa eru nú jafnframt á fullu við undirbúning eigin basara eða annarra fjáröflunarlciða. Myndin sem hér fylgir er frá slíku starfi í Félagi framsúknarkvenna í Reykjavík. Tímamynd G.E. 30 kvenfélög standa ad „Vinnuvöku” á Hall-* veigarstöðum REYKJAVIK: „Það eru allir vel- komnir á „Vinnuvöku" að Hall- veigarstöðum bvort sem er að nóttu eða degi allan tímann hvort sem er til að vinna með okkur, færa okkur einhverja muni eða t.d. köku að heiman, gefa okkur eilthvað í sjóðinn eða til að kaupa af okkur muni, því einhver verður líka að kaupa það sem við erum að vinna að“, sagði Sigrún Sturludóttir, fyrrv. formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík stjórnarmaður í Banda- lagi kvenna í Reykjavík. Tíminn leitaði hjá henni upplýsinga um „Vinnuvöku" í Reykjavík sem Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir um helgina, en innán Banda- lagsins eru 30 kvenfélög í höfuðborg- inni. „Vinnuvaka" á Hallveigarstöðum byrjar kl.8 á föstudagskvöldið og stendur óslitið til hádegis á sunnu- dag. Markmiðið með vökunni er sem kunnugt er að safna fé til að bæta aðstöðu aldraðra. Jafnframt sagði Sigrún þetta gert til að sýna samstöðu kvenna og vekja eftirtekt á kvenfé- lögunum í landinu sem árið um kring vinna géysimikið og fórnfúst sjálfboðastarf til öflunar fjár sem allt er gefið til líknar-, félags- og menningarmála. Er skemmst að minnast stórgjafar Bandalags kvenna í fyrra til Grensásdeildar Borgarspítalans - taugagreinir, sem kostaði þá yfir 100 millj. gamalla króna. Nú nýlega hefur Bandalag kvenna einnig gefið píanó - sem kostaði yfir 50 þús. kr. - til hins nýja hcimilis aldraðra í Reykjavík, Drop- laugarstaða-. Það er engin leið að giska á hve margir taka þátt í þessu eða á hvaða tíma fólk kemur helst“, svaraði Sigrún aðspurð. En auðheyrt var að þær Bandalagskonur vonast eftir að sjá sem allra flesta, unga og gamla, konur og karla, á Hallveigarstöðum á „Vinnuvöku" um helgina. -HEI Skákkeppni í Kópa- vogi á sunnudaginn mánudagskvöld og síðan á föstu- dagskvöld þar á eftir, 29. október. Haustmótinu lykur með hraðskák- móti sunnudaginn 21. nóvember. Þá fer og fram verðlaunaveiting. Þátt- tökugjald á mótinu verður 100 kr. fyrir fullorðna, en 50 krónur fyrir unglinga. Gjaldið er helmingi hærra fyrir utanfélagsmenn. KÓPAVOGUR: Haustmót Tafl- félags Kópavogs hefst í Hamraborg 1, (kjallara) á sunnudaginn kl. 14.00. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi og eru tímamörk 2 klukkustundir á 40 leiki og 1 klukkustund á hverja 20 leiki þar eftir. Keppnin heldur áfram á hömlur voru settar ■ Töluverð tímamót verða í íslenskum skreiðarsölumálum á næstunni, en þá fer frá íslandi fyrsta skipið með skreiðarfarm til Nígeríu síðan stjórnvöld ■ Nígeríu settu hömlur á skreiðarínn- flutning til landsins. Að öllu forfallalausu verður skipið lestað rúmlega 29 þúsund pökkum, þar af um 22 þúsund pökkum af þurrkuðum fiskhausum og um 7500 pökkum af skreið. Magnús Friðgeirsson hjá Sjávar- afurðadeild Sambandsins sagði í samtali við Tímann að allar bankaábyrgðir vegna skreiðarfarmsins væru fengnar og þcir hefðu nýlokið við að semja um leigu á skipi til flutninganna. Er þar um að ræða flutningaskipið Privic sem siglir