Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Leikhús helgarinraar ■ Úr Hjálparkokkunum eftir George Furth sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld. Þjóðleikhúsið Frumsýning á Hjálparkokkunum Hjálparkokkarnir, nýr bandarískur gamanleikur eftir George Furth verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nú í kvöld. Hér er á ferðinni létt stykki sem allir ættu að hafa gaman af, enda náði verkið miklum vinsældum er það var sýnt á Broadway í fyrra. Leikritið gerist í glæsihúsi á Malibu-strönd í Kaliforníu, en þar hittast fimm vinir og vita satt að segja ekki hvaðan á þá stendur veðrið, síminn er í ólagi, fjöll flytjast úr stað, jörðin gengur í bylgjum og það hriktir í stoðum gömlu vináttunnar. Leikarar í sýningunni eru fimm: Edda Þórarins- dóttir, Helga Backmann, Herdís Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdótt- ir og Róbert Arnfinnsson. Islensk þýðing er eftir Óskar Ingimarsson, Helgi Skúlason leikstýrir, leikmynd er eftir Baltasar, búningar eftir Helgu Björnsson, en lýsinguna annast Kristinn Daníelsson. Leikritið verður sýnt í annað sinn á sunnudagskvöld. Garðveisla Guðmundar Steinssonar verður sýnd í 15. sinn á laugardagskvöld. Verk sem komið hefur töluverðu róti á hugi sýningargesta og orðið tilefni deilna. Garðveisla er nátengd fyrri verkum höfundar og leitast eins og þau við að kryfja vanda nútímamannsins. leikstjóri sýningarinnar er María Kristjánsd., Þórunn S. Þorgrímsdótt- ir gerir leikmynd og búninga, Gunnar Reynir Sveinsson samdi tónlistina og leikhljóðin, en Ásmundur Karlsson sér um íýsingu. Með aðalhlutverkin fara Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason, en fjöldi annarra leikara fer með stór hlutverk í sýningunni. Gosi, barnaleikrit Brynju Benedikts- dóttur eftir sögu Collodis verður á fjölum Þjóðleikhússins í 45. sinn nú á sunnudaginn kl. 14.00 og eru þá aðeins tvær sýningar eftir á þessu vinsælasta verkefni síðasta leikárs. Með aðalhlut- verkin fara Árni Tryggvason, Árni Blandon og Sigurður Sigurjónsson; tónlistin, sem er nýkomin út á plötu er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og við söngtexta Þórarins Eldjárn. Tvíleikur eftir Tom Kempinski sem vakið hefur mikla athygli er ekki á dagskrá Þjóðleikhússins nú um helgina, en næsta sýning þess verks er á þriðjudagskvöldið á Litla sviðinu kl. 20.30. Leikfiélagið í Iðnó í kvöld (föstudag) er leikrit Kjartans Ragnarssonar JÓI sýnt í 98. skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er uppselt á þá sýningu. Sömuleiðis er uppselt á SKILNAÐ eftir Kjartan á laugardags- kvöldið, en þetta nýja verk hans hefur vakið verðskuldaða athygli ekki síst vegna nýstárlegrar sviðsetningar. Guð- rún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson og Valgerður Dan fara þar méð stærstu hlutverkin. Á laugardagskvöldið er miðnætursýn- ing í Austurbæjarbíói á HASSINU HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo, en undanfarnar helgar hefur selst upp á þá sýningu á svipstundu og fólki því ráðlagt að draga ekki að fá sér miða. Þar eru í aðalhlutverkum Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil G. Guðmundsson og Aðalsteinn Bergdal. Miðasala er í bíóinu. Á sunnudagskvöld er 5. sýning á ÍRLANDSKORTINU, nýjasta verkefni Leikfélagsins en það er nýtt írskt leikrit um samskipti írsks sveitafólks og breskra hermanna á síðustu öld. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson en í stærstu hlutverkum eru Karl Guðmunds- son, Steindór Hjörleifsson, Karl Ágúst Úlfsson og Emil G. Gúðmundsson auk þeirra Ásu Svavarsdóttur og Pálma Gestssonar sem þreyta hér frumraun sína og hafa hlotið lof fyrir góða frammistöðu. Kláusarnir í Keflavík Fjölskylduleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus eftir ævintýrum H.C. Andersen í leikgerð Lisu Teztner verður sýnt á morgun, 30. okt, í Félagsbíói kl. 14. Miðasala hefst klukkan 13. Leikstjóri sýningarinnar er Herdís Þorvaldsdóttir, en tónlistin er eftir Valgeir Skagfjörð. Þetta verður síðasta sýning á Kláusunum á Suðurnesjum. Frumsýning hjá Leikfélagi Selfoss Á sunnudagskvöldrð frumsýnir Leik- félag Selfoss leikritið DAGBÓK ÖNNU FRANK í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Leikrit þetta sömdu Bandaríkjamennirnir Goodrich og Hackett fyrir 25 árum og byggðu á 1 raunverulegri dagbók gyðingastúlkunn- ar Önnu Frank, sem um tveggja ára skeið dvaldist innilokuð á vörulofti í Amsterdam ásamt foreldrum sínum, systur og fjórum gyðingum öðrum vegna ofsókna nasista. Hlutverk Önnu Frank er leikið af 14 ára stúlku, Guðrúnu Kristmannsdóttur. Foreldra hennar léika Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Sigríður Karlsdóttir. Aðrir leikendur éru Björk Mýrdal, Gunnar Kristjánsson, Halldór Páll Halldórsson, Rúnar Lund, Þuríður Helgadóttir, Kristín Steinþórsdóttir og Pétúr Pétursson. Alls hafa milli 20 og 30 manns lagt hönd á plóginn við uppsetningu sýningarinnar. Frumsýn- ingin verður í Selfossbíói á sunnudags- kvöldið kl. 21, 2. sýning verður á þriðjudagskvöld ög þriðja sýning föstudagskvöldið 5. nóvember. ✓ Islenska óperan Töfraflautan eftir Mozart, sem frumsýnd var í Gamla bíói í gærkvöldi, verður sýnd tvisvar um helgina, á föstudags og sunnudagskvöld. Hljómsveitarstjóri er Gilbert Levine sem er f slendingum að góðu kunnur eftir fyrri heimsóknir sínar hingað. