Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 íjiimii'i I. 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ÉGNBOGH •a i9 ooo Fiðrildið Spennandi, skemmtileg og nokkuð djörf ný bandarísk litmynd, með hinni ungu mjög umtöluðu kynbombu Pia Zadora I aðal- hlutverki, ásamt Stacy Keach Orson Welles íslenskur texti. Sýnd kl. 3,5.30, 9 og 11.15 Madame Emma Áhrifamikil og vel gerð ný frönsk litmynd um harðvítuga baráttu og mikil örlög. Romy Schneider, Jean-Louis Trintignant Leikstjóri: Francis Girod íslenskur texti — Sýnd kl. 9 Þeysandi þrenning Hörkuspennandi og fjörug banda- rísk litmynd um unga menn með biladellu með Nick Nolte, Don Johnson, Robin Mattson. Islenskur texti Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05 og11.15. Dauðinn í Fenjunum Sérlega spennandi og vel gerð ný ensk-bandarisk litmynd, um venju- lega æfingarferð sjálfboðaliða sem snýst upp I martröð. Keith Carradine, Powers Boothe, Fred Ward Leikstjóri: Walter Hili Islenskur texti — Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Síðsumar * ' Frábær verðlaunamynd, - hugljút og skemmtileg. Katharine Hepburn, Henry Fonda,Jane Fonda 11. sýningarvika—íslenskur texti Sýnd kl. 3.15,5.15,9.15 og 11.15 lonabíö SS* 3-11-82 Frumsýnir: Hellisbúinn. (Caveman) Back whcn womcn werc women, and men were animals... Frábær ný grínmynd með Ringo Starr I aðalhlutverki, sem lýsir þeim tíma þegar allir voru að leita að eldi, uppfinningasamir menn bjuggu í hellum, kvenfólk var kvenfólk, karlmenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla. Leikstjóranum Carl Gottlieb hefur hér tekist að gera eina bestu gamanmynd síðari ára og allir hljóta að hafa gaman af henni, nema kannski þeir sem hafa kímnigáfu á algjöru steinaldarstigi. Aðalhlutverk: Ringo Starr og aulabárðaættbálkurinn, Bar- bara Bach og óvinaættbálkur- inn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 1-15-44 Lúðrarnir þagna T A P S Frábær ný bandarísk mynd frá FOX um unglinga I herskóla, trú þeirra á heiður, hugrekki og hollustu, einnig baráttu þeirra fyrir framtið skólans, er hefur starfað óbreyttur I nærfellt 150 ár, en nú stendur til að loka. Myndin er gert eftir metsölubókinni Father Sky eftir Devery Freeman. Leikstjóri: Harold Becker. Aðalhlutverk: George C. Scott, Timothy Hutton, Ronny Cox. Bönnuð börnum innan 14. ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. 1-13-84 Víðfræg stórmynd: Blóðhiti (Body Heat) Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð og leikin ný, bandarísk stórmynd í lítum, og Panavision. Mynd þessi hefur alls staðar fengið mikla aðsókn og hlotið frábæra dóma bíógesta og gagnrýnenda. Aðalhlutverk: William Hurt Kathleen Turner. ísl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9.15. 3*1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvalskvikmyndina Absence of Malice I Ný amerisk úrvalskvikmynd i litum. Að margra áliti var þessi mynd besta mynd ársins 1981. Hún var útnefnd til þriggja Ósk- arsverðlauna. Leikstjórinn Syndey Pollack sannar hér rétt einu sinni snilli sína. