Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. 17 „STARFSMENN A HVERJ- UM VINNUSTAÐ VEUA SÉR SJÁLFIR TRÚNAÐARMENN” Rætt við Reynir Ingibjartsson, starfsmann Landssambands ísl. samvinnustarfsmanna ■„Við getum rakið upphafið að þessu aftur til ársins 1979, en þá gerðum við ítarlega könnun meðal samvinnustarfs- manna um afstöðu þeirra til stéttarfélaga og ýmissa annarra mála og það svöruðu um það bil 2000 manns. Eitt af því sem spurt var um var það hvað mönnum þætti brýnast að starfsmannafélög samvinnu- starfsmanna einbeittu sér að. Við settum upp nokkra möguleika og eitt atriðanna var aðbúnaður og samskipti á vinnustað. Það kom í ljós að lang flestir töldu þetta mikilvægasta viðfangsefnið, “sagði Reynir Ingibjartsson þegar við spurðum hann um frumkvæði starfsmanna sam- bandsins um vinnuverndarmál, en Reyn- ir er starfsmaður Landssambands ís- lenskra samvinnustarfsmanna. „Þessi niðustaða kom okkur nokkuð á óvart því að starfsmannafélögin hafa lítið verið með þessi mál á sínum snærum. Nú, en næst gerðist það að í ársbyrjun 1981 tóku gildi lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og skömmu eftir gildis- töku laganna voru þau kynnt á aðalfundi Vinnumálasambands sam- vinnufélganna. Upp úr því voru hafnar viðræður milli starfsmannafélaganna og Vinnumálasambandsins. Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna hélt svo landsþing haustið 1981 og þar var samþykkt að starfsmannafélögin skyldu beita sér sérstaklega í því að hrinda þessum lögum í framkvæmd á vinnustöð- um sambandsins, og standi meðal annars fyrir því að kosnir séu öryggistrúnaðar- menn á öllum vinnustöðum. Þetta er alveg í samræmi við sem gert er ráð fyrir í lögunum, þ.e. að starfsmenn á hverjum vinnustað velji sér sjálfir trúnaðarmenn hjá viðkomandi samvinnufélagi án tillits til þess í hvaða stéttarfélagi þeireru. Það hefur einmitt valdið erfiðleikum í framkvæmd laganna að á einum sama vinnustaðnum að gjaman eru félagar í mörgum stéttarfélögum. Nú eftir þennan fund þá fór ég um landið, og heimsótti öll aðildarélögin, ■ Reynir Ingibjartsson. sem eru orðin 45 talsins með um 5000 félagsmönnum. Ég kynnti lögin fyrir félagsmönnum og hvatti til þess að kjörnir væra öryggistrúnaðarmenn og hvatti jafnframt samvinnufyrirtækin til að standa að þessu líka, því að sam- kvæmt lögunum þá eiga fyrirtækin skipa öryggisverði sem starfa með trúnaðar- mönnum starfsfólksins. Síðan höfum við verði fylgja þessu eftir með bréfaskrift- um og öðram ráðum. Um þetta námskeið er það annars að segja að stærsta félagið innan lands- sambandsins, Starfsmannafélag SfS í Reykjavík hefur staðið fyrir að kosnir væru öryggistrúnaðarmenn á öllum vinnustöðum, og námskeiðið var síðan haldið með samstarfi þess félags, Vinn- umálasambands samvinnufélaga, sem hefur stutt mjög vel við bakið á þessari starfsemi, og svo loks stjórnar Vinnueft- irlits ríkisins. Við stefnum að því að eftir því sem þessum málum miðar áfram hjá samvinnufyrirtækjum úti á landsbyggð- inni þá verði hliðstæð námskeið haldinn fyrir þá trúnaðarmenn sem kosnir verða. „Fródlegt og í alla staði vel heppnað” ■ „Ég var mjög ánægð- ur með þetta námskeið, það tókst í alla staði afburða vel og var sérlega fróðlegt,“ sagði Einar Erlendsson, en hann er húsgagnasmiður og er öryggistrúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Sambandinu. Telurðu að þú hafír gagn af námskeiðinu í starfi þínu sem öryggis- trúnaðarmaður? „Já það er enginn vafi á því. Það er þannig ástatt að vinnuverndarlögin hafa afar lítið verið kynnt í blöðum og stéttarfélögin hafa einnig lítið gert í Einar Erlendsson. því að kynna þau fyrir félagsmönnum. Það má hins vegar vel koma fram að Sambandið hefur verið í forustu um að það að kynna þessi lög og hrinda þeim í framkvæmd á sínum vinnustöðum. Hvernig lítur þú á aðstæður á þínum vinnustað eftir þetta námskeið með tilliti til öryggis og vinnuumhverfis? Ég tel í öllu falli að möguleikar okkar til að gera hann meira aðlaðandi og betri séu