Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Útgelandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaat|órl: Glsll Slgur&sson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsaon, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnartulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrf msson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Eirfksson, Frl&rik Indrlðason, Hel&ur Helgadóttir, Sigur&ur Helgasoa(fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&bj&rnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Krístjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjóm, skrifstotur og auglýsingar: Slðumula 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvðldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Ofvöxtur Háskólans ■ Þriðji hver tvítugur íslendingur óskar eftir inngöngu í Háskólann. Á þremur árum hefur háskólanemum fjölgað um 30 af hundraði og stunda þar nú 3900 manns nám. í bréfi, sem kennarar og nemendur Háskólans eru í óða önn að undirrita þessa dagana og munu senda forsætisráðherra, segir að þessi mikla aðsókn kalli á meira húsrými, fleiri kennarastöður og fjölbreyttari rannsóknarstörf. Tilefnið eru naumar fjárveitingar til skólans í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Fái Háskólinn ekki stóraukna fjárveitingu munu nær allar framkvæmdir við nýbyggingar stöðvast, en þær eru nú meiri en nokkru sinni fyrr, og sú hætta vofir yfir að vísa verði nemendum frá, jafnvel ölíum þeim sem óska nýskráningar næsta haust. Til að koma í veg fyrir kyrking í eðlilegum vexti Háskólans telur háskólaráð að auka verði fjárveitingar á næsta ári um 40 millj. kr. og að bætt verði við 100 nýjum kennarastöðum á næstu 5 árum. Mál þetta var borið undir Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra, og segir hann í blaðaviðtali, að eðlilegt sé að kanna hvort ofvöxtur sé í Háskólanum. Hann sagði að það kynni að vera að offjölgun háskólamenntaðra manna verði að staðreynd. - „Það er heldur ekki heppilegt. Við þurfum menn í fleiri greinar heldur en þær sem Háskólinn skapar. Við verðum einnig að tryggja að háskólamenntun komi að fullu gagni og komi að notum, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið." Það skyldi þó ekki vera rétt tilgáta hjá menntamálaráðherra, að ofvöxtur sé hlaupinn í Háskólann? Á undanförnum árum hefur iðulega komið til tals að takmarka aðgang að einstökum deildum, og hefur reyndar verið svo með sumar þeirra. En ekki minnkar aðsóknin að skólanum við það en hætta er á að ofvöxtur hlaupi í aðrar deildir og óþarflega mikið útskrifað af hámenntuðu fólki í einstökum greinum. Hér er ekki við Háskólann að sakast. Þeir sem honum ráða og stjórna vilja að vonum veg stofnunarinnar sem mestan og gera strangar kröfur til skólans og ríkisvaldsins, enda sjálfsagt að búa eins vel og kostur er á að þessari æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Að hinu ættu menn að gæta, og það vel, hvernig stendur á þessari miklu aðsókn að Háskólanum og hvers vegna það er svo mikið keppikefli að leggja á sig langt og strangt nám á háskólastigi sem raun ber vitni. Nær allt menntakerfið og þjóðfélagsbyggingin hvetur unga fólkið til að gerast háskólaborgarar. Verknámi er sorglega lítill sómi sýndur og starfsfræðsla fyrir unglinga er í höndum háskólamenntaðs fólks það litla sem henni er sinnt. Sífellt fleiri stéttir gera þá kröfu að menntun til að hljóta starfsréttindi sé færð á háskólastig og er orðið við þeim óskum. Von er að nemum fjölgi í Háskólanum. Unglingarnir sem standa frammi