Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gfslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjórl: Slgurður Ðrynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Friðrik Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason(fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnsr Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasatn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Niðurtalningin ■ í ræöu, sem Halldór Ásgrímsson flutti í útvarpsumræðunum frá Alþingi síðastl. mánudags- kvöld, vék hann í upphafi að orsökum þess, að niðurtalningarstéfnan hefði ekki ekki borið þann árangur, sem til var ætlazt. Halldór Ásgrímsson sagði: „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, hafði niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins fengið mikinn hljómgrunn. Ríkisstjórnin var mynduð eftir langa stjórnarkreppu og setti hún sér það mark að hefta verðbólguna í áföngum, án þess þó að lögbinda aðgerðirnar í upphafi tímabilsins. Fara átti leið samninga og samkomulags og grípa inn í þegar það teldist nauðsynlegt. Því verður ekki neitað, að við framsóknarmenn erum óánægðir með að ekki hefur náðst meiri árangur en raun ber vitni. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Áhrif hagsmunahópa í þjóðfélaginu eru öflug. Hinir ýmsu hópar hafa mikinn metnað fyrir hönd umbjóðenda sinna svo oft sjást þeir ekki fyrir. Þessi sami metnaður hefur í reynd stórlega dregið úr möguleikum ríkisstjórnar til virkrar hagstjórnar. í nafni þröngra sérhagsmuna er haldið uppi baráttu undir ýmsum kjörorðum, eins og um aukin ríkisútgjöld, lægri skatta, lægri útlánsvexti, hærri innlánsvexti og jafnvel á tímum samdráttar í þjóðartekjum krefjast menn hærri launa og minni verðbólgu, sem í raun þýðir meiri skuldir og aukna verðbólgu. Því skulum við gera okkur ljóst að lífskjör, sem haldið er uppi með taprekstri og erlendri skuldasöfnun, eru skaðleg stundarblekking, sem mun leiða til enn meiri erfiðleika í framtíðinni. Vegna þeirrar stöðu, sem nú hefur verið lýst og þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lögbinda ekki ákveðin þrep í niðurtalningunni reyndist nauðsynlegt að ganga til langvinnra samninga um sérhvert skref í baráttunni við verðbólguna. Þetta reyndist seinvirk leið og höfum við framsóknarmenn ekki dregið dul á óánægju okkar um framvindu mála, enda þótt segja megi að skilningur hafi farið vaxandi hjá samstarfsmönnum okkar í ríkisstjórn.“ Tvær leiðir Halldór Ásgrímsson vék síðar í ræðu sinni að leiðum til að ráða niðurlögum verðbólgu: „Ef ráða á niðurlögum verðbólgu eru aðeins tvær meginleiðir: Sú fyrri byggist á niðurtalningu, sem verður að vera í markvissum og undanbragðalausum skrefum í stað tímafreks samningaþófs, sem sýnt hefur að leiðir ekki til viðunandi niðurstöðu. Ég vil taka sérstaklega fram, að í ljósi reynslunnar er það mín skoðun að aðgerðir til niðurtalningar verðbólgu verði að lögbinda, eigi að ná tilætluðum árangri í baráttu gegn henni. Síðari meginleiðin er leiftursókn, sem lands- fræg er orðin og miðar að því að ná sem mestum árangri í einu vetfangi án tillits til annarra áhrifa, þar á meðal á atvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn mun reyna að segja að niðurtalningin hafi verið reynd, og ekki skilað nægilegum árangri. Því verði að reyna nýja, bragðbætta leiftursókn. Ég vara við slíkri stefnu. Verum þess minnug, að við höfum þrátt fyrir allt fetað okkur áfram, og minnumst þess einnig að í þjóðfélagi okkar, sem var komið á ystu nöf þjóðfélagsátaka árið 1978, gætir nú á ný aukins skilnings og samstarfsvilja. Áframhaldið verður að byggja á þeim grunni, en með meiri festu. Leiftursókn mun kollvarpa þessum grundvelli og leiða til átaka og skilningsleysis. Ekki er að efa að böl atvinnuleys- isins mun einnig eitra andrúmsloftið í þjóðfélag- inu.“ Þ.