Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 7 erlent yfirlit ■ HINN nýi utanríkisráðherra Svía, Lennart Bodström, hefur þegar vakið á sér athygli. Hann gerði það á eftirminni- legan hátt, þegar hann flutti jómfrúræðu sína í almennum umræðum á þingi Sameinuðu þjóðanna. Henni var strax mótmælt af aðstoðar- sendiherra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, Kenneth Adelman. Einnig mótmæltu sendiherrar Póllands og Tyrklands. Bandaríski fulltrúinn ceiddist vegna þess, sem Bodström hafði sagt um ástandið í Mið-Ameríku. Bodström lét svo ummælt, að fjarstætt væri að halda því fram, að bændur og verkamenn í Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala hefðu risið upp vegna þess, að erlent ríki hefði hvatt þá til þess. Hitt er hins vegar ótvírætt, sagði Bodström, að Bandarík- in styðja í Mið-Ameríku einræðisstjóm- ir, sem riða til falls. Kenneth Adelman lét svo ummælt í svarræðu sinni, að ummæli sænska utanríkisráðherrans um ástandið í Mið- Ameríku hefði bæði verið röng og móðgandi. Síðan lýsti hann undrun sinni yfir því, að ríki eins og Svíþjóð, sem létist bera mannréttindi fyrir brjósti, veitti Víetnam árlega 50 milljónir dollara óendurkræfan styrk, þótt stjórn- arherrarnir í Víetnam bæði kúguðu sitt eigið fólk og gerðu sig seka um stórfelldan yfirgang í Kampútseu og Laos. Bodström svaraði því, að hann hefði ekki verið að gagnrýna Bandaríkin, heldur aðeins verið að segja frá þeim staðreyndum, að ótraustar einræðis- ■ Bodström virðist ætla að verða eftirlætisgoð blaðateiknara. Myndin er úr Dagens Nyheter. Bodström hefur þegar vakið á sér athygli Þrjú ríki mótmæltu jómfrúræðurmi stjómir í Mið-Ameríku misnotuðu sér framlög Bandaríkjanna til að viðhalda kúgun og ófrelsi. f ræðu sinni gagnrýndi Bodström einnig harðlega ofríki og ofbeldi, sem verkalýðssamtök hefðu verið beitt í Póllandi og Tyrklandi. Sendiherrar þessara ríkja mótmæltu strax þessum ummælum. Pólski sendiherrann kvaðst undrast yfir að fulltrúi nágrannaríkis skyldi viðhafa slík ummæli. Þá gagnrýndi Bodström einnig fram- ferði ísraelsmanna í Líbanon. Sendi- herra ísraels lét það kyrrt liggja enda orðinn vanur að heyra slíka gagnrýni, því að nær undantekningarlaust allir þeir, sem þátt tóku í almennu umræðun- um höfðu látið slíka gagnrýni í ljós. Sovétríkin og Suður-Afríka sluppu ekki heldur við gagnrýni Bodströms. Hann átaldi harðlega framferði Rússa í Afganistan. ÞAÐ VAKTI nokkra undrun, þegar Olof Palme tilkynnti, að hann hefði valið Lennart Bodström í utanríkisráð- herraembættið. Ástæðan var einkum sú, að Bodström hefur aldrei verið yfirlýstur flokksbróðir Palmes. Hann gekk fyrst í flokkinn eftir að hann varð ráðherra. Bodström er þó ekki gagnrýndur fyrir þetta. Það hefur verið opinbert leyndar- mál, að hann hefur jafnan kosið sósíaldemókrata. Þá vakti það umtal á síðastliðnu sumri, að Bodström var ákveðið fylgjandi launþegasjóðunum svonefndu, sem var helsta deilumálið í kosningabaráttunni. Þótt menn ættu ekki von á, að Palme skipaði Bodström í embætti utanríkis- ráðherra, hefur það ekki mælzt illa fyrir. Bodström hefur unnið sér mikið álit sem formaður í samtökum opinberra starfs- manna, sem ganga undir skammstöfun- inni TCO. Hann hefur vegna þessa starfs tekið mikinn þátt í alþjóðlegum samtök- um og mótum og unnið sér traust á því sviði. T.d. hefur hann verið einn af fulltrúum sænsku launþegasamtakanna hj á Efta og OECD. Hann hefur þar látið viðskipta- og efnahagsmál til sín taka og mun það ekki sízt ástæðan fyrir því, að utanríkisverzlunin