Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 4
■ Almannavamir ríkisins settu á svið mikið flugslys á Kefla- víkurflugvelli í gærmorgun. Var það gert í æfingarskyni fyrir þá sem hugsanlega myndu taka þátt í björgunarstarfi ef stórsiys yrði. Alls tóku rúmlega 1000 manns þátt í æflngunni. Það var laust fyrir klukkan sex í gærmorgun að tilkynning barst til flugmálayfirvalda að DC-8 þota frá Air Florida í Bandaríkjunum með 105 farþega innanborðs væri í nauðum stödd um 125 sjómílur vestur af íslandi. Tæpri klukkustund síðar barst til- kynning þess efnis að vélin hefði brotlent á Keflavíkurflugvelli. Var slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli gert viðvart og var það komið á vettvang að örfáum mínútum liðnum. Var þá búið að koma fyrir skátum úr Reykjavík og sjálfboðaliðum úr hópi varnarliðsmanna í gamalli farþegaþotu í eigu Arnarflugs. Voru skátarnir og sjálfboðaliðamir í hlutverki fórnar- lamba hræðilegs flugslyss. Voru þau látin vera mjög misjafnlega á sig komin, sum látin, önnur mikið slösuð og enn önnur tiltölulega vel á sig komin, jafnvel alheil. Búið var að sminka fórnarlömbin og binda á þau opin sár úr gúmmíi, svo eðlileg að hroll setti að mönnum við fyrstu sýn. ■ Björgunarmenn bera farþegana misjafnlega á sig komna úr vélinni. ' \ 'vTrJ ' |1 V, % fl |1I k'M . HBaBBí Jmmmí ZiF mMÆ\ - ■ HiÍMf W ÆM Uppi var fótur og fit á Keflavíkurflugvelli eldsnemma í gærmorgun: RUMHGfl 100 FORNARLOMB í SVIÐSETTU FLUGSLYSI Eldur kveiktur skammt frá vélinni Um svipað leyti og tilkynningin um brotlendinguna barst, var kveikt í miklum bálkesti í nánd við flugvélina. Réðust slökkviliðsmenna af Keflavíkur- flugvelþ til atlögu við bálið og náðu þeir að slökkva það á skömmum tíma. Fljótlega fóru hjálparsveitarmenn inn í flugvélina hinum slösuðu til hjálpar. Voru þau borin út hvert af öðru, skoðuð í fljótheitum úti á flugbrautinni og ef ástæða var til voru þau flutt á sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli. Þar voru meiðsli þeirra metin og kveðið upp úr með það hvert þau skyldu flutt. Á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli var samankominn fjöldi lækna, hjúkrunarfræðinga og annars sérþjálfaðs fólks. Var þar um að ræða. hvort tveggja íslendinga og starfslið sjúkrahússins á Keflavíkurflugvelli, sem allt var saman komið á staðnum, rúmlega sextíu manns. Handtökin voru snör og fumlaus, enda voru ekki liðnar tvær klukkustundir frá því að tilkynt var um nauðlendinguna þar til fyrstu fórnarlömbin voru komin á sjúkrahús í Reykjavík. Voru þau þá búin að fara um þrjár greiningar sérfræðinga og búið var að skrá meiðsli þeirra í stórum dráttum. Sem • fyrr segir voru það rúmlega þúsund manns sem þátt tóku í æfing- unni. Var þar um að ræða félaga úr sextán deildum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, flugmálastjórn á Kefla- víkurflugvelli, flugvallarstjóra og starfs- lið hans, lögreglu úr Reykjavík, af Suðurnesjum og Keflavíkurflugvelli auk lögreglumanna úr Hafnarfirði. Þá höfðu hlutverki að gegna starfslið Fríhafnar- innar á Keflavíkurflugvelli, starfslið Flugleiða o.fl. Síðast en ekki síst tóku þátt björgunarsveitir SVFÍ, hjálpar- sveitir skáta, flugbjörgunarsveitir og sveitir frá Rauða krossinum. -Sjó. ■ Fótgönguliðar úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli mynduðu varnarhring í kring um flugvélarflakið og meinuðu óviðkomandi að fara of nærri. Eins og myndin ber með sér voru þeir vel vopnum búnir. Tímamyndir Róbert. ■ Eins og sjá má voru skátarnir úr Reykjavík merktir í bak og fyrir áður en þeir fóru í hlutverk hinna slösuðu í flugvélinni. Sárin sem á þeim eru.eru úr gúmmíi sem límt var á þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.