Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fyigja blaóinu í .dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 3. nóvember 1982 250. tölublað - 66. árgangur Siðumúla 15- Þósthólf 370 Reykjavík - Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Aldrei eins mikil hækkun á fbúðaverði á einu ári: yfirlit: Erfitt hjá ÍBÚÐIR í fjölbýushús- IIM HÆKKAD UM 88% ■ íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu hefur á undanförnu ári hækkað um 88%, mest þó íbúðir í fjölbýlishúsum, og er þetta mesta hækkun á íbúð- averði á einu ári - þriðja ársfjórðung 1981 til sama tíma árið 1982 - sem um getur, að því er fram kemur í Fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. Mesta hækkunin á þriggja mánaða tímabili var 23,3% frá síðasta ársfjórð- ungi 1981 til 1. ársfjórðungs 1982. Undanfama mánuði hefur dregið úr hækkunum. Utan höfuðborgarsvæðis- ins hafa íbúðarhús hækkað um 67% undanfarið ár. Mestu verðhækkanir sem áður hafa þekkst á einu ári var 1979 þegar hækkunin varð 75%. Árið 1980 nam hækkunin 57%, árið 1981 52% og í fyrra 88% sem fyrr segir. Byggingarkostnaður hefur heldur ekki hækkað meira á einu ári en frá okt. í fyrra til sama tíma í ár, eða 64,1%. Öll árin 1977 til 1981 var hækkunin nálægt 50%, eða 48-52% á ári. Frá árinu 1978 hefur verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40% umfram byggingarkostnað. Utan þess svæðis hefur verðið aftur á móti fylgt byggingarkostnaði nokkuð vel. ■ Til þess að fyrirbyggja allan misskiining, þá skal þaðtekiðfram að þessi hugljúfa mynd er ekki tekin við Pollinn á Ak- urcyri, hcldur við Tjörnina í Reykja- vík. Þótt máfur- inn sé óttalegur vargur, og mörg- um sé hreinlega í nöp við hann, verður því varla neitað að hann er fremur til prýði en hitt, á þessari fal- legu haustmynd sem hann Róbert Ijósmyndari tók í góða veðrinu í gær. -HEl aaaa. Heimilis tíminn: sex árin: HÆKKAR HARMALARAÐU- NEVTH) ÞAD EINHLHM? I ■ „Þetta mál hefur verið til umræðu á vettvangi álviðræðunefndar og ég vil gefa henni kost á að segja sitt álit um þetta, í þeirri von að hún nái þar saman, og það sem fyrst. Að öðru leyti er málið auðvitað í höndum ráðuneyt- isins,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra í viðtali við Tímann, þegar hann var að því spurður hvort það kæmi nú í hlut fjármálaráðuneytis- ins að éndurákvarða framleiðslugjald ÍSALS fyrir 6 síðastliðin ár.en Hjör- leifur sagði í ræðu sinni á Alþingi sl. fimmtudag að nú þegar niðurstöður endurskoðunar lægju fyrir, ætti að ljúka þessu máli af hálfu íslenskra stjórn- valda, með því að réttur aðili endurá- kvarðaði framleiðslugjald ÍSALS frá og með árinu 1976 að telja. Hjörleifur nefndi í sömu ræðu traust lögfræðiálit, sem lægju nú fyrir og tækju þau af öll tvímæli um að endurákvarða mætti framleiðslugjald á ÍSAL samkvæmt íslenskum skatta- reglum, enda sýndu íslensk stjórnvöld fram á að þau gögn sem tSAL hefði lagt fram og upphaflega verið byggt á, hefðu ekki verið í samræmi við ákvæði aðalsamnings álsamningsins. Þetta lögfræðiálit var unnið af þeim Benedikt Sigurjónssyni og Ragnari Aðalsteinssyni, en þriðji aðilinn sem beðinn var að vinna að þessari álits- gerð, Hjörtur Torfason, sagði í viðtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður hvort hann myndi skila sérá- liti: „Ég gerði álviðræðunefndinni grein fyrir því að í þessu tilyiki, þá samræmdist það ekki mínu starfi sem nefndarmaður í álviðræðunefnd, skip- aður af þingflokki, að gefa álit mitt sem sérfræðingur handa nefndinni. Hjörtur sagðist ekki vilja tjá sig um það hvort hann væri sammála lögfræði- legu áliti og niðurstöður þeirra Ragn- ars og Benedikts. AB Töfra- flautan b8s« S~0V Frama- draumar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.