Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1982. 3 fréttir Skýringar fu'ndnar á gölluöu skreiðinni sem seld var Itölum: NÝJA SKREIÐARPRESSAN EYÐILAGÐI SKREIÐINA gædamatid ekki í nógu föstum skorðum — og ems er „ ■ „Það kom í ljós að það var um að ræða tvenns konar galla á skreiðinni, sem ítalimir hafa fengið, annars vegar stöfuðu þeir af því að ný skreiðarpressa sem margir framleiðendur hafa keypt hefur farið illa með ssssksreiðina og verðum við sennilega að banna notkun hennar. Svo er hitt sem hefur loðað við þennan útflutning nokkuð lengi, en það er að gæðamatið er ekki í nógu föstum skorðum,“ sagði Magnús Friðgeirsson hjá Sjávarafurðadeild SÍS í samtali við blaðið í gær. Magnús er nýkominn heim frá Ítalíu, þar sem hann kannaði ástæður til kvartana sem ítalir hafa sett fram vegna skemmda á íslenskri skreið. „Þessar skreiðarpressur hafa mjög víða verið teknar í notkun undanfarin þrjú ár. Sölusamtökin voru andvíg þeim og töldu þær ekki nógu góðar og nú hefur komið í ljós að þær efasemdir áttu fullkomlega rétt á sér. Það er ljóst að þær eru ónothæfar við vinnslu á skreið fyrir ftalíumarkað. Að öllum líkindum er ekki hægt að nota þær til neins nema pressa hausa. Skreiðarverkendur standa því frammi fyrir því að mikil fjárfesting sem þeir hafa lagt í kemur út sem hreint tap. Varðandi gæðamatið er það að segja, að það er komið á daginn að hluti þeirrar skreiðar sem ítalimir fengu stenst ekki það sem vörulýsingin segir til um. Hluta hennar verður þvf að flytja til baka. Það hefur verið vandamál að svo virðist sem ekki sé samræmi í mati einstakra matsmanna hiá Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða. Þetta kemur þannig fram að það er tlutt út vara sem ekki stenst gæðakröfur og góðri vöru er haldið eftir og bannað að flytja hana út. Þetta mál hefur því tvær alveg aðskildar hliðar. Annars vegar er við að etja rangt mat og svo hitt að vara sem er rétt metin er eyðilögð í verkun með tæki sem ekki stenst markaðskröfur. f því tilviki held ég að sé óhætt að segja að stórkostleg fjárfestingarmistök hafi átt sér stað undanfarin þrjú ár.“ JGK Oldrudum boðið á tónleika ■ Á laugardaginn gangast Kirkjukór Akraness og íslenska óperan fyrir tvenn- um tónleikum fyrir aldraða í Gamla bíói. Hefjast fyrri tónleikamir klukkan 10.30 en hinir síðari klukkan 13.30. Á efnisskrá verða ýmis vinsæl lög, bæði innlend og erlend. Söngstjóri kirkjukórs Akraness er Haukur Guðlaugsson og undirleikari á píanó, Fríða Lárasdóttir. Kynnir verður sr. Björn Jónsson. Öllu fólki 67 ára og eldri er boðið á þessa tónleika og verða miðar afhentir í Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skóla- vörðustíg og Bókaverslun Sigfúsar Eym- undssonar í Austurstræti. Yngra fólk, sem vill fylgja þeim eldri á tónleikana er einnig velkomið að hlýða á sér að kostnaðarlausu. Á tónleikunum verður Þórður Krist- leifsson söngkennari sérstaklega heiðr- aður fyrir ómetanleg störf að íslenskum söngmálum. Á tónleikunum verða flutt sérstaklega nokkur lög úr söngvasafni hans, sem hann gaf út á árunum 1939 - 1949. Þórður er nú á nítugasta aldursári. LíTróður á Tjörninni — MR-ingar ætla að róa 100 kílómetra í þágu ólympíuhug- sjónarinnar ■ Nú mega endurnar á Tjöminni í Reykjavík fara að vara sig. Róðrafélag Menntaskólans ■ Reykjavík ætlar nefni- lega að láta hendur standa fram úr ermum um næstu helgi og róa lífróður á Tjöminni til að vekja athygli á happdrætti ölympíunefndar Islands. Alls munu 14 vaskir ræðarar úr Menntaskólanum munda áramar á Tjörninni, en fyrirhugað er að róa stanslaust í einn sólarhring, eða þar til eitt hundrað kílómetrar hafa verið að baki lagðir. Ætla nemendur MR að safna áheitum vegna maraþonróðursins og er heitið á fólk að greiða 50 aura fyrir hvern róinn kílómetra eða 50 krónur fyrir hvem áheitamiða. Þessi uppákoma hefst á Hlemmtorgi klukkan 16 næst- komandi föstudag, en sjálfur róðurinn hefst klukkustund síðar við andapollinn fyrir utan Iðnó. Verður síðan róið fram eftir kvöldi og