Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 5. nóvember 1982 252. tölublað - 66. árgangur Síðumúla15lPóSthólf370Reykjavík-RitStjórn863pg- .8300 Afgreiðsla oo askriíi 86300 Kvöldsfniai 86387 og 86392 Erlent yfflrlit: [Sigur Kennedys > bls. 7 Abortkan köbespá pille-glas Dansk modstand mod for AfNiUTWsw eyöingar pillur - bls. 4 Gott jafnvægS — bls. 11 Heimsins bls. 13 Verkfall starf smanna í álverinu hófst á miðnætti: UNDIRBÚNINGUR AÐ LOK- UN ÁLVERSINS HAFINN! ¦ „Það verður að stöðva reksturinn, enda ekki hægt að reka verksmiðjuna nema takmarkaðan tíma í verkfalli," sagði Ragnar Halldórsson forstjóri Isals í gærkvöldi. Fulitrúar starfs- manna sögðu rétt fyrir miðnætti, að verkfail kæmi til framkvæmda í áföng- um, en samningafundi var haldið áfram og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Ef farið yrði út í það að halda verksmiðjunni gangandi um tíma sagði Ragnar menn geta staðið frammi fyrir því að sá frestur sem verksmiðjan hefur til að losa - 4 vikur - dygði ekki. Pá frysi í kerjunum sem sé alvarlegt mál. Raunverulega þurfi allan þennan tíma til að tæma kerin, m.a. vegna þess að yfirvinnubann er á og því um líkt. En verði stöðvað á annað borð er Pá ekki spurning hvenær eða hvort opnað verður aftur? „í>að fer auðvitað svolítið eftir markaðinum. Miðað við núverandi. markaðsástæður hetd ég að það sé ekki mikill áhugi fyrir að opna aftur ef stöðvað verður á annað borð. Spurður hvort verksmiðjan verði t.d. ekki eftir sem áður að borga rafmagn kvaðst Ragnar ekki svo viss um það, ekki í verkfalli. „Það er óviðráðanlegt ástand eins og þar stendur. Enda er nú sagt að það muni lítið um okkur. Þjóðviljinn segir t.d. að við borgum aðeins 10% af orkunni, svo það munar nú kannski ekki miklu, enda segir Hjörleifur að það sé best að loka". ísamningum stendur að aðilar verði að gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra verkfalli, „Það yrði kannski matsatriði hvort það hefði verið gert eða ekki", sagði Ragnar. Hjá einum starfsmanna í kerskála hafði Tíminn spurnir af því að áætlunin hljóði upp á tæmingu 15 kerja á dag, en alls eru þau 320 talsins. HEI Tekurforsætis- ráðherra þátt í prófkjöri sjálf- stædismanna? „SVARA HGAR ÞARAÐ KEMUR" ¦ „Fresturinn til að skila framboðum er ekki útrunninn ennþá. Ég mun svara þessari spurningu þegar þar að kemur", sagði dr. Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður ; að því hvort hann hygðist gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar sem fram fer í lok þessa mánaðar, en framboðs- |frestur rennur út síðdegis nk. mán- ]udag. Sjó NÝTTVERD ÁSÍLDINNI ¦ Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um lágmarksverð á síld til frystingar frá miðnætti s.l. nótt að telja. Gildir hið nýja verð til næstu áramóta. Sam- kvæmt þvf fæst borgað fyrir hvert kíló síldar sem eru 27 sentimetrar eða lengri kr. 2.45, en fyrir þær sem eru af stærðargráðunni 25-27 sentimetrar kr. 1.45 fyrir kílóið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.