Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 2
við stjórnvölinn á síðasta keppnis- tímabili. Þá má geta þess, að Vals- menn hafi endurráðið Klaus Peter sem þjálfara 1. deildarliðs félagsins. Hólmbert Friðjónsson verður áfram með KR og Ásgeir Elíasson var endurráðinn þjálfari hjá Þrótti. Óvænt f 2. deild í blaki ■ Úrslit leikjanna tveggja í 2. deildinni í blaki urðu mjög óvænt. Annars vegar sigraði Breiðablik, sem tekur þátt í íslandsmóti í fyrsta sinn í þrjú ár HK með 3-0. Hrínumar enduðu 16-6 óg 15-9. Þá voru kannski ckki síður óvænt úrslit er Samhygð úr Gaulverjabæ sigraði lið Fram, sem flestir álitu fyrirfram sigurstranglegast í 2. deild með þremur hrinum gegn tveimur. Úrslit í einstökum hrinum urðu: Samhygð talin fyrr: 11-15, 19-17, 15-11, 6-15 og 15-9. Framarar urðu í þríðja sæti á afmælismóti BSÍ fyrír viku og unnu þar m.a. tvö 1. deildarlið. En þeir sáu ekki við þeim úr Gaulverjabæn- um. Þróttur og ÍS unnu í 1. deild kvenna ■ Þróttarstúlkumar sigmðu Víking í 1. deild kvenna í blaki á sunnudag- inn. Lauk leiknum 3-0 »g vom yfir- burðir Þróttar miklir. Enduðu hrin- umar 15-0,15-4 og 15-5. ÍS sigraði Breiðablik í 1. deild kvenna með sömu lokatölum 3-0. Hrinumar þar enduðu: 15-115-7 og 15-8. Grindavfk vann ■ GMFG eða Gríndvíkingar unnu góðan sigur á Borgnesingum í 1. deildinni í körfuknattieik um helg- ina. Lokatölur leiksins urðu 92 stig gegn 76 og kom þessi góði sigur Suðumesjaliðsins á óvart, en þeim hefur ekki gengið það vel það sem af er fyrr en nú. Þess má geta, að þar sem eitt þeirra liða sem áttu að taka þátt í 1. deild leikur ekki með, fellur ekkert lið úr deildinni. Kvennalið KR vann Hauka ■ Kvennalið KR lék á sunnudags- kvöldið gegn Haukum í 1. deild kvenna í körfuknattleik. KR-stelp- urnar unnu góðan sigur 64-29 og greinilegt er, að Haukastelpuraar eiga talsvert langt í land með að vera jafnsterkar og bestu liðin í 1. deild- inni. En þær em ungar og þeirra er framtiðin. Linda Jónsdóttir skoraði 24 stig og Emilía 14. Sóley skoraði mest, eða 10 stig fyrir Hauka. Leiddi ÍBK til sigurs gegn Val í úrvalsdeildinni í körfuknattleik ■ Það var hreint ótrúleg spenna meðal áhorfenda á leik ÍBK og Vals í íþróttahúsinu í Keflavík á föstudags- kvöldið. Valsmenn sem lengst af höfðu alla burði til að vinna, en harðfylgi heimamanna var gífurlegt og tryggði þeim sigur í bráðskemmtilegum og mjög spenndi leik. Lokatölur urðu 89 stig gegn 87 í þessum bráðskemmtilega ieik. Þar með hafa Keflvíkingar einir fullt hús stiga. Valsmenn byrjuðu mjög vel í leiknum í Keflavík. Þeir náðu strax góðri forystu sem varð 31-15 mest, eða 16 stiga munur. En er líða tók á fyrri hálfleikinn komust Keflvíkingar meira í takt við leikinn og tóku smátt og smátt að saxa á fengið forskot Valsmanna. Og í fyrri hálfleiknum höfðu þeir náð að minnka muninn í fjögur stig, en þá var staðan 49 stig gegn 45 Val í hag. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í síðari hálfleik eins og þeim fyrri og munurinn varð 10 stig, en þá kom góður kafli hjá heimamönnum og þeim tókst að ná forystu 70-69 með körfu Jóns Kr. Gíslasonar og áfram héldu þeir og komust níu stig yfir. En aftur tóku Valsmenn si^ saman í andlitinu og minnkuðu muninn, en tókst þó ekki að uppræta hann að fullu. Þegar ein mínúta Jón Hermanns með Reyni ■ Knattspyrnuliðin era um þessar mundir að ganga frá samningum við þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Greint hefur veríð frá ráðningum nokkurra þjálfara og þá má geta þess, að Jón Hermannsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Grínda- Anægjuleg frétt lyrirþig sem heffur áhuga á íþróttum Fjögurra síöna blaöauki um íþróttir fylgir Þjóövilj- anum á hverjum þriöjudegi. Mikiö af myndum og áreiöanleg skrif um innlenda og erlenda