Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel KÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 Herdís Júlia Einarsdóttir við barnastólinn sem hún fékk fyrstu verðlaun fyrir. Timamynd: EUa Rætt við Herdísi Julíu Einarsdóttur, sem vann 1. verðlaunin í samkeppni um iðnhönnun sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis gekkst fyrir ■ „Fyrst og fremst kom mér á óvart livað margir sendu inn hugmyndir, sem er mjög ánægjulegt. Kaunar veit ég um fleiri sem hefðu viljað taka þátt í þessu en urðu bara heldur seinir. Jafnframt finnst mér ánægjulegt að Sparisjóðurinn skyldi efna til svona samkcppni og held að það vanti meira af slíku. Ég er viss um að þetta er mjög jákvætt", sagði Herdís Júlía Einarsdóttir, sem vann 1. verðlaunin í samkeppni þeirri um iðnhönnun sem Sparisjóður Reykja- víkur gekkst fyrir. Verðlaunagripurinn er barnastóll sem einnig er sagður henta fullorðnu fólki. í umsögn dómenda, segir, að stólarnir séu einfaldir að formi, henti vel til framleiðslu og gefi möguleika á áfram- haldandi þróun. Herdís er búsett í Danmörku - Tureby - og kvaðst tiltölulega ný- útskrifuð sem hönnuður. Við spurðum um tildrög þess að hún tók þátt í samkeppninni. „Ég var búin að vinna mikið að þessum stól. Ég sá síðan auglýsinguna og fannst tilvalið að nota hann í þessa keppni." - í umsögn er tekið fram að stóllinn henti líka fullorðnu fólki, þó manni sýnist hann ósköp lítill? „Já, allt upp í 2ja metra karlmenn geta notað þennan stól. Hann er í rauninni hugsaður fyrir fullorðna sem starfa á barnaheimilum. Hugmyndin sem liggur að baki þessari seríu minni - það er ekki eingöngu þessi stóll - er sú, að þegar fóstrur vinna við mjög lág borð þá sitja þær yfirleitt mjög óþægilega. Sitji þær á þessum stól ná þær miklu meiri hreyfanleika í líkamann, sitja betur og eiga því auðveldara með að starfa með börnunum. Börnin geta notað stólinn alveg frá 2ja til 3ja ára aldri. Það var einnig hugmyndin hjá mér að gera barnahúsgögn skemmtilegri. Mér finnst þessar algengu smækkanir af borðstofuhúsgögnum vera mjög leiðin- leg barnahúsgögn. Það er svo lítill tími sem börn sitja kyrr eða vinna sitjandi. Þessi húsgögn er einnig hægt að nota sem leiktæki - klifra upp á þau, skríða undir þau og fleira. Ég hef haft þau til reynslu á barnaheimili og þar vekja þau almenna ánægju.“ - Hvernig lítur svo út með framleiðslu? „Ég er að reyna að koma þessu í framleiðslu úti og ég vona að það verði möguleiki á að framleiða þau hér heima líka. Ætti raunar ekkert að vera því til fyrirstööu." - En önnur framtíðarmarkmið? „Ég mun fljótlega opna teiknistofu með kunningjum mínum, og vona að ég geti unnið að mínum verkefnum í Danmörku. Þegar ég kem út aftur bíða mín verkefni sem ég hef verið beðin um - hönnun á stól, einmitt fyrir barna- heimili. Síðan verður maður bara að vonast eftir fleiri verkefnum, eða finna þau og reyna að koma þeim á framfæri. Jú, vissulega er maður bjartsýnni eftir þessar skemmtilegu fréttir héðan að heiman." - Komstu heim núna sérstaklega af þessu tilefni? „Já, það var hringt í mig til að tilkynna mér að ég hefði unnið fyrstu verðlaun. Ég reyni þó alltaf að koma heim öðru hverju - var hérna í sumar - en ég á stóra fjölskyldu og það er orðið ansi dýrt að fara á rnilli." - Gaman væri að vita hvort einhverjar af þeim hugmyndum sem viðurkenningu hlutu hafi vakið sérstaka athygli þína? „Mér fannst glerið hans mágs míns (Sören Larsen, sem hlaut 2. verðlaun) afskaplega fallegt. Finnst einnig skemmtilegt að við Sören erum mennt- uð í sama skóla, þannig að þetta ættu að vera viss meðmæli fyrir skólann. Einnig var ég hrifin af þessari hugmynd með móinn. En ég er þó ekki búin að skoða sýninguna nógu vel - þarf að fara þangað aftur.