Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýslngastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Johanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hailgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indriðason, Helður Helgadóttir, Sigurður Helgason.(fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstoiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. LJósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristfn . Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setning: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Annarlegustu hót- anir í þingsögunni ■ Útvarpsumræðumar á Alþingi um stefnuskrárræðu forsætisráðherra höfðu annarlegri og óhugnanlegri blæ en dæmi eru til um áður. Oft hefur verið barizt hart á Alþingi og óvild í garð einstakra manna eða flokka ekki dulizt. Þó hefur þetta aldrei verið eins áberandi og í útvarpsumræðunum frá Alþingi á mánudagskvöldið var. Umræðurnar leiddu það greinilega í ljós, að forustumenn stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokkn- um setja eitt mál ofar öllu öðru og vegna þess eru þeir reiðubúnir að láta þjóðarhagsmuni lönd og leið. Þetta höfuðmál þeirra er að koma Gunnari Thoroddsen frá völdum. Hótun þeirra er sú, að fái þeir því ekki framgengt að Gunnar Thoroddsen fari frá, muni þeir hafna öllu samstarfi um afgreiðslu nauðsynlegustu efnahagsmála og láta sig einu gilda, þótt það geti orðið þjóðarhagsmunum til stórfellds tjóns. Annað eins ofstæki hefur ekki áður ríkt í sölum Alþingis. Stjórnarandstöðunni hefur verið boðið til viðræðna um kosningar, sem fari fram fyrri hluta næsta árs, en þangað til komi flokkarnir sér saman um lausn mest aðkallandi efnahagsmála, svo að ekki fari allt úr skorðum vegna kosningabaráttunnar. Þetta er því aðeins mögulegt, að ekki komi til langvinnrar stjórnarkreppu fyrir kosningarnar, sem er líklegust til að leysa allt úr böndum. Minnstu líkur eru ekki til þess, að samkomulag geti náðst um aðra stjórn fyrir kosningar. Afleiðingin af brottför núverandi stjórnar, sem styðst við þingmeirihluta, yrði að öllum líkindum nokkurra mánaða stjórnleysistímabil. Andrúmsloftið yrði ekki gott eftir kosningarnar, ef aðdragandi yrði á þessa leið. Hins vegar myndi það skapa betra andrúmsloft eftir þær, ef flokkarnir gætu hafið sig yfir flokksdeilur fyrir þær og náð þótt ekki væri nema bráðabirgðalausn. Það viðurkenna allir, að framundan bíði miklir erfiðleikar næstu misserin. Til þess að leysa þá farsællega þarf sem mesta samstöðu þjóðarinnar. Þess vegna er ekki hægt að trúa öðru en að leiðtogar stjórnarandstöð- unnar í Sjálfstæðisflokknum vitkist og hætti að stjórnast af óvildinni í garð Gunnars Thoroddsen . Á það verður líka að reyna ef viðræður þær, sem nú fara fram milli flokkanna, sigla í strand. Fylgispekt Hinar furðulegustu hótanir stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokknum um að gera þingið óstarfhæft, ef Gunnar Thoroddsen verði ekki sviptur stjórnarforust- unni, eiga sínar mannlegu skýringar. Þar ræður persónuleg óvild. Klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum hefur færzt inn á Alþingi. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar ekki slíka afsökun. Afstaða hans byggist á því, að hann hefur nú, eins og svo oft áður, hengt sig aftan í Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki nýtt, að Alþýðuflokkurinn hafni sjálfstæðri stefnu og skipi sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. í tólf ár unnu þessir flokkar saman í ríkisstjórn. Einn af forustumönnum Alþýðuflokksins lýsti yfir því síðar, að aldrei hefði komið til verulegs ágreinings í þeirri ríkisstjórn. Svo líkir voru flokkarnir þá. Þessi gamla saga er að endurtaka sig einu sinni enn. Það er ekki gæfumerki fyrir Alþýðuflokkinn. Forustu- mönnum hans hefur enn ekki orðið ljóst, að fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn hefur valdið því, að hann er langminnsti flokkur sósíaldemókrata á Norðurlöndum. Þ.