Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. 16 TÆKIFÆRH) GRÍPTU GREITT Við þurfum að rýma fyrir nýjum vörum og erum reiðubúnir að gefa þér góðan afslátt af eftirfarandi: Skidoo Citation vélsleöi, notaöur. Artic Pantera, notaöur. Bombardier snjóbíll. Mercedes Benz Unimog, radarbíll. Dodge Weapon diesel. Camper-hús á pick-up. Álhús á pick-up. Hjólhýsi. Tjaldvagn. Gróöurhús. Gísli Jónsson & Co.«. Sundaborg 41, sími 86644. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-62048. 132 kV Suðurlína. Stálsmíði. Opnunardagur: Mánudagur 15. nóvember 1982 kl. 14.00. Verkið felst í smíði zinkhúðaðra stálhluta ásamt flutningi á þeim til birgðastöðvar í Reykjavík,- Verkið skiptist í verkhluta 1,2 og 3. Verkkaup leggur til smíðaefni í verkhluta 3 og að hluta til í verkhluta 1. Bjóða má í hvern verkhluta fyrir sig eða alla. Verkhlutum 1 og 2 skal Ijúka 1. júní 1983 en verkhluta 3 skal Ijúka 1. maí 1983 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. nóvember 1982 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavik, 29.10.1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Staða bæjarstjóra í Grindavík er laus til umsóknarfrá 1. apríl 1983 að telja. Umsóknir um stöðuna óskast sendar forseta bæjarstjórnar, Ólínu Ragnarsdóttur Ásabraut 7, sími 92-8207, fyrir 1. des. n.k. og gefur hún jafnframt frekari upplýsingar. Bæjarstjóri BilaleiganAS CAR RENTAL rmr* 29090 ZTZZll3 REYKiANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 ■ Þátttakendur fylgjast með fyrirlestri Vigfúsar Geirdal. Litið við á námskeiði með öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum hjá SÍS: „SAMVINNI JHREYFING- IN HEFUR I FORYSTU í ÞESSUM MÁLUM” daga námskeið fyrir öryggistrúnaðar- mann og öryggisverði á vinnustöðum SÍS á Reykjavíkursvæðinu. Það voru Vinnumálasamband samvinnufélag- anna, Starfsmannafélag SÍS og Vinnueftirlit ríkisins, sem stóðu að námskeiðinu og tóku þátt í því um þrjátíu manns. Tíminn spurði Vigfús Geirdal, upplýsingafulltrúa Vinnueft- irlits ríkisins um námskeiðið og um verksvið öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða á vinnustöðum, en Vig- fús sá um náskeiðið af hálfu Vinnu- eftirlitsins. -Námskeiðið skiptist í nokkra aðal- þætti. Fyrst kynnti ég vinnuvemd almennt, fór yfir vinnuverndarlögin og túlkun þeirra, og einnig kynnti ég Vinnueftirlit ríkisins og starfssvið þess. Næst fjölluðum við um aðbúnað á vinnustöðum, fórum yfir reglugerð um húsnæði vinnustaða og ræddum um skipulagningu húsnæðis, staðsetn- ingu tækja og áhalda o.s.frv. Að því loknu tók við viðamikill þáttur um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, vinnuslys, orsakir þeirra og rannsóknir á þeim. Að þessu loknu var fjallað um hollustuhætti á vinnustöðum, tekinn fyrir hávaði sem vandamál á vinnu- stað, og aðgerðir til að draga úr honum, lýsingu vinnustaða, efna- mengun og aðgerðir til að draga úr mengun, vinnutækni, þar er um að ræða hvernig beita skal líkamanum við vinnu, vinnustellingar og því um líkt. Þá fjölluðum við um sálræna og félagslega þætti í starfsumhverfi og þá einkum með tilliti til streitu. Síðast var svo nokkurs konar samantekt á því sem farið hafði