Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 13
PRYÐILEG FRAMMISTAÐA íslenska landslidið tapaði 1:0 fyrir Spánverjum á Spáni í gærkvöldi ■ „Við getum verið stoltir yfir þessum árangri íslensku liðanna,“ sagði Ellert B. Schram formaður KSÍ er Tíminn ræddi við hann í Malaga á Spáni í gærkvöldi. „Að geta teflt fram tveimur liðum og tapað með minnsta mun gegn þetta sterkri knattspyrnuþjóð á útivelli er stórkostlega góður árangur." Það voru mættir 25.000 áhorfendur á glæsilegum leikvellinum í Malaga. Spán- verjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu mjög stíft til að byrja með. Svo virtist sem íslensku leikmennirnir væru taugaóstyrkir og þeir réttu úr kútnum og um miðjan fyrri hálfleik var íslenska liðið betra liðið á vellinum. Þeir áttu tvö frábær marktækifæri. Sigurður Grétarsson skallaði í bláhorn- ið, en markvörður Spánverja varði snilldarlega. Þá átti Arnór Guðjohnsen frábært færi eftir sendingu frá Pétri Péturssyni. Hann var einn á móti markverðinum og lyfti knettinum yfir hann, en hann fór rétt utan við stöng. Spánverjar áttu ekki jafn góð færi í hálfleiknum en þessi tvö hjá íslend- ingum. Spánverjar byrjuðu af miklum krafti Misnotuðu dauðafæri — og töpuðu fyrir Spánverjum 0:1 í Evrópukeppni U 21 árs ■ „Þetta gekk mjög vel. Strákarnir stóðu sig ágætlega og töpuðu reyndar, en aðeins 1-0,“ sagði Páll Júlíusson fararstjóri landsliðs íslands undir 21 árs, sem lék gegn Spánverjum í Bada Joz á Spáni í gær. Spánverjarnir byrjuðu af miklum krafti fyrsta hálftimann, en þá tóku íslendingar vel við sér og áttu öðru hverju góðar sóknir. Síðari hálfleikurinn var miklu jafnari og þá hafði íslenska liði í fullu tré við Spánverjana. Það var á 35. mínútu fyrir hálfleiks sem Spánverjar skoruðu eina mark leiksins, en rétt fyrir leikslok átti ís- lenska liðið mjög gott tækifæri til að jafna. Þeir voru einir þrír fyrir opnu marki, en Ólafur Bjömsson teygði sig á eftir knettinum og skaut í Sigurjón Krist- jánsson og af honum hrökk boltinn í fangið á markverðinum. Þá átti Ragnar Margeirsson mjög gott skot að marki Spánverja, það var fast og missti markvörðurinn knöttinn, en hann stoppaði einhvernveginn áður en hann fór í netið. Það er mjög erfitt að nefna að einhverjir hafi staðið sig betur en aðrir. Ögmundur varði mjög vel og hann varð fyrir meiðslum í fyrri hálfleik og bólgnaði töluvert, en hann lék til loka og stóð sig vel gegn liði, sem býr yfir mun meiri leikreynslu en það íslenska. Strákarnir þarna leika flestir með 1. deildarliðum hérna á Spáni og því er þetta mjög frambærilegur árangur. Tvær innáskiptingar voru gerðar í leiknum. Trausti Ömarsson fór útaf vegna smávægilegra meiðsla og í hans stað kom Sigurjón Kristjánsson og þá kom Valur Valsson í stað Helga Bentssonar. „Ég vil segja það að lokum, að með smá heppni hefðum við átt að geta snúið heim með annað stigið, en það tókst þó ekki að þessu sinni,“ sagði Páll Júlíusson. Hann bað fyrir kveðjur frá öllum leikmönnum liðsins heim til ís- lands. í síðari hálfleiknum og það lá mark í loftinu. Og það kom á 57. mínútu og staðan var orðin 1-0 Spánverjum í hag. Leikmenn íslands vörðust af miklum krafti og leikaðferðin miðaðist öll við að láta Spánverja sækja, en verjast síðan sóknum þeirra. Þetta tókst, en mikil þreyta var áberandi hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik, eins og vænta mátti. íslenska liðið lék allt mjög vel. Það var