íþrótta- viöburöi. Aö sjálfsögöu gleöur þessi nýjung alla þá sem vilja fylgjast vel meö því sem er aö gerast á vettvangi íþróttanna. Og ekki er þaö lakara aö Víðir Sigurösson hefur umsjón meö blaðaukan- um. Sjálirstætt fólk les Þjóðviljann ÞIÚÐVIUINN Askriftarsimi 81333 var til leiksloka var staðan 88-87 IBK í vil. Keflvíkingar höfðu knöttinn, en misstu hann til Valsmanna, en Tim Higgins tókst að stela honum aftur af þeim og Axel Nikulásson komst einn upp að körfunni, brotið var á honum og hann fékk tvö vítaskot og þar með var leiknum lokið og tveggja stiga sigur ÍBK í höfn. Keflvíkingamir hafa komið mjög óvart með góðum leik í úrvalsdeildinni fram að þessu. Reyndar unnu þeir öruggan sigur í 1. deildinni í fyrra og því ætti ekki að koma á óvart þótt þeim spjari sig úrvalsdeildinni. Þeirra besti maður er Bandaríkjamaðurinn Tim Higgins, hann er hreint frábær, en einnig hefur liðið á að skipa góðum leik- mönnum eins og Birni V. Skúlasyni, Jóni Kr. Gíslasyni, Axel Nikulássyni og Þorsteini Bjarnasyni. Á föstudag skoraði Higgins 36 stig og lék einnig mjög vel í vörninni. Björn Víkingur Skúlason skor- aði 16 stig og Axel Nikulásson skoraði jafn mörg stig og Björn eða 16. Tim Dwyer var aðalmaðurinn hjá Val og skoraði sjálfur 24 stig. Ríkharður Hrafnkelsson skoraði 23 stig og Torfi Magnússon, sem oft hefur reynst Vals- mönnum drjúgur skoraði 16 stig. Leikinn dæmdu Jón Otti Ólafsson og Gunnar Guðmundsson. Blak: Þróttur og ÍS unnu UMSE ■ íslandsmótið í blaki byrjaði af fullum krafti nú um helgina. Eyfirð- ingar eða UMSE komu suður til Reykjavíkur og léku við IS og Þrýtt. Ekki sóttu Norðlendingar gull í greipar þessara liða, enda þess varla að vænta, þar sem þetta era tvö sterkustu liðin í 1. deildinni í blaki. Á laugardaginn léku þeir gegn ÍS og töpuðu stórt. Hrinumar enduðu 15-2,15-4 og 15-3. Á sunnudag vora það Þróttarar sem þeir léku gegn. Fyrstu lotunni töpuðu þeir 14-16, unnu aðra hrinuna með sömu stigum 16-14, en þriðju og Ijórðu hrinuna unnu Þróttarar 15-7 og 15-12. Ekki beint sannfærandi, einkum ef hliðsjón er höfð af góðum sigri ÍS á UMSE. ■ Kolbeinn Kristinsson smýgur hér inn á milli vamarmanna Fram. Ekki dugði vaskleg framganga hans samt IR til sigurs að þessu sinni. Tímamynd: Róbert BRAZY BREYTIR MIKLU fyrir úrvalsdeildarlið Fram f körfuknattleik ■ Fram að leik Fram gegn IR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið hafði liðinu ekki tekist að vinna leik í íslandsmótinu í ár. En fyrir þann leik hafði þjálfara þeirra og leikmanni Douglas Kinzinger verið sagt upp og í hans stað kom aftur Val Brazy, sem lék með Fram í fyrravetur og átti veralegan þátt í að tryggja þeim sigurinn í bikarkeppni KKÍ. Endurkoma Brazy virtist hafa góð áhrif á lið Fram, sem vann sinn fyrsta leik í deildinni í ár. ÍR-liðið byrjaði leikini% í fyrrakvöld ágætlega og hafði lengst af forystu, en Fram tókst að jafna og komast yfir fyrir lok hálfleiksins. í leikhléi var staðan 41 stig gegn 37 Fram í hag. Leikurinn hélst í jafnvægi lengst að í síðari hálfleik, því aldrei var mikill stigamunur á liðunum. En undir miðjan síðari hálfleik urðu ÍR-ingar að gefa aðeins eftir og þá gengu Framarar fram af miklum krafti og gerðu út um leikinn. Lokatölumar urðu 91 stig gegn 72. Framliðið hefur ekki teflt Viðari Þorkelssyni fram í leikjum sínum í vetur fyrr en gegn ÍR. Þeir tveir voru stigahæstir í leiknum. Brazy og Viðar. Brazy skoraði 35 stig og sýndi mikla fjölbreytni við það. Viðar Þorkelsson skoraði svo 16 stig. Bestir hjá ÍR voru Kristinn Jörundsson og Hreinn Þorkelsson. Kristinn skoraði 22 stig, en Hreinn 16, en það er eins og það vanti herslumuninn upp á að ÍR-liðið geti talist vera verulega sterkt. Þeir höfðu úthald fram í miðjan síðari hálfleik, en þá var eins og allt loft