Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 ©fíSJCJtW ■ Steingrímur Hermannsson því þetta mjög athyglisverða hugmynd, hvort ekki er,ég vil segja verjanlegt.að veita meiri opinbera aðstoð til þess að reka megi þessi flugfélög sem eru í miklum fjárhagserfiðleikum. Þriðji liðurinn fjallar um verðlagningu fargjalds á innanlandsflugleiðum og ég hef nú áður að sjálfsögðu eins og um aðra liði fjallað um hann, og reyndar hv. þm. rakti mitt svar í því sambandi. Ég hef nú um nokkurt skeið þrýst á það að fargjöld á innanlandsflugleiðum yrðu hækkuð nokkuð meira heldur en verðlagsforsendur, vegna þess að það er rétt sem kom fram hjá hv. þm. að afkoma þeirra flugfélaga sem þessu flugi sinna hefur verið mjög bágborin ekki síst Flugleiða, og ég tel að nokkur árangur hafi náðst og get upplýst að verðlag á innanlandsflugi hefur hækkað á þessu ári um 75% sem er nú töluvert umfram verðlag og m.a. 8. þessa mánaðar var samþykkt hækkun upp á 15%. Þetta hefur ekki verið gert með samhljóða atkvæðum í Verðlagsráði að vísu en ég neita því ekki að ég hef þrýst nokkuð á þetta vegna þess ástands eðá þess tapreksturs sem verið hefur á þessu flugi. Ég hef einnig leitað eftir því hvort ekki kæmi til greina að losa þetta undan Verðlagsráði, þá mundi fara um þessar hækkanir samkvæmt loftferðalögum, þ.e. þær yrðu háðar samþykki samgrn. en á það hefur nú ekki ennþá verið fallist, þessi mál eru öll í skoðun m.a. sú verðgæsla sem menn vilja taka upp. En þarna hefur fengist þó nokkur leiðrétting. Leiguflug Fjórði liður fjallar um það að ekkert flugfélag hafi forgangsrétt til leiguflugs og öllum frjálst að semja við hvaða flugfélag sem er, uppfylli það skilyrði um öryggismál. Þess verði þó ávallt gætt að leiguflug fari ekki í bága við áætlunarflug, það eru einmitt þessi þrjú síðustu orð sem hafa staðið í mönnum, eða fjögur, í bága við áætlunarflug, það er nefnilega það að mönnum sýnist sitt hvað um það. Ég hygg að það séu nú margir sem telja að yfirleitt leiguflug á áætlanaleiðum valdi áætlanafluginu fjár- hagstjóni, a.m.k. hefur mjög orðið vart við þetta á aðalleiðum Flugleiða. Flugleiðir hafa t.d. hvað eftir annað varað við því að heimila áætlanaflug til Kaupmannahafnar og London og lagst gegn því og stjórnvöld hafa verið hikandi við að leyfa slíkt áætlunarflug og reynt að draga úr því, og ég hef meðan ég hef verið í þessu starfi látið rannsaka slíkar umsóknir mjög vand- lega en að vísu eins og einnig kom fram í ræðu hv. þm. og hann vísaði jafnframt til minnar ræðu á s.l. ári í því sambandi, að þá eiga erlendir aðilar þarna töluverðan rétt sem við getum ekki staðið gegn. En með tilliti til þessa þá setti ég þrjá kosti áður en gefnar voru út reglur um leiguflug Arnarflugs og Flugleiða til þeirra landa sem þessi flugfélög bæði fljúga eða þessi flugfélög sitt í hvoru lagi fljúga áætlunarflug til. Sá fyrsti var sá að hafa þetta að öllu leyti frjálst og þá eingöngu háð leyfum frá loftferðaeftirliti og samgrn. hverju sinni. í öðru lagi að leyfa slíkt flug inn á viðkomandi svæði en þó ekki til þeirra borga sem flogið er og ég vil geta þess að þetta er nánast sá háttur sem Norðurlöndin hafa, leiguflugfélögin þar hafa mjög víðtækt leyfi til áætlunarflugs en þó ekki t.d. til höfuðborga Norður- landa. ■ Ámi Gunnarsson Viðgerðir Fimmti liðurinn fjallar um viðgerðir og þar hefur starfað nefnd og ég segi enn að ég held að töluvert hafi á unnist, ég geri ráð fyrir því að Arnarflug skipi einnig fulltrúa í þá nefnd, og ég hef reyndar nýlega rætt við formann þeirrar nefndar og óskað eftir því við hann að hert verði á athugun þessara mála, og það munu vera fundir í gangi núna þessa dagana í því sambandi til að skoða hvernig þetta hefur þróast og hvað meira þarf að gera þar. Sjötti liðurinn segir það sama og ég hef sagt áður, og ég get ekki sagt annað en að þetta væri að mörgu leyti álitlegt, reyndar hygg ég að skynsamlegra væri að miða við einhvern hundraðshluta