Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 ■ Borgarráð. að fjárhagur borgarsjóðs almennt er mjög traustur. Varðandi samanburð milli fyrstu 6 mánaða áranna 1978 og 1982 er sláandi, að 1978 var yfirdráttarskuld alla mánuð- ina en 1982 innstæða á hlaupareikningi alla mánuðina nema þann fyrsta. Það er alls ekki sama að eiga 40 milljón króna innstæðu í banka eða skulda 19 milljónir. Það er því allt annað að taka við 1. júlí 1982 en 1. júlí 1978. Skuldir Eðlilegt hlýtur að vera að bera heildarskuldir á hverjum tíma saman við heildartekjurnar. Sé það hlutfall óbreytt frá einu ári til annars, þótt tölurnar hækki, eykst greiðslubyrðin ekki. í skýrslunni kemur fram að séu árin 1977 og 1981 borin saman kemur í Ijós að 1977 voru heildarskuldir 20.6% af tekjum þessa árs, en 1981 voru þær 19.9%. Þannig hafði greiðslubyrði vegna skulda lækkað sl. 4 ár. Við tölurnar 1981 verður hins vegar manni tekst ekki svo til í starfi sínu, sem til er ætlast. Slík tilvik eru ekki bundin við þetta embætti, þau gerast allt í kringum okkur í þjóðfélaginu og þykja ekki tiltökumál. Þá eru menn ekki á réttri hillu eins og sagt er. Fjölmargar ástæður geta legið til þess að svo fer og breytir engu, þótt um sé að ræða góðan dreng og vel menntaðan. Það þarf enginn að áfellast mann, þótt svo fari, né lá þeim bæjarfulltrúum sem þá vel vilja skipta um mann. Það er hins vegar hinn mesti óþverraskapur að nota sér slík tilvik til að þyrla upp pólitísku moldviðri um þessháttar mannaskipti eins og gerðist hér í Kópavogi. Það er gert til þess eins að koma höggi á pólitíska andstæðinga, en hittir hins vegar fyrir þá sem síst skyldi, þ.e. þann sem látinn er vikja og fjölskyldu hans. Stjórnmálamenn ganga að því sem gefnu, þegar þeir gefa sig að þeim starfa, að þeir fái marga glennuna frá andstæð- ingunum. Almenningur á von á því og tekur ekki alvarlega. Það er háttur stjómmála. Sá sem látinn er víkja úr embætti, þarf ýmislegs annars við en að reynt sé að gera hann að píslarvotti með brambolti og látum. Afleiðingin er einfaldlega sú að almenningsálitið dæm- ir hann. Honum og fjölskyldu hans er bölvun ein að þessum látum. Hér er því 'verið að troða; á fólki í þeim tilgangi einum og koma höggi á pólitíska andstæðinga. Bæjarfulltrúar meirihlutans stóðu einhuga að því að breyta til, þrátt fyrir einstaka yfirlýsingar sumra stuðnings- manna þeirra um annað. Sjálfstæðis- menn áttu þess kost að styðja fyrrver- andi bæjarstjóra til áframhaldandi starfs með atkvæðum sínum, en gerðu það ekki. Stuðningur þeirra náði ekki svo langt. Þeir beittu offorsi og ósanninda- vaðli í málflutningi sínum gegn meiri- hlutanum, andstæðingum sínum og bæjarstjórinn fyrrverandi var einn þeirra, þótt þeir þættust vera að taka upp hanskann fyrir hann. að gera þá athugasemd, að þar eru taldar með skuldir sem áður töldust til Byggingarsjóðs borgarinnar. Samanburðurinn er því í raun mun hagstæðari fyrir þá, sem með fjármál borgarinnar fóru á síðasta kjörtímabili. Inn í stöðu borgarsjóðs blandast að sjálfsögðu versnandi staða þeirra fyrir- tækja sem eiga undir högg að sækja með gjaldskrárhækkanir. Þannig skulda strætisvagnarnir borgarsjóði 4 millj. og rafmagnsveitan 5.4 millj. hinn 30/6 sl. Vatnsveitan á hins vegar jafnan inneign hjá borgarsjóði fyrri hluta árs. Það er föst regla. Inneign húsatrygginga er einnig árviss þótt hún sé með hæsta móti nú. Bætt eftirlit með innheimtu Sjálfstæðismenn gera mikið úr því að tekjur borgarsjóðs