Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982 ■ Þeir taka á móti þér á „heimsins stærsta Aski“ Einar Oddur Ólafsson, matreiðslumeistari, Jón Snorrason, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri og Ebnar Kristjánsson, nemi Tímamynd Róbert Heimsins stærsti Askur: „Ödýrara að borða hjá okkur en borða heima’% — segir Karl Ottósson hjá Aski ■ Hamborgara- og skyndibitastaðir ýmiss konar hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Þykja staðir þessir orðnir sjálfsagðir og margir þeirra mjög vel sóttir. Einn fyrsti staður þessarar tegundar sem opnaði á Islandi var veitingastaðurinn Askur við Suður- landsbraut. Það var fyrir um 16 árum og var ekki laust við að mörgum þætti það nokkuð hættuspil að ráðast í slíkt ævintýri að opna grillstað á íslandi. En Askur blómstraði þrátt fyrir hrakspámar og í dag er fyrirtækið Askur orðið stórveldi á íslenskum veitinga- staðamarkaði. Að sögn Karls Ottósonar hjá Aski þá varð veruleg breyting á rekstri fyrirtækis- ins árið 1980, en þá var Askur gerður að hlutafélagi og skipti um eigendur. Askur er í dag rekinn í sex deildum og á eftirtöldum stöðum. Veitingastaðir á Suðurlandsbraut 14 og Laugavegi 28. Askpizza er til húsa á Hjarðarhaga 47, Askborgarinn er í Völvufelli 17, en auk þess rekur Askur Höfðakaffi að Vagn- höfða 11 og tvo Askbíla. Við eigenda- skiptin var jafnframt sett á stofn sérstök kjötvinnsla þar sem allt hráefni fyrir „Askana" er unnið. Þessi deild þróaðist síðar út í sérstakt fyrirtæki og nefnist það Veitingamaðurinn. Þetta fyrirtæki er í örum vexti og er nú rekið í þrem deildum, kjötvinnslustöð og vöruþróun- ardeild sem starfrækt er í Breiðholti, skyndiréttadeild sem framleiðir ham- borgara, samlokur og fleira undir vöru- merkinu Júmbó og þjónustudeild við mötuneyti. Á vegum þessarar síðast nefndu deildar er seldur matur til stofnana og fyrirtækja. Alls vinna nú 150 - 160 manns hjá Aski og Veitingamann- inum h.f. og samkvæmt upplýsingum Karls Ottóssonar selja þessi fyrirtæki um þrjú hundruð tonn af íslenskum land- búnaðarafurðum árlega. Tvískiptur veitingastaður ■ Sá staður sem Askur hefur lagt hvað mesta áherslu á, er veitingastaðurinn á Laugavegi 28. Sá staður opnaði fyrir fimm árum síðan og segja má að hann hafi mikla sérstöðu meðal íslenskra veitingastaða. Eiginlega eru þarna rekn- ir tveir veitingastaðir undir sama þaki, segir Karl Ottósson. Frá því á morgnana fram til klukkan 18 er reksturinn með sjálfsafgreiðsluformi, en á kvöldin og á sunnudögum breytir staðurinn um svip. Önnur lýsing er notuð og staðurinn er færður í sparifötin, auk þess sem þjónað er til borðs. Geta gestir valið af fjölbreyttum sérréttamatseðli og fengið sér vín með matnum. Verð á þeim réttum sem Askur býður upp á er ákaflega fjölbreytilegt og má nefna að hægt er að fá ódýra rétti dagsins frá 59 krónum og allt upp í dýrindis steikur s.s. Tumbauta Henry fjórða á 255 krónur. Meðal þeirra nýjunga sem bryddað hefur verið upp á hjá Aski eru fjölskylduhelgarnar yfir vetrarmánuð- ina. Þá hefur verið leitast við að bjóða fjölskyldum að borða góðan mat, undir kjörorðinu að ódýrara sé að borða á Aski en að borða heima. Segir Karl Ottósson að þessar fjölskylduhelgar hafi sannað gildi sitt með frábærri aðsókn. Af fleiri nýjungum er það helst að matreiðslumenn Asks á Laugaveginum ætla að verða með óvenjulega rétti á boðstólum á fimmtudagskvöldum í vetur en þessi kvöld verða auglýst sérstaklega í hvert skipti. -ESE Veitingahús helgarinnar: Plötur Plötur