fram og fjallað um skipulag öryggis og heilbrigðisstarf- semi innan fyrirtækja, þ.e. um það hvernig öryggistrúnaðarmenn og ör- yggisverðir haga sínu starfi á vinnu- stað. Geturðu skýrt frá því í stuttu máli hvcrt er hlutverk öryggisvarða og ör- Rætt við Vigfús Geirdal upplýsingafulltrúa Vinnueftirlitsins í síðustu viku var haldið þriggja yggistrúnaðarmanna, og hvaða völd þeir hafa innan síns vinnustaðar. -Já, í stuttu máli þá er hlutverk þeirra fyrst og fremst að sjá til þess að farið sé eftir vinnuvemdarlögunum þar sem þeir starfa og líta eftir að aðbúnaður og hollustuhættir séu í samræmi við það sem lögin gera ráð fyrir. Það má segja að með þessu fyrirkomulagi sé verið að stíga skref áfram til atvinnulýðræðis. Öryggis- trúnaðarmenn geta gert kröfur um úrbætur og þá helst í samráði við öryggisvörðinn, sem skipaður er af vinnuveitandanum. Fáist ekki fram þær leiðréttingar sem hann vill ná fram, þá getur hann kailað til menn frá Vinnueftirlitinu, sem skera úr um hvort kröfurnar séu réttmætar. Ef svo er þá getur öryggistrúnaðarmaðurinn fylgt þeim eftir. Eitt eftirtektarvert atriði í lögunum er að í raun og veru má ekki framkvæma neinar þær breytingar á atvinnuhúsnæði, sem varða öryggi eða hollustuhætti, nema bera þær undir öryggistrúnaðarmann og þá er ætlast til þess að hann kynni fyrirhugaðar breytingar fyrir þeim starfsmönnum sem það varðar. Ef hann telur breytingarnar til hins verra að því er þessi mál snertir, þá gerir hann kröfur um úrbætur og lætur Vinnueftirlitið vita af því ef ekki á að verða við ábendingum hans. Raunar á að bera allar slíkar breytingar undir það. Loks hefur öryggistrúnaðar- maður stöðvunarvald, hann getur stöðvað vinnu í fyrirtækinu ef honum sýnist bráð hætta vera á ferðum fyrir starfsmenn. Það má því segja að hér sé um mikið trúnaðarstarf að ræða. Nú er það í lögunum að öryggis- trúnaðarmaður skuli vera i öllum fyrirtækjum ef fjöldi starfsmanna er yfir ákveðnu lágmarki. Hvernig hefur gengið að koma þessu kerfi á? Fyrst er nú að geta þess að Samvinnuhreyfingin hefur núna á- kveðna forystu í þessum málum og ■ Vigfús Geirdal. vinnur skipulega að því að koma öryggistrúnaðarmannakerfmu á fót í sínum fyrirtækjum. Það má líka geta þess að Alþýðusambandið hefur nú tekið þetta mál upp með nokkurm þunga og nú eru tveir menn á vegum þess á ferð um landið til að halda kynningu á vinnuverndarlögunum með sérstakri áherslu á uppbyggingu öryggiskerfisins. Það má því búast við því að þetta sé að komast í sæmilegt ,horf út um landið. Ég vil líka nefna það að í vinnuverndarlögunum segir að öryggistrúnaðarmenn og öryggis- verðir skuli eiga rétt á því að fá launaö leyfi til að sækja námskeið eins og það sem nú er nýafstaðið, og allt þeirra starf er á kostnað atvinnurekandans. Er þetta fyrsta námskeiðið, sem þið haldið? Nei, ég hef verið með svona námskeið í Straumsvík í álverinu og einnig úti í Vestmannaeyjum fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði þar og fleiri eru fyrirhuguð út um land. Við reynum að vera tilbúnir með námskeið jafnóðum og öryggiskerfinu hefur verið komið á fót í fyrirtækj- unum. JGK I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.