þjóðarframleiðslu, það má kannske segja fjárleg þjóðarframleiðsla haldist nokkuð í hendur en eftir ítarlega athugun á slíkri viðmiðun í sambandi við vegamálin var þó ákveðið að fara yfir í viðmiðun við þjóðarframleiðslu og mér sýnist það vera skynsamlegra, ég hef því hugleitt þetta og þetta hefur nú satt að segja verið komið á blað, hjá okkur í ráðherranefnd, en við höfum þó ekki treyst okkur til að framfylgja þessu en ég ersvo sannarlega tikviðræðu um það mál. Lengri brautir Nú hefur sú þróun orðið, að flest flugfélögin hafa meira eða minna hætt rekstri þessara flugvéla, sem stafar af því, að þær eru taldar mjög dýrar í rekstri og þau hafa tekið upp aðrar mikið hraðfleygari vélar en sem því miður þarfnast lengri flugbrauta, svo það verður að segjast eins og er, að flugmálayfirvöld eru í miklum vandræð- um út af þessari þróun og hafa verið knúin til þess að lengja flugvelli, sem falla undir þennan B-flokk og til þess hefur orðið að verja fjármagni scm alls ekki var gert ráð fyrir í þessari áætlun. Ég hef því rætt um það við flugfmálastjóra, að þessi áætlun verði endurskoðuð og reynt þá að meta að nýju, hvers konar flugvélum ber að gera ráð fyrir í þessu flugi, sérstaklega hinna minni flugfélaga og reyndar hafa farið fram viðræður við þessi flugfélög um rekstur þeirra og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú nýlega.athugun á rekstrinum, bæði öryggisþáttum þess og ýmsu fleiru og því miður verð ég að segja, að ég tel þar nokkru ábótavant, sem þarf að herða á með,m.a. að þessar flugvélar, þær eru ekki fyrir þá flugvelli, sem áætlunin frá 1976 var samþykkt hér á Alþingi ákvað og þarna er ekki lengur það samræmi sem þarf að vera svo þetta er allmikið mál og ég taldi rétt að gera það að umræðuefni, þar sem talað cr um fjárframlög til flugvalla. En ég vil taka það alveg sérstaklega fram, að fjárframlag til öryggisþátta flugsins verður að auka. Það fékkst aukið nokkuð á síðasta ári umfram það, sem almennt var um framkvæmdafram- lög og það er vel, en ég er ekki búinn að sjá, að það takist eins vel á þessu ári og það þarf hið háa Alþingi að skoða. En að vísu hafa orðið þarna umtals- verðar framfarir og ég vek athygli á því, að fjölmargir af okkar meginflugvöllum hafa tekið stakkaskiptum, t.d. er nú nýlega búið að opna öryggisaðfluj reyndar búið að malbika flugbraut á Akureyri, sem gerir, þann flugvöll hæfan fyrir beint flug erlendis frá, þ.e. það er hægt að lenda þar með fulla þyngd bæði eldsneytis og farþega og þetta er töluvert mál og reyndar flestir flugvellir hér, ég skal segja t.d. ísafjarðarflugvöllur hefur tekið miklum breytingum. Þar er búið að setja upp lýsingu, þar er búið að setja upp miðlínusendi fyrir aðflug um Djúpið, sem stórbætir öryggi, miðlínusendar hafa verið settir upp á fjölmörgum öðrum flugvöllum t.d. Sauðárkróki, Húsavík, svona svo eitthvað sé nefnt, og er verið að framkvæma það mjög víða um landið, þannig að fullt samkomulag hefur verið um það, að láta slíkan öryggisþátt flugsins ganga fyrir, sam- komulag við flugmálastjóra, flugráð og öryggisnefnd. Reykjavíkurflugvöllur Mjög stór áfangi vegna Reykjavíkur- flugvallar er að sjálfsögðu, að nú er loksins búið að taka þann radar í Keflavík til notkunar, sem hægt er að nota til aðflugs á Reykjavíkurflugvelli. Einnig er nú í undirbúningi, og reyndar liggur fyrir samþykki frá ÍK, Alþjóðaflugmálastofnuninni, um greiðslu á helming á endurnýjun á þeim tengilið, sem verður að endurnýja við Keflavíkurflugvöll og er nauðsynlegur til þess að stjórna megi allri umferð um Norður-Atlantshafið frá Reykjavíkur- flugvelli, Reykjavíkurflugturni, eins og gert hefur verið til þessa, en gert í gegnum því miður ófullkomin tæki, sem stundum hafa brugðist og það má geta þess í því sambandi ekki síst þar sem misskilningur kom fram í fjölmiðlum um það, að í sambandi við endurnýjun á þessum tengilið er mjög auðvelt með tiltölulega litlum kostnaði, að