undir júgóslavncskum fána og er skipið væntanlegt til íslands eftir rúma viku. Kemur skipið fyrst til Austfjarðahafna og fer síðan norður og vestur fyrir land og sagði Magnús að það yrði trúlega í Reykjavík og á Suðurnesjum í byrjun nóvember. Verðmæti farmsins verður um þrjá og hálf til fjórar milljónir Bandaríkjadala eða á milli 50 og 60 milljónir íslenskra króna. Er búist við því að farmurinn verði kominn á markað í Nígeríu í góðan tíma fyrir jól, en siglingin til Nígeríu tekur um 17 sólarhringa. -ESE Leigumálin á Hjónagördum studenta: „Ákvördun verdur ekki breytt” — segir Finnur Ingólfsson, fulltrui stúd- enta í stjórn Félagsstofnunar ■ Eins og nýverið kom fram hér í blaðinu hafa orðið nokkrar ýfingar með stúdentum sem búa á Hjónagörðum og stjórn Félagsstofnunar stúdenta vegna leigumála á Hjónagörðum. Húsaleiga hækkaði þar í haust samkvæmt ákvörð- un stjórnarínnar um 110% eða úr 1000 krónum á mánuði í 2100 krónur. Þessu hafa íbúar Hjónagarða ekki viljað una, og vilja miða hækkun milli ára við hækkun húsaleiguvísitölu. Tíminn ræddi við Finn Ingólfsson einn af fulltrúum stúdenta í stjorn Félags- stofnunar. Finnur sagði að þeir sem staðið hafa fyrir mótmælunum væru félagsbundnir í Félagi vinstri manna í háskólanum og þeir hygðust notfæra sér þetta mál til framdráttar lista sínum í kosningabaráttunni sem nú stenduryfir vegna 1. desember hátíðahaldanna. „Frá sjónarhóli Félagsstofnunar lítur þetta mál þannig út að 1979 skipuðu NAUÐSYNLEGT AÐ STANDA VÖRD UM FRÍVERSLUNINA ■ Staða EFTA-landannna með hlið- sjón af ríkjandi efnahagsástandi í heiminum var aðal umræðuefni haust- fundar Ráðgjafanefndar Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA) sem hatdinn var i Genf dagana 5. og 6. október s.l. A þessum erfiðleikatímum voru fundarmenn sammála um aö nauðsyn- legt væri að standa vörð um fríverslun, scm reynst hafi einn sterkasti þátturinn í hinni miklu og almennu vclferð undanfarinna áratuga, að því er fram kemur.í frétt frá viðskiptaráðuneytinu. EFTA-löndin séu meira háð utanríkis- viðskiptum heldur en flest önnur lönd og eigi því mikið undir því að ekki verði gripið til viðskiptahafta sem svari við kreppunni heldur verði áfram haldið opnum og fjálsum viðskiptum landa á milli. Þá urðu á fundinum nokkrar umræður um sainstarf EFTA-landanna við F.fna- hagsbandalagið. Einnig var rætt um niðurgreiðslu á vöxtum af útflutningslánum, sem valdið hefur iðnaði margra landa erfiðleikum. Telur EFTA að slíkar niðurgreiðslur samræmist ekki fríverslun. ■ Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, stjónaði haustfundi ráðgjafanefndar EFTA, en hann er formaður ráðherraráðs EFTA á seinna misseri þessa árs. Hægra megin við Tómas situr Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA, en vinstra megin við hann sitja þeir Hannes Jónsson, sendiherra, og Valgeir Arsælsson, sendifulltrúi. Að t'undi loknum skýrðu þcir Tómas Árnason og Per Kleppe, framkvæmda- stjóri EFTA frá fundarstörfum á blaðamannafundi og svöruðu spurn- ingum fréttamanna. -HEI þáverandi menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra nefnd til að fjalla um rekstrarvanda Félagsstofnunar. Stofn- unin hafði þá átt í nokkur ár við