mikil barátta í öllum en eigi að nefna ■ Þorsteinn Bjamason varði af stakri prýði í gær. einhverja sérstaka, þá má nefna t.d. Þorstein Bjarnason, sem var frábær í markinu. Var öruggur í úthlaupum og varði allt nema auðvitað markið. Þá sýndu þeir Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson hversu snjallir knatt- spyrnumenn þeir eru og voru meðal bestu leikmanna á vellinum í Malaga í gærkvöldi. Þeir sköpuðu þau tækifæri sem ísland fékk og þeir voru miklir yfirburðarmenn á vellinum, einkum í fyrri hálfleik. Tveir leikmenn komu inná í leiknum, þeir Heimir Karlsson, sem kom í stað Árna Sveinssonar og Gunnar Gíslason sem kom í stað Sigurðar Grétarssonar. Þessi árangur er mjög góður hjá íslenska landsliðinu og það verður að segjast eins og er, að þegar við minnstu er búist þá næst bestur árangur. Jafntefli hjá Nordmönnum ■ Norska landsliðið í knattspyrnu er iðið við kolann þessa dagana. Ekki er langt síðan þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Júgóslava og einnig gerðu þeir ekki alls fyrir löngu jafn- tefli við Hollendinga. í gærkvöldi léku þeir gegn Búlgörum og þeim leik lauk með jafntefli, bæði liðin skoruðu tvö mörk. ítalía lá — gegn Sviss f Róm f gær 1:0 ■ Heimsmeistarar ítala léku sinn fyrsta landsleik frá því þeir urðu heimsmeistarar í knattspyrnu í sum- ar í Róm í gxrkvöldi. Það voru Svisslendingar sem heimsóttu þá og reiknuðu flestir með öruggum sigri heimsmeistaranna. Sú varð þó ekki raunin. Það voru gestirnir sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik. Paolo Rossi hin frækna kempa frá HM varð að yflrgefa völlinn vegna mciðsla, en þegar Svisslend- ingar voru búnir að skora þá voru áhorfendur farnir að kalla í þeirri von að hann kæmi aftur inná. FH-ingar á toppinn Deilur frestuðu drættinum ■ Menn voru orðnir spenntir að fá fregnir af því hverjir kæmu til með að leika saman í undankeppninni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles t knattspymu, en fyrirbugað var að sá dráttur fxri fram í Zúrich síðastliðinn laugardag. En deilur meðal þátttökuþjóðanna frá Evrópu olluþví, að ekki var hægt að draga. ísrael er óbeint ástæða deilnanna, ekki af pólitískum ástæðum, hcldur vegna þess að ísraelsmenn voru á síðustu stundu settir meðal Evfopu- þjóðanna og nú era þær orðnar 22 sem berjast um 4 sxti í úrslitakeppn- inni. Alls niunu 16 lið leika í Los Angeles og fara Bandaríkjamenn sem gestgjafar beint í keppnina og Tékkar, sem era núverandi Ólymp- iumeistarar. Þar við bxtast fjórar Evrópuþjóðir, þrjár frá Afríku, þrjár frá Ástreb'usvæðinu, auk tveggja liða frá Suðiir-Ameríku og tveggja frá Mið-Ameríku. * Njarðvík - ÍR f kvöld ■ Mótanefnd þeirra körfuknatt- leiksmanna hefur raðað niður þeim ’leikjum sem féllu niður um síðustu helgi vegna ferðar unglingalands- liðsins til írlands. Fyrsti lcikurínn verður í kvöld, en þá leika í íþróttahúsinu í Njarðvík heimamenn og ÍR-ingar og hefst leikurinn klukkan 20.00. Fram og Keflavik leika síðan 9. nóvember og loks KR og Valur 11. nóvember n.k. * Sídasti lands- leikur Marteins ■ Landsleikurinn gegn Spánverj- um í gærkvöldi var síðasti leikur Marteins Geirssonar fyrirliða liðsins með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Hann hafði reyndar lýst því yflr að þetta yrði einnig sitt siðasta tímabil með Fram, en þegar Ijóst var að Fram félli í 2. deild ákvað Marteinn að leika með eitt ár i viðbót. En ákvörðun hans varðandi landsliðið breytist varla, enda ætti að vera auðveldara að flnna menn í hans stað á þeim vettvangi. Leikurinn í gærkvöldi var 67. landsleikur Martcins, en hann lék fyrst með landsliðinu árið 1971 og hefur því staðið í eldbnunni í 11 ár og leikið flesta landsleiki íslenskra knattspymumanna og hann hefur oftast verið fyririiði liðsins á leik- velli. — ásamt KR-ingum í 1. deildinni fhandbolta.