fyrir þeirri miklu ákvörðun að velja sér ævistarf einblína á Háskólann, og eru hvattir til þess af öllum aðilum því að stöður og frami hvers konar er í hugum þeirra bundinn langskólanámi og prófum sem veita starfsréttindi. Vel launuð störf og þægileg framtíð bíða þeirra sem lengstan hafa námsferil. Sem betur fer er þetta ekki alveg rétt mynd því íslenskt þjóðfélag og atvinnuhættir bjóða upp á margs konar tækifæri önnur en þau sem tengjast háskólanámi. Gallinn er sá að unga fólkið kynnist ekki öðrum möguleikum og er bókstaflega ekkert að gert til að kynna því þá. Þá ættu menn að leiða alvarlega að því hugann hvernig tekjuskiptingu milli háskólaborgara og annarra og atvinnuöryggi er háttað. Ef í ljós kemur að langskólamenn búi við umtalsvert betri kjör en aðrir er að skapast stéttaskipting sem er í andstöðu við hugmyndir allflestra um réttlátt þjóðfélag. Það er ekki réttlátt að þeir sem vinna hörðum höndum til sjávar og sveita beri minna úr býtum en þeir sem leggja til menntun og sérhæfð störf. Menntun er nauðsyn en ekki munaður, eins og stundum er látið að liggja. En fleira er menntun en sú fræðsla sem veitt er í háskóla og öll störf sem unnin eru í þjóðfélaginu eru mikilsverð. Því verður að beina atorku fólks inn á fleiri svið en háskólanám gerir ráð fyrir, og það verður að tryggja að mismuna fólki ekki um of hvað snertir kjör og framtíðarmöguleika eftir því hvaða lífsstarf það velur sér. OÓ alþingi Oheilbrigd og óheppileg samkeppni flugfélaga: ODVRARA AD FUIIGA TIL AMSTERDAM OG FRANKFURT EN EfilLS- CTAAA — °S samt vikuuppi 91 HftlM hald í kaupbæti ■ Miklar umræður urðu í sameinuðu þingi s.l. þriðjudag um mótun opinberr- ar stefnu í flugmálum, en tilefnið var þingsályktunartillaga sem Árni Gunn- arsson og nokkrír aðrir alþýðuflokks- menn lögðu fram. Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi en var ekki útrædd, en þá fóru einnig fram mildar umræður um efnið. Flutningsmaður rakti helstu liði tillögunnar en þeir eru eftirfarandi: 1. Stefnt skal að því, að grunneining í flugrekstri íslendinga verði eitt flug- félag, er af íslands hálfu hafi sérleyfi til alls áætlunarflugs til útlanda. Þetta sama félag hafi sérleyfi til áætlunar- flugs á öllum aðalflugleiðum innan- lands. 2. Öðrum flugfélögum í innanlandsflugi verði gert kleift, með opinberri aðstoð ef nauðsynlegt reynist, að tengjast neti aðalflugleiða til að halda uppi áætlunarflugi til þeirra staða, er aðalflugleiðirnar ná ekki til. Þessir tveir flokkar flugleiða verði skýrt afmarkaðir. 3. Verðlagning fargjalda á innanlands- flugleiðum verði gerð raunhæf til að tryggja það, að eðlileg endurnýjun flugflota, þjónusta og rekstur geti farið fram og fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna. 4. Ekkert flugfélag skal hafa forgangs- rétt til leiguflugs og öllum frjálst að semja við hvaða flugfélag sem er, uppfylli það skilyrði um öryggismál. Þess verði þó ávallt gætt, að leiguflug fari ekki í bága við áætlunarflug . 6. Framlag ríkissjóðs til flugmála ár hvert samkvæmt fjárlögum nemi eigi lægri fjárhæð en 1.5 af hundraði fjárlaga. Því fé verði varið í samræmi við þá áætlun, sem gerð var 1976 um áætlunarflugvelli og búnað þeirra, og tilgreindar tölur færðar til verðlags hvers árs. 7. Þegar í stað verði hafnar framkvæmd- ir við smíði flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli í samræmi við þá stefnu- mörkun stjórnvalda, að aðskilja beri almenna flugstarfsemi á flugvellinum frá starfsemi varnarliðsins. 