Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. og leikhús - Kvikmyndir og leikhús 23 kvikmyndahornið Q 19 OOO Rakkarnir _gj8 □USTÍN HDFFMAN Hin afar spennandi og vel gerða bandaríska litmynd, sem notið hefer mikilla vinsælda enda mjög sérstæð að efni, með Dustin Hoffman, Susan Georg, Peter Vaughan Leikstjóri: Sam Peckinpah jslenskur texti Bönnuð innan 16 ára 'Sýnd ki. 3, 5, 7,9, og 11.15 Ásinn er hæstur Hörkuspennandi bandarískur „vestri", eins og þeir gerast bestir, I litum og Panavision með Eli Wallach, Terence Hitl, Bud Spencer Bönnuð innan 14 ára íslenskur texti Sýnd kl. 3.05, 5.20, 9 og 11,15 Fiðrildið Spennandi og vel gerð ný banda- rísk litmynd, byggð á samnefndri sögu eftir James M. Cain með Pia , Zadora, Stacy Keach, Orson Welles. Leikstjóri: Matt Cimber Sýnd kl. 9 og 11.15 Roller Boogie Bráðskemmtileg og spennandi ný bandarísk litmynd, með svellandi disko'dans á hjólaskautum, með Linda Blair, Jim Bray. íslenskur texti Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10 Framadraumar Bráðskemmtileg og vel gerð ný áströlsk litmynd, um unga fram- sækna konu, drauma hennar og vandamál, með Judy Davis, Sam Neil Leikstjóri: Gill Armstrong íslenskur texti Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15 9.15 og . 11.15 lonabíó 3*3-11-82 Frumsýnir: Hellisbúinn. (Caveman) Back when women were women, and men werc animals... i1 Frábær ný grínmynd með Rlngo Starr I aðalhlutverki, sem lýsir þeim tima þegar allir voru að leita að eldi, uppfinningasamir menn bjuggu í hellum, kvenfólk var kvenfólk, karlmenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla. Leikstjóranum Carl Gottlieb hefur hér tekist að gera eina bestu gamanmynd siðari ára og allir hljóta að hafa gaman af henni, nema kannski þeir sem hafa kimnigáfu á algjöru steinaldarstigi. Aðalhlutverk: Ringo Starr og aulabárðaættbálkurinn, Bar- bara Bach og óvinaættbálkur- inn. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Siðustu sýningar Flakkaraklíkan (The Wanderers) Aðalhlutverk: Ken Wahl og Kar- en Allen Endursýnd kl. 11 3*1-15-44 Lúðrarnir þagna 'This school is our homc, wc think its worth defending" Frábær ný bandarisk mynd frá FOX um unglinga i herskóla, trú þeirra á heiður, hugrekki og hollustu, einnig baráttu þeirra fyrir framtið skólans, er hefur starfað óbreyttur I nærfellt 150 ár, en nú stendur til að loka. Myndin er gert eftir metsölubókinni Father Sky eftir Devery Freeman. Leikstjóri: Harold Becker. Aðalhlutverk: George C. Scott, Timothy Hutton, Ronny Cox. Bönnuð bömum innan 14. ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.15 og 9.30. 1-13-84 Víðfræg stórmynd: Blóðhiti (Body Heat) Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð og leikin ný, bandarisk stórmynd I litum, og Panavision. Mynd þessi hefur alls staðar fengið mikla aðsókr: og hlotið frábæra dóma bíógesta og gagnrýnenda. Aðalhlutverk: William Hurt Kathleen Turner. ísl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. 3*1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvalskvikmyndina Absence of Malice Ný amerisk úrvalskvikmynd i I litum. Að margra áliti var þessi | mynd besta mynd ársins 1981. Hún var útnefnd til þriggja Ósk- arsverðlauna. Leikstjórinn Syndey Pollack sannar hér rétt einu sinni snilli sína. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Bala- J ban o.fl. íslenskur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.10-9.15-11 B-salur STRIPES J Bráðskemmtileg ný amerísk úi vals gamanmynd í litum. Mynd ] semallsstaðarhefurveriðsýndvið metaðsókn. Leikstjóri Ivan Reit- | man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J.. Soles o.fl. Sýnd kl. 5,7 og 9 Islenskur texti Siðustu sýningar 3*3-20-75 Farðu í rass og rófu Ný eldfjörug og spennandi bandarisk gamanmynd um Dolan kartgreyiö sem allir eru á eftir, mafian, lögreglan og kona hans fyrrverandi. ísl. texti Aöalhlutverk: Bnjce Davison, j Susan George og Tony Franci- j osa. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 Vinsamlegast notið bílastæði ] bíósins við Kleppsveg. 