Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. fréttii Miklu fleiri karlar ganga langskólamermtaveginn en konur: ERU FJÓRTAN SINNUM FLEIRI EN KONURNAR appelsínu marmelaði á brauðið EFNAGERÐIN FLORA ■ Aðeins 0,6% þeirra kvenna (6 konur af 1.095) sem jafnréttiskönnun 1980-82 í Reykjavík náði til höfðu að baki svokallað lengra háskólanám - þar með talin embættispróf af öilu tagi - á móti 8% karla (85 af 1.080 körlum). Hlutfalls- lega eru langskólamenntaðir karlar sam- kvæmt því um 14 sinnum fleiri. Sé litið á allt nám á háskólastigi voru karlar um tvöfalt fleiri, eða um 22% (236) á móti um 11% kvenna (125). Þó háskólamenntaðar konur séu enn um helmingi færri en karlar eru þær þó verulega að sækja í sig veðrið á þeim vettvangi. Þannig hefur hlutfall þeirra vaxið úr rúmum 3% af 50-59 ára hópnum og í um 20% af 20-29 ára hópnum, eða rösklega sexfaldast. Samsvárandi tölur hjá körlum eru tæp 12% upp í tæp 28%. Þess má og geta að af körlunum í könnuninni voru 6,2% enn námsmenn en 4,8% kvennanna. (Hópurinn er allur á aldrinum 20-60 ára). Um 64% allara kvenna höfðu 10 ára skólagöngu eða skemmri að baki (689) á móti aðeins 28% karlanna (303). Verulegur munur kemur þó fram eftir aldurshópum þar sem þessi tala er komin niður í rúm 50% hjá 20-29 ára konunum, á móti 24% hjá körlunum. Iðn-, sjómanna-, hjúkrunar- og ljós- mæðranám og önnur starfsréttindi af svipaðri lengd hafa 38% karla á móti 10,7% kvenna. Annað framhaldsskóla- nám:Verslunar-, samvinnuskóla-, kennara (gamla), stúdents- og annað nám af álíka lengd hafa um 11% karla og rösk 13% kvenna. Samanlagt hefur því um helmingur karla (49,5%) og tæpur fjórðungur kvenna (24,5) lokið framhaldsnámi í fyrrnefndum greinum. Hjá konum er slíkt nám röskum þriðj- ungi algengara í yngsta hópnum en þeim elsta, en nokkuð svipað hjá ungum körlum og þeim eldri. LANDSSMIDJAN Framleióum Fóðurblandarar: 1000 lítra blandari kr. 63.800 meö 4 kw mótor 59.000.- án mótors. 1500 Iftra blandari kr. 81.100.- með 7,5 kw mótor 71.600, - án mótors. 2000 lítra blandari kr. 92.400. með 11 kw mótor 82.900.- án mótors. Hakkavélar: Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 102.400.- með 11 kw mótor. Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 92.625.- án mótors. Fínhakkari kr. 67.600. - með 7,5 kw mótor. Fínhakkari kr. 58.755.- án mótors. Verðið semer ánsölu- skatts er háð breyt- ingum á verðlagi efnis og vinnu. LANDSSMIDJAN Tl 20 6 80 NOTAR^S ÞÚ /r a yas"" Bein braut í Búnaðarbankann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.