Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 5 fréttir ■ Ingibjörg Jónsdóttir gaf sér tóm tii að ræða við blaðamann meðan læknar athuguðu hana. „Ég á víst að vera meðvttund- arlaus’f ■ Þessir stjómuðu aðgerðunum úr kjallara lögreglustöðvarinnar í Reykjavík, en þar era böfuðstöðvar Almannavaraa rikisins. — segir Örn Egilsson hjá Almannavörnum rlkisins, eftir æfinguna ■ „Æfingar eru þess eðlis að þær takast ævinlega vel. I>ær leiða fram styrk og veikleika þannig að menn eru betur í stakk búnir að takast á við verkefnið næst, hvort sem um verður að ræða æfingu eða raunveruleika.“ Þetta sagði Örn Egilsson, starfsmaður Almannavarna ríkisins, þegar Tíminn spurði hann hvernig æfingin á Keflavík- urflugvelli hefði tekist, en þar fóru Almannavarnir með yfirstjórn. - Stóðust tímaáætlanir? „Það verður að viðurkennast, að við áttum von á að þessu lyki fyrr en raun varð á. Frávikin voru þó ekkert sérstaklega mikil miðað við hversu stór æfingin var og mikill fjöldi tók þátt í henni. Það er heldur ekki hægt að gefa sér mjög nákvæmar og strangar tíma- ákvarðanir í svona verkefnum, hvort sem er um raunverulega björgun eða æfingu að ræða. Aðstæðurnar ráða miklu í hverju tilviki. Það getur verið um að ræða mismunandi mikinn mann- afla, búnaður getur verið misjafn, veðráttan hefur náttúrulega mikil áhrif sig um æfinguna að svo stöddu vegna þess að það er ekki búið að fá allar niðurstöður. Þegar þær svo fást þarf að halda um þær fundi með aðilum af Keflav íkurflugvelli. “ - Var á æfingunni búið að ákveða fyrir fram hversu margir myndu slasast og hversu langan tíma þeir áttu að halda lífi áður en komið var í sjúkrahús? „Það sem var ákveðið fyrirfram, var að íslendingarnir, sem þarna léku særða, yrðu fluttir til Reykjavíkur en þeir amerfsku yrðu eftir suðurfrá, og léku annar hvort lítið meidda eða látna. Það var svo læknanna og hjúkrunar- fólksins að raða þeim særðu í forgangs- röð. Eftir henni var svo farið eins hratt og mögulegt var.“ - Hvað voru margir fluttir í sjúkrahús í Reykjavík? „Mig minnir að þeir hafi verið rúmlega fimmtíu. Þeir fyrstu voru komnir tæpum tveimur klukkutímum eftir brotlendinguna en þeir síðustu ekki fyrr en eftir eina fimm klukkutíma," sagði Örn. -Sjó og svo er yfirleitt eitthvað sem kemur upp á.“ - Funduð þið' veika hlekki sem auðvelt er að styrkja? „Það er auðvitað hægt að bæta þetta prógram að einhverju leyti. Sjálfsagt yrði ekki mjög erfitt að gera það þjálla en það er. Enda munum við í framhaldi af æfingunni sníða stærstu gallana sem vart varð við af. Annars er að mörgu leyti erfitt að tjá ■ Vélin brotlenti á Keflavíkurflugvelli og inni í henni 105 farþegar. „BETUR UNDIR VERK- EFNIÐ BÚNIR NÆST ■ „Ég á víst að vera meðvit- undarlaus, með stórt opið sár á brjóstinu og að auki með 150 í púis svo ég veit ekki hvort beint er hægt að tala um að ég sé upplögð í blaðaviðtal. Ég væri það að minnsta kosti ekki ef ég lifði mig inn í hlutverkið að bestu getu,“ sagði Ingibjörg Jónsdótt- ir, stúika úr skátafélaginu Garð- búar í Reykjavík, þegar Tíminn hitti hana að máli þar sem hún lá „helsærð“ á sjúkrabörum í sjúkrahúsinu á Keflavíkurflug- velli eftir „flugslysið“ og beið þess að vera flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. - Er þér hugað líf? „Ef allt fer að óskum á ég að halda lífi og mér skilst að allir íslendingarnir sem taka þátt í þessu eigi að gera það. Hins vegar er aldrei hægt að treysta því til fullnustu," sagði Ingibjörg. - Hefur verið gaman að taka þátt í þessu? „Það hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi gagnlegt. Það var helst að kuldinn angraði okkur meðan við vorum úti á braut,“ sagði Ingibjörg. -Sjó ■ Eftir frumathugun á mciðslum hinna slösuðu voru þeir fluttir í bflageymslu sjúkrahússins á Keflavíkurflugvelli. Þar fór fram nánari skoðun á meiðslunum áður en kveðið var upp úr um hvort nauðsynlegt væri að senda hinn siasaða til Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.