Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 1
Flugstöð í kraumandi skuldasúpu - bls. 9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 28. okt. 1982 245. tbl. - 66. árgangur. 86300 - Kvöl uauuai oooo 7 og 86392 Erlent yflrllt: Bodström vekur athygli — bls. 7 > Hrossa- þjófar — bls. 2 Töfra- f lautan -bls. 10-11 Fjala- kötturinn — bls. 19 Nidurstaða Félagsdóms: UPPSOGN BOKAGERÐAR- MANNA DÆMD ÓLÖGLEG — Mega ekki skerdingin ¦ Uppsögn bókagerðarmanna á kaupliðum kjarasamninga þeirra og vinnuveitenda hefur verið dæmd ógild. Það var Félag íslenska prent- iðnaðarins sem kærði Félag bókagerð- armanna fyrir Félagsdómi og féll dómurinn í gær. Varð niðurstaðan sú að uppsögnin hefði verið ólögmæt og hún því dæmd ógild. Bókagerðarmenn sögðu upp kaup- segja upp samníngum fyrr en vísitölu- er komin til f ramkvæmda liðum samninganna frá og með 1. október sl. með mánaðar fyrirvara um verkfall, er fréttist um þau áform stjórnvalda að skerða vísitöluuppbót launa með bráðabirgðalögunum 1. desember næstkomandi. Þessu mót- mælti Félag íslenska prentiðnaðarins og skaut málinu til Félagsdóms, þar sem það var dómtekið 28. september sl. Málflutningur fór síðan fram í þessum mánuði. - Ég get lítið tjáð mig um þetta mál nú, enda dómur nýuppkveðinn, sagði Þórarinn Viðar hjá Vinnuveitenda- sambandinu, sem farið hefur með mál þetta fyrir hönd VSÍ, í samtali við Tímann. Þórarinn sagði þó að það væru ákveðnar lyktir á þessu máli og að Félagsdómur hefði greinilega fallist á þá röksemdafærslu vinnuveitenda að ekki væri hægt að segja upp samning- um vegna ákvæða sem enn væru ekki gengin í gildi. Svanur Jóhannesson ritari Félags bókagerðarmanna hafði ekki heyrt niðurstöður dómsins er Tíminn hafði samband við hann, en sagði að gott væri að hrein lausn hefði fengist á þessu máli. Aðspurður sagði Svanur að félagsfundur í Félagi bókagerðar- manna yrði boðaður innan skamms og þar yrði þetta mál tekið fyrir. -ESE 7 ~*Si*0 \ ¦ Þessi myiid var tekin í gærkveldi á sjúkrahúsinu í KeflavA. Lengst til vinstri er Jón Jóhannesson, sem bjargaði drengnum úr höfninni, ^K^tó hliðina stendur Jóhannes Jóhannesson faðir hans «em blés lífi í dótturson sinn7tIngiþór liggur í, ( rúminu og hægra megin við það stendur Sigurgtsii Ketilsson faðir hans. Tímamynd: Ella ¦mm.-m •.:,.... ,. l i :k.. Tvítugur KefIvíkingur vinnur afrek í höfninni í Keflavfk: BJARGAÐI FIMM ÁRA DRENG FRA DRUKKNUN ¦ „Ég er auðvitað mjög þakklárur og glaður að frændi niiiin litli skuli lifa," sagði Jón Jóhannesson, tvitugur Keflvikingur í riðtali við Tímann , en Jón vann það afrek í gær að bjarga finiin ára gömlum systursyni sínum Ingaþór Arnarí Sigurgíslasyni úr höfninni í Keflavík, og faðir Jóns, Jóhannes Jóhannesson blés síðan Ufi í dórturson sinn. „Ingiþór frændi minn var ásamt vini sínum að leika sér á bryggjunni og við pabbi stóðum fyrir utan fiskhúsið og vorum reyndar að fara burt," sagði Jón, „þegar vinur Ingaþórs kom vælandi upp bryggjuna og ég spurði hvað amaði að. Hann sagði mér að Ingi hefði dottið (sjóinn og við pabbi hlupum báðir af stað. Ég sá þar sem kollurinn á Ingaþór maraði í hálfu kafi og henti mér í sjóinn á eftir honum. Ég þurfti ekki að taka nema örfá sundtök þá náði ég til hans, en þá var hann alveg meðvitundarlaus, og kom honum í fjöru, þar sem pabbi tók við honum og lífgaði hann við með aðstoð Guðna Ingimundar- sonar úr Garðinum. Ingiþór var síðan fluttur á sjúkrahúsið hér (Keflavík, þar sem hann verður í nótt, en ég held að honum hafi ekki orðið meint af volkinu." Jón var því spurður hvernig kuldinn í sjónum hefði farið með hann sjálfan og sagði hann þá; „Það var auðvitað geysilega kalt, en maður hugsaði ekkert um það á meðan á þessu stóð. Það var ekki fyrr en eftir á sem ég áttaði mig á kuldanum, en hann skiptir auðvitað engu máli, þegar svona vel hefur tekist til." - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.