Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. 7 ■ Brésnjef og Hnsak, leiðtogi tékkneskra kommúnista. Er Reagan ad sætta Sovétríkin og Kína? erlent yfirlit Ríkin munu halda viðræðum áfram ■ SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var meiri háltar hersýning á Rauða torginu í Moskvu, sem ekki er nein nýlunda. Þessi atburður þótti samt tíðindum sæta vegna þess, að Leonid Brésnjef flutti þar ræðu, sem hefur orðið mikið umtalsefni fjölmiðla. í ræðunni veittist Brésnjef mjög harkalega að Bandaríkjunum og þeirri utanríkisstefnu, sem þau hafa fylgt síðan Reagan kom til valda. Brésnjef gaf það óspart til kynna, að stefna þessi markaðist af hatri í garð Sovétríkjanna og markmið hennar væri að koma Sovétríkjunum á kné. Tak- marki þessu ætli Bandaríkin að ná á tvennan hátt. í fyrsta lagi með að beita Sovétríkin sem mestum efnahagslegum þvingun- um, sem reynt væri að fá bandalagsríki Bandaríkjanna til að taka þátt í, þótt það stríddi gegn augljósum hagsmunum þeirra. í öðru lagi með stórauknu vígbúnað- arkapphlaupi, sem hefði það markmið að tryggja Bandaríkjunum algera yfir- burði í hvers konar vopnabúnaði. Þannig ætti að þvinga Sorvétríkin til undanláts og undirgefni. Brésnjef lýsti síðan yfir því, að þetta skyldi Bandaríkjamönnum aldrei takast. Rússar myndu leggja harðara að sér, auka vígbínað sinn og koma þannig í veg fyrir yfirburði Bandaríkjanna á víg- búnaðarsviðinu. Aldrei aftur skyldu óvinir Sovétríkjanna mæta herjum þeirra óviðbúnum eins og hefði gerzt 1914 og 1941. ÞAÐ voru ekki aðeins þessar yfirlýs- ingar Brésnjefs, sem voru harðorðari en slíkar yfirlýsingar hafa verið um langt skeið, sem vöktu athygli. Hitt vakti jafnvel enn meiri athygli að Brésnjef vék að sambúðinni við Kína og taldi mikilvægt að hún kæmist í nýtt og betra horf. Þetta er í þriðja sinn í stórræðu á þessu ári, að Brésnjef ræðir um sambúðina við Kína á þennan hátt. Margir fréttaskýrendur víða um heim hafa þótzt lesa út úr þessari ræðu Brésnjefs, að veruleg breyting væri í aðsigi á utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Valdhafar Sovétríkjanna þættust sjá fram á, að engir samningar myndu nást milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna meðan Reagan eða skoðanabræður hans fari með völd í Bandaríkjunum og því yrði að reikna með því, að vígbúnaðarkapphlaupið færðist í aukana. Jafnhliða þessu yrði Sovétríkin að búa sig undir auknar viðskiptaþvinganir af ■ Deng. hálfu Bandaríkjanna og þeirra ríkja, sem fylgja þeim að málum. Þetta neyddi Sovétríkin til að snúa sér meira í aðrar áttir og leita sér þar viðskipta og vina. í þeim efnum myndi það reynast mikil- vægast að bæta sambúðina við Kína. Brésnjef hefur ekki látið sér nægja orðin ein, hvað þetta snertir. Hann hefur haft forgöngu um, að aftur yrðu hafnar viðræður milli kínverskra og rússneskra stjórnvalda, sem hófust nokkru fyrir innrásina í Afganistan, en Kínverjarslitu þeim þá í mótmælaskyni. Kínverska stjórnin hefur fallizt á þetta og hófust þessar viðræður í Peking fyrri hlutann í september. Þeim lauk fyrir nokkru, án þess að nokkur tilkynning væri gefin út um þær. Því var aðeins lýst yfir að þeim yrði haldið síðar áfram í Moskvu. Fréttaskýrendur áttu ekki heldur von á meiru að þessu sinni. Vitað var að Kínverjar myndu ekki fara að neinu óðslega. Það hafa Rússar líka vafalaust gert sér ljóst. Það þykir hins vegar segja sína sögu, að viðræðunum verður haldið áfram. Viðræðunum, sem fóru fram í Peking að þessu sinni, er yfirleitt lýst sem „viðræðum um viðræður," þ.e. að hér hafi aðeins verið um undirbúning viðræðna að ræða. Fulltrúar hvors ríkis um sig hafi haldið ræður og skýrt viðhorfin frá sínu sjónarmiði, án þess að ræða þau svo frekar að þessu sinni. Eftir þetta viti hvor aðilinn um sig betur um afstöðu hins og á þeim grundvelli verði svo ræðzt við áfram. AF HÁLFU Kínverja var því yfirlýst áður en viðræðurnar hófust, að Rússar þyrftu að gera þrennt áður en raunveru- legar viðræður gætu hafizt. Þeir þyrftu að draga úr herbúnaði sínum við kínversku landamærin, aflétta herset- unni í Afganistan og hætta stuðningi við Víetnama í Kampútseu. Vafalaust hafa Rússar ekki fallizt á neitt af þessu, a.m.k. ekki að sinni. Þrátt fyrir það hafa orðið veruleg blæbrigði á umræðu kínverskra fjölmiðla um af- stöðuna til Sovétríkjanna. Þau eru að vfsu áfram gagnrýnd fyrir yfirdrottn- unarstefnu, en tónninn er ekki eins harður og áður. Jafnframt eru Sovét- ríkin og Bandaríkin nú oft lögð að jöfnu, en um skeið voru Sovétríkin talin enn hættulegri. Þessara blæbrigða hefur einkum gætt eftir að flokksþingi kínverskra kommún- ista lauk, en þar þykir Deng, sem enn er lalinn hinn sterki maður Kína, hafa styrkt stöðu sína. Þessi breytti tónn í kínverskum fjölmiðlum er m.a. talinn stafa af því, að leiðtogar Kína telja Reagan leika tveimur skjöldum í sambandi við afstöðuna til Taiwan. Hann haldi áfram verndarhendi yfir útlagastjórninni þar. Hjá kínversku stjórninni virðist það ekki aðeins vera metnaðarmál að innlima Taiwain í Kínaveldi. Hún virðist einnig óttast, að þaðan verði rekinn áróður, sem gæti valdið óróa á meginlandinu. Þannig virðist stefna Reagans eiga sinn þátt í því, að heldur dregur nú saman með stjórnum Kína og Sovétríkj- anna. Ef til vill á bætt sambúð þessara ríkja, styttra í land en margan grunar. Telji valdhafar þessara ríkja, að það sé hagsmunamál þeirra að bæta sambúð- ina, er það auðveldara fyrir þá að ryðja ágreiningi úr vegi en það myndi reynast forustumönnum lýðræðisríkja. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mínútu í báðar áttir. Verð kr. 1.897,- m/söluskatti. Rendum hvert á land sem er. Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Startarar og Alternatorar Fyrir: Datsun Land Rover Toyota Cortína Mazda Vauxhall Galant Mini Honda Allegro o.fl. enskar bif reiðar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. Útvegum með stuttum fyrirvara diselvélar I Bedord c 330 cup Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gírkassa. Einnig ýmsa aðra varahluti í enskar vinnuvélar. ÞYRILL SF. SS5ST Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.