hafi hækkað umfram verðbólgu á sl. 4 árum. Vissulega hafa þær hækkað nokkuð. Bæði vegna hækkunar á gjaldstuðlum og einnig sökum þess að betra skipulagi var komið á varðandi álagningu og eftirlit með fasteignasköttum. Hins vegar ætti ekki að gleymast að þessi ár hefur verðbólgan verið meiri en oftast áður og farið vaxandi þannig að kaupgeta teknanna hefur stöðugt verið minni þegar þær innheimtust en þegar gjöldin voru lögð á. Því fer þó víðsfjarri að auknar tekjur borgarsjóðs á undanförnum árum hafi horfið í verðbólguna, þótt hún hafi að vísu tekið sinn toll. Á síðasta kjörtíma- bili voru reistar og tóku til starfa fjölmargar nýjar stofnanir sem vitanlega þurftu fjármagn til rekstrar auk stofn- kostnaðar. Nýjar stofnanir Þessu gleyma þeir sjálfstæðismenn í málflutningi sínum. Eða hafa þeir fylgst svona illa með því, sem hefur verið að gerast? Hafa þeir ekki tekið eftir tveimur nýjum skólabyggingum í Breið- holti II og sundlaugarmannvirkjum í Breiðholti III.? Hafa þeir ekki tekið eftir tveimur nýjum vistheimilum fyrir aldraða, sem tekin voru í notkun á síðasta kjörtíma- bili? Hafa 12 nýjar dagvistarstofnanir, sem reistar hafa verið og teknar í notkun sl. 4 ár virkilega farið framhjá borgar- stjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins hér í borgarstjórn, svo og þrjár æskulýðsmiðstöðvar? Eðlilegt er að þessar og þvílíkar spurningar vakni eftir lestur greinargerð- ar frá borgarstjóra í tilefni af fjárhags- úttektinni og eftir að hafa hlustað á mjög svo óvandaðan málflutning hans í sjónvarpinu í einkaviðtali fyrir skömmu. Þegar greinargerð Ólafs Nílssonar er skoðuð í heild verður úttekt hans að skoðast sem staðfesting á því að fyrrverandi meirihluti hélt með festu á fjármálum borgarsjóðs og skilaði góðu búi í hendur núverandi valdhafa. Grundvöllur að góðri fjármálastjórn er vönduð og raunhæf fjárhagsáætlun. Þær fjórarfjárhagsáætlanir, sem fyrrver- andi meirihluti bar ábyrgð á, voru þannig unnar, að ekki þurfti að hrófla við þeim á fjárhagsárinu. Þetta segir meira en margt annað um fjármálastjórnina, landfari Flugstöð í kraum andi skuldasúpu ■ 1 Mbl. 26. sept. s.I. lætur seðlabankastjóri það álit sitt í ljós, að íslendingar hafi notfært sér hinn greiða aðgang að erlendum lánum á undanförnum árum úr hófi fram. Verði nú hlé á hagvexti, eða jafnvel samdráttur í þjóðarframleiðslu. samfara auknum viðskiptahalla við útlönd, er ljóst, að skuldabyrðin hlýtur að þyngjast mjög á næstunni, segir seðlabankastjóri. Og ennfrem- ur segir hann. „Þessi staða innanlands ásamt háum raunvöxtum og óvissu á erlendum lánamörkuð- um, hlýtur að kalla á róttæka edurskoðun á lántökustefnu fslend- inga.“ Seðlabankastjóri er m.ö.o. þarna að segja, að lengra verði ekki haldið á sömu braut. Skuldasöfnun íslend- inga erlendis er komin úr hófi fram, komin að éndimörkum. Við blasir, að erlendar skuldir íslendinga nemi hvorki meira né minna en heil 45% af þjóðarframleiðslunni í lok ársins, upplýsir seðlabankastjórinn, og er þá greiðslubyrðin í ár af þessari erlendu skuldasúpu talin nema 22% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Nú virðast allir sammála um að þarna verði að spyrna fast við fótum, og takmarka eins og kostur er erlendar lántökur. Ófáar ræðurnar eru haldnar í dag þar sem þessi stjónarmið eru tíunduð. Og þannig er í bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar frá 21. ágúst s.l. líka sérstök áhersla lögð á, að erlendar lántökur verði takmarkaðar til