Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 4
# * I „HEIMAFÓSTUREYÐINGAR MEÐ PILUI itR APÓTEKINU” Nýjar uppfinningar Svfa og tilraunir vekja athygli og deilur ; 'ýjC ■ ' \ \Dansk modstand rmd forsog I AÍNilsThorsen Et nyt svensk forseg kan I betyde, at aborter kan kobes i pilleglas p& apo- téket og foretages helt | udcn isegehjœlp. I det 8venske forsog aborte- I rede 96 ud af 100 kvinder ved alene at tage stikpiller raed stoffet prostaglandin, der f&r livmoderen til at trække sig sarnmen- Metoden er ogsA ívnt soin prævention8-mid- Danske læger tager imidler- tid afstand fra den nye meto- de og betegner den som farlig. Prostaglandin er ikke ukendt ‘ i Danmark. Det bruges ved kompiícerede aborter, men folges altid af en udskrabning. — N&r man ikke foretager en udskrabning efter aborten, kan der blive noget væv sid- dende tilbage i livmoderen og. det giver fare for bledninger og infektioner, aiger overlæge .VagnSele.;. — Danske læger vil derfor altid foretage en udskrabning efter aborten og sá forsvinder fidusen ved ’hjemmeaborten’, siger Vagn Sele, der er for-1 mand for Foreningen af Over-1 iæger i Provinsen. — Vi vil ikke give kvinderne I en d&rligere behandling end f de fðr nu — og jeg mener, at I ’hjemmeaborter’ vil betyde en ] mere usikker og farlig be- handling, siger Vagn Sele. Ingen af de kvinder, der dcl-1 tog i det svenske forsog, hávde I været gravide i længere endl syv uger. Metoden har tidlige-1 re været overvejet i Danmark, I men or blevet forkastet p.g.a. V faren for infekfion. ■ „Fóstureyðingar“ á pilluglösum, sem hxgt er að kaupa í apótekum til heimabrúks „heimafósturcyðingar", er meðal nýjustu uppfinninga Svía er hvað mesta athygli og deilur - hafa vakið um þessar mundir, a.m.k. meðal nágranna þeirra Dana, að því er fram kemur í Politíken. „Tveim tímum eftir að ég hafði komið annarri hinna tveggja taflna fyrir í leggöngunum tók ég in tvær róandi og verkjastillandi töflur. Fjórum tímum síðar byrjuðu blæðingarnar. Þeta líktist einna helst blóðverkjum. Ég gat horft á sjónvarpið og lesið, eða fengið mér blund“, hefur blaðið eftir einni þeirra 100 sænsku kvenna sem nýlega voru fengnar til að reyna nýju aðferðina. Pillur þær sem hér um ræðir innihalda efnið „prostaglandin". En nú nýlega fengu tveir sænskir læknar Nobelsverð- launin einmitt fyrir tímamótamarkandi tilraunir með það efni. Fáum dögum eftir verðlaunaveitinguna bárust sænsk- um blöðum fréttir frá Karólinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi um fyrr- nefndar fóstureyðingatilraunir. 100 kon- um sem sótt höfðu um fóstureyðingu, og gengnar voru með innan við 7 vikur, var boðið að framkvæma hana sjálfar heima hjá sér, einfaldlega með því að koma fyrrnefndum pillum fyrir ofarlega í leggöngunum. Efnið „prostaglandin" er sagt þekkt fyrir þau áhrif að framkalla vöðvasam- drátt, sem veldur því að leghálsinn opnast en legið dregst saman (svipað og gerist við Fæðingu) og framkallar þannig fósturlát. ifjá fyrrnefndum 100 konum tókst fóstureyðing hjá öllum nema 4: Danskir læknar kveðast hins vegar ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvað skeði hjá þessum fjórum. Yfirlæknir kvennadeildar amtssjúkr- ahússins í Herlev, Poul Hjörtkær, bendir á að vitneskja um tilraunir þessar hafi fyrst komið fram á mjög óvenjulegan- hátt. Alla jafna birtust slíkar upplýsingar fyrst í fagblöðum. Kvaðst hann ekki sjá aðrar skýringar nærtækari en þá, að fréttunum hafi verið hraðað svo í sænsku pressuna til að sýna fram á gagnsemina