Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 fréttir Hagnaður ÍSAL síðastlidin sex ár samkvæmt lokaskýrslu Coopers & Lybrand: 536 MILUÚNUM MEIRI EN BÓKHALD GAF TIL KYNNA! - Endurmeta má framleiðslugjald á ÍSAL samkvæmt nýju lögfræðiáliti ■ Yfirverð á aðföngum til ísal árin 1975-81 er samtals um 31.5 miUj. dollara. Þar af er yfirverð á súráli 17.6 millj. dollarar og á rafskautum 13.8 millj. dollarar. Endurskoðunarfyrir- txkið Coopers & Lybrand hefur skUað fyrirvaralausum niðurstöðum tU iðn- aðarráðuneytisins og er endurskoðun þar með að fullu lokið. Skýrslurnar eru dagsettar 7. okt. s.l. Þetta kom fram í ræðu Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra á Al- þingi í gær, er rædd var tillaga sjálfstæðismanna um skipun nefndar til viðræðna við Alusuisse, þar sem ráð er fyrir gert að samningar um raforkuverð og annað varðandi samskipti íslenskra stjórnvalda og Alusuisse verði ekki lengur í höndum iðnaðarráðherra og álviðræðunefndar, heldur sérstakrar þingskipaðrar nefndar. Iðnaðarráðherra sagði einnig að við endurskoðun á ársreikningum fyrir árin 1980 og 1981 hafi reikningar ísal ennfremur verið leiðréttir vegna af- skrifta um samtals 4.4. millj. dollara. Samkvæmt mati Coopers & Lybrand hafi hagnaður ísal verið um 35.8 millj. dollara meiri en bókhaldið hafi gefið til kynna. Á gengi 15. okt. s.l. jafngildir þetta 536 millj. ísl. kr. Ef tímabilið 1975-80 er skoðað sérstaklega kemur í ljós að vantalinn hagnaður nemur því sem næst sömu upphæð og allar raforkugreiðslur lsal til Landsvirkjunar á sama tímabili, eða 32.2 millj. dollarar í raforkugreiðslur á móti 32.9 millj. dollara í vantalinn hagnað. Niðurstaðan er sú að ísal hefði getað greitt tvöfalt hærra raforkuverð án þess að sú hækkun hefði þurft að hafa áhrif á bókhaldslega afkomu fyrir- tækisins. Lögfræðiálit Óvissa hefur ríkt um hvort ís- lendingar geti krafist réttar síns vegna yfirverðs á fyrrgreindu tímabili, þar sem ekki hefði farið fram sérstök endurskoð- un á þeim árum. En nú liggur fyrir traust lögfræðiálit, sem tekur af öll tvímæli um að endurmeta megi framleiðslugjald á ísal. Samkvæmt lauslegu mati gæti viðbótarskattur í formi framleiðslu- gjalds numið um 6 millj. dollurum eða nær90 millj. ísl. kr. Framleiðslugjald hefur numið um 9 millj. dollurum á tímabilinu, svo að samkvæmt þessu er um 65% hækkun að ræða. Niðurstöður sérfræðinga benda til mun hærra yfirverðs á aðföngum, ekki síst rafskautum. Hjörleifur var harðorður í garð Alusuisse og sagði að engar viðræður hafi farið fram síðan í maí og samningsvilii enginn af hálfu auð- hringsins. íslendingum væri skylt að sækja rétt sinn eftir þeim leiðum sem fullvalda ríki eru tiltækar og tíminn til samninga væri að renna út og hlytu einhliða aðferðir að vera á dágskrá fyrr en varir. Óþolandi raforkuverð Birgir ísleifur Gunnarsson mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna og rakti gang mála síðustu ár um viðskiptin við Alusuisse og sagði iðnaðarráðherra vera í sífelldum bófahasar við fyrirtækið en hefði týnt niður aðalatriði málsins, sem 'væri hækkun á raforkuverði. Hefði hann lagt alla áherslu á skattamál og væri málið allt í eins vonlausri stöðu og hægt væri að hugsa sér. Yrði því að taka það úr höndum ráðherra. Guðmundur G. Þórarinsson sagði óþolandi að islendingar fái aðeins um 6.5 mill fyrir orkueiningu frá álverinu á meðan meðalverð í löndunum kringum okkur væri þrisvar sinnum hærra. Um viðræðurnar sagði hann að framkoma Alusuisse væri þannig að forystumenn þess virtust engan áhuga hafa á að leysa málin og semja við íslendinga, en draga alla umræðu á langinn, en meginhags- munir okkar væru að fá orkuverðið hækkað. Ef ekki semst sagðist Guðmundur ekki vilja útiloka þann möguleika að íslendingar hækki raforkuverðið em- hliða, þótt vonandi þyrfti ekki til þess að koma. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að einfalda yrði ákvæði um skatt- greiðslur til að erfiðara væri að koma við undanbrögðum. Hann taldi tillöguna um nefndarskip- an óheppilega og ekki þjóna íslenskum málstað, þar sem við þurfum að sýna sem besta samstöðu um málið allt út á við. O.