Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 fréttafrásögnj „AFSKAPLEGA GEÐUGT FÓIK” segir Agúst Þorvaldsson á Brúnastödum um herra og frú Koivisto, sem heimsóttu hann síddegis í gær og skoðuðu búið ■ Finnsku fursclahjónin, herra og frú Koivisto gerðu víðreist í gær. Auk þess að eiga fund með forseta íslands í gxrmorgun, heimsótti Koivisto forseti fiskvinnslustöð Isbjamarins, og hjónin bxði Þjóðminjasafnið og Listasafn íslands. Þáðu forsetahjóninsíðan hádeg- isverðarboð Gunnars Thoroddsen, for- sxtisráðherra og konu hans Völu Thoroddsen. Síðdegis var svo haldið austur fyrir fjall, þar sem borhola í Hveragerði var skoðuð. Brúnastaðir í Hraungerðis- hreppi heimsóttir, Mjólkurbú Flóa- manna skoðað og síðan þeginn kvöld- verður á Selfossi, sem haldinn var í boði Stéttarsambands bænda. Tíminn hafði í gærkvöldi samband við Ágúst Þorvaldsson, fyrrv. alþingismann, bónda á Brúnastöðum og spurði hann út í heimsókn gestanna. „Það var einkar ánægjulegt fyrir okkur að fá þessa góðu gesti. Finnsku' forsetahjónin, herra og frú Koivisto eru afskaplega geðugt fólk, og svo var nú forsetinn okkar, hún Vigdís með í heimsókninni, og ekki skemmdi það nú. Auk þess hafði ég gaman af því að hitta aðra gesti sem voru með í förinni, því þar voru margir gamlir og góðir kunningjar. Gestirnir skoðuðu bústofn- inn hjá mér, sauðféð og hrossin, og nautgripina í fjósinu, og þáðu svo kaffisopa. Mér fannst sem þeim Koivisto hjónum litist bara sæmilega á búið, og þetta kom nú frú Koivisto lítið á óvart, því hún sagði mér að hún væri sjálf að uppruna sveitastúlka.“ Annir finnsku forsetahjónanna verða ekki minni í dag, því fyrir hádegi er förinni heitið til Vestmannaeyja, hádeg- isverður verður svo snæddur að Kjar- valsstöðum, í boði Reykjavíkurborgar, farið til Þingvalla í eftirmiðdaginn, og síðdegis í dag, verður Koivisto svo með móttöku fyrir Finna búsetta á íslandi. Síðasti dagskrárliður dagsins í dag er síðan kvöldverðarboð Finnlandsforseta að Hótel Borg. - ab ■ Ágúst á Brúnastöðum setti réttir á svið fyrir gesti sína, til þess að Koivisto og frú fengju að kynnast sauðkindinni íslensku sem best. ■ Finnsku gestimir voru mjög hrifnir af því sem fyrir augu bar í ísbiminum, enda er frystihúsið til hreinnar fyrirmyndar. Það er ekki að furða, þótt Ingvar Vilhjálmsson, stofnandi fyrirtækisins sé stoltur á svip er hann sýnir gestum sínum fyrirtxkið. ■ Koivisto Finnlandsforseti og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands ræddust við á skrifstofu forsetans í stjómarráðinu, ásamt Gunnari Thoroddsen, í gxrmorgun. Utanríkisráðherrar landanna vom einnig viðstaddir viðræðumar. Tímamyndir G.E. ■ Ágúst á Brúnastöðum skenkti gestum sínum íslenskt brennivín og hér skála þeir Koivisto. Andrés Valdimarsson, sýslumaður Árnessýslu og frú taka á móti gestunum við borholuna í Hveragerði. ■ Ágúst á Brúnastöðum ávarpaði hina tignu gesti sína á hlaði Brúnastaða. Auk forsetahjónanna og forseta íslands má sjá Pálma Jónsson landbúnaðarráðherra og frú hans Helgu, á milli þeirra Koivisto og Ágústar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.