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Bala- ban o.fl. fslenskur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.10 og 9.15. B-salur STRIPES Bráðskemmtileg ný amerísk U, ■ vals gamanmynd í litum. Mynd sem allsstaðar hefur verið sýnd við metaðsókn. Leikstjóri Ivan Reit- man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J. Soles o.fl. * Sýnd kl. 5,7 og 9 íslenskur textl iHörkutólin l(Steel) Hörkuspennandi amerísk kvik- mynd með Lee Majors og Jennifer 0* Neill. Endursýnd kl. 11 3*3-20-75 Rannsóknar- blaðamaðurinn ( |OHN BELUSHI t BI.AJR BROVVN’ ;\1y*I.V.BÍfoyWkci fUlitMMW*. QÓNTINI-.NJAL D.IVLDF. I Ný mjög fjörug og spennandi bandarisk mynd, næst siðasta mynd sem hinn óviðjafnanlegi John Belushi lék I. Myndin segir frá rannsóknarblaðamanni sem kemst i ónáð hjá pólitikusum, sem svifast einskis. Aðalhlutverk: John Belushi og Blair Brown. Sýndkl. 5, 9 og 11. Mannlegur veikleiki The Human Factor I ÁVstíASI Ný bresk stórmynd um starfs- mann leyniþjónustu Breta i Afríku. Kemst hann þar i kynni við skæruliða. Einnig hefjast kynní hans við svertingjastúlku i landi þar sem slikt varðar við lög. Myndin er byggð á metsölubók Graham Greene. Framleiðandi og leikstjóri: Otto Preminger. Leikarar: Richard Attenborough, John Gielgud og Derek Jocobi. sýnd kl. 7 . Vinsamlega athugið að blla- stæði Laugarásbiós eru við Kleppsveg. JIASKÓLABÍÚl .3*2-21-40 Venjulegt fólk Fjórföld óskarsverðlaunamynd. „Ég veit ekki hvaða boðskap þessi mynd hefur að færa unglingum, en ég vona að hun hafi eitthvað að segja foreldrum þeirra. Eg vona að þeim veðl Ijóst að þau eigi að hlusta á hvað börnin þeirra vilja segja." - Robert Redford leikstj. Aðalhlutverk Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Timothy Hutton Sýndkl. 5,7.30 og 10. Hækkað verð. ÞJÖDLKIKHÚSID Garðveisla I kvöld kl. 20 Sunnudag kl. 20 Amadeus Laugardag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Gosi Sunnudag kl. 14 Fáar sýningar eftir Litla sviðið: Tvíleikur Sunnudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. lkikfkiaí; ki;ykiavíkuk Irlandskortið 2. sýning í kvöld kl. 20.30 Grá kort gilda. 3. sýning þriðjudag kl. 20.30 Rauð kort gilda. 4. sýning miðvikudag kl. 20.30 Blá korf gilda. Skilnaður Laugardag uppselt. Fimmtudag kl. 20.30. Jói Sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 Sími 16620. Hassið hennar mömmu Miðnætursýning í Austurbæjar- biöi, laugardag kl. 23.30. Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16-23. Sími 11384. !!l—m isi III ii ÍSLENSKA ÓPERAN 1111 Búum til óperu „Litli sótarinn11 söngleikur fyrir alla fjölskylduna 7. sýning laugardag kl. 14.00 8. sýning laugard. kl. 17.00 Mióasala opin daglega frá kl. 15-19 sími 11475. kvikmyndahornið Sally (Susan Sarandon) og Lou (Burt Lancaster). Draumarnir í Atlantic City ATLANTIC CITY. Sýningarstaður: Bíóhöllin. Leikstjóri: Louis Malle. Handrit: John Guare. Aðalhlutverk: Burt Lancaster (Lou), Susan Sarandon (Sally), Kate Reid (Grace). Myndataka: Richard Ciupka. Frönsk/kanadísk, 1981. Franski leikstjórinn Louis Malle er þekktastur hér á landi fyrir kvikmynd sína Pretty Baby, en sú frásögn af 12 ára gamalli stúlku í hóruhúsi í New Orleans var fyrsta bandaríska kvikmyndin sem Malle gerði. Hann hefur hins vegar stundað kvikmyndagerð áratugum saman (byrjaði sem aðstoðarleik- stjóri Cousteau við gerð þeirrar frægu myndar Le Monde du Silence, eða Heimur þagnarinnar). f þessari nýjustu kvikmynd sinni, Atlantic City, USA, lýsir hann með dásamlega skemmtilegum hætti lífi nokkurra einstaklinga, sem lifa í