Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1
:W$1tW Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 22. október til 29. október Úr skemmtanalífinu Þrettánda starfsár Leikbrúðulands: „BRÚÐULEIK- HIÍSER SÉRSTÖK LISTGREIN" Rabbað viö Helgu Steffensen um vetrarstarf ið og f leira ¦ „íslendingar hafa lítíð fengist viö brúðuleikhús fyrr en nú upp á síðkastið og því er ekki hægt að tala um neina hefð á þessu sviði. Þó vex áhuginn. Það sýndi sig vel í fyrra þegar oftar var uppselt á sýningarnar hjá okkur en ekki," sagði Helga Steff- ensen á blaðamannafundi sem efht var til vegna þrettánda leikárs Leikbrúðu- lands, sem hefst á sunnudaginn. Verkefni vetrarins hjá Leikbrúðu- landi, sem er til húsa á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík, heitir „Þrjár þjóðsögur- Gípa, Umskiptingurinn og Púka- blístran": Þjóðsögurnar voru frum- sýndar á brúðuleikhúshátíð á Kjarvals- stöðum í vor og sýndar fjórum sinnum. „Brúðuleikhús er sérstök listgrein" - Er ekki brúðuleikhús nokkurs konar blanda tveggja listgreina; leik- listar og myndlistar? „Nei, brúðuleikhús er sérstök list- grein sem lýtur sínum eigin lögmál- um", sagði Helga í samtali við Tímann. „Það hefur háð brúðuleikhúsfólki mikið, hversu erfitt er að afla sér menntunar á þessu sviði. Hana er nefnilega ekki hægt að sækja í leiklistarskóla og myndlistarskóla nema að litlu leyti. Mál þessi eru nú mikið rædd meðal brúðuleikhúsfólks á Norðurlöndum." - Leikbrúðuland tók þátt í hátíð sem haldin var í Finnlandi í vor? „Okkur var boðið að taka þátt í norrænu brúðuleikhúshátíðinni í Vasa, sem fram fór dagana 31. maí til 6. júní. Við sýndum Þjóðsögurnar þar fjórum sinnum við góðar undirtektir. Við áttum upphaflega aðeins að sýna Helga Steffenson og Hallveig Thorlacius með brúður úr „Átján barna faðir i sem Leikbrúðuland sýnir í vctur. tvisvar en vegna góðrar aðsóknar var tveimur sýningum bætt við." - Hvernig fór hátíðin fram? „Leikhús frá öllum Norðurlönduinini" „Þarna sýndu leikhús frá öllum Norðurlöndunum, flest frá Finnlandi 7 talsins, en aðeins eitt frá hverju hinna. Gestir hátíðarinnar voru frá Hollandi og Póllandi." Komu góðar viðtökur ykkur á óvart? „Því verður ekki neitað. í gagnrýni blaðanna var okkar sýningu skipað á bekk með tveimur öðrum sýningum sem þótt bera af, en það voru sýningar Hollendinganna og Svíanna. Það fór líka svo, að okkur var boðið að taka þátt í næstu brúðuleikhúshátíð í Vasa, sem verður í vor," sagði Helga. „Sýningarnar samdar í Leikbrúðulandi" - Það hafa verið gerðar endur- bætur á sýningarsalnum? „Hann hefur tekið miklum stakka- skiptum eftir að Æskulýðsráð lét gera við r)ann í vcjr. Við höfum líka gert ýmsar tæknilegar lagfæringar og breyt- ingar á sýningunni sem við verðum með í vetur." - Hverjir hafa fært þjóðsögurnar þrjár sem þið sýnið í vetur í brúðuleikhúsform? „Þættirnir eru samdir í Leikbrúðu- Álfheimum" sem cr ein þjóðsagnanna Tímamynd Róbert. landi. Til þess að búa til brúðuleik- sýningu þarf fyrst að matreiða efnið, í þessu tiifelli íslenskar þjóðsögur, þannig að þær henti þessum miðli, brúðuleikhúsi. Síðan eru leikararnir mótaðir, smíðaðir og saumaðir, leik- tjöld hönnuð og smíðuð, leikstjóri kallaður til og raddir teknar upp í samræmi við hreyfingar brúðanna og má þar ekki skeika sekúndu." Félagar í Leikbrúðulandi eru 4: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð- marsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leikstjóri sýningar- innar er Þórhallur Sigurðsson. Sýningar hjá Leikbrúðulandi í vétur verða klukkan 3 á sunnudögum' að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjvaík. - Sjó. VIÐFRÆGUR ILIvlnKI fi HARGREIÐSLU BROADWAY Hárið er kóróna konunn- ar" segir máltækið. ¦ Breskur hárgreiðsluraeistari, Keith Williamson, sem hefur getið sér gott orð í Bandaríkjnnura og víðar fyrir iðn sína, verður hér á landi um helgina. Hann hcldur sýningar fyrir matargesti á Broadway á laugardags - og sunnudagskvöld klukkan 23 ba-ði kyöldin. Að sögn Torfa Geirraundssonar, hárgreiðsluraeistara á Papiliu, kemur Williainsson hingað tíi lands á vegum siivrtivönifyrirtakisins Joico. £n það rann einmitt hafa verið á sýiuiigu á vegum Joico vestur í Bandarikjunnra sem Wiliiamsoii vakri fyrsi veniiega athygli. í kjölfarið voru lioiiunt boðnir margir saraningar þar vcstra og hefur hami verið á stöðugu ferðaiagi þar síðast liðnu mánuði. ¦ Yfjrbragðið er japaitskt á sýnúigoni breska hárgreiðslu- ineistarans Keith VVilliams, sem mnn greiða Ijórtán íslenskurn stúlkum á Broadway á laugar- dags - og sunnudagskvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.