Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982 Hlaðrúm úr furu í uiAariit og brúnbæsuöu. Áhersla er lögð á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ^^ddt Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 LANDSSMIDJAN Framleióum Fóðurblandarar: 1000 lítra blandari kr. 63.800 með 4 kw mótor 59.000.- án mótors. 1500 lítra blandari kr. 81.100.- með 7,5 kw mótor 71.600. - án mótors. 2000 lítra blandari kr. 92.400. með 11 kw mótor 82.900,- án mótors. Hakkavélar: Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 102.400.- með 11 kw mótor. Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 92.625.- án mótors. Fínhakkari kr. 67.600. - með 7,5 kw mótor. Fínhakkari kr. 58.755.- án mótors. Verði'A semer ánsölu- skatts er háð breyt- ingum á verðlagi efnis og vinnu. LANDSSMKUAN TS 20680 íþróttir molar... Sigurvegarar friðlum r yngri flokkum ■ Um síðustu helgi var leikin fyrsta umferð Islandsmóts yngri flokkanna í handknattleik. Leikið var í íþróttahúsum víða um land og voru leiknir á fjórða hundrað leikir á tveimur dögum. Hér á eftir fylgja upplýsingar um sigurvegara í hinum ýmsu riðlum, með tvemur undan- tekningum, en þar vantar leikskýrsl- ur ennþá. {3. flokki karla er Njarðvík í efsta sæti á A-riðli, Ármann í B-riðli og Fram í C-riðli. í 4. flokki karia sigraði KR í A-riðli, úrslit vantar úr B-riðli og í C-riðli sigraði lið ÍR. í 5. flokki karla sigraði Stjarnan í A-riðli, Ármann í B-riðli og Þróttur i C-riðli. í A-riðli í 2. flokki kvenna sigraði KR í fyrstu umferðinni og í B-riðli er FH í efsta ssti. í C-riðli í flokki kvenna er lið ÍA í efsta sæti. í 3. flokki kvcnna vantar úrslit í A-riðii, en FH er í efsta sæti í B-riðli, en KR-stelpurnar eru í efsta sæti í C-riðli. Næsta umferð í keppni yngri flokkanna verður leikin 15. janúar næstkomandi. Biakið um helgina ■ Þrír leikir verða báðir í 1. deildinni í blaki um helgina, þar af fveir á Norðurlundi. í Hafralækja- skóla leika Bjarmi og IS í kvöld kl. 20.30 og á inorgun klukkan 15.00 leika UMSE og ÍS í 1. deUd karla. Á sunnudag klukkan 19.45 leika svo Víkingur og Þróttur í 1. deild og fer sá leikur fram í íþróttahúsi Haga- skóla. Í 1. deild kvenna leika KA og ÍS í Íþróttaskemmunni á Akureyri og hefst sá leikur klukkan 20.00. Sömu lið leika svo í Glerárskóla á laugardag klukkan 16.15. Í Vogaskóla leika Breiðablik og Víkingur í 1. deild kvenna og á sunnudag leika svo Breiðablik og Þróttur og verður sá leikur háður í Hagaskóla og hefst klukkan 21.00. HK og ÍA leika loks f 2. deild karla á sunnudag kl. 19.00 og fer sá leikur fram í Hagaskóla og hefst kl. 19.00. KR-dömurnar meistarar ■ Kvennalið KR varð Reykjavík- urmeistari í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Þá sigruðu þær ÍS með 69 stigum gegn 56. Í leikhléi var staðan 32 stig gegn 19 KR i vil og lokatölur urðu sem fyrr segir 69-56. l,Xeða 2 fylgi ■ Nýlega var samþykkt á fundi útvarpsráðs tillaga þess efnis, að íþróttafréttamenn sjónvarps og útvarps láti 1, X eða 2 koma á eftir úrslitum leikja í ensku knattspyrn- unni til hagræðis fyrir þá sem taka þátt í getraunum. Það var Markús Á. Einarsson sem bar þessa tillögu fram og var hún samþykkt og þvi munu áhorfendur að íþróttaþáttum og hlustendur íþróttafrétta eiga auö- veldara með að fylgjast með