Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 > Umsjón: B.St. og K.L. Afram ■ Gobis er 14 ára fíll, Ingvar leggur alla krafta og hann hefur alveg í að yta fósturbarni sínu ofboðslega onatarlvst. inn í svefnhúsiA að lok- inni kvöldmáltíð. Kvöld- Dýraverðirnir í dýra- máltíðin var ekkert smá- garöinum á Skansinum í ræði, en hún innihélt 20 Stokkhólmi segja að kg. af heyi, 12 kg af hann Gobis .,éti eins og höfrum, 50 kg káF, 15 kg fíll“, sem auðvitað er gulrætur, 20 kg. banan- eðliiegt. Sá sem er fóstri ar og 75 lítra af vatni hans. Ingvar Nylund. á drakk Gobis með rnáltíð- stundum í erfiðleikum inni. Enda komst hann með að fá hann til að varla inn um hliðiö í hætta að borða, og hér á svefnstað sinn, svo Ing- myndinni sjáum við hvar varvttiaföllumkröftum. HEIMSMEISTARI f LOFTFIMLEIKUM ■ Isabella Enoch er loftfim- leikastjarna í fjöllcikahúsi, sem rekið er af fjölskyldu hennar. Ættfólk Isabellu hefur um 400 ár starfað sem fjölleika- fólk af ýmsu tagi. Isabella Enoch tók þátt í samkeppni sirkus-listamanna í París árið 1980 og þá varð hún heims- meistari í einmennings-sýn- ingu í loftfimleikatækjum, svo sem rólum, hringjum og jafn- vægisæfingum í háloftum. Þá streymdu til hennar tilboð frá hringleikahúsum víðs vegar að úr heiminum, en hún neitaði. Isabella sagðist vera vön að vinna með sínu fólki, og hún hefði því ekki áhuga á að breyta til. Hún ferðast með fjölskylduhring- leikhúsinu á sumrin, aðallega í Danmörku og nágrannalönd- unum. Á vetrum starfar fjöl- skyldusirkusinn ekki og þá tekur Isabella stundum ýmsum tilboðum um skamman tíma. Hún hefur sýnt í Kanada og Mexikó og víðar vestan hafs. Þegar vorar heldur hún aHtaf heim til Danmerkur, þar sem þau byrja svo sýningar sumars- ins. Isabella Enoch er 21 árs, og hún hefur verið við sýningar- störf frá því hún var fimm ára, en þá byrjaði hún að sýna loftfimleika með öðrum fyrst, en síðan á eigin spýtur. ■ Isabella í perlusaumuðum sýningarfötum að búa sig undir að sveifla sér í loftinu svo sýningargestir standa á önd- inni af spenningi. Hrossa- þjófar vaða uppi í Engiandi ■ „Einhver varð að gera eitthvað í þessu máli, svo ég ákvað að taka forustu í því að vinna gegn hinum svívirðilegu hrossaþjófum, sem að undan- förnu hafa vaðið uppi í Bretlandi.“ Þetta voru orð Gill Golding, sem hélt blaða- mannafund til að kynna áhuga- mál sitt, en það er að komast fyrir hestaþjófnaði sem eru greinilega vel skipulagðir og framkvæmdir af glæpahring- um. Debbie Golding, dóttir Gill, átti fallegan reiðhest, sem hét Ballymoss, en honum var stolið að næturlagi í marsmán- uði 1980 úr hesthúsi við heimili þeirra. Hans hcfur verið leitað mikið, og þegar það komst upp, að hestaþjófarnir hefðu líklega flutt hann ásamt öðrum stolnum hestum til írlands, varð Debbie miður sín af söknuði. En mamma hennar gerði þá það heit, að hún skyldi standa fyrir því, að hestaeigendur reyndu að vinna að því, að koma upp um þjófana. I lögunum er ekki gert ráð fyrir nema þriggja mánaða fangelsi, þótt hesti sé ■ Debbie Golding á Bally moss, gæðingnum sínum, sem hún saknar svo mjög, - en honum var stolið fyrir háifu öðru ári. stolið, svo jafnvel þót.t komist upp um þann, sem hefur hest með sér á brott í leyfisleysi, þá er ekki svo mikið í húfl fyrir hann. Lögin eru gömul, og Gill Golding hefur skrifað til þing- manns síns um þetta, og hestaþjófnaðarmálið hcfur verið tekið upp í breska þinginu. Talsmaður lögreglunnar í þessu máli hefur lýst því yfír, að þetta frumkvæði Gill Gold- ing sé mjög þarft, og nú þurfi að gera gangskör að því að hreinsa til í þessum málum. Ótal kærur streyma nú til lögreglunnar um að hestum hafl vcrið stolið, en áður þótti fólki það varla taka því, að kæra hestaþjófnaði, því svo vonlaust var að nokkuð yrði gert í málinu. Greinilega stendur hesta- þjófunum stuggur af starfi og blaðaskrifum Gill, því að hún hefur fengið margar símahring- ingar og hótanabréf um að hún verði kannski fyrir slysi, og spurt er hvort brunatrygging á húseign hennar sé nú í góðu standi, það geti vel farið svo að kveikt verði í húsinu, - en hún heldur ótrauð áfram starfinu gegn hestaþjófunum. Næst reynir hann örugglega klæðaskápinn sem felustað ■ Hann var óheppinn elsk- hugi, hann Heinrich Schwab í Vínarborg, þegar eiginmaður ástkonu hans kom allt í einu óvænt heim um miðjan dag vegna lasleika. Elskhuginn brást við á hinn sígilda hátt, að grípa fötin sín og skríða nakinn undir rúm. En Wolfgang, eiginmaðurinn sem var sölumaður á ferðalagi flesta daga, notaði nú tækifær- ið að hvíla sig rækilega og ná úr sér lasleikanum. Þrátt fyrir það að Schwab væri í þrengslum undir rúminu þótti honum hyggilegra að rcyna að halda kyrru fyrir og láta ekki á sér kræla, því sölumaðurinn var hinn stærsti og kraftalegasti og þar að auki hafði eiginkonan sagt honum, að eiginmaður sinn væri feikna skapmikill. Þama hýrðist nú aumingja elskhuginn alla nóttina og var alltaf að bíða eftir tækifæri til að sleppa, en maðurinn í rúminu fyrir ofan hann svaf óvært, og áður en varði var kominn morgun. Þá tók ekki betra við, því nú lýsti eigin- maðurinn því yfír, að hann hefði sofíð svo illa um nóttina, að hann ætlaði sér að hvfla sig í rúminu þennan dag, og bað um morgunverð í rúmið, en svo ætlaði hann að reyna að sofna aftur. Allan daginn mátti svo aumingja Schwab þreyja undir rúminu, svangur og illa haldinn og þarfír líkamans sögðu óspart til sín. ■ Hann Schwab taldi klukku- tímana undir rúmi. Þar hýrðist hann í 39 tíma, - til þess eins að vera svo laminn í klessu eftir alla varkárnina. Loks næsta morgun sagðist Wolfgang vera orðinn hress, og dreif sig á fætur, rakaði sig og snyrti. Síðan klæddist hann, kyssti konuna sína bless og fór út úr íbúðinni. Þá - eftir 39 klukkustunda prísund undir rúminu - skreiddist Schwab undan rúm- inu. Á sama augnabliki opnuð- ust dyrnar, og inn kom Wolfgang sölumaður að ná í bíllyklana sína. Schwab hafði glóðurauga á báðum augum, sprungna vör og tvær brotnar tennur, þegar eiginmaðurinn hafði lokið „viðtalinu" við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.