þröngum óspennandi hversdagsheimi en dreymir bandaríska drauminn um peninga og vinsældir. Og þá dreymir þessa drauma í Atlantic City, sem eitt sinn var ein af helstu glæpaborg- um Bandaríkjanna, einmitt um það leyti sem ákveðið var að gera spílavíti lögleg í borginni í því skyni að keppa m.a. við Las Vegas um peninga þeirra, sem haldnir eru spilafíkn. Persónur Malle eru ólíkar, en eiga það þó sameiginlegt aö dreyma um allt aðra og betri framtíð en veruleiki nútíðarinnar hefur skammtað þeim. Þeir, sem höndla bandaríska draum- inn á annað borð, gera það með ólíkum hætti, en aðrir ná aldrei lengra en að dreyma. Aðalpersónur myndarinnar eru mjög vel útfærðar; engar leikbrúður heldur skýrt markaðir einstaklingar, sem Burt Lancaster, Susan Seradon og Kate Reid leika af raunsæi og innlifun. Burt leikur gamlan mann, Lou, sem er fátækur og lifir einkum af því að annast ýmis erindi fyrir gamla vinkonu sína, sem býr í sama fjölbýlishúsi - Grace -, en hún kom til Atlantic City fyrir mörgum áratugum ásamt fjöldamörgum öðr- um stúlkum til að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Lou var smá- vegis viðriðinn glæpahringi fyrri ára, en læst nú hafa verið vinur helstu glæpaforingjanna og dreymir um það eitt að verða álitinn stórkarl, sém taka verði tillit til. Susan Saradon fer með hlutverk Sally, sem býr í sama húsi og Lou og Grace, afgreiðir á matsölustað og gengur á námskeið þess á milli til að læra að starfa í spilavíti. Eiginmaður hennar, Dave, hafði barnað systur hennar, sem reyndar er á kafi í austurlenskum íhugunarkerfum, og þau síðan farið á flakk saman. í upphafi myndarinnar þekkist þetta fólk ekki innbyrðis, nema Lou og Grace, en Lou hefur þar að auki fylgst með því daglega gegnum gluggannn á íbúð Sally þegar hún kemur heim á kvöldin og nuddar líkama sinn upp úr sítrónusafa til þess að losna við fisklyktina frá matsölustaðnum. Sally verður þann- ig í augum Lou hluti af draumnum um að verða stórkarl, því slíkir karlar hafa tök á því að eignast ungar ástmeyjar. Líf allra þessara persóna breytist verulega þegar Dave kemur aftur í ásamt óléttu systurinni og með heróín fyrir nokkur þúsund dali í vasanum, en því hafði hann nappað af glæpamönnum. Hann fær Lou til að hjálpa sér við að selja heróínið, en á meðan Lou er að ganga frá sölunni koma upphaflegu eigendurn- ir á vettvang og myrða Dave. Draumur hans endar því á malbik- inu, en Lou og Sally tekst betur að nálgast sinn draum: þau verða elskendur um stund eftir að Lou hefur skotið tvo glæpamenn, sem ætluðu að gera út af við Sally þar sem þeir grunuðu hana úm að geyma heróínið sem eiginmaðurinn stal - en með þeirri aðgerð varð Lou í eigin augum að þeirri hetju, sem hann hafði alltaf dreymt um. Myndin er mjög vel uppbyggð, tekin og klippt, og umhverfið, borgin sjálf, þar sem uppbygging og niður- níðsla blasir við augum hlið við hlið, verður mjög eðiilegur rammi um veruleika og drauma, líf og dauða, persónanna. -ESJ. ★★★ Atlantic City, USA ★★★ Blóðhiti ★ Mannlegurveikleiki ★★★ Absence ofMalice ★★★ Venjulegtfólk ★★★ Síðsumar ★★ Stripes ★★★ Dauðinn í fenjunum ★★ Madame Emma ★ Hellisbúinn ★★★ Being There Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær * * ★ mjög góA • * * góó * * sæmlleg - O léleg o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.