Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1982. 6______ fréttir alþingi • ■ Tímumvnd EUa ■ Örlygur Hálfdánarson kynnir fréttamönnum þriðja bindi af bókinni Landið þitt ísland. Þriðja bindi verksins „Landið þittM komið út: BÓKINN UNNIN AD FULLU HÉRLENDIS ■ Þriðja bindi bókarinnar Landið þitt ísland, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson, með sérstökum Reykjavíkurkafla eftir Pál Líndal er nú komið út hjá Erni og Örlygi. Þriðja bindið nær frá bókstafnum L til R og það sem er sérstakt við þetta bindi er að bókin er að öllu leyti unnin hér á landi, en tvö fyrstu bindin voru prentuð og bundin erlendis. Þessi tilhögun við vinnslu þriðja bindisins er tilkomin vegna þéss að Prentsmiðjan Oddi hf. býr nú yfir miklum og fullkomnum vélakosti, sem ekki var til staðar þegar fyrri bindin voru unnin. Setning, filmun og allar lit- greiningar verksins hafa frá byrjun verið unnar hér á landi. Þriðja bindið af Landið þitt ísland er 340 blaðsíður og eru í bókinni 295 litmyndir. í Reykjavíkurkaflanum er fjöldi gam- alla mynda og teikninga og meðal þeirra nokkrar eftir Jón Helgason biskup, sem eru í eigu Árbæjarsafns. Örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi hefur fært Ár- bæjarsafni og afkomendum Jóns Helga- sonar sérstakar þakkir fyrir að hafa fengið leyfi til þess að nota myndir Jóns og í þakklætisskyni færði hann Árbæjar- safni gjöf nokkra fjárupphæð, sem hann óskaði eftir að yrði notuð til þess að búa sem best að myndunum í safninu. BÚNAÐARBÁNKINN AKUREYRI GLERÁRHVERFI Á morgun opnar Búnaðarbankinn afgreiöslu í nýrri vershmarmiðstöð í Glerárhuerfí á Akureyrt Afgreiðsla þessi er undir stjórn útibússtjóra bankans á Akureyri og er œtlað að þjóna hinu ört vaxandi bæjarhverfi norðan Glerár. Kaffiveitingar verða fyrir viðskiptavini allan opnunardaginn. Verið velkomin BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Málefni aldradra ■ Svavar Gestsson hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um málefni aldr- aðra. Það var fyrst lagt fram s.l. vor en náði ekki fram að ganga. Frum- vörp og þingsályktunartillögur um málefni aldraðra hafa verið á ferð- inni undanfarin ár, en í júlí 1981 skipaði heilbrigðis og tryggingamála- ráðherra sjö manna nefnd til að gera tillögur um samræmingu á skipulagi í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða með tilliti til félagslegra og heilsufars- legra sjónarmiða, og hefur nefndin samið frumvarpið um málefni aldr- aðra. í frumvarpi þessu eru málefni aldraðra tekin til heildarendur- skoðunar með það fyrir augum að komið verði á samræmdu skipulagi á þjónustu fyrir aldraða með tilliti til félagslegra og heilsufarslegra sjónar- miða. Leitast var við að tengja öldrunarþjónustu við þá þjónustu, sem fyrir hendi er, bæði heilbrigðis- þjónustu í tengslum við heilsugæslu- stöðvarnar, sem eru í hraðri upp- byggingu og félagslega þjónustu sveitarfélaga. Helstu nýmæli frumvarpsins eru: 1. Sett er fram það markmið að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigð- is- og félagslegri þjónustu, sem þeir þurfa og að þessi þjónusta sé veitt á því þjónustustigi, sem sé eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða. 2. Lagt er til að yfirstjórn öldrunar- mála sé í höndum eins ráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, og að þar verði sett á stofn sérstök deild til að annast þennan málaflokk. 3. Lagt er ti! að sett verði á stofn samstarfsnefnd um málefni aldr- aðra. Hlutverk þessarar nefndar yrði allvíðtækt, annars vegar stefnumótandi og hins vegar ráð- gefandi. 4. Lagt er til að stjómum heilsu- gæslustöðva, í samvinnu við fé- lagsmátaráð, þar sem þau starfa, verði falin stjóm öldmnarmála á sínu svæði. 5. Lagt er til að við hverja heilsu- gæslustöð starfi þjónustuhópur aldraðra. Þessi þjónustuhópur yrði samstarfshópur starfsfólks heilsugæslustöðvar, starfsfólks félagslegrar þjónustu svo og þeirra stofnana, sem vinna að öldrunarþjónustu á starfssvæði þjónustuhópsins. 6. Lagt er til að komið verði á fót heimaþjónustu fyrir aldraða. Með heimaþjónustu er átt við þá aðstoð, sem veitt er á heimili aldraðs einstaklings. Þessi þjón- Enn er deilt um fyrirspurn ■ Þingstörf ganga vel og virðulega á nýhöfnu þingi. Mál eru endurflutt og framsöguræður eru langar og ítarlegar, enda flestar fluttar í annað eða þriðja sinn. Einu óróleikamerkin á yfirborðinu eru þegar fyrirspurn Vilmundar Gylfasonar til dómsmála- ráðherra varðandi skoðun hans á ummælum sýslumanns í tilteknu máli ber á góma. Skipan nefndar til að spyrja dóms- málaráðherra spurningarinanar kom til afgreiðslu í sameinuðu þingi á .