Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eirlksson, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guömundsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristln . Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tlmans. Prentun: Blaöaprent hf. Davíð Oddsson tók við góðu búi ■ Davíð Oddsson borgarstjóri hefur óvart reynzt gagnlegur þeim borgarstjórnarmeirihluta, sem fór með völd á síðasta kjörtímabili. Hann hefur komið af stað umræðum, sem hafa leitt ótvírætt í ljös, að hann tók við mun betri fjárhagsstöðu hjá borginni en þeirri, sem fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum 1978. í grein Kristjáns Benediktssonar, sem birtist hér í blaðinu í gær, er gerð skilmerkileg grein fyrir þessu. Davíð Oddsson reyndi að byggja fullyrðingar sínar um lélegan viðskilnað fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta á því, að veltufjárstaðan hafi verið heldur lakari í júnílok 1982 en júnílok 1978. Þetta segir ekki alla söguna. Eins og Kristján Benediktsson rekur í grein sinni skiptir mestu máli í hverju veltufjármunirnir eru fólgnir. í júnílok 1978 voru veltufjármunirnir aðallega fólgnir í óinnheimt: um gjöldum og inneignum hjá opinberum aðilum. í júnílok 1982 voru veltufjármunirnir aðallega fólgnir í handbæru fé borgarsjóðs. í raun var því greiðslustaðan mun betri 1982 því að útistandandi skuldir innheimtast oft illa. Vafalaust á Davíð Oddsson eftir að gera sér grein fyrir því, þótt hann virðist ekki hafa gert það ennþá, að handbært fé er betri og öruggari eign en útistandandi skuldir. Sjálfstæðismenn reyna oft að gera sér mat úr því, að skuldir borgarinnar hafi aukizt á síðasta kjörtímabili. Það er rétt, að þær hafa hækkað í krónutölu. En það segir ekki allt á verðbólgutímum. Kristján Benediktsson bendir réttilega á það í grein sinni, að beztur samanburður fáist með samanburði á skuldum og tekjum .Árið 1977 voru skuldirnar 20.6% af tekjum þess árs, en árið 198119.9%. Greiðslubyrðin hefur því raunverulega lækkað á þessu tímabili. Nýjar stofnanir Það er stór þáttur í áróðri Sjálfstæðisflokksins, að tekjur borgarsjóðs hækkuðu umfram verðbólgu á kjörtímabili því, sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru með borgarstjórnina. Því fór hins vegar fjarri, að þessi aukning teknanna færi í súginn. Um þetta atriði farast Kristjáni Benediktssyni svo orð í grein sinni: „Því fer þó víðsfjarri að auknar tekjur borgarsjóðs á undanförnum árum hafi horfið í verðbólguna, þótt hún hafi að vísu tekið sinn toll. Á síðasta kjörtímabili voru reistar og tóku til starfa fjölmargar nýjar stofnanir, sem vitanlega þurftu fjármagn til rekstrar auk stofnkostnaðar. Þessu gleyma þeir sjálfstæðismenn í málflutningi sínum. Eða hafa þeir fylgst svona illa með því, sem hefur verið að gerast? Hafa þeir ekki tekið eftir tveimur nýjum skólabyggingum í Breiðholti II og sundlaugarmannvirkj- um í Breiðholti III? Hafa þeir ekki tekið eftir tveimur nýjum vistheimilum fyrir aldraða, sem tekin voru í notkun á síðasta kjörtímabili? Hafa 12 nýjar dagvistarstofnanir, sem reistar hafa verið og teknar í notkun sl. 4 ar virkilega farið fram hjá borgarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins hér í borgarst j órn, svo og þrj ár æskulýðsmiðstöðvar? Eðlilegt er að þessar og þvílíkar spurningar vakni eftir lestur greinargerðar frá borgarstjóra í tilefni af fjárhagsúttektinni og eftir að hafa hlustað á mjög svo óvandaðan málflutning hans í sjónvarpinu í einkaviðtali fyrir skömmu.“ Þ.