Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 8
FÖSTUÐAGUR 22. 3KTÓBER 1982 VÍDEÓBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 einn MEÐ ÖLL13 ^ Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Vídeókasettur (óáteknar) ★ Vídeómynda \élar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. \ÍDEÓBANKINN tm ★ Sjónvörp 'k K vikmynda vélar 16 mm 'K Allar myndir með réttindum ★ Yfírfærum 16 mm fílmur lit eða svart hvítar á vídeóka- settu. ★ Tískusýningar - ★ Vlanntagnaðir. Tök- uni sð okkur að mynda samkvæmið. Erum með öH tæki. ★ OL ★ GOS ★ tóbak ★ SÆLGÆTI HJÁOKKUR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 Helgarpakklnn Chanel Leikstjóri: George Daczender. Aðalhlutverk: Marie-France Pisier, Timothy Dalton, Rutger Hauer, Kar- en Black, Birgitte Fossey og Leila Frechet. ■ Chanel var sýnd í Háskólabíói fyrir nokkrum árum og fékk þá mjög góða aðsókn. Hún fjallar um Gabrielle Chanel stúlku sem alin er upp á munaðarleysingjahæli til átján ára aldurs. Hún flytur til móðursystra sinna og fær vinnu við saumaskap. Um svipað leyti kynnist hún ungum manni, Boy Capel, og þau verða ástfangin. Hann hjálpar henni að opna verslun í París og hún færir brátt út kvíarnar og öðlast frægð. Deer Hunter Bandarísk bíómynd frá árinu 1978 Leikstjóri Michael Cimino. Aðalhlut- verk Robert De Niro, Meryl Streep, Christopher Walken, John Cazale og John Savage. ■ Kvikmyndahandbókin gefur Deer Hunter (Hjartarbaninn) hvorki meira né minna en fjórar stjörnur. Myndin segir á hlutlausan hátt frá þeim hörmungum sem áttu sér stað í Vietnam stríðinu. Sagt er frá fjórum verkamönnum sem sendir eru til Vietnam, hvernig þeir skyndilega eru slitnir upp með rótum og látnir kynnast þeirri viðurstyggð sem þar fór fram. ílohert Redford BRUBAKER” Sólín var vitni ■ Ensk litmynd eftir sögu Agatha Christie með: Peter Ustinov, Jane Birkin, James Mason o.fl. Leikstjóri Guy Hamilton. Myndin gerist á fagurri klettaeyju, skammt undan ströndum Adriahafs. Þar er mikil bygging, hálfgerður( kastali og þar er rekið lúxushótel! Á hótelinu er fjöldi frægra gesta, meðal þeirra hinn frægi einkaspæjari Hercule Poirot. Fræg leikkona, ein gestanna á hótelinu, finnst myrt f afskekktri vík á ströndinni. Þegar Poirot fer að kanna málið kemur í Ijós að allir sem á eyjunni voru gátu haft meiri eða minni ástæðu til að vilja leikkonuna feiga. Brubaker Bandarísk bíómynd frá árinu 1980. Leikstjóri: Stuart Rosenberg: Aðalhlutverk: Robert Redford, Yap- fet Kotto, Jane Alexander. ■ Robert Redford fer með hlutverk fangavarðar sem fer eigin leiðir. Hann er hugsjónamaður sem vill breyta reglum fangelsisins. Hann ræðst gegn mönnum á æðstu stöðum til að ná fram umbótum. Myndin er sannsöguleg, byggð á reynslu Thomas O Murlon, sem var rekinn úr starfi yfirfangavarðar í ríkisfangelsinu í Arkansas árið 1968. Sýningartími er 130 mínútur. Spólurnar fást í Myndbandalcigu kvikmyndahúsanna við Hverfisgötu. Á videómarkaði Kvikmyndir Bíóstjórar í jólaskapi ■ Það er engu líkara en bíóstjórar borgarinnar séu komnir í jólaskap, þótt enn sé októbermánuður. Margar góðar kvikmyndir hafa verið frum- sýndar hér síðustu dagana svo að einna helst er hægt að líkja við jólamynda- törnina. Væntanlega er þetta vegna harðnandi samkeppni, sem kvik- myndahúsgestir njóta þá góðs af. Venjulegt fólk - ★★★ - Háskólabíó Óskarsverðlaunakvikmynd Robert Redfords frá því í fyrra. Þar tekst afbragðsvel að lýsa venjulegri banda- rískri fjölskyldu, sem skyndilega stendur andspænis tilfinningalegum vandamálum, sem erfitt er að ráða við. Timothy Hutton fer vel með erfitt hlutverk unglingspilts, sem fyllist sektarkennd þegar hann verður að horfa á bróður sinn farast í óveðri, og Mary Tyler Moore leikur mjög vel vanþáttlátt hlutverk móðurinnar, sem neitar að viðurkenna eigin takmarkan- ir og brynjar sig við missi sinn fyrir frekara tilfinningalegu sambandi við eiginmann sinn og eftirlifandi son. Þetta er mynd, sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara. Absence of Malice - ★★★ - Laugarásbíó Þessi nýja kvikmynd Sidney Pollack fjallar um bandaríska blaðamennsku á gagnrýninn hátt. Sagt er frá sérstakri lögreglusveit, sem er að rannsaka hvarf verkalýðsleiðtoga og hyggst neyða saklausan mann til þess að gefa upplýsingar með því að leka því til fjölmiðla, að sá maður sé grunaður um morðið. Blaðamaðurinn, sem fær „lekann“, birtir fréttina, en það hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Myndin sameinar það að vera spennandi, skemmtileg og fjalla á gagnrýninn hátt um vandamál, sem koma öllum við. Paul Newman og Sally Field eru í aðalhlutverkunum. Blóöhiti - ★★★ - Austurbæjarbíó Þetta er fyrsta kvikmyndin, sem Lawrence Kasdan - höfundur hand- ritsins að Ráninu á týndu örkinni - leikstýrir, og sýnilegt að hann hefur lært