færa merkin frá þeim radar, sem nú stjórnar aðflugi til Keflavíkurflugvallar einnig inn til Reykjavíkurflugvallar, þannig að radarinn sjáist þar á radarskjánni eða á sjónvarpsskjánni eða skjánum eða hvernig menn nota nú þetta nýyrði, þannig að þá væri það á einum og sama stað og við höfum látið athuga það, að þetta mundi spara verulega reksturs- kostnað. Um sjöunda liðinn ætla ég ekki að fjalla fremur nú en ég gerði síðast. Þetta er sérstakt mál, sem um er fjallað í stjórnarsáttmála og ég tek það fram enn einu sinni, að þó að ég sé hlynntur og telji nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli, þá er ég bundinn af því, sem ég samþykkti í stjórnarsátt- mála og reyndar verð ég að segja það alveg eins og er, að mér finnst nú, að sú mikla fjárfesting sem felst í slíkri byggingu verði að skoðast einnig með hliðsjón af þeirri miklu þörf, sem er í flugi hér innanlands almennt ekki síst öryggisþátíum flugsins. Nú, Reykjavíkurflugvöllur, áttundi liður, að Reykjavíkurflugvöllur verði framtíðarflugvöllur Reykjavíkur vegna innanlandsflugs, því er ég alveg sam- mála og hann á að bæta eftir föngum. Ég vil s'o að lokum endurtaka það, að ég fagn; því, að umr. er um flugmálin og ég von i að það verði til þess, að þoka mikilvægum þáttum flugmála áfram. Ég vil geta þess, að ég mun væntanlega í þessari viku endurflytja þau frv., sem ég lagði fram á síðasta alþingi. Þau verða lögð fram í Ed. og ég vona að þá fáist einnig umr. um einmitt áætlanagerð og ýmsa þætti, sem snerta mjög náið það sem hér er í þessari þáltill. og ég tek undir það með hv. flm., að ég vona, að hún leiði til málefnalegr- ar umr. hér á hinu háa Alþingi svo og þau önnur mál um flugmál, sem ég mun leggja fram og hef nefnt. Ólafur Þ. Þórðarson tók þátt í umræðunni og kvaðst sammála sumu af því sem fram kæmi í þingsályktunartil- lögunni, en gagnrýndi annað. T.d það að ekki skyldi gert ráð fyrir fleiri en einu flugfélagi og þeirri hugmynd sem hann kallaði doríuflug, sem sé að fljúga frá fámennari byggðarlögum til hinna stærri og í litlum vélum og þaðan til Reykjavíkur og taldi slíkt fyrirkomulag óviðunandi fyrir mörg byggðarlög. Hann gagnrýndi einnig þá hugmynd að leyfa takmarkalitlar verðhækkanir á fargjöldum innanlands og vildi fá að vita hvað flutningsmaður hugsaði sér þar í prósentum. Magnús H. Magnússon lagði einnig orð í belg og lagði áherslu á heildar- stefnu í flugmálum. 7 minntng Skafti Magnússon Skafti Magnússon, verkamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Sauðár- króki, andaðist hér í Reykjavík fimmtudaginn 14. október rúmlega áttatíu ára að aldri. Skafti fæddist 17. ágúst 1902 að Gilhaga í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar, bónda í Gil- haga, og Guðbjargar Guðmunds- dóttur, síðar bústýru Péturs Björns- sonar í Teigakoti. Með Skafta eru gengnir allir Gilhagabræður, en þeir voru auk hans, Þorsteinn, Indriði, Jóhann og Karl. Tvær Gilhagasystra eru enn á lífi, þær Monika og Margrét. Skafti kvæntist Önnu Sveinsdóttur frá Ytri-Mælifellsá og eignuðust þau fjögur börn, Björgvin, sem andaðist 1958, Kristínu, Svein og Svanhildi. Anna andaðist mjög fyrir aldur fram árið 1953 og var öllum harmdauði, sem hana þekktu. Skafti Magnússon ólst upp með móður sinni í Teigakoti á góðu menningarheimili og við gott atlæti, en Pétur Björnsson var merkur maður, barngóður og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Varla þarf að tíunda það, að á uppvaxtarárum Skafta var oft hart í ári, kuldar gengu yfir og svonefndar sumarmálahríðar voru ekki óalgengar. Nú eru slíkir viðburðir tíundaðir í fréttum, en í þá daga bölsuðu menn áfram í þögn- inni, án bjargráðasjóða og annarrar fyrirgreiðslu. Þrátt fyrir þetta komst heimilið í Teigakoti vel af, en Pétur Björnsson andaðist um fimmtugt úr lungnabólgu fjarri heimili sínu. Hann var að koma úr kaupstaðar- ferð, sem lauk að Grófargili í Seyluhreppi. Skafti var eitthvað búandi í Teigakoti