—Sigrudu Valsmenn örugglega í gær 29:22 ■ Það var aðeins í byrjun leiks gegn FH, sem Valsmenn sýndu að þeir stæðust þeim samjöfnuð í handboltan- um. Þeir byrjuðu af miklum krafti og komust í 4-1, en þá tóku FH-ingar að síga á og náðu síðan góðri forystu fyrir leikhlé, sem nægði þeim til sigurs. FH-ingar beittu varnarleikaðferð, sem reyndist þeim árangursrík gegn Val. Þeir komu mjög langt út á móti sóknarleikmönnunum og reyndu að trufla allar sóknaraðgerðir þeirra í fæðingu. Þetta gerði það reyndar að verkum að leikurinn varð alger leik- leysa, en það sýndi sig að það bar árangur og það eru mörkin og stigin sem eru talin þegar upp er staðið. Það var nokkuð jafnt á öllum tölum upp í 10-10, en þá sigu FH-ingarnir framúr og fyrir lok fyrri hálfleiks var staðan 16-11 FH í hag. Þá hafði mikið að segja góð markvarsla Sverris Krist- inssonar hjá FH, en hann reyndist Gunnari Lúðvíkssyni sérstaklega óþæg- ur ljár í þúfu. Varði hann áreiðanlega 10 skot frá honum í horninu. Um leið og búið var að taka Þorbjörn Jensson úr umferð var eins og allur frumleiki væri á bak og burt í sóknarleiknum og Valsmenn treystu greinilega of mikið á hans þátt í sókninni. Aðrir leikmenn virtust ekki vera tilbúnir til að taka upp merkið fyrir hann. Hjá FH var Kristján tekinn úr umferð, en á þeim bænum eru aðrir leikmenn sem geta tekið við af honum og skorað. Er það þá fyrst og fremst Hans Guðmundsson sem er mjög kröftugur og skorar mikið af mörkum. Lokatölur í leiknum urðu 29-22 FH í dag. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Stefáni Gunnarssyni vísað út úr húsinu vegna mótmæla við dómara leiksins. Gat hann því ekki stýrt Valsliðinu í síðari hálfleiknum. Mörkin: Valur: Gunnar Lúðvíksson 7, Jakob Sigurðsson 3, Theodór Guð- finnsson, Jón Pétur, Júlíus Jónasson og Steindór 2 hver, Þorbjörn Jensson, Þorbjörn Guðmundsson og Kristján Gunnarsson eitt hver. FH: Kristján Arason 6, Hans Guð- mundsson 6, Þorgils Óttar 5, Guð- mundur Magnússon og Pálmi Jónsson 4 hvor, Sveinn Bragason 2, Guðjón Guðmundsson 1 og Guðjón Árnason eitt sem var stórglæsilegt. Leikinn dæmdu Óli Ólsen og Gunn- laugur Hjálmarsson. ■ Kristján Arason var drjúgur hjá FH í gærkvöldi. * Simonsen klár í slaginn ■ Gengið hefur verið frá málum Allan Simonsen, þannig að hann er orðinn löglegur með sinu nýja félagi Charlton. Mun hann leika með Charlton ■ 2. dcildinni á laugardag- inn og víst er að hann styrkir lið þeirra, enda mun ekki af veita. ★ Víkingur vann KR f kvenna- flokki ■ ÍR-stúlkumar sigraðu Fram í 1. deild kvenna á mánudagskvöldið. Lokatölur urðu 16-11 og greinilegt er, að kvenfólkið í ÍR ætlar að halda uppi merki félagsins í handboltanum í vetur. í fyrrakvöld léku svo Víkingur og KR í 1. deild kvenna og sigraði Vikingur 17-12. FH-stúlkumar eru í efsta sæti í 1. deild kvenna og eina liðið sem ekki hefur tapað leik, en á hæla þeim koma ÍR-ingar og Vals- konur með jafn mörg stig eða 6, en bæði Uð hafa tapað cinum leik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.