um nóttina, en búist er við því að róðrabáturinn hafi lagt þá 250 hringi sem fyrirhugað er að róa um báðar tjamimar, einhvem tfmann seinnipart á laugardag. Maraþonróðurinn hefur hlotið mjög góðar undirtekir meðal nemenda og kennara skólans, en hvort Guðni rektor á eftir að verða róðrarstjóri á eftir að koma í ljós. -ESE „Stjórnar- skrárbreyting- ar ekki einka- mál þing- manna” ■ „Framkvæmdastjóm Verslunarráðs {slands telur, að endurskoðun stjóm- arskrár {slands, sem nú stendur yfir, sé ekki í þeim farvegi, sem, æskilegt væri. Allar breytingar á Stjómarskránni krefj- ast ítarlegri umræðu og kynningar og eru allra síst einkamál þingamnna," segir í frétt frá Verslunarráði íslands, en fram- kvæmdastjórn þess hefur nýlega skipað nefnd til að gera tillögu um stefnu V.f. í stjómarskrármálinu. „Stjórnarskrár veita borguranum m.a. vemd gegn ríkisvaldinu," segir í frétt- inni. „Aukið umfang ríkisins hefur berlega leitt í ljós nauðsyn þess að takmarka ríkisvaldið enn frekar til að tryggja lýðræði og vernda mannrétt- indi.“ -Sjó ■ Stjómarmenn úr Bandalagi íslenskra skáta og Skátafélagi Reykjavíkur. Ágúst Þorsteinsson er þriðji frá hægri. Tímamynd Ella SKÁTAR HALDA UPP Á 70 ÁRA AFMÆLIÐ ■ Sjötiu ár era liðin frá því að fyrsta skátafélagið var stofnað á íslandi. Það gerðist 2. nóvember árið 1912 er Skátafélag Reykjavíkur var stofnað og hafði Sigurjón Pétursson á Álafossi frumkvæðið að stofnun félagsins. Þessara merku tímamóta í sögu Skáta- hreyfingarinnar var minnst í gær, en þá kom stjóm Bandalags íslenskra skáta og Skátafélags Reykjavíkur saman í Kir- kjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík og lagði blómsveig á leiði Axels V. Túl irn'us sem var fyrsti skátahöfðinginn á íslandi. Axel varð skátahöfðingi 17. júní árið 1927 og gegndi þessu virðingar- embætti allt til dauðadags árið 1937. Að sögn Ágústs Þorsteinssonar, skáta-, höfðingja hafa skátar á íslandi minnst afmælisársins á ýmsan hátt og t.a.m. var haldinn skátadagur í byrjun ársins og afmælismót var haldið á Úlfljótsvatni. Þá hafa verið haldin skátamót víða um land í tilefni afmælisins. -ESE Bankastjórn Seðlabankans og ráðherrar atvinnuveganna: Fyrirhugaður f undur um vaxtakjör af urðalánanna ■ Tómas Árnason, viðskiptaráðherra upplýsti á Alþingi í gær að vaxtamál hafi verið rædd í ríkisstjóminni um morguninn og að hann hefði ákveðið að kalla saman fund bankastjórnar Seðlabankans og ráðherra atvinnuveganna til að ræða vaxtakjör afurðalána. Tómas sagði það ekkert launungamál að margir fram- sóknarmenn séu ekki hlynntir hávaxta- stefnunni. „Mín afstaða er sú að ég beindi því til Seðlabankans að fara varlega í vaxta- hækkanir og lét bóka í ríkisstjórninni að viðræður færu fram áður en ákvarðanir yrðu teknar um hækkanir vaxta af afurðalánum“, sagði Tómas. Hann dró ekki í efa lagalegan rétt Seðlabankans til að ákveða þá vaxtahækkun sem tekið hefur gildi. Miklar umræður urðu um vaxtamál á þingi í gær. Tóku þær upp allan þingtím- ann og stóðu þingfundir til kl. 19. Var veist mjög að ríkisstjóminni fyrir stefnu í efnahagsmálum. En skiptar skoðanir komu fram um réttmæti vaxtahækkunar- innar. -O.Ó. Leiðréfting ■ Heil 92 atkvæði varð okkur hér á Tímanum á að hafa afhonum Guðmundi Bjaraasyni, alþm. í frétt af prófkjöri í Norðurlandskjördæmi-eystra í blaðinu í gær, sem síður en svo var þó meiningin. Guðmundur fékk 72 atkv. í 1. sæti, 19 atkv. í 2. sæti og 104 atkvæði ■ 3. sæti, eða samtals 195 atkvæði í 3. sæti listans. Stefán Valgeirsson, alþm. slapp heldur ekki alveg við prentvillupúkann, en hann fékk 56 atkv. í 1. sæti og samtals 189 í 1. og 2. sæti. -HEI ÆSKAN er 56 síður /Eskan Októberblaöiö er komiö. Foreldrar! Gefiö börnun- um ykkar árgang af Æsk- unni. Nýjir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaup- bæti. Þaö borgar sig aö gerast áskrifandi. Af- greiðsla Laugavegi 56, sími 17336. ÆSKAN er 56 slöur. Afgreiósla Laugavegi 56, slmi 17336. Beríst áskrífandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.