eftir þetta, en vorið 1932 flutti hann með ungri konu sinni til Sauðárkróks og gerist daglaunamað- ur á miðjum krepputíma. Vegna ættarbanda kom ég ungur á heimili Skafta og Önnu í fylgd föður míns eða beggja foreldra og vandist þar á móttökur, sem mér hefur ætíð síðan fundist standa ofar allri gestrisni. Gömlum sveitungum sínum tóku þau hjón altaf af þeirri sérstöku alúð, sem sprottin er upp úr einlægni hjartans, og er helst í ætt við glaðværð stórs.heimilis. Frændagarður þeirra hjóna var mannmargur og margir áttu erindi í Krókinn. Lýtingsstaðahrepur var þá, og er raunar enn, fjölmennt byggðarlag, og stærsti hópurinn þaðan lenti alltaf til Önnu og Skafta. Auðvitað komst maður ekki hjá því seinna meir, að velta því fyrir sér hvernig hægt var að standa undir slíkum skála yfir þjóðbrautina, sem hús þeirra var, einkum eftir að þau hjón byggðu snoturt einbýli sunnan- vert í Króknum. Daglaunavinna var stopul einkum framan af, en seinna setti Skafti upp steypuverkstæði og hafði af því nokkra vinnu fyrir sig. Þetta blessaðist allt og aldrei fundu gestir í fullu húsi af fólki, að örtröðin mætti kannski vera minni. Gesta- gangurinn þótt sjálfsagður og eðli- legur, og þeir voru margir, sem til ■ Skafti Magnússon. þeirra hjóna komu þá áratugi sem þeim auðnuðust samvistir á Sauðár- króki. Á þeim árum, sem Skafti Magnús- son var að komast á legg, fóru miklar pólitískar hreyfingar um landið. Ungir menn í Lýtingsstaðahreppi fylgdu margir hverjir Framsóknar- flokknum að málum, og vantaði ekki Gilhagabræður í þann hóp. Jóhann var talinn þeirra mælskastur og mestur áróðursmaður, enda var haft á orði að hann færi bæ af bæ fyrir kosningar til að tala máli Framsókn- ar. Hinir bræðurnir gerðu kannski ekki eins víðreist en þeir voru þó ekki bundnir neinum þagnarheitum. Skafti varð snemma áhugasamur um stjórnmál og mun hafa talið að margt lítilræðið þyrfti að leiðrétta í þágu vinnandi manna, einkum eftir að hann fluttist til Sauðárkróks. í samræmi við það varð hann bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins um tíma og fór það vel úr hendi, ákveðinn maður en Ijúfur. Nokkru eftir að Anna féll frá hóf han að búa með Indíönu Alberts- dóttur og áttu þau saman fallegt ævikvöld, þar sem engan skugga bar á. Börnin voru komin upp og gift og lítið annað að hafa fyrir stafni en hitta góðkunningja við hátíðleg tækifæri. Allsstaðar var fagnaður að Skafta, og nú síðast átti hann góðan dag á heimili Svanhildar dóttur sinnar, þegar hann var áttræður. Þar stóð ættar og vinamót sem hann kunni að meta. Það er svo ekki fyrr en menn eru farnir að manni finnst að betur og oftar hefði mátt rækja vináttuna við góðan dreng. Skafti var um margt líkur bræðr- um sínum, maður sem engum vildi illt gera, glaðvær á góðri stund og ötull við að bjarga sér og sínum á tímum, sem voru oftar erfiðir en hitt. Hann sagði manna best sögur og var glöggur á það kímilega í tilverunni. Kannski hefur það létt erfiðismanni meira en margt annað hina löngu vinnudaga. Við sem nutum góðs af samvistum við hann kveðjum hann með þökk og virðingu - síðastan Gilhagabræðra. Það var kært með þeim öllum og í málum fylgdust þeir merkilega vel að, meðan ævin entist. Við hjónin vottum börnum Skafta og Indíönu samúð okkar á þessum degi, og aldrei fæ ég fultlaunaða þá marbreytilegu veislu, orðs og fanga sem hann veitti mér á öllum tímum. Indríði G. Þorsteinsson Alþingi: Geir áfram formaður ffjárveitinganef ndar ■ Geir Gunnarsson hefur verið kosinn formaður fjárveitinganefndar, varafor- maður er Þórarinn Sigurjónsson og Guðmundur Bjarnason skrifari nefndar- innar. Jóhanna Sigurðardóttir var kosin formaður allsherjarnefndar, Halldór Blöndal varaformaður og Birgir ísleifur Gunnarsson ritari. Nefndir Alþingis kjósa sjálfar formenn o.s.frv. á fyrstu fundum stnum. Þau sem hér eru talin gegndu sömu störfum í nefndunum á síðasta þingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.