“ - HEI FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER Fréttir Aflborganir húsnæðislána miðaðar við kaupgjaldsvísi- tölu ■ Stefnt er að því að framvegis verði greiðslur verðtryggingar af hús- næðislánum miðaðar við kaupgjaldsvísitölu, ef og þegar hún er lægri en lánskjaravísitala, þannig að tryggt verði að af- borganir af húsnæðislán- um hækki ekki úr hófi fram. Þetta kemur m.a. fram í nýjum tillögum „húsnæðisnefndar" þeirr- ar er félagsmálaráðherra skipaði í sumar og hann kynnti í gær. Tiliögurnar eru nú til umfjöllunar í ríkisstjórninni en ráðherra kvaðst þeim mjög hlynnt- ur. Þetta þýðir þó ekki að endanlegar greiðslur af lánunum lækki, því eftir- stöðvar yrðu áfram reikn- aðar upp samkvæmt láns- kjaravístölu.. En í þeim tilvikum að greiðslur sam- kvæmt kaupgjaldsvísitölu væru lægri, kæmi mis- munurinn fram sem leng- ing á lánstímanum. Tekið skal fram, að hér er einungis átt við lán frá Byggingarsjóðum hins opinbera, þ.e. ríkisins og verkamanna. í tillögunum er lagt til að þjónustu - og upplýsinga- starfsemi á vegum Hús- næðismálastofnunar verði efld með aukinni ráð- gjafarstarfsemi við lán- takendur. Einnig verði hafin skipuleg vinnsla upplýsinga um húsnæðis- mál, svo og gerð forspáa og áætlana um íbúða og byggingarþörf. En að sögn félagsmálaráðherra skort- ir enn sem komið er upplýsingar um húsnæðis- markaðinn í landinu. Þá er og lagt til að kannaðar verði leiðir til að lækka byggingarkostnað, meðal annars með lækkun aðflutningsgjalda á bygg- ingarefni, lækkun að- stöðugjalds og launaskatts. - HEI dropar Hvorki margar né ungar ' ■ Eins og kunnugl er héldu kvenfélög víðs vegar um land „vinnuvöku" um sl. helgi til styrktar öldruðum. Þessi saga úr Víkurblaðinu segir frá því hvernig konur í Laxárdal brugðust við kallinu: „þegar konur úr Laxárdal voru spurð- ar hvort þær ætluðu ekki að halda vinnuviiku til styrktar öldruðum, eins og kvenfélög annars staðar, voru þær fljótar til svars. Jú, jú, þær gætu haldið vinnuvöku og búið til marga fallega muni. Síðan myndu þær kaupa munina af sjálfum sér við vægu verði og afhenda sér peningana og gætu síðan farið t.d. í skemmtiferð til Akureyrar fyrir þennan ágæta styrk frá þessum góðu konum! Eftir þessu að dæma eru konur í Laxárdal hvorki margar né tiltakanlcga ungar.“ Dr. Björn í framboð fyrir íhaldið ■ Nú er kosningaskjálfti far- inn að færast í ýmsa, enda gert ráð fyrir næstu alþingiskosn- ingum fljótlega á næsta ári. Sjálfstæðismenn í Norður- landskjördæmi eystra eru þar engin undantekning. Við síð- ustu alþingiskosningar trón- uðu þeir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal alþingismenn á toppnum á lista ttokksins, en til hliðar við hann hauðJón G. Sólnes og stuðningsmenn hans fram annan lista.. Áreiðanlegar heimildir segja að fyrir næstu kosningar bætist nýr og traustur maður í toppbaráttuna því dr. Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Rannsóknarstofunar fisk- iðnaðarins, hafi ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kemur þetta sumum nokkuð á óvart þegar litið er til þess að hann gegndi starfi aðstoðarráðherra í sjávarútvegsráðherratíð Kjartans Jóhannssonar, for- manns Alþýðuflokksins, á sín- um tíma, og þvi sumir viljað kratakenna hann. Sömu hcimiidir telja að dr. Bjöm eigi frama fyrir sér á þessari braut, því hann hafl mikinn og traustan frændgarð þar fyrir norðán sem styðja muni hann í blíðu og stiröðu. Krummi ... ...er feginn að Moggi skuli vera búinn að átta sig á því að úrslit kosninga í embætti for- seta FIDE ráðist í Luzern í Sviss, þar sem FIDE-þingið og kosningarnar fara fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.