Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.11.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1982. Póstur og sími stofnsetur í fyrsta sinn verslun med sínar sérvörur: Sala símtækja og vidgerð arþjónusta á einum stað — Póstur og sími getur ekki annast viðhald tækja, sem ekki eru seld af stofnuninni ■ Þeir sem eru með gamla og óglæsi- lega síma, en hafa hug á að breyta til geta nú séð allt úrvalið, sem Póstur og sími hefur upp á að bjóða, á einum stað, því að fyrirtækið hefur nú opnað sérstaka verslun í Landsímahúsinu við Austurvöll. Verslunin heitir Póstur og sími - Söludeild, og verður opin á verslunartíma. Verslunarstjóri Sölu- deildarinnar er Þorgeir ísfeld Jónsson. Þorgeir sagði, að í Söludeildinni væru til sýnis og sölu öll símtæki, sem Póstur og sími hefur á boðstólum, og einnig telextæki, raðsímakerfi, símstöðvar fyrir fyrirtæki og svo ýmsir fylgihlutir og hjálpartæki tengd símnotkun. Þarna eru líka til sýnis Modem-tæki, sem notuð eru til tölvuvinnslu. Verslunarstjórinn var spurður, hvernig símnotendur ættu að bera sig að, ef þeir vildu endurnýja símtæki sitt.. Hann sagði: - Símnotendur, sem vilja endurnýja gömul símtæki sín, geta valið sér síma hérna í Söludeildinni. Best er að koma með gamla símann með sér, svo hægt sé að ganga út frá því að rétt innstunga sé fyrir hendi á heimilinu fyrir nýjan síma, eða hvort skipta þurfi um kló á nýja símanum, svo hann passi við innstung- una. Ef gamli síminn er eldri en frá áramótum 1978-79, þá er tækið eign Pósts og síma, en eftir þann tíma voru símnotendur látnir greiða fyrir tækin, og því geta þeir komið með síma sína og lagt þá inn, - en af gömlu tækjunum eru auðvitað vissar afskriftir. Símar frá 679 kr. upp í 10.000 kr.! - Venjulegur heimilissími með skífu kostar 679 krónur. Hægt er að lækka og hækka hringingu símans eftir vild. Hægt er að fá þennan tíma í fjórum litum; grænum, ljósgráum, rauðum og Ijós- drapplituðum. Takkasími af sömu teg- und kostar um 2500 kr. - Það er um margar mismunandi gerðir af símtækjum að ræða, sagði Þorgeir verslunarstjóri, og auðvitað mismunandi verð. Dýrasta símtækið sem við höfum hér er nákvæm eftirlíking af „antik“-síma frá Ericson frá árinu 1892, en það fyrirtæki framleiðir enn síma fyrir íslendinga. Þessi antik-sími kostar yfir 10.000 krónur! Söludeildin er opin á venjulegum fengið að sjá og reyna öll möguleg Öll símtæki í verslun Pósts og síma verslunartíma, og þarna getur fólk símtæki. eru viðurkennd og þjónustuð af starfs- mönnum stofnunarinnar. Varahlutir eru ávallt fyrirliggjandi í þessi tæki, - en Póstur og sími hefur hins vegar ekki aðstöðu til þess að annast viðhald þeirra tækj a, sem ekki eru seld af stofnuninni. ■ Þorgeir ísfeld Jónsson, verslunar- stjóri Söludeildarinnar (Tímamyndir GE) ■ TELEX-tækin skoðuð. Á myndinni má sjá f.h.: Agúst Geirsson, form. FÍS, Braga Kristjánsson forstj. Jón Skúlason póst og símam.stj., Gunnar Stein Pálsson, Þorvarð Jónsson yfirverkfr. o.fl. ■ Séð yfir verslun Pósts og síma í Landsímahúsinu. ■ Takkasími með skifuvali á 2556 kr. Fæst í 4 litum og geymir í sér síðast valið númer, sem hægt er að velja aftur með því að ýta á einn hnapp. ■ Venjulegir heimilissímar kosta 679 kr. og fást í f jórum litum. Ferdaminjarnar í röd og reglu ■ Margir leggja það í vana sinn að sanka að sér ýmsu smádóti á ferðalögum til minja. Vinsælt er t.d. að safna steinum og skeljum. Nú, og svo eru þeir, sem vilja gjarnan halda til haga smá- myntinni, sem afgangs verður, þegar yfirgefið er ókunnugt land, þó að litlar líkur séu til að þeir eigi eftir að leggja leið sína þangað aftur. En þegar heim er komið, blasir sá vandinn við, hvernig þessum minjagripum sé best fyrir komið. Oft vill fara svo að þeir liggja bara í meira og minna ólögulegum haugum og verða að sfðustu meira til ama en ánægju. Hér með látum við fylgja ódýra og skemmtilega lausn á vandanum, sem gleður augað. Reyndar er auðvelt að koma sér smám saman upp eins konar ferðasafni með þessum hætti. Ef til er gamall, ónotaður rammi á heimilinu, er upplagt að nota hann. Ef ekki, er lítill vandi að klambra saman ramma sjálfur og ekkert aðalatriði er, að hann sé úr einhverjum rándýrum kjörviði. Rammann leggið þið á plötuna úr bökunarofninum og hellið í hann úthrærðu gifsi. Nú raðið þið dótinu eftir vild í gifsið, en munið að hafa hraðar hendur, þar sem gifs harðnar fljótt. Og áður en langt er um liðið standið þið með eigið listaverk í höndunum, sem er einstakt í sinni röð! B Þessi vegg- og borðskreyting minnir eiganda sinn á skemmtilega ferðasögu á hverjum degi. INDVERSKUR RÆKJURÉTTUR Fljótlegt er að búa til þennan indverska rækjurétt í hrísgrjónahring. Það sem þarf er: ca 400 gr af rækjum og í kryddsósuna: 2 meðalstórir laukar 30 gr. af smjöri eða smjörlíki ca. 1 matsk. af karrý 2 matarepii 2 litlar grænar paprikur (eða ein stór) 1 dl vatn Vi fisksoðsteningur (eða kjúklinga) 1 matsk. af tómatkrafti 3 dl. þeytirjómi smávegis af papríkudufti og salti Byrja skal á sósunni. Brúnið fínsax- aðann laukinn í smjörinu, svo hann verði aðcins gulbrúnn (ekki við of mikinn hita). hrærið karrýinu útí og látið það hitna í smjörinu með lauknum. Setjið þá söxuð eplin og fíntskorna paprikuna (í smáa teninga) út í, og látið krauma undir loki svolitla stund við lítinn hita, í 10-15 mín. Setjið nú vatnið og súputeninginn út í og tómatsósuna. Nú á sósan að sjóða um smástund. Hrærið þá rjómanum samanvið og látið smákrauma í 5-10 mín. Kryddið með paprikuduftinu og saltinu. Setjið nú rækjurnar út í, og þær eiga að hitna í sósunni. Stráið saxaðri steinselju yfir og þetta er svo borið fram með soðnum hrísgrjónum. Á myndinni eru hrísgrjónin soðin og sett í vel smurt kökuhringsmót. Setjið álpappír yfir mótið og haldið heitu í ofni. Síðan er hrísgrjónahringnum hvolft varlega á fat og rækjusósan höfð í miðjunni. ■ Indverskur rækjuréttur í hrís- grjónahring

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.