alvarlega fjárhagsörðuleika að etja. Til dæmis hafði hún ekki haft bolmagn til að láta fara fram nauðsynlegar endur- bætur á Gamla- og Nýja Garði, sem voru að verða óíbúðarhæfir. Nefndin ákvað framlag ríkisíns til viðgerða á Görð- unum og lagði til að eftir að þær hefðu farið fram skyldi leiguverð standa undir viöhaldi og rekstrarkostnaði Garðanna. Þó að hjónagarðar hafi alltaf verið íbúðarhæfir síðan þeir voru teknir í notkun 1974 var leigan þar höfð mjög lág til að ekki væri verið mismuna fólki sem bjó á Görðum. En það skal tekið skýrt fram að fulltrúar Félags vinstri manna skrifuðu undir nefndarálitið og þar með ákvæðið um leiguverðið skuli standa undir viðhalds og rekstrar- kostnaði, þótt þeir vilji ekki kannast við það nú. Þegar Vaka og Umbótasinnar tóku við stjórnartaumum í stúdcntaráði þá var bókhald Félagsstofnunar þannig að ekki var hægt aö reikna út leiguna þannig að hún uppfyllti þessi skilyrði heldur varð að skjóta á upphæðina og reikna svo út hækkanireftir vísitölu. Nú er bókhaldið komið í lag og við höfum þær upplýsingar sem við þurfum til að geta reiknað leiguna út. Til að hún standi undir kostnaði við rekstur.viðhald svo og vöxtum og afborgunum af láni sem á byggingunni hvílir þarf hún að vera 2110 krónur. Þar er einnig inni 1.5% af brunabótamati hússins, sú upphæð rennur i viðhaldssjóð. Við buðum íbúunum að hækka leiguna í áföngum þannig að hún verði 1845 krónur á þessu ári en næði raun- verulegum kostnaði næsta ári. Þctta hafa þeir ekki viljað fallast á og hafa neitað að borga meira en 1500 krónur sem er hækkun á milli ára samkvæmt vísitölu miðað við leiguna í fyrra. Með því eru þessir aðilar í rauninni að svíkja gcfin loforð, Félag vinstri manna hcfur sjálft barist fyrir hækkun á leigunni og samþykkt nefndarálitið. Við teljum aö þessi leiga sé lág og teljum það ekki verjandi aö greiða niður leigu tyrir Íítinn hluta stúdenta, meðan þorri þeirra verður að greiða tvofalda eða þrefalda þessa upphæð og háar fjárhæðir fyrirfram fyiir hliðstætt hús- næði. Varðandi þaö að greiða eigi niður lánið á 66 árum eins og haldið er fram þá er þvi' til að svara að lánið sem livílir ■ Finnur Ingólfsson á Hjónagörðum verður greitt upp á næstu 10 árum og hvemig á vera hægt að innheimta fé af íbúum þar, eftir segjum 20 ár, til að greiða niður lán sem búið er að borga upp fyrir 10 árum. Við lítum einnig svo á að þar sem íbúar Hjónagarða þurfa að sækja árlega um pláss á görðunum þá hafi stofnunin fullt teyfi til að hækka leigu umfram vísitölu og segja þeim upp sem ckki vilja greiða. Samningarnir eru gerðir til eins árs í senn samkvæmt okkar skilningi. Við vitum það að það er aðeins lítill hluti íbúanna á Hjónagörðum sem eru að blása málið upp, í pólitískum tilgangi eins og ég sagði áðan. íbúar á Gamla Garði hafa samþykkt hliðstæða hækkun á sinni leigu, scm kemur til eftir að endurnýjun þar er lokið. Ef þcssuin mótmælum verður haldið til streitu þá keinur það.engum illa ncma íbúum Hjónagarð. Þeir sem ekki greiða leiguna, fá einfaldlcga uppsagnarbréf og verður síðan vísað út eftir að uppsagn- arfrestur ei liðinn. Ákvörðun Félags- stofnunar verður ekki breytt." JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.