væri úr þeim. ETUR SK0RADITVÖ Magnús Bergs tryggði Tongeren sigur með marki Lárus og félagar f Waterschei töpuðu gegn Standard ■ Leikið var í bikarkeppninni í Belgíu um helgina og komu íslendingar þar víða við sögu. Pétur Pétursson virðist vera í þann mund að ná sinu formi eins og það var er hann lék með Feyenoord. Hann skoraði tvö mörk þegar Antwerp- en sló Berchem út úr bikarkeppninni með fjórum mörkum gegn tveimur. Standard Liege sló bikarmeistarana Waterschei úr keppninni er liðið sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Það var Simon Tahamata sem skoraði sigurmark Standard úr vítaspyrnu, en Lárus Guðmundsson og félagar eru fallnir úr keppninni. Lokeren sigraði St. Truiden 3-0, en Arnór skoraði ekki mark. Magnús Bergs lék með Tongeren gegn Boom, sem' leikur í 2. deild í Belgíu. Tongeren sigraði 1-0 og var það Magnús sem skoraði eina mark leiksins. Charleroi, liðið sem Guðgeir Leifsson lék með fyrir nokkurm árum tapaði fyrir Sævari Jónssyni og félögum í CS Brugge 5-0. Þar gerði Sævar sér íítið fyrir og skoraði eitt mark. ■ Pétur Pétursson skoraði tvö mörk fyrir Antwerpen um helgina RVMMENNHSE SfNM SIMHEK er Bayern vann Stuttgart. Atli skoradi fyrir Dusseldorf ■ Eftir fremur slaka byrjun hér gegn Numberg tókst Fortuna Dusseldorf að sigra með þremur mörkum gegn engu. Númberg byrjuðu á að skora, en þá tóku Atli Eðvaldsson og félagar sig til og náðu að jafna og sigra. Það var Atli sem skoraði jöfnunarmerk liðsins, en síðan skoraði Wenzel þegar tíu mínútur voru til leiksloka og loks gulltryggði Blicken- deld sigurinn með þriðja markinu. Stórleikurinn í Þýskalandi var viður- eign Bayern Múnchen og Stuttgart. Stuttgartliðið byrjaði mjög vel, og segja má að þessi stóri sigur hafi verið gegn gangi leiksins. Leikmenn Bayem Múnc- hen geta fyrst og fremst þakkað Rumm- enigge fyrir sigurinn, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt til viðbótar upp fyrir Dieter Höness, en hann skoraði hin tvö mörkin fyrir Bayern. ■ Rummenigge Mikið var af mörkum og einnig var áhorfendum á leikjum helgarinnar og hafa þeir ekki verið jafn margir frá því á fyrstu umferðinni í haust. Samtals 230.000 talsins í 1. deildinni. Forráða- menn félaga í Þýskalandi eins og raunar annars staðar í Evrópu hafa haft áhyggjur af minnkandi aðsókn, en vonandi snýst dæmið sem allra fyrst við. Fyrir leikinn gegn Bayem um helg- ina, var haft eftir þjálfara Stuttgart, að ekki yrði hjá því komist að Ásgeir gengist undir skurðaðgerð, þannig að líklegt er að hann gangist undir hana áður en mjög langt um líður. Úrslit leikja í Þýskalandi urðu sem hér segir: Leverkausen-Dortmund 1-2 Karlsrahe-Shalke 2-2 Dusseldorf-Númberg 3-1 Hamburger S.V.-Mönchengladb. 4-3 Bayem-Stuttgart 4-0 Bochum-Herta 4-0 Frankfurt-Köln 3-0 Bielfeld-Kaiserslauter 2-2 Braunschw.-Bremen 3-1 Þjálfari Hamburger S.v. hefur undir- ritað nýjan samning við félagið til fjögurra ára. Hann heitir eins og flestir vita Emst Happel og hefur náð mjög góðum árangri sem þjálfari Hamburger- liðsins. í fjórum efstu sætunum í 1. deildinni em Hamborg og Dortmund með 17 stig, Bayern með 16 og Stuttgart með 15 stig. Fortuna Dusseldorf er nú í 3.-4. neðsta sæti í deildinni. mól/sh A STAÐUR HINNA VANDLATU -..rAf)i'R HINNA VANDI ATL' i f fjpr; i Þarft þú, félagið eða fyrirtækið að halda mannfagnað? Við bjóðum þig velkominn, hvort sem þú ert einn eða með stóran hóp með þér. Staður hinna vandlátu hefur glæsileg húsakynni fyrir alís konar mannfagnað - fyrir alla landsmenn. Pantið tímanlega. - :i BYÐUR: Fjölbreyttan matséðil j( Diskótek ★ Skemmtiatriði ★ Lifandi músik Símar: 23333 og 23335 Föstudagskvöld - Skemmtikvöld Laugardagskvöld - Skemmtikvöld Sunnudagskvöld - Þórskabarett

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.