8. Reykjavíkurflugvöllur verði framtíð- arflugvöllur Reykjavíkur vegna inn- anlandsflugs. Með það í huga verði hann endurbættur eftir föngum og reist ný flugstöð er öll flugfélög geti haft not af. Steingrímur Hermannsson samgöngu- ráðherra lýsti yfir ánægju sinni með breyttan og bættan málflutning flutn- ingsmanns, er hann mælti fyrir tillög- unni nú, og skírskotar þá til umræðna sem urðu um málið á síðasta þingi. Steingrímur fór yfir helstu liði tillögunn- ar og gerði grein fyrir skoðun sinni og stefnu í flugmálum. Fer hluti ræðu hans hér á eftir en lesendur eru beðnir að athuga að sleppt er úr köflum hér og þar í ræðunni: I fyrsta lið-egir: „að stefnt skuli að því að grunneining í flugrekstri íslendinga verði eitt flugfélag, er af íslands hálfu hafí sérleyfi til alls áætlunarflugs til útlanda." Ég er þessu ekki sammála, og skal ég fara um það nokkrum orðum. Við afgreiðslu á þeim styrk sem Flugleiðir hafa nú haft í tvö ár var í upphafi, eða kom í upphafi mjög eindregið fram sú skoðun þeirra nefnda sem um málið fjölluðu þ.e. fjh.- og viðskn. Alþingis að orðið skyldi við tilmælum starfsmanna Arnarflugs og að því stefnt að flugfélagið verði sjálfstætt flugfélag. I viðræðum við starfsmenn Arnarflugs um þessa till. og þessa hugmynd sem átti rætur sínar mjög að rekja til þeirra kom greinilega fram að þeir töldu eiginlega forsendu fyrir slíkum sjálfstæðum rekstri að þeir hefðu einhverja áætlunarflugleið, þeir töldu slíkt nauðsynlegt að því er þeir sögðu mér og mér er kunnugt um að þeir skýrðu frá því sama við nefndir Alþingis til þess að nokkur festa yrði í sjálfstæðum rekstri flugfélagsins. Að þessum upplýsingum eða hug- myndum og skoðunum fengnum lögðu nefndirnar til að Arnarflug yrði sjálf- stætt flugfélag. Við því var orðið, Flugleiðir seldu meiri hlutann af hluta- fé sínu í Arnarflugi og starfsmenn- irnir keyptu það og félagið hefur síðan verið rekið sem sjálfstætt flugfélag en að vísu með mjög mikilli aðild Flugleiða sem hafa haft veruleg áhrif á ákvarðanir _ innan stjórnar Arnarflugs.’ Óeðlileg samkeppni Það er síðan rétt sem kom fram hjá hv. þm. að mikil samkeppni upphófst á milli þessara tveggja flugleiða, sam- keppni sem áreiðanlega skaðaði þau bæði, samkeppni þar sem augljóslega átti sér stað gífurlegt undirboð m.a. boðið flug á Frankfurt og Amsterdam fyrir lægra verð en til Egilsstaða og inn í þessu flugi var m.a. innifalið gisting og einnig leigubifreið í vikutíma svo * eitthvað sé talið. Ég held að það hafi verið alveg ljóst að þarna var um óheilbrigða og ákaflega óheppilega samkeppni að ræða. Ég sá mér því ekki annan kost heldur en að höggva á þann hnút og skipta flugleiðum á milli flugfélaganna, það gerði ég, og ákvað að sú skipting skuli taka gildi frá og með október nú í ár. Það var sem sagt á engan máta hróflað við þeim áætlunum sem gerðar höfðu verið um flug nú í sumar og flugfélögunum veittur nægilegur frestur til þess að skipuleggja sitt flug næsta sumar með tilliti til þess sem því var ákveðið. Ég vil einnig draga mjög í efa að Flugleiðum hafi með þessu verið valdið nokkru tjóni, eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá munu um tveir af hundraði farþega Flugleiða koma frá þessum svæðum hingað til íslands, þ.e. frá Hollandi, Dusseldorf og að sjálfsögðu hafa þeir ekki verið með flug til Zurich. Mér er einnig kunnugt um það að flug Flugleiða til Dússeldorf hefur verið rekið með verulegum halla og valdið þeim vandræðum. Einnig vita allir þm. hygg ég að Flugleiðir hafa haft heimild til flugs til Amsterdam í meira en áratug en aðeins nýtt það að ráði nú síðustu þrjú árin eða