Þ. borgarmál Fyrrverandi meiri- hluti hélt með festu á fjármálum borgarinn- ar og skilaði góðu búi eftir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa ■ Úttekt sú, sem gerð var á fjárhags- stöðu Reykjavíkurborgar hinn 30. júní 1978, beindist fyrst og fremst að því að gera reikningsskil fyrir borgarsjóð og fyrirtæki hans fyrir sex fyrstu mánuði ársins 1978 með hliðstæðum hætti og ársreikningur hafði verið gerður undan- farandi ár. Þannig var um að ræða rekstraryfirlit og eignabreytingayfirlit frá 1. janúar til 30. júní og efnahagsyf- irlit miðað við 30. júní. Úttekt sú á fjárhagsstöðu Reykjavík- urborgar, sem nú liggur fyrir, er einnig miðuð við 30. júní og sýnir rekstrar- og eignabreytingayfirlit frá 1. janúar og efnahagsyfirlit miðað við 30. júní. í greinargerðinni nú er þessu til viðbótar gerður allýtarlegur samanburð- ur á stöðunni 30. júní 1978 og 30. júní 1982 og fjallar 5. kafli greinargerðarinn- ar um þann samanburð. Við uppgjör á stofnun eins og borgarsjóði á miðju ári hljóta að koma upp mörg álitamál, þótt reynt sé að nota sömu mælikvarða. Margt kann að hafa breyst milli áranna 1978 og 1982, sem haft hefur áhrif á niðurstöðuna. Vægi einstakra tekjustofna hefur t.d. breyst og þar með greiðslur gjalda innan ársins. Veltufjárstaðan Hinn 1. júlí sl. var reikningur borgarsjóðs og fyrirtækja ársins 1981 samþykktur með 19 atkvæðum í borgar- stjórninni. Engum borgarfulltrúa ætti því að vera ókunnugt um hvernig fjárhagsstaða borgarinnar var um sl. áramót. Þá var veltufjárhlutfallið 1.65 og skuld á hlaupareikningi borgarsjóðs í Landsbankanum 16 millj. Sex mánuðum síðar eða hinn 30. júní var veltufjárhlutfallið komið upp í 1.83 og inneign í Landsbankanum rúmar 40 millj. kr.. Þannig fór fjárhagsstaðan batnandi á fyrra helmingi þessa árs sé veltufjárhlutfallið notað sem mæli- kvarði. Dæmið lítur þannig út sé miðað við fyrri helming áranna 1978 og 1982: Veltufjárhlutfallið var 2,58 31/12 1978 1,65 31/12 1982 2,30 30/06 1978 1,83 30/06 1982 Versnaðum0,18 Batnað um 0,22 Borgarstjóri hefur gert sér mat úr því að veltufjárhlutfallið nú er lægra en 1978 eða 1.83 á móti 2.30. Ólafur Nílsson segir um veltufjárstöðuna að hún verði að teljast viðunandi. Veltufjárhlutfallið segir að sjálfsögðu ekki alla söguna um stöðuna hverju sinni, þótt oft sé við þær miðað. Góð greiðslustaða Þrátt fyrir lægra veltufjárhlutfall núna en um mitt ár 1978 fullyrði ég að greiðslustaða borgarsjóðs er mun betri nú en þá og hefur verið allt þetta ár. í skýrslunni kemur fram, að handbært fé borgarsjóðs hinn 30. júní sl. var 63.4 millj. kr., en handbært fé er að sjálfsögðu sá þáttur í veltufjármunum, sem mestu máli skiptir. Útistandandi kröfur innheimtast oft illa eins og alkunna er. Handbært fé var nánast ekkert 30. júní 1978. Veltufjármunirnir voru þá næstum eingöngu óinnheimt gjöld og inneignir hjá opinberum aðilum. Hinn 30. júní 1978 var skuld á hlaupareikningi borgarsjóðs í Landsbanka 3.7 millj. kr. sem svarar til 19 millj. króna núna. Hinn 30. júní á þessu ári var innstæða í Landsbankanum 40.3 milljónir króna. Þarna er mismunur er nemur tæpum 60 millj. Segjum sem svo að þessar 40.3 milljónir hefðu verið notaðar til að greiða niður skammtímaorkulán og hlaupareikningurinn staðið á sléttu 30. júní, þá hefði veltufjárhlutfallið orðið 2.13 ístað 1.83. Ef þeir veltufjármunir og skammtíma- skuldir, sem voru til staðar 30. júní 1978, væru reiknaðir til verðlags í dag og mismunurinn á þeim og mismuninum á veltufjármunum og skammtímaskuldum 30. júní 1982 hefði verið notaður til að greiða skammtímaskuldir, þá hefði veltufjárhlutfallið orðið 2.30 hinn 30. júní sl. Jafnvel ágæt fasteignakaup eins og kaupin á Pósthússtræti 9 gera veltufjár- stöðuna lakari. Með þeim húsakaupum jukust skammtímaskuldir og þar með lækkaði veltufjárhlutfallið. Samt eru þessi húsakaup að mínum dómi ágæt fjárfesting fyrir borgina. Tölum um veltufjárhlutfall verður því að taka með varúð, einkum þegar um uppgjör á miðju