af rannsóknum Nóbelsverðlaunahaf- anna. Dr. Hjotkær kveðst eiga erfitt með að ímynda sér „vandræðalausar heimafóst- ureyðingar“. Þvert á móti álíti danskir læknar að aðferð þessi sé óörugg og valdi m.a. mikilli hættu á ígerðum, Konum sé sjálfum eftirlátið að meta hvort blæðing- ar séu of miklar eða of litlar. Einnig verði þær sjálfar að meta það sem niður af þeim kemur, hvort það sé allt sem þarf að fara eða einungis hluti þess. En svo snemma á meðgöngutíma sé í rauninni ekki um sjálfstætt fóstur að ræða öllu heldur líkist það blóðiifrum og kekkjum. Aðeins með útskröpun sé hægt að koma í veg fyrir að neitt verði eftir, sem annars geti valdið sýkingu, bólgum og blæðingum. Og hvaða konur vita fyrirfram hvort þær hafa nægt sálarþrek til að ganga í gegnum fóstur- eyðingu einar og óstuddar? spyr læknir- inn. Þó níu ár séu nú liðin síðan fóstureyð- ingar voru gerðar frjálsar í Danmörku - og nú séu þar framkvæmdar 23.000 slíkar á ári - eru þær ennþá sagðar mikið tilfinningamál þar í landi. Þótt fóstur- eyðingar þessar séu framkvæmdar af læknum á sjúkrahúsum segir yfirlæknir- inn koma til einhverra vandamála í einu af hverjum 20 tilfelum. Ekki hátt hlutfall, en þó um 1.000 konur árlega. Kveðst læknirinn hræddur um að sú tala myndi hækka stórlega ef „heimafóstur- eyðingar" yrðu almennar. Með slíku hvaðst hann hræddur um að verið væri að starta „slysamaskínu". Það sem fyrst og fremst er talið vinnast með „heimafóstureyðingum" er sparnaður. Sjúkrahúsin þurfi ekki að teppa þúsundir af dýrum rúmum vegna fóstureyðinga. En hvað sparast ef við í staðinn fyrir skipulagðar aðgerðir þyrft- um að hafa fjölda manns á „akut“ vakt allan sólarhringinn til að taka á móti bráðatilfellum, spyr læknirinn, sem varla kveðst efast um að þetta hefði ekki í för með sér fjölda „akut“ innlagna kvenna sem af einni eða annarri ástæðu „tókst“ ekki að ljúka fóstureyðingu heima í svefnherberginu sínu. Dr. Hjortkær álítur að fóstureyðingar í Danmörku séu nú þegar allt of margar og kveðst ekki trúa því að „heimafóstur- eyðingar" myndu verða til að draga úr þeim, nema að síður væri, svo „auðveld" lausn ýti frekar undir kæruleysi í notkun getnaðarvarna, og þá sé einmitt öfugt farið að hlutunum. Hinn gífurlega fjölda fóstureyðinga telur hann einmitt hljóta að stafa af vöntun á viðunandi getnaðarvömum. Því þurfi nú að hefja kröftugri áróðusherferð fyrir þeim en hingað til hefur átt sér stað. Og þar eigi læknamir mikið verk að vinna, við uppfinningu betri getnaðarvama, sem fólki líki við, sem séu án hliðarverkana, ömggar og ódýrar. Hætta á sýkingu eftir fóstureydingar eykst ef konurnar sjá um þær sjálfar: „ÞYRFTI Afi -HEI Flugleiðir og SAS ATHUGA VEL — áður en leyft yrdi” — segir Sigurður Magnússon yfirlæknir Kvennadeildar Landspftalans ■ „Ég kannast við efnið prnsta- glandin - við notum það hér við fóstureyðingar cftir 12. viku með- göngutíma. En ég hef ekki kynnt mér til fulls þessar tilraunir Svia og get því ekki lagt dóm á þær“, sagði prófessor Sigurður S. Magnússnn, yfirlxknir Kvennadeildar Landsspítal- ans er Tíminn rxddi við hann vegna umfjöllunar um „heimafóstureyðing- ar“ Svía. Sigurður segir það rétt athugað hjá' dönsktí iæknunum að ömggt þurfi að vera að legiö hreinsist alveg eftir fósturlát, ella sé hætta á sýkingu. „Hér á Kvcnnadeildinni höfum við gert könnún á sýkingum eftir fóstureyðingar. Það eru um 0,7% kvenna sem fá alvarlega sýk- ingu þ.e. eggjaleiðarabólgu, sem er alvarlegur hlutur því hún leiðir til þess að fimmta hver þeirra