röðinni í getraunum í framtíðinni. ■ Jón Sigurðsson er hér á fullri ferð í leik gegn Njarðvík. Á sunnudag er það hitt Suðumesjaliðið sem Jón og félagar hans í KR glíma við. MIKIL BARÁTTA í ÚRVALSDEILDINNI Körfuboltinn um í úrvalsdeild og 1 ■ Keppninni í úrvalsdeildinni í kðrf- uknattleik verður fram haldið um helgina og veður þá leikin heil umferð. Á laugardaginn leika Njarðvíkingar gegn Fram í Njarðvík og hefst sá leikur klukkan 14.00. Reikna má með miklum baráttuleik og víst er að endurkoma Val Brazy til Fram eykur líkumar á sigri þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Alex Gilbert mun leika með Njarðvík, en hann lék með liðinu gegn KR á miðvikudagskvöld, enda þótt búið væri að reka hann . Kom það mjög á óvart. Á sama tíma og Njarðvík og Fram leika suður með sjó leika ÍR og Valur í helgina. Margir hörkuleikir . deild Hagaskóla. Valsmenn eru líklegri sigur- vegarar í þeirri viðureign, en þó má geta þess að ekki er vitlegt að útiloka ÍR-ingana ennþá. Þeir eiga áreiðanlega eftir að hala inn einhver stig. Á sunnudag klukkan 14.00 leika svo KR og ÍBK í Hagaskóla. Lið ÍBK er spútnikliðið í íslenskum körfubolta og hafa einir liða ekki tapað leik í úrvalsdeildinni. KR-ingar hafa verið á uppleið að undanförnu og það er aldrei að vita nema þeim takist að verða fyrstir til að sigra nýliðana. Þrír leikir verða háðir í 1. deild karla. Grindavík og Haukar leika í Njarðvík í kvöld klukkan 20.00. Þar eru Haukar líklegri sigurvegarar, en þeir hafa nú fullt hús stiga í 1. deildinni. Á laugardag og sunnudag klukkan 14.00 leika síðan Skallagrímur og Þór Akureyri í Borgarnesi. Þar gæti orðið um snarpar viðureignir að ræða og bæði liðin gætu unnið sigur, enda þótt Þórsarar séu sigurstranglegri við fyrstu sýn. í 1. deild kvenna leika KR og Njarðvík á laugardag klukkan 15.30, ■strax að loknum leik ÍR og Vals. í 2. deild verður einn leikur, en þá leika í D-riðli Sindri og ÍME og verður leikið á Höfn í Hornafirði. SH BARNES VEGNAR ILLA Leikur á Spáni, en fær ekki að leika mikið með ■ Fyrir flmm árum síðan var Peter Barnes talinn einn af „gulldrengjun- um“ í enskrí knattspymu. Nú er nafn hans flestum knattspymuunnendum gleymt. Nú er hann á Spáni með Real Betis, en hefur ekki fengið mörg tækifærí með liði félagsins. Real Betis er undir stjóm ungverja Antal Dunai, en hann segir um Barnes: „Hann vcrður að æfa mikið og vinna mjög vel. Eg hafði álitið að enskir knattspyrnumenn og þá einkum enskir landsliðsmenn væm líkamlega sterkir og ákveðnir í leik sínum, en ég hef ekki fengið að sjá mikið af því ennþá. Ég vona að hann komi til með að reynast Real Betis mikilvægur leikmaður, en ennþá hefur hann ekki sýnt neitt sem gefur tilefni til að ætla að svo verði.“ Þetta segir framkvæmdastjórí Betis, sem aðeins hefur geflð Bames tækifæri til að leika í 81 mínútu á þessu keppnistímabili. En hvað segir Bames sjálfur? Jú hann segir, að hann búi yfir getu til að leika með enska landsliðinu. En hann vonar að Real Betis láti hann ekki leika stöðu sem ekki hentar honum. En hann álítur að eitt af stærstu vandamálum sínum sé, að ensk blöð fylgist ekki með leikjum Betis og því frétti fólk heima í Englandi ekki þó honum gangi vel með félagi sínu. Peter Bames.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.