Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 6
6 ÞRJÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. stuttar fréttir ■ Forseti tslands. Vigdís Finnbogadóttir veitti 36 dróttskátum forseta- merki í Bessastaðakirkju s.l. laugardag. Forsetinn er verndari skátahreyfingarínnar og forsetamerkið er æðsta verkefnisgráða sem dróttskátar geta unnið til. Forsetamerki er veitt árlega, ávallt í október á haustin. til að öðlast það þurfa skátar að skila vissu þjónustuverkefni, sem tekur tvö ár og felst m.a. í því að vera foringjar yngrí skáta, halda nákvæma dagbók um starfið og ýmislegt annað. Tímamynd Ella Um 30.000 kr. ágóði af vinnuvöku í Skagafirði ■SKAGAFJÖRÐUR: Samband skagfirskra kvenna hélt sína vinnu- vöku í Húsmæðraskólanum á Löngu- mýri með þátttöku allra 14 kvenfé- laganna á sambandssvæðinu. Hófst vakan kl. 20.00 á föstudagskvöld og stóð óslitið til kl. 15.00 á sunnudag 24. október og var unnið sleitulaust í glöðum hópi. Nokkrar konur vöktu af heila nótt, aðrar skiptust á að vaka og margar tóku þátt í vökunni báða dagana en einnig bárust góð aðföng í mat, hannyrðum og listmunum. Á messutíma sunnudagsins var helgistund í kapellu Löngumýrar- skólans, en síðan hófst kaffisala og basar. Komu um 170 manns til að styrkja hið góða málefni, kaupa eigulega muni og drekka sunnudag- skaffið. Nam ágóðinn 30.000 króna og rennur hann óskiptur til Bygg- ingarsjóðs dvalarheimila aldraðra, sem reist verða á þremur stöðum í héraðinu: Á Sauðárkróki í tengslum við Sjúkrahús Skagfirðinga, á Hofs- ósi og í Varmahlíð. -Á.S./Mælifelli. Toledo vogir aftur til íslands ■ Nýlega gekk ísvog hf. frá samn- ingum við framleiðendur Toledo- voga í Bandaríkjunum um að taka að sér umboð fyrir vogir þessar á íslandi. Hefur Toledo-umboð ekki verið hér á landi í rúman áratug og hafa því fjölmargir verslunareigend- ur þurft að fá varahluti í verslunarvog- ir sínar erlendis frá. Toledo- fyrirtækið mun vera eitt elsta sinnar tegundar í heiminum í dag og að sögn Guðlaugs Hermanns- sonar, eiganda ísvogar, hefurToledo nú 'umboð í yfir 100 löndum víðs vegar um heiminn. Guðlaugur sagði að mikið magn eldri voga frá Toledo væri fyrir í landinu og því hefði það verið brýnt að fá viðgerðar- og umboðsþjónustuna inn í landið aftur. Fyrsta daginn sem ísvog hf. bauð upp á hinar nýju vogir, seldust tíu stykki, en alls hefur fyrirtækið selt um 170-180 vogir af ýmsum stærðum og gerðum frá því að það var sett á laggirnar fyrir um tæpu ári síðan. Stærsta vogin sem selst hefur *er 60 tonna rafeindavog fyrir vörubíla, en auk þess hefur ísvog hf. selt tvo bandartska slökkviliðsbíla norður í land. -ESE Polaris hf. í nýtt húsnæði 1 Polaris hf., sem undanfarin ár hefur aðallega annast sölu á farseðl- um fyrir Pan American flugfélagið, hefur nú breytt rekstrinum meira yfir í almenna ferðaskrifstofu í endur- bættu og stærra húsnæði að Banka- stræti 8 í Reykjavík. Ferðaskrifstofa Polaris annast alla almenna ferðaþjónustu s.s. farpant- anir og farseðlaútgáfu, hótelpantan- ir, lesta- og rútupantanir, svo og bílaleigupantanir fyrir einstaklinga og hópa. Ferðaskrifstofan tengist ALEX farpöntunartölvu Flugleiða h.f. og hefur jafnframt aðgang að bókunar- kerfi Pan Am, sem áhersla er lögð á að hafa samband við um allan heim. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Pétur Már Helgason og aðrir starfsmenn eru frú Ulla Bertelsen, sem unnið hefur fyrir söluumboð Pan Am frá upphafi og Brynja Runólfsdóttir er starfar beint við ferðamálin. HEI lenska sjó- réttarfélag” stofnað ■ Nýlega var gengið frá stofnun félags áhugamanna um sjórétt og ber það nafnið „Hið íslenska sjóréttar- félag." Hlutverk félagsins er að efla íslenskan sjórétt sem fræðigrein og auka áhuga á greininni og kynna hana., Félagið hyggst m.a. ná markmiði sínu með því að efla útgáfu fræðirita í sjórétti, leita eftir tengslum við erlenda fræðimenn og stofnanir, sem tengjast sjórétti og stuðla að eflingu greinarinnar innan Háskóla íslands. Félagið mun starfa sem deild í Alþjóðlegu