Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 ■* » * 20 Íwwtt Húsbóndinn lók auðvitað þátt í námskeiðinu, ásamt allri fjölskyldunni. Smakkað á afrakstri námskeiðsins. Jóla-getraun Eins og á síðasta ári efnir Tíminn í samvinnu við Einar Farestveit & Co. h.f. til Jóla-getraunar fyrir áskrifendur Tímans. Vinningurinn er glæsilegur TOSHIBA örbylgjuofn gerð ER 672 Deltawave að verðmæti kr. 9.200. Ofninn er svo auðveldur í notkun að börn geta notað hann án minnstu áhættu. Þessi glæsilegi Toshiba örbylgjuofn er meö algerri nýjung í búnaði örbylgjuofna Deltawave. Deltawave er uppfinning Toshiba, sem gerir betri og jafnari bakstur og fallegri matreiðslu. Ennfremur er ofninn með snúningsdisk og tímastillingu niður í 5 sekúndur og samfelldum orkustilli frá 1-9 • Getraunin verður í þremur blöðum með nokkru millibili sú fyrsta fimmtudaginn 4. nóvember. • Dregið verður 14. desember. • Vinningshafi fær ókeypis kennslu á ofninn hjá matreiðslukennara fyrirtækisins. FRÁ AFHENDINGU OG KENNSLU VEGNA GETRAUNAR 1981 Guðbjörg Guðmundsdóttir Vorsabæjarhjáleigu, vinningshafinn Irá í fyrra tekur við ofninum ásamt góóum ráðum frá Dröfn Farestveit matreiðslukennara 2t. des. 1981. Tilbúnar að byrja. Úreldhúsinu í Vorsabæjarhjáleigu: Dröfn Farestveit matreiðslukennari fyrirtækisins afhendir Guðbjörgu Popppott til notkunar við ofninn í byrjun námskeiðs sem haldið var í haust, entaliðer betra að fólk prófi sig áfram með notkun ofnsins fyrir námskeið svo hægt sé að auka við þá kunnáttu sem fengin er með frumkennslu, reynslu og notkun bæklinga sem fyigja ofninum. Áttræður: Árni Sigurdsson í dag 29. október er Árni Sigurðsson bóndi í Heiðarseli á Síðu áttræður. Árni er fæddur á Hellum í Reynishverfi 1902. Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson og kona hansHalIdóra Árnadóttir. Ekki verður rakinn hér æviferill eða ævistörf Árna enda ég ekki nógu kunnugur þeim. Árni hóf búskap að Hólmi f Landbroti árið 1940 ásamt konu sinni Eyjólflínu Eyjólfsdóttur, en hún varð 75 ára þann 10. okt. síðastliðinn. í Hólmi bjuggu þau til ársins 1950 er þau flytja að Heiðarseli á Síðu og hafa búið þar síðan. Það verður öilum minnisstætt er kom- ið hafa að Heiðarseli hversu gestrisni þeirra hjóna er einstök og aldrei vantar hressilegheitin í umræðurnar. í þau rúmlega 30 ár sem þau hjónin Árni og Eyjólflína hafa búið í Heiðarseli hafa leitarmenn á Eandbrotsafrétti notið gestrisni þeirra, með ilmandi kaffi og kræsingum. Ég hygg að ég mæli fyrir munn flestra er þeirra gestrisni hafa orðið aðnjótandi að aldrei finnist manni maður vera tilbúinn til að leggja á fjallið fyrr en maður hefur rennt niður kaffinu og kleinunum í eldhúsinu í Heiðarseli. Árni í Heiðarseli er einn þessara öldnu íslensku bænda sem ann búfé sínu eins og um fólk væri að ræða, hann þekkir hjartslátt þess og umgengst það af natni og gætni. Árni er mikill fjárræktarmaður og hefur lengi verið í forystusveit í fjárræktarfélagi Kirkjubæjarhrepps. Fá- ir núlifandi menn þekkja betur afréttar- lönd Kirkjubæjarhrepps en Árni í Heiðarseli og ekki munu vera nema um 2 ár síðan hann síðast fór í safn. Árni er mikill hestamaður og hefur átt margan glæstan gæðinginn og þótt árin séu orðin áttatíu iætur hann sig ekki vanta á hestaþingi sveitarinnar, og þá jafnan tilbúinn til starfa ekki síður en yngri áhugamenn. Þau hjónArni og Eyjólflína eignuðust fjórar dætur. Þær eru Þórunn búsett í Borgarnesi gift Rafni Jónssyni, Guðrún búsett í Kerlingadal í Mýrdal gift Pálma Andrés- syni bónda þar, Halldóra búsett í Holti á Síðu gift Rafni Valgarðssyni bónda þar, og Elín búsett á Kirkjubæjar- klaustri gift Kristjóni Guðbrandssyni •starfsmanni hjá Ræktunarsambandinu Hjörleifi. Ég sendi Árna og Eyjólflínu heillarík- ar afmælisóskir og vona að hamingjan fylgi þeim um ókomin ár. Arnar Bjarnason frá Þykkvabæ. og brúnbæsuðu. Áhersla er lögð á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.