Ó Rádist á lögreglu- þjón í gær- kvöldi ■ Ráðist var á gangandi lögregluþjón í Breiðholti milli kl. níu og tíu í gærkvöldi og hann þannig leikinn að flytja varð hann á Slysavarðstofu. Var m.a. talið að hann væri nefbrotinn, en rannsókn þar var ekki lokið þegar Tíminn ræddi við lögregluna. Lögreglu- þjóninn, sem um þessar mundir er nemi í lögregluskólanum, var á gangi í Skógar- seli þegar fjórir unglingar réðust á hann og slógu m.a illa í andlit. Rannsókn málsins var á frumstigi þegar Tíminn ræddi við lögregluna í gærkvöldi. Tveir piltanna - um 15 ára gamlir - náðust fljótlega, en hinir tveir voru þá ófundnir. Um ástæður árásar- mannanna fyrir árásinni var ekki vitað, en einna helst álitið að þeir hafi talið sig eiga lögreglunni eitthvað grátt að gjalda. - HEI Athugasemd vid ummæli forstöðu- manna Al- mannavarna ■ í tilefni ummæla forstöðumanns Almannavarna ríkisins í fjölmiðlum um frétt Tímans s.l. þriðjudag um flugslysa- æfingu á Keflavíkurflugvelli, þar sem birting fréttarinnar er gagnrýnd, er rétt að upplýsa eftirfarandi: 1. Frétt þessi var birt í fullu samráði við áðurnefndan forstöðumann og með samþykki hans. 2. Dreifing þriðjudagsblaðs Tímans til kaupenda og söluaðila hófst ekki fyrr en eftir klukkan sex um morguninn. Hafi einhverjir fengið umrætt tölublað til lestrar fyrr, hafa þeir hinir sömu orðið sér úti um blaðið eftir öðrum leiðum. -Ritstjúri. ■ Gömul möstur voru fjarlægð af þaki Pósts og símahússins við Austurvöll í gærmorgun. Að sögn Sigurðar Þorkelssonar, yfirverkfræðings Pósts og síma voru möstrin orðin ryðguð og úr sér gengin, enda orðin mjög gömul. Að auki mun flugmálastjóri hafa kvartað yfir að möstrin kynnu að vera hættuleg flugumferð. Þau voru beint í stefnu á eina flugbrautina á Reykjavíkurflugvelii. Tímamynd GE Prentarar með lausa samninga — frá 1. desember næstkomandi ■ „Við ákváðum að segja upp kaup- liðum kjarasamninganna frá og með 1. desember n.k.“, sagði Þórir Guðjóns- son hjá Félagi bókagerðarmanna eftir stjórnar - og trúnaðarráðsfundi í félaginu í gær. En fyrri uppsögn félagsins var sem kunnugt er dæmd ógild af Félagsdómi í gær. „Dómurinn fer að okkar mati út á ansi vafasama braut og manni virðist ýmislegt stangast þar illilega á“, sagði Þórir og vitnaði orðrétt í forsendur varðandi hið umdeilda ákvæði í samningum bókagerðarmanna um heim- ild til uppsagnar samninga. Þar segir: „Verður merking hins umrædda samningsákvæðis túlkuð á þá leið að hvor samningsaðili um sig hafi mátt segja upp kaupliðum kjarasamningsins hvenær sem var frá setningu bráða- birgðalaganna með minnst mánaðar fyrirvara, þannig að samningar yrðu lausir að þessu leyti í fyrsta lagi frá og með 1. des. 1982. Leiðir þessi skýring til þeirrar niðurstöðu að dæma ber upp- sögn stefnda á kaupliðum framan- greindra kjarasamninga ólögmælta og því ógilda". „Þetta finnst okkur alveg óskiljanleg vitleysa í dómnum. Ur því að þeir komust að þessari niðurstöðu, því í ósköpunum voru þeir þá að dæma uppsögnina ógilda þegar hægast hefði verið fyrir þá, og eðlilegast, að framlengja uppsögnina, þ.e. að hún tæki ekki gildi fyrr en frá og með 1. desember n.k., í stað þess að dæma hana ógilda", sagði Þórir. „það er alveg forkastanlegt að alþýðusamtök þessa lands skuli eiga þarna fulltrúa sem fæst til að skrifa undir svona dóm“. Aðspurður kvað Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ ekki skjóta nýákveðinni uppsögn bókagerðar- manna til félagsdóms. Hún sé alveg í samræmi við forsendur dómsins. - HEI Áskrifendagetraun Tfmans: DREGIÐ VERÐUR Á FIMMTUDAG! Getraunasedillinn endurbirtur á morgun ■ Dregið verður í fyrsta sinn af fjórum í áskrifendagetraun Tímans næstkomandi fimmtudag um glæsi- legan húsbúnaðarvinning að verðmæti 25 þúsund krónur. Þeir, sem vilja taka þátt í getraun- inni frá byrjun, verða því að gerast áskrifendur að blaðinu í síðasta lagi á fimmtudaginn. í Tímanum á morgun, laugardag, verður getraunaseðillinn endurbirtur, fyrir þá áskrifendur, sem ekki hafa þegar sent útfylltan seðil til blaðsinsog þá nýju áskrifendur, sem vilja vera með. Það eru glæsilegir vinningar í boði í áskrifendagetraun Tímans. Gerist á- skrifendur að Tímanum og takið þátt í getrauninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.