verður ófrjó eftir. Þetta er lág tala hjá okkur, en segir sig sjálft að hún myndi hækka ef konur gerðu þetta sjálfar, því þær hafa ekki sömu þekkingu eða möguleika á sótt- hreinsun og viðhöfð er á sjúkrahús- um. Það þyrfti því að athuga þctta ákafiega vel áður en leyft væri eitthvað þessu líkt“, sagði prófesor Sigurður. -Nú verður einhver hluti kvenna fyrir fósturláti. Koma þær þá yfirleitt í rannsókneða leggjast á sjúkrahús? - Við vitum að tíðni fósturláta er um 15% af ötlum þungunum. Raun- verulega eru þau álitin miklu algcng- ari. Þau koma oft fyrir snemma á mcðgöngutfma án þess að konur geri sér jafnvel grein fyrir því. Álitið er að a.m.k. 30% af öllum þungunum ljúki með fósturiáti. Flestar konur sem missa fóstur hér á landi leggjast inn á sjúkrahús - fleiri hundruð á hverju ári. Það fylgja þe&u verkir og oft miklar blæðingar. Mikilvægt er að legið sé hreint og í flestum tilvikum er viðhöfð út- skröpuiv. . . Annaðsem benda má-áeraðbrýnt er að konur sem eru resus neikvæðar fái sprautu til varnar mótefnamynd- un. Þá á- ég við að gangi resus neikvæð kona með resus jákvætt fóstur getur nyyndast mótefni í blóði móðurinnar, sem við næstu þungun ræðst á rauðu blóðkorn fóstursins og getur vatdið blóðsjúkdómi í því. í slíkum tilvikum þurfa konur - hvort sem er við fósturlát eða fæðingu - að fá sprautu til að koma í veg fyrir mótcfnamyndun. Að lokum var Sigurður spurður hvort fóstureyðingum fari enn fjölg- andi hér á landi. Ekki kvaðst hann ^ hafa séð nýjustu tölur þar að lútandi, en taldi fjölgun mjög litla ef nokkra. -HEI semja ■ Samningur milli Flugleiða h/f og SAS um aukið samstarf félaganna varð- andi áætlunarfiug milli íslands og Norðurlanda var undirritaður í Reykj- avík í gær. Samningurinn felur í sér sameiginlegt áætlunarflug félaganna á flugleiðunum Keflavík - Kaupmanna- höfn annars vegar og Keflavík - Osló - Stokkhólmur hins vegar. Verða ferð- irnar farnar í nafni beggja félaganna, en Flugleiðir h/f annast framkvæmdina. „Eftir sem áður verða í gildi ýmsir fargjaldaflokkar á þessum fiugleiðum sem veita verulegan afslátt frá aðalfar- gjöldum,“ segir í frétt frá Flugleiðum og SAS. Samkvæmt samkomulaginu mun skrif- stofa SAS í Reykavík tengjast farskrár- tölvu Flugleiða og á sama hátt munu skrifstofur Flugleiða í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi tengjast farskrár- tölvu SAS. -Sjó um samvinnu ■ Frá undirritun samningsins milli SAS og Flugleiða sem fram fór á Loftleiðahótelinu í gxr. ppYndistöfrar Áusturlands” REYKJAVÍK/Austurland: „Yndistöfr- ar Austurlands/aldrei gleymast neinurn" kvað Sólrún Eiríksdóttir húsfreyja á Krossi í Fellum. Með þessa töfra í huga efnir stjórn Austfirðingafélagsins enn einu sinni til haustfagnaðar að Hótel Sögu í kvöld, föstud. 5. nóvember. Meðal dagskráratriða á skemmtuninni er ávarp formannsins, Guðrúnar K. Jörgensen og Þorlákur Friðriksson ffá Norðfirði flytur gamanmál og stjórnar almennum söng. Heiðursgestir eru prestshjónin í Heydölum, frú Anna Þorsteinsdóttir og sr. Kristinn Hóseas- son. Veislustjóri er Iðunn Steinsdóttir, kennari. Hljómsveit hússins leikur síðan til kl. 3.00 um nóttina. Aðalfundur Austfirðingafélagsins verður síðan haldinn laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00 í herbergi 515 á Hótel Sögu. „Það væri stjórnini hvatning til góðra verka og félagsstarfinu öllu til eflingar, ef fleiri en undanarin ár sæju sér fært að líta inn á aðalfund", segir í frétt frá félagiu. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.