Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 1
„Helgarpakkirm” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 5. nóvember 1982 252. tölublaö - 66. árgangur Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Erlent yfirllt: — bls. 7 Abort kan kobes pá pille-glas Dansk modstand mod for AlNJiTWn .r. Fóstur- eyðingar- pillur — bls. 4 — bls. 11 Heimsms stærsti Askur — bls. 13 Verkfall starfsmanna í álverinu hófst á miðnætti: UNMRBÚNINGUR AÐ LOK- UN ALVERSINS HAHNN! ■ „Það verður að stöðva reksturinn, enda ekki hægt að reka verksmiðjuna nema takmarkaðan tíma í verkfalli,“ sagði Ragnar Halldórsson forstjóri ísals í gærkvöldi. Fuiltrúar starfs- Bmanna sögðu rétt fyrir miðnætti, að verkfall kæmi til framkvæmda í áföng- um, en samningafundi var haldið áfram og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Ef farið yrði út í það að halda verksmiðjunni gangandi um tíma sagði Ragnar menn geta staðið frammi fyrir því að sá frestur sem verksmiðjan hefur til að losa - 4 vikur - dygði ekki. Þá frysi í kerjunum sem sé alvarlegt mál. Raunverulega þurfi allan þennan tíma til að tæma kerin, m.a. vegna þess að yfirvinnubann er á og því um líkt. En verði stöðvað á annað borð er Þá ekki spurning hvenær eða hvort opnað verður aftur? „Það fer auðvitað svolítið eftir markaðinum. Miðað við núverandi markaðsástæður held ég að það sé ekki mikill áhugi fyrir að opna aftur ef stöðvað verður á annað borð. Spurður hvort verksmiðjan verði t.d. ekki eftir sem áður að borga rafmagn kvaðst Ragnar ekki svo viss um það, ekki í verkfalli. „Það er óviðráðanlegt ástand eins og þar stendur. Enda er nú sagt að það muni lítið um okkur. Þjóðviljinn segir t.d. að við borgum aðeins 10% af orkunni, svo það munar nú kannski ekki miklu, enda segir Hjörleifur að það sé best að loka“. I samningum stendur að aðilar verði að gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra verkfalli, „Það yrði kannski matsatriði hvort það hefði verið gert eða ekki“, sagði Ragnar. Hjá einum starfsmanna í kerskála hafði Tíminn spumir af því að áætlunin hljóði upp á tæmingu 15 kerja á dag, en alls eru þau 320 talsins. HEI T ekur forsætis- ráðherra þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna? „SVARA ÞEGAR ÞARAÐ KEMUR” ■ „Fresturinn til að skila framboðum er ekki útrunninn ennþá. Ég mun svara þessari spurningu þegar þar að kemur", sagði dr. Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar sem fram fer í lok þessa mánaðar, en framboðs- frestur rennur út síðdegis nk. mán- ]udag. Sjó NfTT VERD ÁSÍUIINNI ■ Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um lágmarksverð á síld til frystingar frá miðnætti s.l. nótt að telja. Gildir hið nýja verð til næstu áramóta. Sam- kvæmt því fæst borgað fyrir hvert kíló síldar sem eru 27 sentimetrar eða lengri kr. 2.45, en fyrir þær sem eru af stærðargráðunni 25-27 sentimetrar kr. 1.45 fyrir kílóið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.