Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 2 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. Hriktir í hjónabandi Onnu prins essu o£ Marks? I bandið sé í þann mund að fara í vaskinn. Mark þykir nefnilega alveg óforbetran- legur daðrari! M.a. hefur hann ver.ð bendlaður við fræga enska sjónvarps- og útvarpsstjörnu, Angelu Rippon, sem hefur ritað um hann og hestadelluna hans bók. En svo var því veitt athygli í sumar á kappreið- um, sem þau bæði voru viðstödd, að þau virtust leggja sig í líma um að verða ekki á vegi hvors annars. Mark gat samt ekki á sér setið, enda segja gárungarn- ir, að helsta tómstundagam- an hans, að frátalinni hestamennskunni, sé að daðra við ungar fallegar stúlkur. í þetta sinn varð fyrir valinu kornung stúlka, sem er álíka illa haldin af hestadellu og Mark og Anna, Penny Leithworthy að nafni. Fór ekki framhjá neinum viðstöddum, hvað Mark hafði í huga, en sem að líkum lætur, kunni Anna prinsessa þessu athæfi manns síns illa. ■ Miklar vangaveltur hafa að undanförnu verið uppi í enskum fjölmiðlum um ástand hjónabands Önnu prinsessu og Marks Phillips, en ýmsum hefur sýnst, að þar væru blikur á lofti. Ymislegt þykir styðja þann grun, að ekki sé allt með felldu í hjónabandinu og benda margir t.d. á, að sjaldgæft sé, að þau hjón séu stödd á sama stað á sama tíma. Og þótti þó fyrst taka steininn úr, þegar Anna var send til Afríku í opinbcrum erindagerðum. Þá tók nefnilega móðir hennar af skarið og heimtaði, að Mark ætti nokkra góða daga með konu sinni í Kenýa og var boð látið út ganga að svo yrði. En þegar til kom, varð ekkert af því að Mark léti sjá sig í Kenýa. I staðinn brá hann sér í alveg bráðnauðsynlegum erinda- gerðum til Astralíu! En það er fleira, sem þykir renna stoðum undir orðróminn um að hjóna- ■ -Þetta var bara gott á þig, gætu Karl prins og Diana prinsessa verið að segja og virðast skemmta sér vel. Drottningin cr heldur áhyggjufull á svipinn. Drottning með óhreina hanska honum til hamingju með sigurinn! -Nú verð ég að senda hanskana í hreinsun, sagði hún skömmustulcg, en sonur hennar og tcngda- dóttir skemmtu sér dátt yfir óhappi hcnnar! ■ Það var svo sem búið að vara drottninguna við. Kúluvarparinn, sem hafði sigrað í keppninni hafði cngan tíma liaft til að þvo sér um hendurnar áður cn hennar konunglega hátign krafðist þess að lá að taka í hönd hans til að óska ■ Ekki þótti öllum augnagoturnar á Leithworthy og Marks Phillips viðeigandi. er að selja föt, sem eru eins og pokadruslur. Það er engu líkara, en sýningar- stúlkan hali klæðst í „sekk og ösku“ þegar hún sýnir þessar flíkur, sem eru með áklipptum götum (sem eru reyndar sikk-sakksaumuð) og í svörtum, gráum eða móbrúnum lit. Sem sagt eins ömurlegt og hugsast getur, ogstingur framlciðsla þessarar japönsku konu allmjög í stúf við calypso-Iit- ina hjá hinum tískufyrirtæk- unum. ■ Það er ekki hægt annað að segja cn bjart sé yfir tískusýningunum í París, sem undanfarið liafa aðal- lega sýnt suinarföt fyrir næsta suinar. Þar kcppast tískukóngarnir um að koma með eitthvað sérstakt og eftirtektarvert. Hjá Yves Saint I.aurcnt eru það fyrst og fremst hinir skæru litir, sem vekja eftirtekt. Þar ber mest á rauðu og hvítu, skærgrænu og gulu, og eru það kallaðir Calypso-litir og tónlistin tískuföt. Nú koma fram gyllt og glitofin íþróttaföt, sem jafnvel mætti fara í á ball. Mikið er um allra handa slaufur og reimar á fötum, og kjólar oft reimaðir annað hvort að framan eða aftan í stað þess að þar séu rennilásar eða hnappar. Ný búð hefur verið opnuð í París, sem ber nafnið Comme des Garcons" (Eins og strák- arnir) og það nýjasta hjá Kawakubo, sem á búðina. með sýnmgunm var cal- ypso-músík. A fínni kjólum eru oft mjög víðar ermar, en einnig sjást ermalausir og llegnir kjólar og blússur. Hjá tískuhönnuðinum Kenzo voru það stuttu pilsin sem vöktu mesta athygli. Þau voru uppi á miðjum lærum - og ofar; Síddin á kjólunum var margvísleg, og virðist hver geta farið cftir sínum smekk með hana. íþróttalöt hafa verið vinsæl, og má jafnvel kalla, að þau hafí verið M' ■ ÍÍSÍ ■ ■ „Opið að aftan“ heitir þessi sumarkjóll, en hann er reimaður að aftan, og sést þegar sýningarstúlkan er að klæða sig í hann. Eiginlega er frágangssök að konur geti klætt sig í þennan kjól hjálparlaust, svo líklega þýðir ekki neitt fyrir aðrar að kaupa hann, en þær sem hafa hcrbergisþcrnu að stjana við sig, - eða eiga fingrafiman mann. Jean-Paul Gaultier heitir hönnuðurinn. ■ Yves Saint Laurent sýndi mikið af fallegum bómullarkjólum, pilsum og „toppuin". Spáð er miklum vinsældum næsta sumar slíkum toppi,sem hér er mynd af, og er notaður við hvítt og rautt, köflótt bómullarpils. Líka var hann sýndur með tilheyrandi bermuda-buxum. ■ DIOR-fyrirtækið kynnti víða sumarkjólinn, sem hægt er að nota með mjóu belti í mittisstað, og þá er hann ósköp venjulegur kjóll, - en svo verður hann nýjasta tískufyrirbærið, þegar litríkt breitt belti er hnýtt um mjaðmirnar og kjólnum kippt upp, svo kjólfaldurínn verður á miðjum lærum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.