svo. Ég tel því að þarna hafi verið skipt leiðum áætlanaflugs á þann máta sem a.m.k. Flugleiðir geta vel við unað. Ég er þeirrar skoðunar að nokkur samkeppni og samanburður einnig á áætlanaflugleiðum sé mjög æskilegur. Ég vil taka það fram að að mínu mati þá veita bæði flugfélögin ágæta þjónustu sínum farþegum t.d. flugþernur og áhafnir flugvéla, og ég held að það sé almennt viðurkennt að það er með því besta sem gerist. Hins vegar get ég ekki neitað því að mér hefur stundum sýnst ekki síst á meðan Flugleiðir hafa haft eða höfðu algera einokun á þessum sviðum, að ekki væri nægilegt tillit tekið til farþega. Ég er þeirrar skoðunar að þessi mál með áætlanaflug til útlanda séu komin í viðunandi horf eins og stendur og hef ekki hugsað mér að breyta þeim á nokkurn máta frekar. Innanlandsflug í þessum fyrsta lið segir jafnframt, „þetta sama félag hafi sérleyfi til áætlunarflugs á öllum aðalflugleiðum innanlands.” Flugleiðir hafa heimild og hafa sérleyfi til áætlanaflugs á öllum þeim flugleiðum innanlands sem flug- félagið hefur óskað eftir. Og ég hef engan hug á því að breyta því fyrirkomulagi. Þvert á móti þá hef ég neitað ýmsum aðilum sem sótt hafa um áætlanaflug til og frá Reykjavík á leiðum Flugleiða, ég hef hafnað því og ekki talið það samræmast þeirri stefnu sem með þessu er mörkuð. í öðrum lið segir, „öðrum flugfélögum í innanlandsflugi verði gert kleift með opinberri aðstoð ef nauðsynlegt reynist að tengjast neti aðalflugleiða til að halda uppi áætlanaflugi til þeirra staða er aðalflugleiðirnar ná ekki til. Þessir tveir flokkar flugleiða verði skýrt afmarkað- ir.“ Hér er hreyft mjög athyglisverðu og mikilvægu máli sem hefur verið mjög fjallað um, og ég vil segja það um þennan lið að í þessu felst mikil skynsemi, en því miður þá hefur reynst ókleift að framkvæma þetta víða um land. T.d. hefur reynst algerlega ókleift að framkvæma þetta svo á Vestfjörðum að við verði unandi. Þar hagar mjög oft svo til sérstaklega að vetrarlagi að unnt er að fljúga inn á einn flugvöll en ekki annan, t.d. unnt að fljúga á Holt eða Suðureyri en ekki á ísafjörð, og þess vegna mjög erfitt að tengja t.d. flug frá þessum minni stöðum inn á ísafjarðar- flugvöll svo að eitt dæmi sé nefnt. Einnig hefur það hvað eftir annað komið fyrir, sem ég veit að þeir þekkja sem eru staðkunnugir á Vestfjörðum að flugi er aflýst á Isafjarðarflugvöll á síðustu stundu eftir að farþegar eru komnir þangað, smávægileg breyting í vindátt getur valdið því, flugvél iðulega komin í Djúpið að lendingu þegar henni er vísað frá og það væri satt að segja nokkuð erfitt að hafa þá farþega þangað þegar komna frá nærliggjandi sveitum, kannske jafnvel þannig að þeir komast ekki til baka, þannig að þetta er aðeins svona lítil og lausleg mynd af þeim erfiðleikum sem fylgja flugi á þessu svæði. Opinber aðstoð Það er eitt atriði í þessari grein sem ég vil nefna, það er rætt um opinbera aðstoð, vissulega er nokkur opinber aðstoð í gegnum styrk til sjúkraflugs, þó má nú ætla að sú aðstoð hrökkvi nú ekki lengra en svo að hún greiði svona þann kostnað sem af þeirri þjónustu hlýst en vitanlega hefur það þó verið þáttur í því að gera mönnum kleift að halda uppi þessum litlu flugfélögum. Þessi litlu flugfélög eru ákaflega mikilvæg fyrir landshlutana, og ekki þá bara í sjúkratilfellum heldur einnig alls konar mikilvægum flutningum um landshlut- ana og jafnvel t.d. fyrir atvinnuvegina í fjölmörgum tilfellum þegar skort hefur varahluti svo eitthvað sé nefnt. Ég tel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.