ári er að ræða. Mestu máli skiptir auðvitað að greiðslustaða borgarsjóðs var frábær- lega góð 30. júní sl. með 40 miiljóna innistæðu í Landsbankanum og svo hitt á vettvangi dagsins Pólitískt moldviðri vegna bæjarstjóraskipta eftir Skúla Sigurgrímsson, bæjarfulltrúa í Kópavogi ■ Að loknum sveitarstjórnarkosning- um á s.l. vori hafa sveitarstjórnir um land allt verið að mynda nýja meirihluta til samstarfs innan bæjarstjóma eða endurnýja þá gömlu. Á þessum tíma- mótum, þegar starf liðinna ára er gert upp, eru áætlanir gerðar fyrir næsta fjögurra ára timabil. Eitt er það, sem jafnan vekur nokkra athygli við þessi tímamót, en það er hvort bæjarstjórar er endurráðnir eða nýir menn taka við. Nú hafa talsverðar brevtingar orðið í þessum störfum um land allt. Yfir- leitt þykir þetta eðlilegur hlutur, en í einstaka tilfellum hefur verið blásið upp pólistísku moldviðri um þessi mannaskipti. í lögum um sveitarstjórnir er sérstak- ur kafli um bæjarstjóra, sem síðan er útfærður nánar í bæjarmálasamþykkt- um. Lögin ákveða þeim ráðningartíma, sem að jafnaði skal vera hinn sami og kjörtimabil bæjarstjórnar. Hafi bæjar- stjóri verið ráðinn til lengri tíma skal þó hvorum aðila heimilt, að kjörtímabilinu loknu, að segja ráðningarsamningi upp, með 6 mánaða fyrirvara. Nú mun það svo, þegar bæjarstjórum er sagt upp störfum, að þeir hætta samstundis, en fá greidd laun í 6 mánuði. Svo er það að minnsta kosti hér í Kópavogi. í framkvæmj hafa menn ekki talið sér heimilt að ráða mann til skemmri tíma en kjörtímabils, þcgar ráðning fer fram við upphaf þess. Síðan segja lögin orðrétt: „Nú næst eigi meiri hluti bæjarstjórnar fyrir ráðningu bæjar- stjóra, svo hann er í andstöðu við meiri hluta bæjarstjórnar, og getur þá ráð- herra ákveðið að, bæjarstjórnarkosn- ingar skuli fara fram á ný.“ Sérstaða bæjarstjóra Bæjarstjórar hafa þannig sérstaka stöðu í hinu íslenska stjórnkerfi. Þeir eru ekki kosnir beint af almenningi heldur af bæjarstjórn og er staða þeirra þannig greinilega miklu frekar hliðstæð bæjarfulltrúum. Bæjarstjóri er pólitísk- ur framkvæmdastjóri hins ráðandi meirihluta í bæjarstjórn, höfuð em- bættismanna og aðalverkstjóri þeirra. Enn hefur ekki náð hingað sú þróun, sem fyrir löngu hefur rutt sér til rúms annars staðar á Norðurlöndunum, að bæjarfulltrúar taka að sér framkvæmda- stjórn fyrir hinum ýmsu málaflokkum bæjarkerfisins. Það þykir sjálfsagt hér á landi, að ■ Skúli Sigurgrímsson. þingmenn taki að sér ráðherrastöður til að veita forstöðu hinum ýmsu mála- flokkum rfkisins fyrir hönd hins ráðandi meirihluta á Alþingi. Hér ráða bæjar- fulltrúar hins vegar „embættismenn“ til að gegna fyrir sig framkvæmdastjórn fyrir málaflokkum bæjarkerfisins og er bæjarstjóri að sjálfsögðu höfuð þeirra. Til samans eru embættismennirnir andlit meirihlutans gagnvart bæjarbúum, fylgja eftir samþykktum og ákvörðunum hans. Því er það, að þegar kosið er til bæjarstjórnar, er að verulegu leyti kosið um hvernig bæjarstjóra hefur til tekist með rekstur bæjarins, samskipti sín við bæjarbúa og framkvæmd samþykkta og ákvarðana bæjarfulltrúa. Störf hans eru þannig óbeint lögð undir dóm kjósenda. Eins og þetta er í pottinn búið er það regin f tnjsskilningur, að bæjarstarfs- menn almennt eigi möguleika á að hafa áhrif á hvaða mann ríkjandi meirihluti ræður sér sem framkvæmdastjóra nema í gegnum atkvæðisrétt sinn f kosningum. Þeir geta það ekki fremur en starfsmenn ráðuneytanna geta haft áhrif á hvaða þingmaður velst til að gegna embætti ráðherra. Bæjarstjóri er á engan hátt sambærilegur æviráðnum ríkis og bæjar- starfsmönnum. Miklu frekar er staða hans sambærileg bæjarfulltrúum og ráðning hans bundin við kjörtímabil þeirra. Pólitískt moldviðri Að sjálfsögðu tekst mönnum mis- jafnlega að valdá hinu víðamikla, erfiða og viðkvæma embætti bæjarstjóra. Ýmsar ástæður geta legið til þess að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.