Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTTJDAGUR 29. OKTÓBER 1982 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 HelgarpakkinnJ Helgarpakkinn gódar í sjónvarpi: Munaður og óhóf Fundið fé, Cat Ballou og Óhreinir englar ■ Sjónvarpið verður með þjár góðar kvikmyndir til sýningar.um helgina. Á föstudagskvöld verður Sovésk bíómynd frá árinu 1981, nefnist hún Fundið fé og er byggð á leikriti eftir Ostrovskí, sem gerist um síðustu aldamót. Myndin fjallar um mæðgur sem hafa tamið sér munað og óhóf. Þegar heimilisfaðirinn verðurgjaldþrota sýnist þeim vænlegast að dóttirin kræki sér í ríkan eiginmann. Leikstjóri myndarinn- ar er Evgení Matveév. Á laugardagskvöld klukkan 21.00 verður bandaríski vestrinn „Cat Ballou“ frá árinu 1965 í sjónvarpinu. Margir muna eflaust eftir þessari mynd frá því hún var sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi við góðar undirtektir. í henni leika þau Lee Marvin og Jane Fonda aðalhlutverk. I ^ ' 4 ; ■1 c í ýfctcm I ■ Múhameðstrúarkona á götu í Algeirsborg, en hluti myndarinnar „Helgiförin“ var tekin þar. Jane kemst að því þegar hún kemur heim úr kvennaskóla að fjárplógsmenn nokkrir vinna að því leynt og ljóst að hrekja föður hennar af eignarjörð hans. Ræður húntil',sírílandskumra: ■ skyttu, Lee Marvin, sem er æði drykkfelldur og snýr vörn í sókn. Endursýnda myndin á laugardag nefnist Óhreinir englar (Angels With Dirty Faces), með stjörnurnar James Cagney, Pat O’Brien og Humphrey Bogart í aðalhlutverkum. Myndin er frá 1938 og fjallar hún um tvo götustráka úr fátækrahverfi í New York sem bindast vináttuböndum sem ekki rofna þótt annar verði glæpamaður að atvinnu og hinn prestur. Myndin var áður sýnd í sjónvarpinu í janúar 1974. - Sjó. Sjórivarps- mynd um pílagríma flutninga Flugleida ■ Lee Marvin leikur drykkfellda skammbyssuskyttu í Cat Ballou, sem verður í sjónvarpinu á laugardagskvöld. ff Helgiförin mikla” — Flugleiðir í Algeirsborg, Alexandriu og Jeddah ■ „Við vorum þarna niður frá í rúma viku og höfðum af því mikla ánægju. Sérstaklega var gaman að finna það hversu vel íslendingar eru kynntir; hvað þeir innfæddu bera til þeirra mikið traust," sagði Sigrún Stefánsdóttir, umsjónarmaður sjón- varpsmyndarinnar „Helgiförin mikla“, sem sýnd verður í sjónvarp- inu klukkan 22.30 á sunnudagskvöld. Myndin fjallar um hina umfangs- miklu pílagrímsflutninga sem Flug - leiðir annast frá Norður-Afríku til Mekka. Sigrún kvað myndina byggða á viðtölum við fólk, pílagríma, starfsfólk Flugleiða og aðra sem vinna við pílagrímsflugið. Myndin var tekin í þremur borgum, Algeirsborg og Alexandríu, sem báðar eru í Alsír, og Jeddah í Saudi Arabíu. „Það kom mjög vel fram í viðtölum við fólk hvað Flugleiðir eru í miklum metum. Félagið hefur staðið sig svo vel að almenna athygli hefur vakið,“ sagði Sigrún. Með Sigrúnu í förinni voru þeir Páll Reynisson, kvikmyndatöku- maður og Jón Arason, hljóðupptöku- maður. - Sjó. I Stúdenta- kjallaranum ■ Tómas Einarsson bassaleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaug- ur Briem trommuleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari leika léttan jass í Stúdentakjallaranum á sunnudags- kvöld frá kl. 21.00. Allir þessir hljóðfæraleikarar eru jassáhugamönnum að góðu kunnir, en þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir þegar náð að komast í fremstu röð íslenskra jassleikara. Tómas Einarsson leikur nú með Nýja kompaníinu, en sú sveit þykir hafa staðið sig með mikilli prýði að undanförnu og hljómplata hljómsveitar- innar hefur fengið ágætar viðtökur. Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem hafa báðir gert garðinn frægan í Mezzoforte sem nú fagnar fimm ára afmæli. Ný hljómplata er komin út með Mezzoforte og þykir hún með því besta sem hérlendis hefur komið út á bræðslujasssviðinu. Tappi Tíkarrass verður meðal hljómsveitanna á UPP OG OFAN hátíðinni í Félagsstofnun um helgina. ■ Píanóleikarinn Penelope Roskell heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 20.30 og þeir seinni í hótelinu í Borgarnesi á sunnudaginn klukkan 15.30. Penelope nam píanóleik við Konung- lega tónlistarskólann í Manchester, þar sem kennari hennar var George Hadjinikos. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir Berg, Beethoven, Mozart og Stravinsky. Upp og ofan — hátíd ■ Upp og ofan, félagsskapur án markmiðs, heldur skemmtun í Félags- stofnun Stúdenta við Hringbraut 29. og 30. okt. næstkomandi. Föstudaginn 29. október koma eftir- taldar hljómsveitir og listamenn fram: Vébandið; ung og efnileg hljómsveit úr Keflavík, Q4U; nú skal segja, Allsherj- arfrík; knáir sveinar frá ísafirði, sem eru að gera hluti sem engan hefði órað fyrir að gerðust hér á landi, Tappi Tíkarrass; sífellt er sveitin ausin meira lofi og er það vel. Laugardaginn 30. okt. koma hins vegar eftirtaldir aðilar fram: Magnús í Hvalnum, Þór Eldon, Seinar Express, Trúðurinn, Þorri og Vonbrigði. Aðgangseyrir á hvora skemmtun um sig er 80 krónur, en miði er gildir bæði kvöldin kostar hins vegar aðeins 100 krónur. Félagar í Upp og Ofan fá 25 prósent afslátt á verði aðgöngumiða. Mikill tónlistarvidburður í Gamla bíói annað kvöld: Fyrstu áskriftar- tónleikar íslensku hljómsveitarinnar ■ Fyrstu tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar verða í Gamla Bíói annað kvöld kl. 21.00. Hljómsveitin hefur æft verkefnaskrá að undanförnu, sem ber yfirskriftina „Austurríki-höfuðból tón- listarinnar". Verða flutt verk eftir Gluck, Mozart, Beethoven og Pál P. Pálsson. Einleikari verðurGísli Magnús- son. Sala áskriftarskírteina hefur gengið vonum framar og eru aðeins um 70 miðar óseldir. Frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu hljómsveitarinnar í síma 24972 fyrir hádegi og miðasala verður frá 16-19. ■ Nú er spurningin hvort tönlistarunnendur meta framtak hinna ungu tónlistarmanna sem skipa Islensku hljómsveitina að verðleikum, og gera þeim þar með kleift að starfa áfram. sjónvarp Mánudagur 1. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veftur , 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenní 20.45 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felíx- ‘son. 21.15 Fjandvlnir. Fimmti báttur. Er sann- leikurinn sagna bestur? Þýöandi Guðni Kolbeínsson. ur. Breskur gamanmyndallokkur. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.40 Fyrlrvinnan (The Breadwinner) Breskt sjónvarpsleikril eftir Somerset Maugham. Leiksljóri Alvin Rakoff. Aðal- hlutverk: Michael Gambon og Judy Parfitt. Miðaldra verðbréfasali hefur fengiö sig fullsaddan á atvinnu sinni, heimili og fjölskyldu. og ákveður að taka til sinna ráða. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.35 Dagskrárlok mánudagur ■ Maríus Þ. Guðmundsson tular um daginn og veginn í samnefndum þælti. útvarp Mánudagur 1. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orð. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" 9.20 Leikflmi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaftarmál Umsjónarmaður: Óttar Geirsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.) 11.00 Létttónlist 11.30 Lystauki (RÚVA - Bein sendíng). ' 12.00 Dagskrá. Tónleikar. rilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-. ingar. Tónleikar. Mánudagssyrpa - Ólafur Þórðarson. 