Tíminn - 27.10.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 27.10.1982, Qupperneq 1
íslendingaþættir fylgja biadinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 27. okt. 1982 244. tbl. - 66. árgangur. Niðurstöður mælinga fiskifræðinga á íslenska loðnustofninum: ENGAR LODNUVEIÐAR LEVFDAR Nl) í VETUR — „Góðar vonir um sæmilega loðnuveiði haust’% segir sjávarútvegsráðherra ■ Kynþroska loðna mældist 265 þúsund tonn samkvxmt mælingum sem gerðar voru fyrr í þessum mánuði á íslenska loðnustofninum. Er þetta heldur meira magn en mældist í fyrra. Þetta magn er þó langt undir þeim mörkum sem miðað er við þegar leyfi eru veitt til loðnuveiða, en þau miðast við 400 þúsund tonn. í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kynnt var í gær kemur fram að ekki sé hxgt ■ Mikil leit var gerð á sjó og úr lofti að tveggja hreyfla einkaflugvél, TF MAO frá fsafirði, í allan gærdag. Flugmaðurinn Hafþór Helgason, kaupfélagsstjóri á ísafirði, var einn í vélinni þegar síðast var vitað um hana. Hann var j afnframt eigandi vélarinnar. Það var laust eftir klukkan sex í gærmorgun að Guðni Einarsson, skipstjóri á mótorbátnum Sigurvon ÍS 500 gerði flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík vart um óvenjulega ferð flugvélar inn á Súgandafirði. „Það var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við flug vélarinnar annað en það hversu snemma hún var á ferðinni. Hún klifraði upp yfir þorpinu og flaug síðan inn fjörðinn í áttina til ísafjarðar," sagði Guðni í samtali við Tímann í gær.“ Það var svo Iaust fyrir klukkan 07.40 í gærmorgun að loftskeytastöðin í Gufunesi tilkynnir að skipverjar á vélbátnum Þrym BA 7 hefðu orðið flugvélarinnar varir. „Við vorum að draga línu um 25 sjómílur N-V af Bakkanum þegar flugvélin kom á mikilli ferð úr norðri og flaug mjög lágt rétt hjá okkur. Þegar hún var þvert á okkur sendi hún frá sér tvö rauð að mxla með loðnuveiðum á vertíð- inni haustið 1982 og veturinn 1983. Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði að ljóst væri að loðnuveiðar kæmu ekki til greina í ár, en góðar vonir stæðu til að sæmileg loðnuveiði gæti orðið næsta haust. Ljósi punkturinn í skýrslunni er hins vegar sá að nú mældist meira af ársgamalli loðnu en áður, eða 260 tonn, en í fyrra mældust 5 tonn og árið 1980 171 tonn. Þess ber þó að geta að allar tölur frá í fyrra eru mjög óáreiðanlegar, þar sem aðstæður til loðnuleitar voru þá afar erfiðar vegna óhagstæðs veðurs og mikils íss á leitarsvæðinu. Aðstæður nú voru hiris vegar mjög hagstæðar svo að á betra verður vart kosið og segir í skýrslunni að nær engar líkur séu á viðlíka skekkjumörkum og í fyrra. Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar sagði í samtali við Tímann í gær að þessar niðurstöður gæfu ástæðu til að vona að farið verði að glaðna til í lok næsta árs, en þessar niðurstöður ætti eftir að sannprófa. Væntanlega yrði farið í nýjan rann- sóknaleiðangur eftir áramótin. Mælingamar voru gerðar sameigin- lega af íslendingum og Norðmönnum og leiðangursstjórar voru Hjálmar Vilhjálmsson, Páll Reynisson og Are Domasnes. JGK ■ Hafþór Helgason, kaupfélagsstjóri á ísafirði, flugmaður TF-MAO, stendur hér við hlið vélarinnar sem saknað er, en ekkert hefur spurst til hennar frá þvi snemma í gærmorgun. Arangurslaus leit ad tveggja hreyfla einkaflugvél frá ísafirði í gær: SENM UPP 7VÖ NEYÐAR- BLYS 0G HVARF SfDAN Leit verður haldið áfrarn í dag neyðarblys. Síðan hélt hún áfram í suður þar til hún hvarf sjónum okkar. Bátar sem staddir voru sunnan við okkur urðu einskis varir svo ég býst við að vélin hafi hafnað í sjónum," sagði Þorsteinn Jónsson, skipstjóri á Þrym í samtali við Tímann í gær. Strax og fyrri tilkynningin barst til flugstjórnar þótti ástæða til að grennsl- ast um eftir vélinni þar sem ekki var vitað um neina flugumferð í grennd við Súgandafjörð. Margir bátar sem voru á næstu grösum tóku þátt í leitinni. Á vettvang fóru flugvél flugmálastjórnar, Herculesvél og þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Leitin bar engan árangur og var henni hætt um klukkan 17 í gær. Verður henni haldið áfram í birtingu í dag. Kvikmynda- hornið: ÓuppfylBt fyrirheit - bls. 23 Svidsett stórslys - bls. 4-5 Skída- bunadur — bls. 10 Kona „Kládí- usar — bls. 2

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.