samræmis við markmið um viðskiptajöfnuð. Til að auðvelda þetta enn frekar, er í þessum sömu lögum meira að segja ákvæði um, að ríkisstjórninni sé heimilt, þar sem ástæða þykir til, að beita sér fyrir frestun á umfangsmikl- um byggingarframkvæmdum opin- berra aðila og fyrirtækja í allt að 18 mánuði. En þrátt fyrir að allir séu svona innilega sammála um, að áframhaldandi skuldasöfnun erlendis dugi hér alls ekki lengur, virðist sá skilningur dvína harla fljótt, og hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar að alvörunni og framkvæmdinni kemur. Gleggsta dæmi þess er hið margumtalaða „flugstöðvarmál." Ekki ætti að þurfa neinn hagfræðiprófessor til að sjá og skilja ósamræmið í því, að takmarka erlendar lántökur til samræmis við markmið um viðskiptajöfnuð, og minnkun erlendra skulda, á sama tíma og ráðist yrði í byggingu rán- dýrrar flugstöðvar, fyrir tugi milljóna bandaríkjadala, og þá með enn einni erlendu lántökunni að sjálfsögðu. Flugstöðvar, sem sýnt hefur verið fram á, að alveg að ósekju gæti beðið a.m.k. örfá ár í viðbót, úr því sem komið er, þó ekki væri nema bara á meðan séð verður, hvernig þjóðinni reiðir af í þeim miklu efnahagsþreng- ingum, sem að henni steðja í dag. Þar að auki myndi slík frestun á flugstöðvarframkvæmd styrkja þann sparnaðarmóral, sem svo mjög er nauðsynlegur meðal þjóðarinnar í dag, ef stjórnvöldum eiga að takast þau áform í efnahagsmálum, sem þau hafa einsett sér. Á sama hátt myndi þessi flugstöðvarframkvæmd nú, örugglega valda miklu sálrænu áfalli í þeim efnum, einmitt á þeim tíma sem krafist er af þjóðinni ráðdeildarsemi, sparnaðar og hóg- værðar í kröfugerð, og það margtíundað fyrir henni, að nú sé komið að endimörkum erlendrar skuldasöfnunar, svo framarlega sem þjóðin kjósi efnahagslegt sjálfstæði. Menn hljóta þess vegna að sjá, að með þessari flugstöðvarframkvæmd nú, erum við enn einu sinni farnir að þykjast stærri en við erum, þykjast hafa efni á að framkvæma hluti langt umfram það sem við raunverulega höfum efni á. Því er það mjög ánægjulegt, þegar jáfn ábyrgur stjórnmálaleiðtogi og formaður Framsóknarflokksins, lýsir því yfir í blaðaviðtali fyrir skömmu, að æskilegt sé að hafa flugstöðina minni, og að byggingu hennar verði frestað, þar til efnahagsástæður eru betri. „Eins og ástandið er núna, sé ég ekki hvernig við eigum að geta komið meiri erlendum lántökum við, segir Steingrímur Hermannsson, í nefndu blaðaviðtali. Tilefni þessa viðtals í Þjóðviljanum var sú ályktun sem Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Vestfjörðum samþykkti nýlega, þess efnis, að fresta skyldi byggingu flugstöðvar vegna efna- hagslegra áfalla. í þessari ályktun kjördæmisþingsins kemur einnig fram sú skoðun, að meðan svo margt er ógert í samgöngumálum innan lands, sé ekki verjandi, að ráðast í svo stóra og fjárfreka framkvæmd sem byggingu flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Virðist ssm þessi skoðun vestfirskra Framsóknar- manna á flugstöðvarmálinu höfði til almennrar skoðunar Framsóknar- manna í dag, og nægir þar t.d. að benda á ummæli sem höfð eru eftir ■ formanni þingflokks Framsóknar- flokksins í Mbl. 26. sept. sl. þar sem hann segir, að þessi flugstöðvarbygg- ing sem um hefði verið rætt, væri of stór að sínu mati, og margt annað væri ógert í landinu, sem skorti fé til. í þessu sambandi er freistandi fyrir íbúa afskekktrar byggðar að vekja athygli á því hvernig samgöngumál- um heils landshluta eins og