Þ. á vettvangi dagsins „Ekkert réttlætir fjölgun þingmanna” — segir í ályktun nýkjörinnar fram- kvæmdastjórnar SUF ■ „Fyrsti desember, dagurinn sem er sigurtákn í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar, má ekki nú, rúmum 60 árum síðar, verða upphafsdagur að fyrstu skrefum að glötun okkar á efnahagslegu sjálfstæði. Því verður ekki trúað, þó svo að óábyrg stjórnarand- staða eigi í hlut sem hefur minnihluta alþingismanna á bak við sig en getur í skjóli úrelts kerfis fellt bráðabirgðalögin, að hún vilji grafa undan hornsteinum sjálfstæðisins“, segir m.a. í samþykkt þriðja fundar nýlega kjörinnar fram- kvæmdastjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna frá 23. okt. sl. Framkvæmdastjórn SUF minnir á að þótt stjórnarandstaðan hafi allt síðan ágúst lýst því yfir að hún skuli fella bráðbirgðalögin, þá hafi margir þing- menn hennar á sama tíma lýst þv, yfir að bráðabirgðalögin séu algerlega nauðsynleg, ef forðast eigi efnahagslegt áfall 1. desember n.k., áfall sem gæti grafið svo undan efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar að hætta stafaði af. Síðan segir: „Framkvæmdastjórn SUF lýsir því yfir ánægju sinni með að í sjónmáli virðist vera samkomulag um tillögur Steingríms Fiermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ríkisstjórn og stjórnarandstaða setjist saman á rök- stóla og athugi hvort ekki sé hægt að ná samkomulagi um að koma nauðsynleg- ustu þjóðþrifamálum gegn um þingið. Því verður að treysta að ábyrgðartilfinn- ing þingmanna sé það rík þótt í stjórnarandstöðu sé að slíkt sé hægt.“ SUF telur það ekki einvörðungu bráðabirgðalögin sem þurfi á eðlilegri afgreiðslu þingsins að halda heldur önnur fylgifrumvörp, svo sem um láglaunabætur, orlofslög og breytingu á vísitölugrundvellinum. Einnig telur SUF mjög brýnt að stjórnmálaflokkarnir nái samkomulagi um það hvenær efnt skuli til kosninga og verði þá tekið tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu. „Mjög áríðandi er að algjör samstaða náist um breytingar á kosningalögum fyrir þann tíma sem tryggi jafnara atkvæðavægi milli kjör- dæma. Framkvæmdastjórn SUF vill leggja sérstaka áherslu á að engin sú forsenda sé finnanleg í dag í íslensku þjóðfélagi sem réttlæti fjölgun alþingis- rnanna". Lagt er til að ekki verði hróflað við hinum 49 kjördæmakjörnu þingmönn- um, en hinum 11 uppbótarþingmönnum verði deilt niður á Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Um slíkt ætti að nást víðtæk samstaða, ekki síst þegar tekið er tillit til stefnu Sjálfstæðisflokks- ins varðandi fjölda fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur. -HEI alþingi Vandi útgerdar ekki leystur á fjarlægum midum ■Sex Alþýðuflokksmenn lögðu fram þingsályktunartillögu um athugun á möguleikum isienskra fiskiskipa til veiða í erlendri ' fiskveiðilandhelgi. Fyrsti flutningsmaður er Eiður Guðna- son. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna möguleika á kaupum veiðileyfa ■ og öflun veiðiaðstöðu fyrir ísl. fiskiskip í fisk- veiðilögsögu ríkja í Norður-Ameríku og Vestur-Afríku. Er Eiður mælti fyrir tillögunni benti hann á að íslendingar hafi oft áður veitt á fjarlægum miðum á fiskislóð sem nú er innan fiskveiðilögsögu ýmissa ríkja. Tfmabært væri að athuga hvort ekki fengjust veiðileyfi þar sem fiskstofnar eru vannýttir, sérstaklega með tilliti til þess að fiskiskipastóllinn hér væri of stór og hefði ekki næg verkefni á heimamið- um. Benti hann á að mörg ríki fari að með þessum hætti. Ólafur Þ. Þórðarson sagði að íslenskir sjómenn fiskuðu meira en sjómenn nokkurs annars lands miðað við úthald. Nú væri þess krafist að þeir fiskuðu enn meira þar sem útgerð ber sig ekki. Ólafur taldi að skipin væru ekki of mörg og sjómenn ekki of margir hér á. Og að útgerðin væri rekin tneð tapi stafaði af :yfirbyggingu í landi, en ekki því að ekki bærist mikill afli á land. Vildi hann fá skýr svör við því frá hvaða landshlutum ætti að taka skipin, sem senda ætti til veiða á fjarlæg mið og hvaða byggðarlög ættu að missa atvinnumögpleika á að vinna fisk. Eyjólfur Konráð fagnaði tillögunni og sagði að hafréttarsáttmálinn gerði ráð fyrir að ríki semji um veiðar í fiskveiðilandhelgi þar sem fiskistofnar séu vannýttir. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að ekki þyrfti að óttast atvinnuleysi þótt eitthvað af skipum færi til veiða á fjarlæg mið. Á Vestfjörðum verður að sækja vinnuafl um hálfan hnöttinn til að vinna þann fisk er berst á land þegar mest veiðist. Þá væru starfandi hér farandverkamenn frá flestum löndum sem leggja til þetta hefðbundna farand- verkafólk. Hingað sækti fólk frá Ástra- ■ Eiður Guðnason líu, Nýjasjálandi, Tyrklandi, Spáni, Portúgal og arabalöndum. Atvinnuleysi ætti því ekki að óttast þótt einhver íslensk skip sæktu annað. Guðmundur Karlsson hvatti til að tillagan yrði samþykkt og minnti á að fslendingar hefðu sótt fiskveiðar í Barentshaf, á Grænlandsmið, og stundað síldveiðar við Norður-Ame- rtku. Sagðist hann hafa hugmyndir um að Færeyingar væru að athuga þessi mál og ættum við að fylgjast vel með framþróun mála þar. Skúli Alexandersson sagðist vera á móti því að senda íslensk skip á fjarlæg mið. Við hættum fremur að breyta skipunum og fjölga mönnum um borð, vanda meðferð fiskjarins eftir mætti, en ekki að fara að flytja vanda okkar í fjarlægar álfur. Sighvatur Björgvinsson fór með þuluna um stærð togaraflotans og sagði alvarlega öfugþróun í afköstum flotans. Afli á úthaldsdag færi minnkandi og væru of mörg skip og minnkandi afli á úthaldsdag meginskýringar á slæmri afkomu flotans. Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra, sagði að það hafi verið kannað nokkuð hvort leyfi fengjust til veiða í fiskveiðilandhelgi annarra ríkja, og taldi hann að góðir möguleikar væru á því, en hins vegar virtist lítill áhugi hjá útgerðarmönnum og skipstjórnarmönn- um að sækja á fjarlæg mið. Hann lagði áherslu á að flotinn næði ekki að veiða þann þorskafla sem fiskifræðingar legðu til að veiða mætti hér við land og mundi aflinn verða enn minni en raun ber vitni ef flotinn væri minni. Hann skýrði frá niðurstöðum leiðangurs Hafrann- sóknarstofnunarinnar þar sem loðnu- stofninn var kannaður og hvað árangur- inn mjög jákvæðan og búast mætti við að loðnustofninn væri að stækka á ný og góðar horfur væru á að leyfð yrði loðnuveiði á hausti komanda. Hann sagði að gerðar hafi verið tilraunir með nýtingu fiskstofna hér við land, sem ekki hafa verið nýttir fram til þessa. Tilraunirnar sýndu m.a. að enn væri ekki arðbært að veiða kolmunna til bræðslu og mjölvinnslu, en nú væri verið að gera tilraunir með að veiða kolmunna til manneldis og lofuðu þær góðu Yrðu þær tilraunir gerðar í samvinnu við Norðmenn og Færeyinga. Hann sagði íslendinga veiða mun minni kolmunna en okkur bæri, en stofninn í Norður- Atlantshafi er talinn fullnýttur. Steingrímur boðaði að innan tíðar yrði lagt fram frumvarp um framleiðslu- eftirlit um borð í fiskiskipum, en gífurleg verkefni væru framundan að bæta meðferð aflans um borð í sk i punum. Hann sagði að aflatopparnir yrðu að hverfa, en það er þegar mikill fiskur veiðist á skömmum tíma og ekki gefst tími til að vinna hann sem skyldi. Sjávarútvegsráðherra sagðist ekkert hafa við það að athuga að kannað yrði nánar um leyfi til veiða í erlendri landhelgi, en áhugi væri ekki fyrir hendi og væri sitt álit að slíkar veiðar mundu ekki leysa vanda íslenskrar útgerðar, eins og hann er í dag. Kjartan Jóhannsson ræddi um stund um of stóran fiskiskipaflota. Steingrímur benti á að aflinn ykist ekki við það að fækka skipum. Vandamálin væru fremur of dýr skip. Fjármagn í þeim væri of mikið og fjármagnskostnaður þar með alltof hár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.