Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 22. október m 29. október Ur skemmtanallTinu Þrettánda starfsár Leikbrúðulands: „BRÚÐULEIK- HÚSER SÉRSTÖK LISTGREIN” Rabbað við Helgu Steffensen um vetrarstarfið og fleira ■ „íslendingar hafa lítið fengist við brúðuieikhús fyrr en nú upp á síðkastið og því er ekki hægt að tala um neina hefð á þessu sviði. Þó vex áhuginn. Það sýndi sig vel í fyrra þegar oftar var uppselt á sýningamar hjá okkur en ekki,“ sagði Helga Steff- ensen á blaðamannafundi sem efnt var til vegna þrettánda leikárs Leikbrúðu- lands, sem hefst á sunnudaginn. Verkefni vetrarins hjá Leikbrúðu- landi, sem er til húsa á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík, heitir „Þrjár þjóðsögur- Gípa, Umskiptingurinn og Púka- blístran": Þjóðsögurnar voru frum- sýndar á brúðuleikhúshátíð á Kjarvals- stöðum í vor og sýndar fjórum sinnum. „Brúðuleikhús er sérstök listgrein“ - Er ekki brúðuleikhús nokkurs konar blanda tveggja listgreina; leik- listar og myndlistar? „Nei, brúðuleikhús er sérstök list- grein sem lýtur sínum eigin lögmál- um“, sagði Helga í samtali við Tímann. „Það hefur háð brúðuleikhúsfólki mikið, hversu erfitt er að afla sér menntunar á þessu sviði. Hana er nefnilega ekki hægt að sækja í Iciklistarskóla og myndlistarskóla nema að litlu leyti. Mál þessi eru nú mikið rædd meðal brúðuleikhúsfólks á Norðurlöndum." - Leikbrúðuland tók þátt í hátíð sem haldin var í Finnlandi í vor? „Okkur var boðið að taka þátt í norrænu brúðuleikhúshátíðinni í Vasa, sem fram fór dagana 31. maí til 6. júní. Við sýndum Þjóðsögurnar þar fjórum sinnum við góðar undirtektir. Við áttum upphaflega aðeins að sýna VÍDFRÆGUR HARGREIÐSLU- MEISTARI A BROADWAY ■ Helga Steffenson og Hallveig Thorlacius með brúður úr „Átján bama faðir sem Leikbrúðuland sýnir í vetur. tvisvar en vegna góðrar aðsóknar var tveimur sýningum bætt við.“ - Hvernig fór hátíðin fram? „Leikhús frá öllum Norðurlöndunum“ „Þama sýndu leikhús frá öllum Norðurlöndúnum, flest frá Finnlandi 7 talsins, en aðeins eitt frá hverju hinna. Gestir hátíðarinnar voru frá Hollandi og Póllandi." Komu góðar viðtökur ykkur á óvart? „Því verður ekki neitað. í gagnrýni blaðanna var okkar sýningu skipað á bekk með tveimur öðrum sýningum sem þótt bera af, en það voru sýningar Hollendinganna og Svíanna. Það fór líka svo, að okkur var boðið að taka þátt í næstu brúðuleikhúshátíð í Vasa, sem verður í vor,“ sagði Helga. „Sýningarnar samdar í Leikbrúðulandi“ - Það hafa verið gerðar endur- bætur á sýningarsalnum? „Hann hefur tekið miklum stakka- skiptum eftir að Æskulýðsráð lét gera við þann í vijr. Við höfum líka gert ýmsar tæknilegar lagfæringar og breyt- ingar á sýningunni sem við verðum með í vetur." - Hverjir hafa fært þjóðsögurnar þrjár sem þið sýnið í vetur í brúðuleikhúsform? „Þættirnir eru samdir í Leikbrúðu- i Álfheimum“ sem cr ein þjóðsagnanna Tímamynd Róbert. landi. Til þess að búa til brúðuleik- sýningu þarf fyrst að matreiða efnið, í þessu tiifelli íslenskar þjóðsögur, þannig að þær henti þessum miðli, brúðuleikhúsi. Síðan eru leikararnir mótaðir, smíðaðir og saumaðir, leik- tjöld hönnuð og smíðuð, leikstjóri kallaður til og raddir teknar upp í samræmi við hreyfingar brúðanna og má þar ekki skeika sekúndu." Félagar í Leikbrúðulandi eru 4: Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guð- marsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leikstjóri sýningar- innar er Þórhallur Sigurðsson. Sýningar hjá Leikbrúðulandi í vetur verða klukkan 3 á sunnudögum að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjvaík. - Sjó. ■ Breskur hárgreiðslumeistari, Keith Wiiliamson, sem hefur getið sér gott orð í Bandaríkjunum og viðar fyrir iðn sína, verður hér á landi um helgina. Hann hcldur sýningar fyrir matargesti á Broadway á laugardags - og sunnudagskvöld klukkan 23 bæði kvöldin. Að sögn Torfa Geirmundssonar, hárgreiðslumeistara á Papillu, kemur Williamsson hingað til lands á vegum snyrtivörufyrirtækisins Joico. En það mun cinmitt hafa verið á sýningu á vcgum Joico vestur í Bandaríkjunum sem Williamson vakti fyrst verulega athygU. í kjölfarið voru honum hoðnir margir samningar þar vestra og hefur hann verið á stöðugu ferðalagi þar síðast liðna mánuði. „Hárið er kóróna konunn- ar“ segir máltækið. ■ Yfirbragðið cr japanskt á sýningum breska hárgreiðsiu- meistarans Keith Williams, sem mun greiða fjórtán ísienskum stúikum á Broadway á laugar- dags - og sunnudagskvöid.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.