3* 2-21 -40 Venjulegt fólk u (r M V ' f >■* • Fjórföld óskarsverðlaunamynd. „Ég veit ekki hvaða boðskap þessi mynd hefur að færa unglingum, en ég vona að hún hafi eitthvað að segja foreldrum þeirra. Ég vona að þeim véði Ijóst að þau eigi að hlusta á hvað bömin þeirra vilja j segja." - Robert Redford leikstj.. Aðalhlutverk Donald Sutherfand, j Mary Tyler Moore, Timothy Hutton Sýnd kl. 5,7.30 og 10 að verð. # . þjOdlkikhúsid Hjálparkokkarnir 3. sýning miðvikudag kl. 20 4. sýning laugardag kl. 20 Amadeus fimmtudag kl. 20 Næst siðasta sinn Garðveisla föstudag kl. 20 Litla sviðlð: Tvíleikur I kvöld kl. 20.30 fimmtudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200 LKIkl'T:! A(i Kl iYKJAVÍKl IR írlandskortið 6. sýning í kvöld kl. 20.30 Græn kort gilda 7. sýning föstudag kl. 20.30 Hvit kort gilda Skilnaður Miðvikudag kl. 20.30 laugardag uppselt Jói fimmtudag uppselt 100-sýning sunnudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30 Sími 16620 B ÍSLENSKA ÓPERAN Litli sótarinn 15. sýning miðvikudag kl. 17.30 16. sýning laugardag kl. 16.00 Töfraflautan stjómandi Mark Tardue 4. sýning föstudag kl. 20.00 5. sýning laugardag kl. 20 Miðasalan er opin frá kl. 15-20 daglega ■ Svipmynd úr „E.T.“, sem var langtekjuhæst allra kvikmynda í Bandaríkjunum s.l. sumar. TEKJUHÆSTA KVIKMYNDA- SUMAR USA Kvikmyndir hafa gefið meira af sér í sumar í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Ekki eru þó allir ánægðir með útkomu sumarsins, kannski fyrst og fremst vegna þess, hversu mikill hluti teknanna er tilkominn vegna örfárra kvikmynda. ■ Vikublaðið Variety, sem fjallar um skemmtanaiðnaðinn í Banda- ríkjunum, skýrði frá því á dögunum, að á 15 vikna tímabili í sumar hafi kvikmyndahús í Bandaríkjunum samtals selt um 450 milljón miða, sem er um þrettán milljónum meira en á sextán vikna tímabilinu sumarið 1981. Átta vinsælustu kvikmynd- irnar, þ.e. tekjuhæstu, voru þessar: „E.T. -The Extra-Terrestrial", sem halaði inn 235 milljónum dala, „Rocky II1„ með 111 milljónir, „Star-Trek: The Wrath of Khan“ 76 milljónir, „Poltergeist" 65.7 milljón- ir, „Conan the Barbarian“ 50 milljónir og „An Officer Gentle- man“ 45 milljónir dala. Ríkir verða ríkari Vincent Canby, kvikmyndagagn- rýnandi New York Times, er einn þeirra sem telur, að þrátt fyrir auknar heildartekjur séu blikur á lofti. „Það er hræðilegur sannleikur, að þessi auðlegð dreifist ekki til margra aðila. Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Tölvubók- haldið er orðið svo fullkomið, að sérfræðingarnir geta spáð því strax eftir fyrsta sýningardag hvernig hvaða kvikmynd sem er, í hvaða borg sem er muni ganga næstu 20 árin. Átta tekjuhæstu kvikmyndirnar í sumar skiptu á milli sí n um helmingi teknanna, og af þeim helmingi tóku tvær myndir aftur helminginn - „E.T.“ og „Portergeist“. Reyndar fékk „E.T.“ ein út af fyrir sig um 18% af heildartekjum sumarsins. Þessar tölur segja ekkert um bandarískan smekk, sem ekki má sannfærast um að líta á lista um metsölubækur eða vinsælustu dægur- lögin. Annars er jafnvel nú ekki hægt að útskýra með fullnægjandi hætti hvers vegna „E.T" varð svona óskaplega vinsæl. Þetta er hugguleg mynd. En ef huggulegheit væru trygging fyrir árangri, þá væri Gerald Ford enn í Hvíta húsinu.“ Aukinn framleiðslu- kostnaður Canby er óhress með ýmsar þær myndir, sem mesta aðsókn hlutu í Bandaríkjunum í sumar, svo sem Rocky III. Hins vegar er hann hrifinn af Poltergeist, sem hann segir að lýsi hryllingu frá sjónarmiði hugmyndaríks barns betur en nokk- ur önnur Hollywoodkvikmynd. Hann telur ennfremur, að reynsla sumarsins muni draga úr mögu- leikum frumlegrar hugsunar í Holly- wood, þar sem lögð verði áhersla á að fylgja eftir sigrum sumarsins með fleiri myndum af sama tagi. Holly- wood hafi að sjálfsögðu alltaf lagt áherslu á að gera myndir sem næðu til sem flestra áhorfenda, en vegna stóraukins framleiðslukostnaðar séu áföll vegna misheppnaða mynda (þ.e. mynda sem ekki hljóta al- menna aðsókn) svo alvarleg , að fáir þori að taka áhættuna á að gera frumlegar myndir. - ESJ. Elías Snæiand Jónssun skrífar +0 Roller Boogie ★★ Lúðrarnir þagna ★ Continental Divide 0 Fiðrildið ★★★ Blóðhiti ★★★ Absence ofMalice ★★★ Venjulegtfólk ★★ Stripes ★ Hellisbúinn ★★★ BeingThere ★★★ Atlantic City Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær - * * * mjtSg góð • * * g6ð • * sæmlleg • O léleg Y á ■A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.