þriðjudag og kvaddi flutningsmaður sér hljóðs um þingsköp og veittist að forseta og þingheimi fyrir meðferð málsins, er fyrirspum um það var vísað frá s.l. fimmtud. Hann sagðist brjóta odd af oflæti sínu og særðu þinglegu stolti og fara ekki fram á að forseti viki þegar málið verður tekið fyrir, enda treysti hann því að málið færi fram með þinglegum hætti. Hann átaldi forseta fyrirmeðferðina. Ólafur Ragnar tók í sama streng og spurði hvernig á því stæði að fyrst eftir að þingmenn höfðu fellt að leyfa fyrirspurnina birtist hún á prenti sem formlegt þingskjal, og númerað. En Vilmundur lagði fram þingsályktun- artillögu um að kosin yrði nefnd til að leggja fyrirspurina fyrir dóms- málaráðherra. Taldi Ólafur Ragnar þessa meðferð óviðunandi og brot á þeim reglum sem gilda á Alþingi. usta er tvíþætt, annars vegar heilbrigðisþjónusta og hins veg- ar félagsleg þjónusta. 7. Settar eru fram skilgreiningar á því hvaða stofnanir teljist dvalar- stofnanir fyrir aldraða. 8. Lagt er til að vistunarmat fari fram áður en menn verði vistaðir á dvalarstofnunum fyrir aldraða. 9. Lagt er til að kostnaður af vistun á dvalarstofnunum fyrir aldraða verði greiddur af sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins eða með beinum framlögum úr ríkissjóði. Þó er gert ráð fyrir því að vistmenn taki þátt í greiðslu dvalarkostnaðar, eftir ákveðnum reglum í samræmi við tekjur. Um skeið hafa flestir verið sam- mála um að eitt mesta vandamálið, sem við er að glíma í heilbrigðisþjón- ustu landsmanna snerti heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Reynt hefur verið að leysa þessi mál eftir föngum og má segja að í dag þjóni mörg hinna minni sjúkrahúsa á landsbyggðinni því hlutverki að vista aldraða, sem á hjúkrun þurfa að halda. í Reykjavík og nágranna- byggðunum hefur á hinn bóginn skapast hálfgert neyðarástand, þar sem fjöldi aldraðra hefur aukist hröðum skrefum og miklu meira en annars staðar á landinu. Er hér jafnt um að ræða einstaklinga, sem búið hafa meginhluta ævi sinnar á þessu svæði og aðflutta, sem leita þess öryggis, sem Reykjavík og nágranna- byggðirnar veita, einkum á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu að öðru leyti. Brýnt er að leita lausnar þessara mála og líta verður á þá lausn óháð landshlutum. Þannig verður að marka ákveðna stefnu með það fyrir augum að íþyngja ekki þeim sveitar- félögum, sem sérstöðu sinnar vegna taka við öldruðum umfram önnur. Verður þetta ekki gert á annan hátt en með því að auka afskipti og skyldur ríkisins vegna þessara mála og jafnframt að auka möguleika sveitarfélaga á því að leysa málin innan eigin svæða án þess að reisa sér hurðarás um öxl fjárhagslega. Með frumvarpi þessu er jeynt að leysa þessa þætti og má segja að grunntónn þess sé sá, að hér sé um að ræða málefni, sem snertir alla landsmenn jafnt og geti því ekki eingöngu verið viðfangsefni ein- stakra sveitarfélaga að leysa úr þeim, með öllum þeim fjárhagsbyrðum, sem slíku fylgir. Stefnt er að stórátaki á skömmum tíma hvað uppbyggingu stofnana fyrir aldraða snertir með tilkomu Framkvæmdasjóðs aldraðra. Jón Helgason forseti sameinaðs þings svaraði að ljóst væri að fyrir- spurinin hefði ekki verði númerað þingskjal þegar atkvæðagreiðslan um hana fór fram. Stéttarfélög og vinnudeilur enn komið á dagskrá ■ Vilmundur Gylfason hefur mælt fyrir frumvarpi urn stjórnskipunar- lög, þar sem ráð er fyrir því gert að heimild til útgáfu bráðabirgðalaga verði afnumin. Þá mælti hann einnig fyrir frum- varpi um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú kemur til umræðu á þriðja þinginu í röð. Aðalefni frumvarpsins er að launþegar á sama vinnustað geti stofnað eigin félag er fari með kjaramál þeirra, ef þeir svo óska. Mikla umræður hafa áður farið fram um þetta mál, og líklegt er að svo verði enn á nýbyrjuðu þingi, því fundi var frestað áður en það varð útrætt og komust ekki aðrir í pontu en Vilmundur flutningsmaður og Jón Baldvin, sem sagði að núverandi skipulag verkalýðsfélaga hentaði vel fámennum forréttindahópum, frem- ur en launþegum og taldi breytinga þörf eins og flokksbróðir hans. Guðmundur J. skrifaði margt niður hjá sér undir ræðum þeirra félaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.