Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1982. Útgelandi: Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Biaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Elrfksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttir, Slgurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Lelfsdóttir, Skafti Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasíml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Mesta hagsmunamál sparifjáreigenda ■ Vafalaust hefur bankastjórum Seðlabanka íslands gengið gott til, þegar þeir hækkuðu vextina fyrir síðustu helgi. Þeir hafa gert sér grein fyrir því, að sparifjáreigendur höfðu frekar dregizt aftur úr en hið gagnstæða í verðbólgukapphlaupinu. Hitt virðist ekki hafa verið eins vel ígrundað, hvernig hlutur sparifjáreigenda yrði bezt tryggður. Um það þarf ekki að deila, að mesti óvinur sparifjáreigenda er verðbólgan. Ekkert er óhagstæð- ara sparifjáreigendum en sífelld aukning hennar. Reynslan er yfirleitt sú, að þeirbera skarðan hlut frá borði í verðbólgukapphlaupinu. Eins og kringumstæður eru hér nú, dregur vaxta- hækkunin ekki úr verðbólgunni, heldur hið gagnstæða. Þegar atvinnurekendur eða einstaklingar, sem standa í framkvæmdum, geta ekki risið undir vaxtahækkun- inni, eiga þeir ekki annarra kosta völ en að knýja fram hækkanir á vöru sinni eða þjónustu. Afleiðingarnar verða kauphækkanir, verðhækkanir og gengissig eða m.ö.o. aukin verðbólga. Eftir örskamma stund verður sá hagnaður, sem hækkun vaxtanna færði sparifjáreigendum, farin út í veður og vind og meira til. Staða sparifjáreigenda verður verri en hún var. Þetta þarf ekki að rekja nánara, því að sparifjáreig- endur þekkja vel þessa reynslu. Ótvírætt er það því mesta hagsmunamál sparifjár- eigenda að náð verði taumhaldi á verðbólgunni og dregið úr vexti hennar. Með bráðabirgðalögunum um efnahagsmál er stefnt að þessu marki. Launþegar, bændur og sjómenn' gefa talsvert eftir af launahækkunum. Verðbólgan stefndi þannig í lækkunarátt. Undir þeim kringum- stæðum var mikil vaxtahækkun óheppileg, því að hún rífur að verulegu leyti niður þann árangur, sem var í þann veginn að nást. Það er andstætt hagsmunum sparifjáreigenda. Enginn er svo vitur eða fróður að hann geti ekki aukið þekkingu sína. Bankastjórar Seðlabankans þurfa að lesa fræði sín betur og raunar ríkisstjórnin einnig, því að engin skýr viljayfirlýsing birtist frá henni. Augljóst er, að eftir vaxtahækkunina er verðbólguvandinn orðinn meiri en hann var. Dýrþrjú prósent ■ Aðdáendur Margaret Thatcher dást að því, að hún sé búin að koma verðbólgunni niður í 7.3%. Það gleymist oft í þessu sambandi, að þegar Thatcher tók við stjórnartaumum vorið 1979, var verðbólgan 10.3%. Lækkun í stjórnartíð hennar nemur því þremur prósentum. En hvað hefur þetta kostað? Stórkostlega aukið atvinnuleysi, hrun fjölda fyrirtækja og mikinn sam- drátt fjárfestingar hjá atvinnuvegunum. Engar horfur eru á, að efnahagsvandi Breta leysist í náinni framtíð. Leiftursókn Thatchers er ekki til fyrirmyndar. Þ.Þ. Bolli Héðinsson hagfræðingur: VALDDREIFING SAM- HLIÐA STJÓRNAR- SKRÁRBREYTINGU — markmiðið að landið verði eitt kjördæmi ■ Þegar rætt er um breytingar á kjördæmaskipaninni ætti að eiga sér stað önnur umræða henni samofin og í reynd mjög nátengd. En það er umræðan um, hvernig hægt sé að draga úr miðstýringu allra mögulegra og ómögulegra hluta frá Reykjavík og stuðla að því, að ákvarð- anir séu teknar sem næst þeim, sem þurfa við þær að búa. Á meðan íslenska stjórnkerfið er jafn meingallað og raun ber vitni, þá er ekki nema eðlilegt að þeir, sem í hinum fámennari kjördæm- um búa, séu vantrúaðir á, að kjördæma- breytingin færi þeim nokkuð annað