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en hún setti einnig upp Sígaunabaróninn s.l. leikár og barnaóperuna Litla sótarann nú í haust. Búninga og leiktjöld hannaði Jón Þórisson cn Dóra Einarsdóttir sá um útfærslu búninga og Ijósameistari er Árni Baldvinsson. í aðalhlutverkum eru: Ólöf K. Harðardóttir, Garðar Cortes, Eiríkur Helgason, Steinþór Þráinsson, Guð - mundur Jónsson, Anna Júlíana Sveins- dóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Sieglinde Kahman, Halldór Vilhelmsson, Sigurð- ur Bragason, Sigurður Björnsson, Hjál'mar Kjartansson, Katrín Sigurðar- dóttir. í hlutverki Næturdrottningarinn- ar er ung austurrísk söngkona Lydia Rúcklinger, sem syngur hér sitt fyrsta hlutverk á óperusviði. Á laugardag verða tvær sýningar á barnaóperunni Litli sótarinn á laugar- dag , sú fyrri kl. 14.00 en sú síðari kl. 17,00. Ágæt aðsókn hefur verið að Litla sótaranum sem óperan hóf sýningar á í haust. Skipulagðar hafa verið skólasýn- ingar í sanrráði við tónmenntakennara grunnskólanna á Stór-Reykjavíkursvæð- inu sem hafa undirbúið óperuferðina með nemendum sínum í skólanum áður en farið er. Hafa þessar skólasýningar tekist Ijómandi vel og börnin verið dugleg að syngja áhorfendasöngvana sem þau þá yfirleitt eru búin að læra áður. 3 LOKSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiðskífan með Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aðeins 165 kr Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. Sími 93- 2735 ■ Steinþór Þráinsson í hlutverki Papagenós í Töfraflautunni eftir Mózart, sem íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi. Tvær sýningar verða á Töfraflautunni um helgina. sjónvarp Sunnudagur 31. október 18.Q0Sunnudagshugvekja Séra Kristinn Ágúst Friðlinnsson flytur. 18.10 Stundin okkar Farið verður i heim- sókn til Akraness, sementsverksmiðjan skoðuð og fylgst með foreldraskemmtun i Grundaskóla. Austurriskur jafnvægis- listamaður leikur listir sínar. Herdís Egilsdóttir les Irumsamda sógu sem hun hefur myndskreytt. Islenskuþrautir verða enn lagðar fyrir áhorfendur. Þórður og Bryndis hjálpast að viö kynningar en upptoku stjórnaði Elín Þóra Friðfinns- dóttir. 19.10 Hló 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menrtingar- mál og fleira. Dagskrárgerð: Áslaug Ragnars, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Andrés Indriðason og Kristin Pálsdóttir. 21.40 Schulz í herþjónustu Fjórði þáttur. i þriðja þætti gróf Schulz sjóðinn í jörð á Englandí en tók með sér nokkurt skotsilfur. Áætlunin fer í handaskolum og Schulz flýr yfir til Frakklands. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Helgiförin mlkla Mynd sem Sjón- varpiðlét nýlega gera um hina umfangs- miklu pilagrimaflutninga Flugleiða til borgarinnar Mekka í Saudi-Arabíu. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. Kvikmyndun: Páll Reynisson. Hljóðupp- taka: Jón Arason. 23.05 Dagskrárlok ■ Andrés Bjömsson les kafla úr nýútkominni bók eftir séra Jón Thorarensen. útvarp Sunnudagur 31.október - 8.00 Morgunandakt 8.10 Fréttír ~ 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Llt og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa i Þlngvallakirkju. (hljóðr. 24. þ.m.) Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. ' 13.20 Berlinarfilharmónlan 100 ára 1. þáttur: „Með Hans von Bulow byrjaði velgengnin". Kynnir: Guðmundur Gils- son. 14.00 Leikrit: „Morðið I rannsóknarstot- unni“ ettir Escabeau 15.05 „Lítið skinn" Andrés Björnsson les kafla úr nýútkominni bók eftir séra Jón Thorarensen.. 15.15 Kaffitiminn. 15.30 I leikhúsinu Sigmar B. Hauksson stjórnar umræðuþættiTim verkefni leik- húsanna i vetur. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveit- ar íslands i Háskólabiói 14. þ.m. 18.05 Það var og ... Umsjón: Þráinn Bertelsson. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarlð? - Spurningaþáttur útvarpsins á sunnudagskvöldi. (RÚVAK) 20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Guðrún Birgisdóttir stjómar. 20.45 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 21.30 „Bókmenntabanki Agnesar von Krusenstjárna" Þórunn Elfa Magnús- dóttir flytur þriðja og siðasta enndi sitt. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Skáldlð á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (5). 23.00 Kvöldstrenglr Umsjón: Helga Alice Jóhanns. (RÚVAK). 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sunnudagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.