Þ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 á vettvangi dagsins Ræða Halldórs Ásgrímssonar í útvarps umræðunum s.l. mánudag LíTskjör sem haldið er uppi með tap- rekstri og skulda- söfnun er skaðleg mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm stundarblekking Leysum kjördæmamálið án fjölgunar þingmanna ■ Sérstakar aðstæður ríkja nú á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur ekki lengur meirihluta í neðri deild þingsins. Ríkisstjórn, sem var eina þingræðis- stjórnin sem reyndist mögulegt að m ynda að loknum síðustu kosningum, hefur því ekki lengur forsendur til styrkrar stjórnar. Á seinni hluta vetrar mun því óhjákvæmilega koma til nýrra kosninga, nema enn verði óvæntar breytingar á Alþingi. Er nú tekist á um hvernig hægt sé að haga málum þannig að ekki hljótist af meiri háttar vandræði fyrir efnahagslíf þjóðarinnar. Ég mun gera þau mál að umtalsefni hér, sem verða höfuðviðfangsefni stjórnmálanna á næstu misserum, en þau eru efnahags- málin og stjórnarskrármálið. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, hafði niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins fengið mikinn hljómgrunn. Ríkisstjórnin var mynduð eftir langa stjórnarkreppu og setti hún sér það mark að hefta verðbólguna í áföngum, án þess þó að lögbinda aðgerðirnar í upphafi tímabilsins. Fara átti leið samninga og samkomulags og grípa inn í þegar það teldist nauðsynlegt. Því verður ekki neitað að við framsóknarmenn erum óánægðir með að ekki hefur náðst meiri árangur en raun ber vitni. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Skaðleg stundar- blekking Áhrif hagsmunahópa í þjóðfélaginu eru öflug. Hinir ýmsu hópar hafa mikinn metnað fyrir hönd umbjóðenda sinna svo oft sést þeim ekki fyrir. Þessi sami metnaður hefur í reynd stórlega dregið úr möguleikum ríkisstjórnar til virkrar hagstjórnar. í nafni þröngra sérhags- muna er haldið uppi baráttu undir ýmsum kjörorðum, eins og um aukin ríkisútgjöld, lægri skatta, lægri útláns- vexti, hærri innlánsvexti og jafnvel á tímum samdráttar í þjóðartekjum, krefjast menn hærri launa og minni verðbólgu, sem í raun þýðir meiri skuldir og aukna verðbólgu. Því skulum við gera okkur ljóst að lífskjör sem haldið er uppi með taprekstri og erlendri skuldasöfnun, eru skaðleg stundar- blekking, sem munu leiða til enn meiri erfiðleika í framtíðinni. Það sama á við hér og á hverju einstöku heimili. Hvaða ábyrgt foreldri getur réttlætt fyrir sjálfu sér að taka eyðslulán sem það sér ekki fram á að geta endurgreitt af tekjum sínum, í stað þess að draga úr útgjöldum. Það veit að með slíku háttalagi verður það afkomendanna að gera upp óreiðuna. Vegna þeirrar stöðu sem nú hefur verið lýst og þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lögbinda ekki ákveðin (prep í niður talningunni reynd- ist nauðsynlegt að ganga til langvinnra samninga um sérhvert skref í baráttunni við verðbólguna. Þetta reyndist sein- virk leið og höfum við framsóknar- menn ekki dregið dul á óánægju okkar um framvindu mála, enda þótt segja megi að skilningur hafi farið vaxandi hjá samstarfsmönnum okkar í ríkisstjórn. Niðurtalning eða leiftursókn Ef