Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7-80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land, allt Ábyrgð á.öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag «£ ——abriel KÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmTíesio „ENGIN ASTÆÐfl TIL AÐ VERA SVARTSÝNN — segir Friðrik Ólafsson, um frambodsmál sín, en hann hélt utan til Luzern í Sviss í gærmorgun 77 ■ „Það er erfitt að gera sér grein fyrir þessu fyrr en maður er kominn á vettvang. Það eru margir óvissuþættir og heildarmyndin er ekki alveg Ijós, en ég held að það sé engin ástæða til að vera svartsýnn", sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari og forseti Alþjóðaskáksam- bandsins, í samtali við Tfmann þegar hann var spurður hvernig staðan í kosningabaráttunni legðist í hann. Friðrik Ólafsson hélt utan í gær til Amsterdam, en þaðan til Luzem í Sviss, þar sem þing FIDE hefst innan skamms. Þar reynir á hvort hann fær umboð til að gegna forsetaembætti sambandsins annað kjörtfmabil til, en Friðrik vareins og menn muna fyrst kosinn forseti FIDE fyrir fjórum árum á þinginu í Bueonos Aires. Filippseyingurinn Campomanes virð- ist vera helsti keppinautur þinn, hvað getur þú sagt mér um feril hans? „Hann hefur starfað innan FIDE í 25-26 ár, þannig að hann er vel þekktur inna skákhreyfingarinnar og gamall í hettunni þar og kunnugur öllum málum þar. Nú virðist hann álíta tíma til kominn að hann láti meira að sér kveða en verið hefur. Inntakið í kosningabar- áttu hans hefur verið það að Evrópu- menn séu búnir að stjóma nógu lengi hjá FIDE og að tími sé kominn til aðrir hlutar heimsins hafi eitthvað af málun- um að segja. Þannig reynir hann kannske að höfða.til landa þriðja heimsins fyrst og fremst.“ Nú herma sögur að hann spari ekki fé í kosningabaráttunni? „Já svo er sagt. Hann virðist alla vega ekki búa við neinn fjárskort. Hann hefur ferðast vítt og breitt um heiminn að undanförnu til að vekja athygli á framboði sínu.“ Hvað um þriðja frambjóðandann Koscic frá Júgólsavóu, er hann síður inni í myndinni? Flestir virðast telja að hann cigi möguleika, kannske helst sem málamiðl- unarkandídat. Annars býst ég við því að Júgóslavarnir hafi ekki verið hressir með m ■ V*- Friðrik Ólafsson. það að þeirra frambjóðandi, Gligoric, féll í kosningunni í Buenos Aires. Þeim finnst að þeir hafi misst þann sess sem þeim ber sem ein af sterkustu skákþjóð- um heimsins, og vilji nú endurheimta fyrri stöðu innan hans.“ Hvaða afstöðu taka Sovétmenn? „Það vitum við ekki ennþá, þeir hafa ekkert látið uppiskátt um það. Þar með er líka hægt að setja spurningarmerki við afstöðu nokkurra annarra ríkja sem venjulega fylgja þeim opinberlega, annarra Austur-Evrópuríkja og nokk- urra þriðja heims ríkja, en þetta er ekki stór hópur.“ Heldurðu að meðhöndlun þín á deilumálunum vegna Kortsnoj fjölskyld- unnar rýri möguleika þína á að ná kjöri? „Ég efast um að svo sé. Ég held að flestum sé ljóst að þar var ekki tilgangurinn að gefa einum eða neinum á baukinn, heldur eingöngu að hreinsa andrúmsloftið innan skákhreyfmgarinn- ar. Það má þó e.t.v. ætla að hinir frambjóðendurnir reyni eitthvað að spila á þetta mál, telja að það gefi þeim möguleika. En ég held að það hafi ekki mikil áhrif." Hafa mörg ríki bæst við í FIDE þau ár sem þú hefur setið í forsetastól? „Það hefur nú ekki verið lögð nein sérstök áhersla á það af minni hálfu. Ég hef viljað vinna frekar að því að efla þau sambönd sem fyrir voru innan sam- bandsins, og voru kannske mjög veik, heldur en að safna inn skáksamböndum sem hefðu lítinn grundvöll til að starfa. Það hafa raunar bæst