Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. 14 fþróttir enska knattspyrnan „ÞEGflR DALGUSH ER KOMINN f GANG ER MARKIÐ f HÆTFU” — Hann skoraði sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu gegn Brighton á laugardaginn ■ John Wark skoraði fjögur fyrir Ipswich gegn WBA. ■ „Þegar Dalglish er kominn í gang, er markið í hættu!“ varð einum áköfum aðdáanda skoska landsliðsmannsins hjá Liverpool að orði, þegar hann frétti af mörkunum tveimur sem Kenny skoraði og tryggði Liverpool tveggja marka sigur yfir Brighton. Þetta eru orð að sönnu, því Dalglish hefur verið einn mesti markvarðaskelfir á Bretlandseyj- um á undanförnum árum og svo virðist sem hann hafi engu gleymt, en haft sig minna f frammi en oft áður á síðustu vikum. En nú þurfti Liverpool-liðið á honum að halda. Það hafði ekki unnið leik í margar vikur og hefur leikmönn- ■ Kenny Daglish er kominn á fulla ferð. um. forráðamönnum og stuðningsmönn- um liðsins þótt tfmabært að á því yrði breyting. Brighton-liðið byrjaði af krafti í leiknum á Anfield á laugardaginn og urðu fyrri til að skora og var þar Gerry Ryan á ferð. Hann skoraði mark sitt á 10. mínútu, en Mark Lawrenson, írski landsliðsmaðurinn jafnaði fyrir Liver- pool níu mínútum síðar. Á 37. mínútu var svo komið að Dalglish og skoraði hann þá sitt fyrra mark, en hið síðara skoraði hann aðeins 6 mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og reyndar ekki í leiknum. En með þessum sigri komst Liverpool í 1. sætið ásamt Manchester United og West Ham, en þeir hafa besta markatölu meistararnir frá Liverpool. West Ham réttir úr kútnum Lið West Ham hefur ekki vcrið sannfærandi á síðustu tveimur vikum. Það hefur farið tvívegis í heimsókn til liða á suðurströnd Englands, fyrst Southampton og síðan Brighton og tapað fyrir þeim báðum. Þess vegna var engin sérstök ástæða til bjartsýni fyrir leikmenn West Ham, áður en þeir léku gegn hinu gcysisterka liði Manchester United á Upton Park á laugardaginn. Lið United sem var án Ray Wilkins fyrirliða átti ekki góðan dag á Upton Park og töpuðu þar með þremur mörkurn gegn engu og það sem meira var. Ashley Grimes var vísað af leikvelli á 9. mínútu síðari hálfleiks fyrir andmæli við dómara leiksins og urðu leikmenn Manchester United því að leika 10 í 35 mínútur. Fyrsta ntark leiksins á Upton Park kom á 32. mínútu f.h. Var þar á ferð Paul Goddard, sem hefur þótt leika mjög vel að undanförnu. Annað markið skoraði svo Ray Stewart úr vítaspyrnu einni mínútu áður en Grimes var vísað af leikvelli. Á 69. mínútu kom Geoff Pike West Ham í 3-0, en Kevin Moran náði að skora eina mark United rétt áður en flautað var til leiksloka. John Wark skoraði fjögur af sex mörkum Ipswich gegn WBA Það má með sanni segja, að það sé dagamunur á leik þeirra Ipswichmanna um þessar mundir. Þeir tapa fyrir liðum sem ætla má, a.m.k. séu þau metin eftir þeim leikmönnum sem með þeim leika að séu