Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 1
A - landslið kvenna ■ A-landslið kvenna fer í keppnis- ferð til Spánar innan skamms og mun taka þátt í móti þar, dagana 12.-14. nóvember n.k. Þátttakendur á því móti verða lið frá Íslandi, Spáni, Sovétríkjunum og Ítalíu. Lið islands hefur verið valið og er það skipað eftirtöldum: Jóhanna Pálsdóttir Val Jóhanna Guðjónsdóttir Víking Katrín Danivalsdóttir FH Ingunn Bernódusdóttir Víkingi Erna Lúðvíksdóttir Val Sigrún Bergmundsdóttir Val Magnea Friðriksdóttir Val Guðríður Guðjónsdóttir Fram Oddný Sigsteinsdóttir Fram Erla Rafnsdóttir ÍR Margrét Theodórsdóttir FH Tvær þeirra sem leika með A-landsliðinu eru einnig í yngra liðinu sem mun fara á Norðurlanda- mótið í Linköping. Keppnin sem A-landslið kvenna tekur þátt í verður í Granada á Spáni. Norðurlanda- mót í Svíþjóð ■ Um næstu helgi verður haldið í Linköping í Svíþjóð Norðurlanda- mót stúlkna í handknattleik. Liðin sem þar leika verða skipuð stúlkum fæddum 1963 og síðar og hefst mótið á föstudag. Leikið verður í Sporthallen í Linköping. Unglingalandslið íslands verður skipað eftirtöldum stúlkum: Ragnar til CS Brugge ■ Ragnar Margeirsson lands- liðssmaður í knattspymu hefur undirritað samning við FC Bragge í Belgíu. Ragnar var á dögunum ytra og lék þá m.a. æfingaleiki með varaliði félagsins og lék þá mjög vel og skoraði þrjú mörk. Fleiri lið voru á eftir Ragnari og má þar m.a. nefna Glasgow Rangers, en Ragnar hafði ekki áhuga á að leika í Skotlandi, Mið-Evröpa heillaði hann mun meira. Ragnar, sem verið hefur einn sterkasti leikmaður liðs ÍBK á undanförnum árum undirritaði samning sem gerir ráð fyrir að hann verði lánsmaður það sem eftir lifir af þessu keppnistímabili, en muni síðan gera langtíma samning við liðið í vor. Ragnar bætist í hóp íslenskra knattspyrnumanna, sem verið hafa að gera garðinn frægan ytra á undanförnum árum og mun hann leika með einum íslendingi hjá Brugge, en það er Sævar Jónsson landsliðsmiðvörður. Fer Lási á Selfoss? ■ Símon Ólafsson leggur sig allan fram við að koma í veg fyrir að sóknarmaður ÍR-inga nái að hitta í körfuna í leik liðanna i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Frömurum gekk vel að stöðva þá ÍR-inga, þvi þeir sigruðu í leiknum. Sjá bls. 12 NM-unglinga í Reykjavík Sveinbjörg Jónsdóttir ÍR markv. Kristín Amþórsdóttir ÍR mark. Eria Rafnsdóttir Jr fyrirliöi Rut Baldursdóttir Fylkir Eva Baldursdóttir Fylkir Svava Ýr Baldvinsdóttir Víkingi Sigrún Bergmundsdóttir Valur Kristín Pétursdóttir FH Björg Gilsdóttir FH Ásta B. Sveinsdóttir ÍR Ásta Óskarsdóttir ÍR Sigrún Blómsterberg Fram Margrét Blöndal Fram Katrín Fredriksson ÍR Tveir íslenskir dómarar munu dæma á mótinu. heir Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Þjálfari ísleska liðsins er Sigurbergur Sigursteinsson, liðstjóri Þorsteinn Jóhannesson og fararstjóri Jón Kr. Óskarsson. Celtic sigruöu aðaland- stæðinginn ■ Það er alltaf mikill áhugi þegar stórveldin í Glasgow Celtic og Rangers mætast á knattspyrnuvellin- um. Liðin léku á Parkhead á laugardaginn og sigraði Celtic með þremur mörkum gegn tveimur. Leikmenn Rangers urðu fyrr til að skora og var þar á ferð Robert Prytz beint úr hornspyrau. Celtic jafnaði með marki Paul McStay, en aftur náðu leikmenn Rangers forystunni. Þar var David Cooper á ferð. Næst var komið að Frank McGarvey að skora og jafna og Murdo McLeod skoraði síðan sigurmarkið fyrir Celtic. Úrslit í öðram leikjum í Skotlandi urðu: Dundee Utd.