vel af félögum sínum Spielberg og Lucas. Fjallar um misheppnaðan lögfræðing, Ned Racine (frábærlega leikinn af William Hunt), sem lendir í lostafullu ástarsambandi við eigin- konu forríks fjármálamanns. Og svo fer, að þau vilja losna við eiginmann- inn. En ekki er allt sem sýnist. Mjög vel gerð kvikmynd. Maaategw veikleiki - ★ - Laugarásbíó Mynd þessi er byggð á skáldsögu Graham Greene - „The Human Factor" - og fjallar um starfsmann bresku leyniþjónustunnar, sem jafn- framt starfar fyrir KGB. Tom Stopp- ard hefur samið kvikmyndahandrit eftir þessari mögnuðu sögu Greene um ást, skyldur, svik og opinbert morð, og Otto Preminger gert úr kvikmynd, sem uppfyllir engan veginn væntingar þess, sem heillast hefur af sögunni. Síösumar - ★★★ - Regnboginn Síðsumar er falleg mynd, sambland af fyndni og trega um vandamál æsku ogelli, um óttann við dauðann, og um þær hömlur, sem svo oft hindrar fólk í að láta ást sína í ljósi þar til það er orðið of seint eða næstum því. Myndin greinir frá lífi fjölskyldu síðla sumars við Gullnu tjörnina, en með aðalhlut verkin fara Henry Fonda, Katharine Hepburn yg Jane Fonda, en þau fyrrrtefndu fengu Óskarsverðlaun fýrir vikið. Stripes - ★★ - Stjörnubíó Hér er á ferðinni góð afþreyingar mynd, sem tekur sig á engan hátt alvarlega og er einungis til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda. Bill Murrey leikur hér mann, sem gengur illa flestu ef ekki öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og af þeim sökum ákveður hann að ganga í herinn og mannast. Fram í sviösljósiö - ★★★ - Bíóhöllin Þessi mynd er enn sýnd í Bíóhöll- inni, en hún var frumsýnd þar þegar kvikmyndahúsið tók til starfa snemma á árinu. Þetta er bráðskemmtileg ádeilukvikmypd með Peter Sellers og Shirley McLaine í aðalhlutverkunum. Hellisbúinn - ★ - Tónabíó Tjáskipti fara fram með urrum, stunum, ropum og handabendingum í brokkgengum steinaldarhúmor Gott- libs í þessari mynd, sem er einskonar grínútgáfa af myndinni Milljón ár fyrir Krist. Myndin samanstendur af stutt- um atriðum, sem eiga að lýsa sögu frummannsins í gamansömu Ijósi. Dauöinn í fenjunum - ★★★ - Regnboginn Þessi nýja kvikmynd Walter Hill fjallar um æfingar þjóðvarðliða í fenjum Louisiana í Bandaríkjunum, en sú æfing verður að baráttu upp á líf og dauða hjá einum herflokknum, sem lendir í andstöðu við íbúa svæðisins. Margir telja mynd þessa eins konar dæmisögu um Víetnamstríðið, og tekst Walter Hill frábærlega að gefa innsýn í viðbrögð mismunandi mann- gerða við óþekktu óvinaumhverfi. Madame Emma - ★★ - Regnboginn Myndin er byggð á sönnum við- burðum um fjármálakonu, sem varð að hálfgerðri þjóðsögu í Frakklandi á millistríðsárunum. Romy Schneider túlkar þessa konu, Emmu, af mikilli tilfinningu og innlifun, en myndin er yfrið löng og því þreytandi á köflum. utvarp Fimmtudagur 28. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leiktimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttlr. 8.15 Veöurtregnir. Morgun- orö: 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Melra af Jóni Oddl og Jónl Bjarna" 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfreftir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10 30 Verslun og vlöskiptl. 10.45 Áirdegls I garölnutn meö Hafsteini Hafliðasyni. 11.00 VI6 Polllnn. Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK) 11.40 Félagsmái og vinna. Umsjón: Skúli Thoroddsen. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynnirtgar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fimmtudagssyrpa. Asta R. Jó- hannesdóttir. 14.30 „Móðlr mln f kvf kv(“ eftlr Adrian Johansen. Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgí Eliasson le$ (7) 15.00 Miödegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. ■ Nína Björk Ámadóttir les átt- unda lestur sögunnar „Á reki með hafísnum“ eftir Jón Bjömsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á reki með hafisnum" eftir Jón Björnsson Nína Björk Amadóttir les (8). 16.40 Tónhornið Umsjón: Guðrun Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snerting Páttur um málefní blindra og sjónskertra. 18.05 Tónieikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 20.00 „Fimmtudagsstúdlóið - Útvarp unga fólksins Helgi Már Barðason stjórnar. 20.30 Píanóleikur I útvarpssal: Jónas Inglmundarson ieikur .Myndir á sýn- ingu" eftir Modest Mussorgsky. 21.00 „Bðm á flótta“, elnleiksþáttur eftir Steingerði Guðmundsdóttur Geiriaug Þorvaldsdóttir leikkona flytur. 21.20Með Vigdisi forseta ( Vesturheimi - III. þáttur. Umsjón. Páll Heiðar Jónsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Án ábyrgðar Umsjón: Valdis Ósk- arsdóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund með Svelni Einarssyni. 23.45 Fréttir. Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.