en takmarkaðri möguleika til að hafa áhrif á gang sinna stærstu sem smæstu mála. Mál sem fram að þessu hefur verið fjallað um í ráðuneytum og stofnunum, sem oft á tíðum hafa lítið vit á hver raunveruleikinn er. Fram til þessa má segja, að nauðsyn- legt hafi verið fyrir dreifbýliskjördæmin að hafa „sinn“ þingmann „fyrir sunnan" til þess að reka erindi kjördæmisins þar. Ekki aðeins til að reka erindi kjördæmis- ins á löggjafarsamkomunni Alþingi, heldur þarf þingmaðurinn einnig að vasast í ótal öðrum málum. Ef sæmilega væri staðið að dreifingu valdsins um landið mætti einfaldlega afgreiða mörg þessara mála heima í héraði án afskipta stofnana og ráðuneyta „fyrir sunnan.“ Ég er ekki reiðubúinn að benda nákvæmlega á hvaða samtök eða stofn- anir það ættu að vera, sem tækju við hinum ýmsu verkefnum, sem ríkið hefur nú á sinni könnu. Hér gætu komið til fjórðungssambönd, sýslur, hreppar eða kaupstaðir. Einnig má gera ráð fyrir, að þegar menn væru búnir að setja sér það að markmiði að dreifa valdinu frá. Reykjavík, þá kæmu e.t.v. fram enn önnur samtök eða stofnanir, sem þætti heppilegt að fela hin ýmsu verkefni, sem leyst hafa verið í Reykjavík fram til þeSsa. í raun væri heppilegast að eins margir málaflokkar og nokkur kostur væri, hyrfu .frá miðstjórnarvaldinu í Reykja- vík og yrðu í höndum heimamanna á hverjum stað. Alþingi yrði þá einungis til að móta heildarstefnuna, en ekki væri karpað þar um hluti sem aðrir menn, mun hæfari alþingismönnum, eru betur fallnir til að taka ákvarðanir um. Eftir sem áður er ljóst, að á Alþingi yrði tekist á um málefni einstakra landshluta og héraða og kæmi þá til álita skipting fjármuna milli þeirra. Engu að síður mætti búast við, að þar yrðu hagsmunir þjóðarinnar allrar látnar sitja í fyrirrúmi og tekið tillit til heildarhagsmuna, en ekki farið eftir poti einstakra þingmanna fyrir hönd sinna kjördæma svo og pólitískum hrossakaupum. Formlega valdið og hid óformlega Fram að þessu hefur einungis verið rætt um hið formlega vald, sem betur TÖFRA- FLAUTAN ■ Ég minnist þess varla að hafa skemmt mér jafnvel í leikhúsi, né verið jafnánægður og hrifinn á sýningu og á frumsýningu Töfraflautinnar hjá ís- lenzku óperunni á fimmtudagskvöldið. 1 rauninni er ekki ofsagt að sýningin sé stórkostleg. Að vísu mætti segja, að í sýninguna vanti visst „pomp og prakt", með því að Töfraflautunni var upphaf- lega lýst sem „Machinen-Komödie“ - vélbragðagamanleik - og þar var átt við sviðsbrellur til að skemmta mönnum eins og drekann í upphafi, drengina þrjá komandi inn á sviðið í loftbelg („Flugwerk"), og Mónóstatos í vagni sem sex ljón draga. En þessar brellur sjást sjaldan núorðið, enda gera þær varla annað en að beina athygli áhorf- enda frá tónlistinni, sem er með hinni dásamlegustu sem Mózart samdi. Og í staðinn hefur náðst sérlega stílhrein og falleg sýning. Töfraflautan byrjaði vel, því for- leikurinn, undir stjórn töframannsins og dugnaðarforksins Gilberts Levine, var með ósviknasta Mózart sem hér hefur heyrzt. Og sviðið er mjög stílhreint og haganlegt: Menn þykjast sjá, að hér hafi sitthvað nýtilegt verið tekið úr hinni bráðsnjöllu sviðssetningu Sveins Einars- sonar á Silkitrommunni í vor, t.d. það að hafa sviðið á tveimur hæðum, og ná þannig tvöföldu flatarmáli, og að hafa drengina þrjá tvöfalda í roðinu, líkama og söngrödd, eins og tízkudömuna í Silkitrommunni. Þarna koma margir fram, bæði ein- söngvarar og 26 manna kór, auk hljóm- sveitar. Ég ætla ekki að nefna hér nema fáa, enda er það aðalatriðið, að sýningin er afar jafngóð - hún hefur á sér verulega fínan heildarsvip. Þó verður ekki hjá því komizt að nefna tvo nýliða, sem enginn gat vitað hvers mætti af