-Dundec 1-0 Hiberaian-Aberdeen 1-1 Motherwell-Kilmam 4-1 St. Mirren-Morton 1-1 Góður sigur Motherwell á Kilmarnock, en Celtic era enn í efsta sætinu, en á hæla þeim koma Dundee Utd., Aberdeen og Rangers. ■ Næstkomandi föstudag hefst í Laugardallshöllinni í Reykjavík Norður- landamót unglinga í handknattleik. Þar leika lið skipuð leikmönnum 21 árs og yngri og verða íslendingar meðal þátttakenda á mótinu eins og gefur að skilja. Það er Viðar Símonarson sem þjálfar unglingaliðið og hefur verið valinn hópur 19 leikmanna sem hafa æft núna um helgina fyrir mótið, en hópurinn verður minnkaður niður í 14 leikmenn nú í byrjun vikunnar. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Gísli Felix Bjamason KR Haraldur Ragnarsson FH Elías Haraldsson Val Jón Bragi Fram markverðir Þorgils Óttar Mathiessen FH Aðalsteinn Jónsson UBK Óskar Þorsteinsson Víkingi Geir Sveinsson Valur Jakob Sigurðsson Valur Júlíus Jónasson Valur Gylfi Birgisson Þór. Ve Guðmundur Albertsson KR Jóhannes Benjamínsson Gróttu Hermann Björnsson Fram tiinriK uiarsson Willum Þórsson KR Einar Magnússon Víkingi Einar Nábye Ármanni Karl Þráinsson Víkingi Einn úr þessum hóp er í A-landsliðs- hópnum, en margir af þessum leikmönnum hafa stór hlutverk í 1. deildarliðunum og aðrir eru að koma fram á sjónarsviðið, en fá ekki mörg tækifæri vegna fjölda góðra leikmanna hjá liðunum. Nánar verður greint frá þessari keppni í blaðinu er líða tekur á vikuna. ■ Knattspyrnuleiðtogar á Selfossi hafa að undanfömu átt í viðræðum við Sigurlás Þorleifsson úr Vest- mannaeyjum, um að hann taki að sér þjálfun liðs Selfoss í 3. deild og leiki jafnframt með því. Sem kunnugt er féllu Selfyssingar í 3. deild haustið 1981 og tókst þeim ekki að endurheimta sæti sitt í deildinni á síðasta keppnistímabili. Þá misstu þeir frá sér marga góða leikmenn, en taldar eru góðar líkur á að þeir snúi aftur heim muni Lási taka að sér þjálfun liðsins. ERFIÐARA AÐ KOMAST IÍR LANDSLIÐI EN í ■ Nú hefur verið gert hlé á keppninni í 1. deild í handknattleik vegna Norðurlandamóts unglinga í handknatt- leik annars vegar og vegna æfinga og leikja A-landsliðsins síðar í þessum mánuði. 19. og 21. nóvember koma Vestur- Þjóðverjar hingað til lands og leika landsleiki og 24. og25. nóvember leikur landslið íslands gegn Frökkum í Laugardalshöll. Þessir leikir, eins og allur undirbúningur landsliðsins miðast við að liðið verði í toppformi í B-keppninni í Hollandi, en þar verður fyrst leikið við Spánverja, Svisslendinga og Belgíumenn og ef vel gengur í þeim leikjum kemst liðið áfram. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari hefur nú valið landslið sem ætlað er að vinna að undirbúningnum undir B-keppnina og er sá hópur skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val Kristján Sigmundsson, Víkingi Stjörnunni. Brynjar Kvaran, Útileikmenn: Þorbergur Aðalsteinsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Ólafur Jónsson, Páll Ólafsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Kristján Arason, Hans Guðmundsson, Alfreð Gíslason, Jóhannes Stefánsson, Stendór Gunnarsson Magnús Teitsson, Tveir nýliðar eru í þessum hópi, þeir Hans Guðmundsson og Magnús Teitsson. Þá kemur til greina að bætt verði við einum markverði eftir Norðurlandamót unglinga um næstu helgi. Valið á þeim Hans og Magnúsi þarf ekki að koma neinum á óvart, en maður hefur sterka tilhneigingu til að ætla, að vissir leikmenn í þessum hópi eigi ekki afturkvæmt úr honum. Það er sama hversu illa þeir leika, þeir eru alltaf valdir samt sem áður í landsliðið. Það á t.d. við um Steindór Gunnarsson, sem ekki hefur sýnt nema brot af fyrri getu í leikjum sínum með Val að undanförnu, en þrátt fyrir það er leið hans í landsliðið jafn greið og endranær. Það vekur furðu. sh Víkingi Víkingi Víkingi Víkingi Þrótti FH FH FH KR KR Val Stjömunni. Magnús Teitsson hefur verið valinn í landsliðshópinn í handknattlcik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.