hefur verið lögð undir utanríkisráðuneytið. Þá hefur Bodström tekið mikinn þátt í starfsemi alþjóðlegra verkalýðssam- taka, t.d. Norðurlandasamtakanna og Evrópusamtakanna. Hann hefur um hríð átt sæti í stjórn Alþjóðsambands frjálsra verkalýðssamtaka. ■ Palme og Bodström. BODSTRÖM er 54 ára að aldri, fæddur í Gautaborg 1928. Hann lauk þar háskólaprófi í þjóðfélagsfræðum 1961 og gerðist síðan lektor í þeirri fræðigrein við háskólann. Því starfi gegndi hann þó ekki lengi. Hann gekk í þjónustu TCO og hefur unnið þar síðan, enda hlaut hann þar sívaxandi frama. Árið 1970 var hann kosinn formaður samtakanna. Á síðastliðnu sumri var hann endurkosinn til sex ára. TCO hefur vaxið mest allra sænskra launþegasamtaka í stjómartíð Bod- ströms, enda meiri fjölgun orðið í stétt opinberra starfsmanna en öðrum stétt- um. Bodström hefur þótt reynast traustur stjórnandi, einbeittur, en þó laginn. Hann þykir starfsmaður í bezta lagi. Þeir Bodström og Olof Palme hafa verið góðkunningjar um langt skeið. Líklegt þykir að Pálme hafi valið hann í utanríkisráðherraembættið vegna þess, að skoðanir þeirra fara saman og Palme treysti Bodström öðrum betur til að fylgja þeim fram. Palme mun vafalaust ætla sér að hafa hönd í bagga við mótun utanríkisstefnunnar og það hefur Bod- ström vafalaust gert sér ljóst áður en hann tók við embættinu. Skipun Bodströms í embætti utanrík- isráðherra skapar sósíaldemókrötum visst vandamál. Það er nefnilega alveg óráðið hver eftirmaður hans verður sem formaður TCO. Sósíaldemókratar eru alls ekki vissir um að geta ráðið því. Fyrir þá væri það nokkurt áfall, ef valið félli á mann, sem heyrði til einhverjum borgaralegu flokkanna. Ef til vill verður reynt að leita að manni, sem allir flokkar geta sætt sig við, en það gilti um Bodström áður en hann gerðist ráð- herra. Meðan Palme var í stjórnarandstöðu lét hann alþjóðamál verulega til sín taka. Hann var. formaður sérstakrar alþjóð- legrar nefndar, sem fyrr á þessu ári skilaði merku áliti um afvopnunarmál. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna fól honum að reyna að koma á sáttum milli íraks og írans. Eflaustlætur hann ekki minna til sín taka á þessu sviði eftir að hann er orðinn forsætisráðherra. Palme og Bodström eiga vafalítið eftir að koma verulega við sögu alþjóðamála næstu árin. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Forstöðukona Ölfushreppur óskar eftir að ráða forstöðukonu við leikskólann í Þorlákshöfn. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 30. okt. n.k. Æskilegt er, að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-3800 og 99-3895. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(566 Laus staða Staða skólastjóra Lelklistarskóla Islands er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla Islands skal skólastjóri „settur eða skipaður af ráðherra til fjögurra ára í senn“ og miðast ráðningartími við 1. júní, en gengið skal frá ráðningu hans fyrir 1. febrúar. „Skólastjóri getur sá einn orðið, sem öðlast hefur menntun og reynslu I leiklistarstörfum". Laun samkvæmt launakerfi rlkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 10. desember n.k. Menntamálaráðuneytið 25. október 1982 Við köllum hann Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki f notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæðið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. _ rm H "SM S ^/^.. VÉLAVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 TYLLISTÓLINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.