um fimmtán skáksambönd við síðan ég tók við forsetaembætti. Nú eru um 120 lönd innan FIDE svo að þetta er farið að slaga hátt upp í Sameinuðu þjóðirnar. Skipulag FIDE og lög hafa líka tekið margt upp eftir skipulagi þeirra." Helsti aðstoðarmaður Friðriks ytra eða kosningastjóri, verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, en af hálfu Skáksambands íslands situr FIDE þingið Gunna'r Gunnarsson. JGK MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER Fréttir Sjónvarps - og símabilanir vegna fárviðris norðan - og austanlands ■ Vitlaust veður gekk yfir Norður - og Austuriand í gær. Símasambandslaust varð við Siglufjörð, Fljót og Grímsey vegna bilunar á radíósam- bandi og höfðu menn seint í gærkvöld ekki treyst sér út veðurhaminn til viðgerða. Var því búist við sambandsleysi a.m.k. fram eftir nóttu. Snjó- flóð féll á veginn um Ólafs- fjarðarmúla í Bríkargili og brutust björgunarmenn frá staðnum til aðstoðar mönnum sem fastir voru hinum megin við flóðið, en þeir voru þá búnir að berjast áfram í ófærð frá Dalvík. Á Austurlandi var sjón- varpslaust í allt gærkvöld vegna bilunar á sendi á Gagnheiði. Fjórir viðgerðar- menn lögðu á stað kl. 16.00 og voru að koma að Egilsstöðum aftur um kl. 23.00 í gærkvöldi án þess aðkomast hálfa leið upp á Gagnheiði vegna gífur- legs hvassviðris og snjókomu. Einnig höfðum við fréttir aí því að símasambandslaust hafi verið við Bakkafjörð og víðai á N-Austurlandi í gær svo og á Höfn í Homafirði. Ekki hafði Slysavamarfélag- ið haft spurnir af neinum alvarlegum óhöppum eða slys- um er samband var haft þangað seint í gærkvöldi, utan það sem sagt er frá annarsstað- ar í blaðinu. - HEI Blaðburðarbörn óskast- Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Hjallavegur * Langholtsvegur Melar. Grenimelur Laufásvegur Sími: 86300 dropar Von verkalýðsins ■ Þeir sem hlýddu á útvarps- umræður þingmanna að lokn- um flutningi Gunnars Thor- oddsen forsætisráðherra á stefnuræðu sinni, fyUtust bjart- sýni mikilli fyrir hönd hins íslenska, kúgaða og arðrænda verkalýðs, er þeir hlýddu á mál formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Geirs Hallgrimssonar. Á- stæða þessarar miklu bjartsýni er sú, að ef marka má mál foringjans úr Valhöll, þá hefur íslenskur verkalýður cignast enn einn foringjann, sem hyggst berjast með kjafti, og væntanlega klóm einnig gegn kjaraskerðingum þeim sem ríkisstjórnin hefur boðað. Hann á eflaust eftir að sóma sér vel í flokki með öðrum hetjum verkalýðsins, eins og þeirra Gvendar Jaka og Vimma. Góð nýting á „Hrauninu“ ■ Plötuútgáfa fangahljóm- sveitarinnar Fjötra frá Litla Hrauni hefur vakið þjóðar- athygli, enda er hér á ferðinni sérstaklega merkilegt framtak sem bæði menn utan rimla og innan eiga heiðurinn af. I tengslum við útgáfu Rimla- rokks, en svo nefnist platan, var haldinn fyrsti blaðamanna- fundur sem fangar boða til á íslandi. Þegar hefur verið greint frá þessum merkilega fundi í Tímanum, en er blaðamenn vildi komast út af „Hrauninu“ að fundinum loknum þá var að sjálfsögðu allt rammlæst. Einn fangavarð- anna brá þó skjótt við og hljóp út í nístingskuldann og næð- inginn og hleypti fulltrúum pressunnar út. Varð þá hinum orðheppna „bárujárns- rokkara", Sigurði Sverrissyni, blaðamanni á Morgunblaðinu >Sm?KKlás\ \ I e'<l« , JX 'Ví* 1/ að orði við fangavörðinn: „Þið trekkið ekki að með svona veðri“. Svaraði vörður lag- anna því að bragði að þeir þyrftu ekkert að kvarta. Nýt- ingin væri nógu góð. Krummi ... ...sér að nafni hans hjá sjónvarpinu hefur greinilega fullgilt „skáldaleyfi“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.