14.30 „Móftir mín í kvi kvi" eftir Adrian Johansen Helgi Elíasson les (9). . 15.00 Miftdegistónlelkar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Borgarasöngvaram- ir“ (Áður útv. '63). 17.00 Þættir úr sögu Afrfku II. þáttur - Sunnan Sahara Umsjón: Friðrik Olgeirs- son. 17.40 Skákþáttur Umsjón: Guömundur Arnlaugsson. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvóldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál 19.40 Um daginn og veginn Marius Þ. Guðmundsson talar. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Tónlistfrá 16. og 17. öld. 21.45 Útvarpssagan: „Brúftarkyrtlllinn" eftir Kristmann Guftmundsson 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orft kvöldsins 22.35 Á mánudagskvöldi með Páii Heiðarí Jónssyni 23.15 Frá tónlistarhátíftinni i Björgvln 23.45 Fréttir. Dagskrárlok sjónvarp Þriðjudagur 2. nóvember. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veftur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.305 Könglarnir. Stutt sænsk barnamynd. Þýðandi Hallveig Thorlaci- us. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 20.40 Þróunarbraut mannsins Fimmti þáttur. Nýtt skeift. I þessum þætti er fjallað um Neanderthalsmenn, sem uppi voru á síðustu isöld. oa hlutverk þeirra I þróunarkeðjunni. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.30 Lifift er lotterí. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Sakamálaflokkur í sex þáttum frá 'sænska sjónvarpinu. Hér segir frá ævintýralegu gullráni, seinheppnum manni, sem dettur í lukkupottinn, og Simonsson, lögreglufulltrúa, sem falin er lausn málsins. Þýðandi Hallveig Thorla- cius. 22.20 Á hraftbergi. Viðræðu-og umræðu- þáttur. Stjórnendur þáttarins, Halldór Haildórsson og Ingvi Hrafn Jónsson , ásamt Hauki Helgasyni, aðstoðarrit- stjóra, leggja spurningar fyrir dr. Jó- hannes Notdal, seölabankasfjóra. 23.05 Dagskrárlok. ■ Manuela Wiesler var meðal einleikara á U.N.M. tónleikunum í Austurbxjarbíói. útvarp Þriðjudagur 2. nóvember 7.00 Veðurlregnir. Fréttir Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Frétlir. 8 15_Veðurfregnir. Morgun- orð. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar" ettir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson byrjar lestur þýðing- ar sinnar, Olga Guðrún Árnadóttir syngur 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. r 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Áftur fyrr á árunum" Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. 11.00 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Gæftum ellina lifi'Umsjón: Dogg Pálsdóttir 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Þriðjudaggsyrpa 14.30 „Móftir min i kvi kvl“ eftir Adrian Johansen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (10) 15.00 Miftdegistónleikar. \ 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagift mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalog barna. 17.00 „SPÚTNIK". Sltthvað úr heimi vísindanna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Torfason. (RÚVAK). 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldSins 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tiikynningar. Tónleikar. 20.00 Frá tónleikum norrænna ung- menna U.N.M. I Austurbæjarbiói 22. se'pt. s.l. 21.15 Kórsöngur 21.45 Útvarpssagan: „Brúftarkyrtillinn" eftir Kristmann Guftmundsson 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orft kvöidsins. 22.35 Stjórnleysi - Þáttur um stjórnmál fyrir áhugamenn. 23.15 Onf kjöllnn Bókmenntaþáttur í um- sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. þriðjudagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.