helgarinnar: í blíðu og stríðu/Steinar ■ „í bb'ðu og stríðu“ nefnist ný safnplata sem út er komin hjá Steinum h.f. Á plötunni eru eingöngu lög af svonefndum nýrómantískum toga og meðal flytjenda eru stórstjörnur á borð við Human League, Ultravox, Yazoo og Japan. Það þarf víst engum blöðum um það að fletta að það er nýrómanttkin sem á mest upp á pallborðið hjá unnendum popptónlistar í dag. Human League og Ultravox hafa notið feikna vinsælda í finum „krcdsum" um tveggja til þriggja ára skeið og síðar hafa aðrar hljómsveitir eins og OMD, Japan, Depechc Mode, Flock of Seagulls og Yazoo gert það feiki gott. Reyndar er frami Yazoo ævintýralegur og nú er Sýningar helgarinnar: þessi bresk/franski dúett það „heit- asta“ sem fram hefur komið lengi. AUar þessar hljómsveitir eiga lag á „í blíðu og stríðu" og af öðrum hljóm- sveitum má nefna að Baraflokkurinn á eitt lag á plötunni. Midge Ure á sömuleiðis eitt og það á einnig við um hina athyglisverðu hljómsveit Iceho- use. — ESE. „Enn að koma okkur á óvart” ■ Sýning á smámyndum eftir Nínu Tryggvadóttur, myndlistarkonu, sem lést áríð 1968, verður opnuð í Listasafni alþýðu við Grensásveg á morgun, laug- ardag klukkan 14.00. Sýningin stendur til 28. nóvember og verður opin frá klukkan 14-19 þriðjudaga til föstudaga en um helgar frá 14-22. Lokað á mánudögum. „Nína hefði orðið sjötug á næsta ári ef henni hefði enst aldur, en hún lést 1968, aðeins 55 ára gömul. Þótt hún bvggi flest sín fullorðinsár í miðstöðvum menningarinnar úti í heimi, London, París, og New York, hafa fáir listamenn verið eins bundnir íslenskum uppruna sínum í listsköpun og hugarfari, því hin alþjóðlega myndlist hennar grundvallast í íslenskri náttúru," segir Hrafnhildur Schram, listfræðingur, í sýningarskrá. Hrafnhildur heldur áfram: „Til fslands sótti hún styrk sinn samtímis því sem hún nærðist á erlendum straumum í nútímalistinni. Hún lærði af bestu lista- mönnum samtíðarinnar, breyttist stöð- ugt en þekktist samt á augabragði. Þótt hún nýtti sér erlendar nýjungar í listum tókst henni oftast að varðveita sjálfstæði sitt og persónuleg einkenni. Jafnvel eftir að sigurinn var unninn og viðurkenningar hlóðust að henni var hún eins frjálslynd og leitandi í list sinni og áður, þegar á móti blés. Svo mikill var áhuginn í leit hennar að nýjum tjáningarformum að einn miðill nægði henni ekki. Sviðið sem hún spannaði var breitt; að því leyti hafa fáir íslenskir listamenn staðið henni á sporði. Samt gerði hún sér ævinlega far um að skilja eðli efnisins sem hún hafði milli hand- anna, það skyldi fyrst og fremst þjóna hugmyndinni. Á þessari sýningu er Nína enn að koma okkur á óvart, fæstar myndirnar hafa verið sýndar áður. Þær eru nýjar hliðar á þessum margbrotna persónu- leika og listamanni" segir Hrafnhildur. Ásmundasalur Sýning á listmunum og nytjahlutum frá Tadsijkistan, einu af Mið-Asíulýðveld- um Sovétríkjanna, var opnuð í Ásmund- arsal við Freyjugötu í gærkvöldi. Listmunahúsið: „Rokk í Frakklandi" nefnist sýning á 24 myndspjöldum frá Frakklandi. Jafn- framt fer kynning á rokktónlist í Frakklandi síðustu 25 árin. Norræna húsið: Norski listamaðurinn Bjöm Björneboe heldur sýningu um þessar mundir. Á sýningunni eru 23 kolteikningar og 28 tússmyndir. Hún stendur til 17. nóv- ember. Djúpið: Sýning Magneu Hallmundardóttur á vatnslitamyndum skúlptúrum og teikn- ingum lýkur um helgina. Kjarvalsstaðir: Thorvaldsensýningin stendur enn. í vestursalnum fer fram sýning „Norðan 7“. Húsið er opið frá 14 til 22. Mokka: Enskar biblíumyndir frá 18. öld eru til sýnis á Mokka. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er opið miðvikudaga og sunnu- daga frá kl. 13.30 til 16. Árbæjarsafn: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma 84412 milli klukkan 9 og 10 virka daga. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinsson- ar: Opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga frá klukkan 14.-16. Ásgrímssafn: Nú stendur yfir haustsýning á verkum Ásgríms. Safnið er opið sunnudaga þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13.30 til 16. sjónvarp Sunnudagur 7. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Samheldni - fyrri hluti Framhald fyrri þátta um Ingallshjónin og daetur þeirra. Þýöandi Óskar ingimars- son. 17.00 Grikkir hinir fornu. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Upphafið Breskur mynda- flokkur i fjórum þáttum sem rekur sögu hellenskrar menningar pg þau áhrif sem hún hefur haft á öllum sviðum á hugsunarhátt og listir i vestrænum heimi. í þáttunum er einnig brugðiö upp mörgum atriðum úr griskum harm- leikjum. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.10 Stundin okkar 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Glugginn Þáttur um listir; menningar- mál og fleira. Dagskrárgerð: Áslaug Ragnars, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Andrés Indriðason og Kristin Pálsdóttir. 21.40 Schulz í herþjónustu Fimmti þáttur um ævintýri Gerhards Schulz i heims- styrjöldinni. Efni fjórða þáttar: Schulz kemst til Parisar. Þjóðverjar eru í sigurvímu en strlðið heldur áfram. Schulz finnur nýjar leiðir til að nýta falspeningana. Hann er sendur til Júgóslavíu til vopnakaupa en hafnar f fangabúðum. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.30 Er enginn sem skllur mig? Fyrri hiuti. Mynd sem írska sjónvarpið lét gera í tilefni af 100 ára ártíð skáldjöfursins James Joyce. Rakinn er aeviferiil skáids- ■ Thor Vilhjálmsson, rithöfundur flytur sunnudagserindi. ins og rætt við ættingja hans og samferðamenn. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.30 Dagskrárlok. útvarp Sunnudagur 7. nóvember 8.00 Morgunandakt 8.10 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Fonjstugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00Messa í Selfosskirkju. (hljoðr. 24. þ.m.) 12.00 Hádegistónleikar ' 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkyrm- ingar. Tónleikar. 13.20 Berlfnarfílharmónían 100 ára II. þáttur: „Óvenjuleg stofnun". Kynnir: Guðmundur Giisson. 14.00 Lelkrit: „SiSasti tangó i Salford“ eftlr Peter Whalley. Þýðandi: Krlstrún Eymundsdóttir. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 14.50 Kaffitiminn. 15.15 Kópavogsbrauri7. Þáttur um ung- lingaheimili ríkisins. Umájón: Sigmar B. Hauksson, Ámi Stelán Jónsson og Gunnar Hrafn Birgisson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hugleiðingar um Ijóð Elytis og annan grfskan skáldskap Thor Vil- hjálmsson rithöfundur flytur sunnudags- erindi. 18,00 Það var og...Umsjón: Þráinn Bertels- son. 18.20Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur útvarpsins á sunnudagskvöldi. 20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins. 20.45 Gðmul tónlist. Ásgeir Bragason kynnir. 21.30 Dagskrá á Hallgrfmshátið í Hall- grímskirkju, Saurbæ, 22. ágúst s.l. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftlr Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (8). 23.00 Kvöldstrenglr. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.