tiltölulega létt viðureignar fyrir lið Ipswich, sem hefur á að skipa mörgum landsliðsmönnum, enskum og skoskum. Fyrir leikinn á laugardaginn var WBA í 2. sæti í 1. deild með 21 stig, en það virtist ekki valda Ipswich neinum vandkvæðum að skjóta þá „niður“. Mörkin hjá Ipswich urðu sex og skoraði John Wark fjögur þeirra, en þeir Frans Thjissen og Eric Gates skoruðu tvö fyrstu mörkin. Það verður gaman að fylgjast með hvert verður framhaldið hjá Ipswich, sem nú er í 8. neðsta sætinu í 1. deild, en fimm lið eru með 14 stig, þar á meðal Ipswich, en markatala þeirra er langhagstæðust, þökk sé tveimur mjög stórum sigrum. Stórtap hjá Spurs ■ Þrátt fyrir að fyrri hálfleikur í leik Aston Villa og Tottenham hafi verið án marka urðu leikmenn Tottenham að þola sitt stærsta tap í langan tíma. Mörkin hjá Aston Villa urðu fjögur áður en yfir lauk. Fyrsta markið var skorað úr víta- spyrnu, sem dæmd var á Gary Mabbut og skoraði Gordon Cowans úr víta- spymu. Skömmu síðar átti Mabbut svo hörkuskot í þverslá marks Aston Villa, en inn vildi boltinn ekki þeim megin. 10 mínútum fyrir leikslok bætti Cowans svo við sínu öðru marki og einnig öðru marki Aston Villa, en áður en leiknum lauk höfðu þeir Tony Morley og Gary Shaw skorað eitt mark hvor og stórtap Tottenham var staðreynd. Ball misnotaöi vítaspyrnu Alan Ball, sem lék sinn síðasta leik fyrir Southampton gegn Everton á The Dell heimavelli „Dýrlinganna" mis- notaði vítaspyrnu í leiknum, en bætti fyrir það með að fiska aðra vítaspyrnu. Þeir Keith Cassells og Steve Moran skoruðu fyrir heimaliðið, sá síðarnefndi úr vítaspyrnunni sem Ball fiskaði. Þeir Billy Wright og Andy King jöfnuðu 2-2, en David Wallace tryggði liði sínu sigurinn með góðu marki. Wallace er nýlega farinn að leika með Southam- pton, en hefur skorað í þremur leikjum í röð. Á Roker Park í Sunderland léku heimamenn gegn Stoke. Þeim leik lauk með jafntefli 2-2. Það voru gestirnir sem komust yfir með marki Maquire, en Pickering og Gary Rowell komu Sunderland yfir. Það var svo Mark Chamberlain sem jafnaði fyrir Stoke. Þeir Luther Blisset og John Barnes skoruðu með tveggja mínútna millibili í leiknum gegn Notts County. En það nægði ekki Watford, því Notts County jafnaði og gerði betur, sigruðu. Brian Kilcline, Ian McCulloch og Paul Hools skoruðu eitt mark hver. Coventry vann góðan sigur á Nor- wich, en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem mark Hateley og Gary Thompson skoruðu mörk Coventry. Manchester City sigraði Swansea 2-1 og heldur er flugið tekið að lækka hjá „svönunum" frá Wales. Dennis Tueart skoraði fyrra mark City, en Bob Latchford jafnaði fyrir Swansea. Það var svo Asa Hartford sem skoraði sigur- markið fyrir Manchester City. Nottingham Forest sigraði Luton 2-0. Ian Wallace og Brynley Gunn skoruðu mörk Forest, sem eru á hraðri leið upp stigatöfluna. Alan Ball lék leik nr. 726 og er hættur að leika í Englandi ■ Alan Ball leikmaður með Soutli- anipton, lék sinn 726. og síðasta leik í ensku deildarkeppninni fyrir félag sitt á laugardaginn. Þá mætti Southampton Everton, en með því félagi lék Ball alllengi. Það var ánægjulegt fyrir Ball, að enda feril sinn með Southampton með sigri, enda hefur það lengst af verið honum meira að skapi en að tapa. Ball var einn heimsmeistara Eng- lands árið 1966 og sá eini þeirra sem hefur verið mikill baráttumaður á leikvelli og er einn þeirra leikmanna, sem sett hafa svip sinn á knattspyrn- una í Englandi á síðustu tveimur áratugum. Eins og fyrr segir sigraði South- ampton á laugardaginn, jafvel þótt gamli kappinn hafi misnotað víta- spyrnu í leiknum. En það kom ekki að sök. Úrslit Urslit leikja í 2. deildinni urðu sem hér segir: Arsenal-Birmingham 0-0 Aston ViUa-Tottenham 4-0 Coventry-Norwich 2-0 Ipswich-W.B.A. 6-1 Liverpool-Brighton 3-1 Luton-Nottingham 0-2 Manchester C.-Swansea 2-1 Notts County-Watford 3-2 Southampton-Everton 3-2 Sunderland-Stoke 2-2 West Ham-Man. Utd. 3-1 í 2. deild hafa Sheffield Wednesday og Q.P.R. forystu, en á hæla þeirra koma Fulham og Wolves og fari svo að Úlfunum takist að vinna þá leiki sem þeir eiga eftir óleikna umfram toppliðin tvö, þá er staða þeirra sterkust. En þau stig eru ekki komin í sarpinn hjá þeim enn að minnsta kosti. Úrslitin í 2. deildinni urðu þessi: Barnsley-Shrewsbury 2-2 Burnley-Oldham 1-2 Carlisle-Chelsea 2-1 Charlton-Blackburn 3-0 Crystal Pal.-Fulham 1-1 Grimsby-Cambridge 1-0 Leeds-Newcastle 3-1 Leicester-Sheff.Wed. 0-2 Q.P.R.-Bolton 1-0 Rotherham-Middlesbro 1-1 Wolves-Derby 2-1 Stadan 1. deild Liverpool West Ham Manchester United West Brom Tottenham Manchester City Nottingham Forest Watford Stoke Aston ViUa Everton Coventry Arsenal Brighton Ipswich Luton Swansea Notts County Southampton Sunderland Norwich Birmingham 12 6 4 2 24 12 22 12 7 1 4 25 16 22 12 6 4 2 18 11 22 12 7 0 5 20 18 21 12 6 2 4 25 17 20 12 6 2 4 17 17 20 12 6 1 5 21 19 19 12 5 3 4 24 14 18 12 5 3 4 23 18 18 12 6 0 6 20 17 18 12 5 2 5 24 18 17 12 5 2 5 13 15 17 12 4 3 5 11 12 15 12 4 3 5 13 27 15 12 3 5 4 21 14 14 12 3 5 4 25 25 14 12 4 2 6 15 20 14 12 4 2 6 15 23 14 12 4 2 6 13 24 14 12 3 4 5 17 24 13 12 2 5 5 14 21 11 12 1 5 6 7 23 8 2. deild Sheff. Wednesday 12 8 2 2 27 15 26 Q.P.R. 13 8 2 3 19 10 26 Fulham 12 7 3 2 28 16 24 Wolves 11 7 3 1 16 5 24 Grimsby 12 7 2 3 21 14 23 Leeds 12 6 5 1 18 11 23 Leicester 12 6 1 5 23 11 19 Barnsley 12 4 5 3 17 14 17 Oldham 12 4 5 3 17 17 17 Carlisle 12 5 2 5 25 26 17 Chelsea 12 4 4 4 16 14 16 Crystal Palace 12 4 4 4 14 13 16 Newcastle 12 4 3 5 18 20 15 Rotherham 12 3 5 4 14 20 14 Shrewsbury 12 4 2 6 13 19 14 Charlton 12 4 2 6 17 24 14 Blackburn 12 4 1 7 16 23 13 Middlesbrough 12 2 5 5 13 25 11 Burnley 12 3 1 8 18 23 10 Bolton 12 2 2 8 9 19 8 Derby 12 1 5 6 10 22 8 Cambridge 12 1 4 7 12 20 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.