sjóréttarnefndinni, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Antwerp- en. Þjóðarátak gegn krabbameini: HVER (SLENDINGUR GAF UM 55 KRÓNUR ■ „Hver íslendingur gaf að meðaltali 55 krónur og það verður að teljast stórkostlegur árangur,“ sagði Eggert Ásgeirsson, formaður framkvæmdar- stjórnar Landsráðs gegn krabbameini, þegar Tíminn spurði hann hvernig söfnunin hefði gengið á laugardaginn. Alls komu inn á laugardaginn 12.809.000 krónur eða 55 krónur á hvert mannsbarn í landinu. í Reykjavík söfnuðust 4.403.000 krónur sem þýðir 52 krónur á mann. Reyknesingar gáfu að meðaltali 42 krónur eða 2.198.000 alls. Á Vesturlandi söfnuðust 933.000 krónur sem þýðir að hver gaf 62 krónur að meðaltali. Vestfirðingar gáfu einnig 62 krónur að meðaltali eða 648 þúsund alls. 596 þúsund krónur söfnuðust á Norðurl- andi-Vestra og jafngildir það 56 krónum á mann. Á Norðurlandi-Eystra komu inn 1.416.000 krónur eða 55 krónur á mann. Austfirðingar reyndust örlátastir í söfnuninni á laugardaginn. Peir gáfu alls 855 þúsund en það jafngildir 66 krónum á mann. Sunnlendingar gáfu 1.102.000 krónur sem gerir 56 krónur á mann að meðaltali. Söfnuninni bárust 658 þúsund krónur frá hinum og þessum sem ekki er hægt að staðsetja. Alls er hér um að ræða 12.809.000. þúsund krónur þar af fóru 3.20% í kostnað svo eftir standa 12.399.000 krónur sem óskiptar renna til byggingar á nýrri krabbameinsleitarstöð við Hvassaleiti í Reykjavík. Teikningar af fyrsta áfanga stöðvarinnar liggja þegar fyrir og búist er við að hægt verði að ljúka byggingu áfangans sumarið 1984, eða eftir tæp tvö ár. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar voru nokkrir hreppar og sveitarfélög sem sérstaklega skáru sig úr hvað varðar framlög íbúanna til söfnunarinnar. í því sambandi nefndi hann Öxnadalshrepp, en þar gaf hver íbúi að meðaltali 189 krónur. Hvert mannsbarn á Laugum í Þingeyjarsýslu gaf 174 krónur. Bakkfirð- ingar gáfu 116 krónur hver, Reyðfirðing- ar 107 krónur og Grímseyingar 106 krónur. Önnur byggðalög skiluðu minna en 100 krónum á mann. Loks nefndi Eggert að söfnuninni væru enn að berast framlög. T.d. hefði útgerð og áhöfn mb. Ófeigs VE 325 gefið andvirði 20 tunna af síld. Sjó ■ Tekið á móti söfnunarfé í cinni hverfaskrífstofanna í Reykjavík á laug- ardaginn. Túiiamynd: Ari ■ „Hver íslendingur gaf að meðaltali 55 krónur og það verður að teljast stórkostlegur árangur.“ Tímamynd: Ari Könnun Neytendasamtakanna: SS hamborgarar komu verst út ■ „Spurningin um hvað er betra eða hvað er best hlýtur alltaf að verða matsatriði“, sagði Jón Friðjónsson, framleiðslustj. hjá Sláturfélagi Suður- lands m.a., er Tíminn ræddi við hann vegna nýframkvæmdrar gæðaprófunar á hamborgurum. Peir þrír staðir sem þar urðu neðstir á blaði í mælingum á næringargildi - sem metið var út frá hlutfalli hvítu og fitu í kjötinu - kaupa allir hamborgara sína frá Sláturfélaginu. „Þegar nokkrir veitingamenn hófu að kaupa af okkur hamborgara fyrir ekki svo löngu síðan líkuðu þeim ekki þeir hamborgarar sem við framleiðum og seljum til almennra neytenda í verslun- um. Þóttu þeim þeir of seigir og þurrir. f framhaldi af því voru í samvinnu við veitingamennina gerðar tilraunir með að nota feitara kjöt en bæta það upp með eggjahvítuefnum. Auk þess að verða safaríkari þótti veitingamönnum þeir borgarar bragðast betur, sem hlýtur líka að vera það sem fólk sækist aðallega eftir með kaupum á slíkum snarlmat, fremur en að það hugleiði svo mjög næringargildi slíks matar. Það er því vegna þess að fitan er heldur meiri, að þessir borgarar koma verr út í þeirri könnun sem gerð var heldur en borgarar gerðir úr magrara kjöti,“ sagði Jón. Aðspurður kvað hann það mjög algengt hjá hamborgarakeðj- um erlendis að nota feitara kjöt sem bundið er með eggjahvítuefnum. Efnið í þessa hamborgara sagði Jón ódýrara en í borgara sem eingöngu eru úr nautakjöti enda fengju veitingamenn þá á lægra verði. Borgara þessa kvað hann einungis selda til veitingahúsa. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.