meiri eftir en áður. Þetta fyrirkomulag að starfandi séu öryggis- trúnaðarmenn og öryggisverðir, fulltrúar vinnuveitandans og starfs- manna er alveg nýtt og mikils um vert að þarna komist á gott samstarf. Eins vil ég benda á annað sem mér varð sérstaklega Ijóst eftir námskeiðið og það er að þarna kom saman það fólk sem kemur til með að starfa að þessum málum, það fékk tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar og það bæði mjög ánægjulegt og nauðsynlegt í senn. jgk eftir helgina Stór- dropa regn ■ Helgin gekk í garð með útsynn- ingi og blautu regni í Reykjavík og á öðram stöðum og útkjálkum þar í kring, og hitinn var fjórar gráður, og má því segja að hér gangi betur að hækka vexti í bönkum, er hita. Reyndar kom síðasta vaxtahækk- un alveg flatt upp á alla menn, og þá sér í lagi fjármálaráðherrann, sem var nú bara aldeilis hissa, en kannski hefur hann heldur ekki tekið eftir gula krananum fyrir framan gluggann sinn, þar sem Seðlabankinn er að byggja. Ekki ættu verðbætur á laun fátækra manna að minnsta kosti að skyggja á gluggana á þeim kontór, eða á öðrum kontóram Alþýðubandalagsins. En svo Alþýðubandalagið hafi þetta nú alveg á hreinu, þá var nú verið að láta þá sem eiga peninga í bönkum fá þá launauppbót - upp á sömu prósentu, sem það ætlar að taka af launamönnum sem ekki eiga í bönkum, hinn 1. desember. 1. nóv- ember er nefninlega Allra heilagra messa í voru dagatali, og sérstakur umbunardagur fyrir þá sem eiga fé í bönkum. Kjaraskerðingin tekur hins vegar gildi á fullveldisdaginn, 1. desember, og þá er ekkert heilagt. Mínir menn ræddu vexti og útgerð um þessa helgi, en merkilegt var það, að enginn ræddi nú um það að togarafloti Steingríms Hermanns- sonar væri orðinn of stór. Mönnum varð tíðræddara um það, að 200 manns munu fara á atvinnuleysis- skrá norður á Ólafsfirði í einum grænum , vegna þess að togari bilaði og annar fór í slipp. Þar með hafa Ólafsfirðingar aðeins einn togara eftir í brúki, með svo hroðalegum afleiðingum fyrir plássið og þjóðina. Svona fer þegar krúntappinn fer í togurum á smástöðum, þá fer krún- tappinn úr allri launavinnu í fiski um leið. Þetta eru um það bil tuttugu prósent af Ólafsfirðingum, sem eru um 1100 talsins. Má því telja að um 120 heimili hafi misst fyrirvinnuna í Ólafsfirði Auðvitað fá menn greiddar svo- kallaðar atvinnuleysisbætur. Fyrir það er þakkandi. En ef ég man þetta fólk rétt, kann það betur við að fá að vinna fyrir sínu kaupi. Þetta minnir á, að það þykir töluverð speki nú um stundir að tala um að togarar vorir séu orðnir of margir. Sérstaklega þykir það góð latína í Alþýðuflokknum og í Sjálf- stæðisflokknum, þannig að oft minna þessir flokkar mann fremur á ofveidda fiskistofna en stjórnmálaflokka. Og það væri býsna fróðlegt að fá að vita hvaða skipum á að farga, ef þeir komast til valda. Varla mun það þriðji og eini togari þeirra Ólafsfirð- inga? Mörg sjávarpláss hafa t.d. aðeins einn skutara, þannig að lítið má út af bera, svo fólkið sé sent heim og á opinbert framfæri. Á að taka togar- ana af því fólki? Þetta væri gott að fá klárt fyrir kosningar. Veðrið skánaði ofurlítið síðari hluta dags á laugardag, en um nóttina fór hann að hvessa. í Vestur- bænum vældi hann draugalega alveg eins og vindurinn, sem notaður var í útvarpsleikritunum í stríðinu. Sami stormurinn geisaði á Suður- láglendinu. Þegar leið á sunnudag- inn, byrjaði að rigna þar, með þessum stóru vatnsdropum, sem almættið notar þegar það vill stoppa alla útivinnu, og það strax. Fjallið var úfið og rjúpnaskyttubílamir, er stóðu við vegarbrúnina, vora orðnir æði dapurlegir. Og manni kemur í hug, að mikið leggja menn nú á sig fyrir þennan fugl, rjúpuna, þegar hún er ekki einu sinni óhult í manndrápsveðri og því stórdropa- regni, er veðurguðinn notar á Sunn- lendinga um helgar, Þetta var því innisetuhelgi, og vinkona mín sagði, að hún hefði ekki einu sinni lagt í að vaska upp fyrir veðurofsanum. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.