ráða á niðurlögum verðbólgu eru aðeins tvær meginleiðir: Sú fyrri byggist á niðurtalningu, sem verður að vera í markvissum og undanbragðalausum skrefum í stað tímafreks samningaþófs sem sýnt hefur að leiðir ekki til viðunandi niðurstöðu. Ég vil taka sérstaklega fram, að í Ijósi reynslunnar er það mín skoðun að aðgerðir til niðurtalningar verðbólgu verði að lögbinda, eigi að ná tilætluðum árangri í baráttu gegn henni. Síðari meginleiðin er leiftursókn, sem landsfræg er orðin og miðar að því að ná sem mestum árangri í einu vetfangi, Odýrara er að búa í Kópavogi eftir Skúla Sigurgrímsson, bæjarfulltrúa í Kópa vogi ■ íhaldsminnihlutinn í Kópavogi hefur að undanförnu mjög haldið því að fólki, að það sé dýrara fyrir venjulegt fólk að búa hér heldur en í nágrannabyggðum vegna hærri skatt- heimtu bæjarfélagsins. í kosningabarátt- unni í vor tóku þeir dæmi um hjón, sem búa á Seltjarnarnesi, og hafa 360.000 krónur í árstekjur. Þau búa í einbýlishúsi að fasteignamati 900.000 krónur og borga eftir útreikningum íhaldsins 8.435 krónum minna í bæjargjöld heldur en ef þau byggju í Kópavogi. En málið er bara ekki svona einfalt. Ef bera skal saman aðstöðu fólks í þessum bæjarfélögum, þarf að fleiru að hyggja en álögðum gjöldum. Það skiptir máli hvernig menn koma fyrir sig fótunum í þessum bæjarfélögum og koma yfir sig húsi. Hér í Kópavogi hefur bæjarfélagið eignast landið og innleyst til sín fjöldann allan af erfðaleiguréttindum með ærnum tilkostnaði. Síðan úthlutar bærinn byggjendum leigulóðum og innheimtir svipuð gatnagerðargjöld og gerast í nágrenninu. Á Nesinu þarf fólk hins vegar að kaupa lóðir á frjálsum markaði, vilji það byggja þar. Verð á lóðum var þar á s.l. vori um 500-550 þús. krónur. Þá þurfa menn náttúrlega ekki að borga lóðarleigu til bæjarins, en að sjálfsögðu eignarskatt. Þegar lóðin er fengin, þurfa menn svo að borga svipuð gatnagerðar- gjöld af húsbyggingunni og gerist annarsstaðar. Af þessu leiðir, að byggjandinn á Nesinu þarf að rcikna sér vexti af lóðarverði. Þessa dagana er eðlilegt að reikna 40% vexti eða 200.000 krónur á ári og síðan árlega vexti um alla framtíð af þessari umfram stofnupphæð. Þessa peninga sem hjónin á Nesinu borguðu fyrir lóðina fá þau nefnilega aldrei til baka. Þeir eru bundnir undir botninum á þeim um aldur og ævi. Þeir koma ekki einu sinni til baka við sölu, því að verðmunur á sambærilegum húseignum á Nesinu og í Kópavogi er enginn. Vilji einhver halda því fram, að þeir skili sér við sölu, þá eru það hjónin í Kópavogi sem eru að græða þessa peninga við sölu, því að þau þurftu ekki að leggja þá út í upphafi. Að þessu athuguðu, kemur í ljós, að það er ekki 8.435 krónum ódýrara fyrir hjónin á Nesinu að búa þar en í Kópavogi, heldur er það um 200.000 krónumdýrara á ári. Á Seltjarnarnesi, þar sem einkafram- takið ræður ferðinni, hefur bæjarfélagið látið vera að innleysa til sín landið og úthluta síðan lóðum með venjulegum gjöldum. Þessi stefna léttir að sjálfsögðu róðurinn fyrir fjármálum og hann kemst af með minni tekjur. Þessi aðferð þeirra sigtar úr þjóðfélaginu hatekjufólk, sem hefur efni á að byggja í bænum og það skilar miklum tekjum í bæjarkass- ann, þrátt fyrir lága álagningarprósentu. Þegar menn taka þessa hluti til alvarlegrar skoðunar, kemur í Ijós, að hér í Kópavogi, þar sem félagshyggjan hefur mótað stefnu bæjarfélagsins um langan tíma, er lífsbaráttan léttari hjá hjónunum sem dæmið var tekið af, sem svarar ekki minna en 200.000 krónur á ári, en þar sem einkaframtakið ræður ferðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.