vænta, nefnilega Steinþór Þráinsson sem Papagenó (Eiríkur Hreinn Helgason .mun taka við af honum á 4. sýningu), og Lydíu Ruecklinger frá Austurríki sem Næturdrottninguna. Steinþór Þrá- insson er ágætur bassasöngvari; rödd hans fe|lur vel að öðrum röddum í tvísöng, en alveg réttilega slær hann ögn af ströngustu kröfum sönglistarinnar í þágu leiksins. Og einnig sem trúðleikari stendur hann sig prýðilega. Lydia Ruecklinger fannst mér aldeilis stórkostleg í hlutverki Næturdrottningar innar. Þegar hún birtist fyrst er umgjörð- in höfð sem áhrifamest, en að auki hefur þessi unga söngkona mikla persónu til að bera, sem stundum mun vanta á hjá að öðru leyti tæknilega fullkomnum Næturdrottningum. Hlutverk Nætur- drottningarinnar er „kóloratúr“, með háum erfiðum aríum. Á neðra hluta raddsviðsins er rödd Lydíu Ruecklinger e.t.v. dálítið óhefluð ennþá - hún á víst talsvert eftir ólært sökum æsku - en að mínu viti er það ennþá betra svona, því Næturdrottningin á hvort sem er ekki að vera neinn engill. Ég tala að vísu ekki af mikilli reynslu, en þessi Næturdrottn- ing ber af þeim sem ég hefi áður heyrt og séð. Það er mikil heppni fyrir íslenzku óperuna, og fyrir fslendinga á breiðum grundvelli, að eiga jafn glæsilega og hæfileikafulla söngkonu og Olöf Harðar- dóttir er, - og í hlutverki Pamínu bætir hún ennþá einni glæsifjöður í hatt sinn. Og Garðar Cortes er prýðlegur Tamínó. Enn má nefna það, að þótt sparlega sé farið með sviðsbrellur, þá eru þær vel heppnaðar, sem hafðar eru með. Papa- genó tekst yfirleitt vel að samhæfa Pan-flautu sína við hljómsveitina, og sömleiðis klukknapsilið, og Tamínó feilaði ekki nema cinu sinni með töfraflautuna, sem var mjög vel útfærð. Og yfirleitt var allt þarna fullkoinlega tímasett, svo aldrei hljóp snurða á þráðinn, nema þegar Næturdrottningin sprengdi púðurkerlingu og hvarf um leið svo rækilega, að öll ljós siokknuðu í hljómsveitargrytjunni. Smámál úr því hjólin byrjuðu að snúast aftur strax og ljósamenn höfðu áttað sig. Þessi sýning er auðvitað margfaldur sigur og ekki auðgert, eða kannski ástæða til að tala um það hver eigi þar mestan hlut að máli. En óhjákvæmilega hlýtur hljómsveitarstjórinn Gilbert Le- vine að eiga verulega hlut, enda er það einkenni þessarar sýningar að vera ekki sízt tónlistarlega vel heppnuð. Og auk þess vitum við, sem höfum séð „Búum til óperu“, að hlutur tónlistarstjórans er mestur. En leikstjórinn, Þórhildur Þor- leifsdóttir, hefur líka unnið stórkostlegt starf og skapað sérlega heilsteypta og stílhreina sýningu, þrátt fyrir hið þrönga svið. En þessi frábæri árangur á ennþá dýpri rætur. Við höfum að vísu lengi átt góða listamenn - Guðmundur Jónsson var líka í Töfraflautunni hjá Þjóð- leikhúsinu 1956, ásamt Hjálmari Kjart- anssyni. Núna syngur Guðmundur Sar- astro, mjög vel og af vitlegu látleysi, enda á hann að vera göfugmenni. En nú er grundvöllurinn orðinn breiðari en nokkru sinni fyrr og mannvalið meira, hvað sem um „toppana“ má segja, því þeir eru víst hafnir yfir „lög um tónlistarskóla" og önnur mannanna verk. En þarna á ekki minnstan hlut hinn bjartsýni og vígdjarfi Garðar Cortes, með Söngskóianum og síðar íslenzku óperunni. Loks er að nefna þýðinguna á líbrettói Schikaneders, eftir Böðvar Guðmunds- son, Þorstein Gylfason og Þránd Thor- oddsen. Það sem skildist af söngvunum, t.d. allt það sem Guðmundur Jónsson sem Sarastro söng, virtist fara vel og hnökraiaust í munni, enda veitti ég ekki athygli neinum sérlega óíslenzkum áherzlum. Og að sjálfsögðu bætir það mikið skilning áhorfenda á söguþræð ■ inum að hafa a.m.k. hið talaða mál á íslenzku. Þannig að allt var þetta af hinu góða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.