t.d. Vestfjarða er háttað. Mikill hluti vegakerfisins þar er í algjörum ólestri 6-7 mánuði á ári, t.d. vegna snjóa og aurbleytu, þó mikið hafi áunnist í þeim efnum undanfarin ár. Þetta ófremdarástand hafa Vestfirð- ingar þurft að gera sér að góðu, og raunar í mörgu öðru á sviði búsetumála, og sjá ekki fram á nein snögg umskipti til betri vegar í þeim efnum á næstunni, allra síst ef satt reynist, að næstu fjárlög beri keim kreppufjárlaga. Ömurlegt ástand flugvalla víða um land, og allt það mikla öryggisleysi sem því fylgir fyrir stóran hluta þjóðarinnar, bætir hér heldur ekki úr skák. Því er það ekki nema von, að Vestfirðingum, sem og öðrum þeim, sem telja sig hafa verið mjög afskipta í fjárframlögum þess opinbera, gremjist, þegar forsvars- menn stjórnarandstöðunnar ætla sér að blása í herlúðra til handaupprétt- inga á Alþingi fyrir marmarasleginni flugstöð. Engu er líkara, en að þetta hjartfólgna flugstöðvarmál stjórnar- andstöðunnar sé það eina, sem hún hefur fram að færa til lausnar aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum {slendinga og kraumandi erlendri skuldasúpu. Svo mikið er óðagotið, svo mikið er hið algjöra skilnings- ileysi hennar á högum fólksins í landinu og efnahagsástandi þjóðar- innar í dag. Utanríkisráðherra hefur nú tekist að fá fjárveitingu frá Bandaríkja- þingi til flugstöðvar áKeflavíkurflug- velli framlengda um eitt ár, en þessi fjárveiting átti sem kunnugt er að falla niður 1. október s.l. Þarna ætti að vera fólginn grundvöllur til viðtæks samkomulags um, að ákvarðanatöku um byggingu flug- stöðvar yrði frestað a.m.k. fram yfir næstu þingkosningar, sem fram eiga að fara ekki síðar en á næsta ári, og þá áður en að nýframlengd fjárveiting Bandaríkjamanna gengur úr gildi. Á hvorugt sjónarmiðið yrði þá hallað, hvorki það sem tclur erlenda fjárveitingu í íslenska framkvæmd ósamboðna fullvalda og sjálfstæðri þjóð, né hitt sjónarmiðið sem telur hið gagnstæða. Á meðan nýttist hins vegar dýrmætur tími til frekari yfirvegunar í þessu stórmáli, og þá í Ijósi breyttra aðstæðna, þ.á.m. efnahagslegra. í raun má segja, að nýsett bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar ætlist til þess að svo verði að málum staðið, sbr. ákvæðið um frestun á umfangsmikl- um byggingarframkvæmdum opin- berra aðila og fyrirtækja í allt að 18 mánuði, þar sem ástæða þykir til. Það skal þó tekið fram, að þegar þetta er skrifað, er enn allt í óvissu um, hvaða afgreiðslu þessi bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar fá á Alþingi, eða hvort efnt verði til þingkosninga innan skamms. Að framansögðu er ljóst, að sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna, og öll rök hníga að því, að bygging flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli verði slegið á frest, a.m.k. fram yfir næstu þingkosningar. Þar kemur ekki bara til, að jafn mikilvæg ákvörðun og sú, að ljá máls á móttöku erlends fjár í íslenska framkvæmd, sé þess eðlis, að hún þarfnist mun rækilegri skoðunar, þar sem hún hefur verulega stefnumót- andi áhrif á erlenda hersetu á fslandi næstu áratugi, heldur og ekki síður vegna þeirra augljósu efnahagslegu takmarkana sem hvarvetna við blasa í dag, og hér hefur verið gert að umtalsefni. - Við byggjum einfaldlega hvorki flugstöð eða annað stórvirki á kafi í kraumandi skuldasúpu. Um það geta sem flestir vonandi orðið sammála... Flateyri 17. okt. 1982 Guðmundur Jónas Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.